Dagur - 27.07.1991, Page 4
4 - DAGUR - Laugardagur 27. júlí 1991
í innanverðum Eyjafirði,
norðan mynnis Villingadals er
mikið hólasvæði. Þótt þessir
hólar, sem ná þvert um dalinn,
veki gjarnan athygli vegfar-
enda er ekki þar með sagt að
þeir sem fara um geri sér grein
fyrir því hvernig þessar nátt-
úrumenjar eru til komnar. Á
sama hátt er ógerlegt að átta
sig á umfangi hólanna eða
hversu mikla náttúrufegurð
þeir hafa að geyma þótt ekið sé
um þjóðveginn í innsta hluta
Eyjafjarðar. Hólarnir skiptast
í raun í tvennt. Annars vegar
Leyningshóla, sem draga nafn
sitt af bænum Leyningi er
stendur í viki í hólunum og
hefur eflaust verið nefndur
þessu nafni því bæjarstæðið
Ieynist í skjóli hinna háu hóla.
Hins vegar eru Hólahólar aust-
an megin í dalnum og dregur
bærinn og kirkjustaðurinn
Hólar nafn sitt af þeim.
Leyningshólar:
Náttúraperla í innanverðuin Ejjafirði
- vissir möguleikar til ferðaþjónustu en fara verður með mikilli gát
Um tilurð Leyningshóla segir
Ólafur Jónsson, fyrrum ráðu-
nautur á Akureyri og mikill
áhugamaður um jarðvísindi, í
bók sinni Berghlaup að hólarnir
séu að verulegu leyti framhlaup
úr fjallinu sunnan Tröllahöfða.
Ólafur greinir berghlaup þetta í
tvo hluta. Annars vegar urðar-
hæðirnar suður frá Leyningi þar
sem ruðningurinn nær aðeins nið-
ur á áreyrarnar og hins vegar
ruðningsöldu, sem gengur niður
norðan við Leyning og þvert yfir
dalinn. Ólafur bendir á að undir
ruðningnum austan árinnar hafi
fundist birkilurkar, sem við
aldursgreiningu hafi reynst um
6000 ára gamlir og leiði það líkur
til þess að einhver hluti hlaupsins
hafi átt sér stað um það leyti.
Ólafur Jónsson telur fallhæð
hlaupsins hafa verið um 800
metra og framhlaup þess um 3,2
kílómetra. Ólafur telur mjög
örðugt að giska á efnismagn hói-
anna þar sem þeir séu bæði
óreglulegir og stórskornir. Hann
telur þó að hlaupið þeki að
minnsta kosti um 4 kílómetra
lands og rúmmál hólanna sé ekki
innan við 80 til 100 milljónir rúm-
metra.
Samspil jökuls
og þyngdarlögmáls
Sigurður Jósefsson, fyrrum bóndi
í Torfufelli í Eyjafirði, ólst upp
og bjó einnig lengi í nágrenni við
Leyningshóla. Hann hefur kynnt
sér sögu þeirra og sagði að
samspil jökuls og þyngdarlög-
máls ætti stærstan þátt í lögun
hlaupsins. Skriðjökullinn hefði
grafið undan hlíðinni en jökul-
þungi að ofan hafi síðan verið
það mikill að undirstaðan hafi
brostið og fyllan runnið fram.
Þessi hugmynd kemur heim og
saman við þá kenningu, sem
byggð er á mismunandi aldurs-
greiningum að berghlaupið er
skóp hólana hafi ekki orðið í einu
hlaupi heldur átt sér stað á löng-
um tíma. Sigurður sagði að þótt
aldursgreining á plöntum gefi til
kynna að þær séu um sex þúsund
ára gamlar þá hafi menn velt
þeirri spurningu fyrir sér hvort
berghlaupið geti verið eldra og
hvort hlýindaskeið fyrir um 20
þúsund árum hafa komið þar við
sögu á þann hátt að jökullinn hafi
hörfað en síðan skriðið fram
aftur. Sigurður benti á að hvergi
væri getið um efnismeira berg-
hlaup á íslandi þótt það kynni að
vera til staðar.
Áskell Goði - gott land
á Leyningsbakka
Tign náttúrunnar hefur oft orðið
mönnum til ýmiskonar hugrenn-
inga. Sigurður Jósefsson sagði að
þjóðsögur lifðu gjarnan vel í
landslagi sem þessu. Ýmsar sögur
og einnig örnefni, sem varðveist
hafa, bendi eindregið til þess.
Hann nefndi að haft væri eftir
Áskel Goða, sem uppi var á
þjóðveldistímanum, að land væri
gott á Leyningsbakka. Pá mun
þetta landssvæði allt hafa verið
skógi vaxið og sagði Sigurður að
kolagrafir, sem fundist hefðu,
bentu eindregið til þess. Ljóst
væri að mikil kolagerð hefði ver-
ið stunduð og einnig einhver
járnvinnsla. Landnámsmenn hafi
kunnað til verka á þessum svið-
um og því verið fljótir að nýta sér
þá möguleika sem náttúran gaf af
sér á þessum slóðum. Sigurður
sagði einnig að ýmis örnefni
bentu til aðgerða og athafna
manna fyrr fyrr á tímum og
nefndi Sesselíuhöfða sem dæmi
um slíkt. Heilög Sesselía hafi
verið verndardýrlingur Saurbæj-
arkirkju í kaþólskum sið og höfð-
inn dregur því nafn sitt af henni
þar sem kirkjan í Saurbæ átti ítök
í Leyningshólum. Sesselíunafnið
færist síðan af höfðanum yfir á
fólk og sagði Sigurður að algengt
hefði verið að skíra stúlkubörn,
sem ólust upp í Leyningi þessu
nafni. Þannig erfi hver kynslóð
eldri sagnir og á þann hátt lifi
þjóðsagan með umhverfinu.
Hann gat þess einnig að þótt
þjóðsagnir hafi verið afþreying
þjóðarinnar um aldir ásamt öðr-
um fróðleik hafi þær almennt
meira gildi en fólk geri sér grein
fyrir. I þjóðsögunum leynist oft
heimildir um horfið mannlíf og
hugsunarhátt þótt þær styðjist
ekki beinlínis við raunverulega
atburði.
Annað dæmi um hvernig þjóð-
sagan lifir í náttúrunni er völvu-
dysin í Tjarnargerði í Leynings-
hólum, sem í daglegu tali er
nefnd völvuleiðið en er að sjálf-
sögðu dys þar sem þessi gröf er úr
heiðnum sið. Dysin er í grænum
grasbala og talið að forvitur kona
eða völva hafi verið lögð þar til
hvíldar. Á dysinni er legsteinn
sem rúnir hafa verið ristar á.
Sigurður Jósefsson sagði að ekki
hafði tekist að ráða þær þótt
myndir af þeim hafi verið sendar
til fræðimanna á því sviði. Helst
sé hallast að þeirri kenningu að
þarna sé um einnota rúnir eða
særingarúnir að ræða. Einskonar
galdrastafi, sem hafa ef til vill
verið ristir til þess að tryggja að
völvan lægi kyrr í dysinni.
Skógrækt í Leyningshólum
- mjög góður vöxtur í lerki
í Leyningshólum hefur alla tíð
vaxið skógur þrátt fyrir að trjá-
gróður hafi eyðst á mörgum öðr-
um stöðum. Sigurður Jósefsson
sagði það benda til þess að skil-
yrði til skógræktar séu mjög góð
frá náttúrunnar hendi. Kolagraf-
irnar sýni að mikil kolagerð hafi
átt sér stað fyrr á öldum. Limið
muni einkum hafa verið notað til
kolagerðarinnar en trjábolirnir
hafi aftur á móti verið notaðir til
húsagerðar. Þá hefur einnig
fundist rauðablástursgjall í Leyn-
ingshólum, sem bendir til þess að
fornmenn hafi notað viðarkolin
til vinnslu járns úr mýrarrauða.
Árin 1936 og 1937 var um 50
hektara landssvæði í Leynings-
hólum friðað með girðingu. Tæp-
um fjörutíu árum síðar eða 1974
var hafist handa um að stækka
friðaða svæðið og voru rúmir 25
hektarar girtir til viðbótar þannig
að í allt eru nú um 80 hektarar
lands friðaðir við Leyningshóla.
Á undanförnum árum hefur ver-
ið unnið að skógrækt og er árang-
ur hennar mjög góður, sérstak-
lega hefur lerki vaxið vel í hólun-
um og sagði Hallgrímur Indriða-
son, skógfræðingur hjá Skóg-
ræktarfélagi Eyfirðinga að lerkið,
sem gróðursett var á árinu 1956,
hafi nú náð átta til níu metra hæð
og lerkitré frá árinu 1961 séu orð-
in á bilinu sex til sjö metrar.
Viðkvæmt svæði
- en möguleikar til ferða-
þjónustu ef unnið verður
skipulega og undir góðu
eftirliti
Hvaða hug bera Eyfirðingar til
þessarar náttúruperlu? Eru
Leyningshólar fyrst og fremst
tengdir sögunni og hugmyndum
um það líf er átti sér stað í innan-
verðum Eyjafirði fyrr á öldum
eða sjá heimamenn nútímans
einhverja möguleika fólgna í
Leyningshólasvæðinu? Sigurður
Jósefsson sagði að ákveðinn
ljómi væri yfir því í vitund
margra Eyfirðinga. Til marks um
það hefði verið haldinn sérstakur
Leyningshóladagur á hverju ári
um langan tíma þar sem fólk úr
sveitunum ásamt burtfluttum
Eyfirðingum koma saman.
Sigurður sagði að Leyningshóla-
dagurinn ætti sér langa hefð þótt
hann hefði farið fram með mis-
munandi móti. Fyrr á árum hefði
fólk fyrst og fremst komið saman
til þess að hittast en síðar hefðu
ungmennafélögin farið að annast
dagskrá hans. Sigurður Jósefsson
sagði að vissulega fælust ýmsir
möguleikar fyrir ferðaþjónustu í
þessu svæði.
Leyningshólar eru í eigu
tveggja jarða, Leynings og Vill-
ingadals og skógurinn er í umsjá
Skógræktarfélags Eyfirðinga.
Svæðið er viðkvæmt og ef nýta
ætti það til útivistar og gistingar,
til dæmis með því að koma upp
tjaldstæðum, yrði að vinna það á
skipulegan hátt og undir góðu
eftirliti. Hvað sem því líður þá
leynist ein af perlum íslenskrar
náttúru í þessu berghlaupi, sem
Sigurður Jósefsson sagði að virk-
að geti sem hrúgald á hinn
almenna vegfaranda og ferða-
mann, sem fer um dalinn áður en
hann staðnæmist og litast um.
Sigurður sagði að þessa perlu
mætti ugglaust nýta varðandi
þjónustu við ferðamenn í fram-
tíðinni en í því sambandi verði að
fara með verulegri gát til að valda
ekki spjöllum á náttúrunni og
viðkvæmum gróðri hennar.