Dagur - 27.07.1991, Síða 13
Laugardagur 27. júlí 1991 - DAGUR - 13
Gagnrýnendur í Þýskalandi
tóku Lissý opnum örmum
- umsagnir Die Rheinpfalz og Neustadter Rundschau
í íslenskri þýðingu
Kvennakórinn Lissý fór í
frægðarför til Þýskalands og
Frakklands eins og lesendur
Dags gátu séð í skemmtilegri
frásögn Aðalbjargar Páls-
dóttur sl. föstudag og laugar-
dag. Kórinn fékk afar góðar
viðtökur áheyrenda og gagn-
rýnenda og til að staðfesta
þessar viðtökur birtum við
hér úrklippur úr umsögnum
tveggja þýskra blaða í
íslenskri þýðingu. Lissý,
Margrét Bóasdóttir, stjórn-
andi og einsöngvari, og org-
anistinn Björn Steinar Sól-
bergsson fá þar sannarlega
lofsamlega dóma. Fróðlegt
er að sjá hvernig þýðversk-
um gagnrýnendum líst á „lif-
andi raddlist frá norðrinu
kalda“, svo vitnað sé í aðra
greinina.
Kvennakórinn „Lissý“
frá íslandi í
St. Georgskirkjunni
Lifandi raddlist frá norðrinu kalda
Aðalstyrkur margra áhuga-
mannakóra felst í náðargáfu
útgeislunarinnar, sem lætur gagn-
rýnið eyra leiða hjá sér hverskyns
smámunasemi gagnvart ýmiss-
konar tæknilegri ónákvæmni,
vegna þess að hún hverfur fyrir
því sem er miklu mikilvægara.
Islenski kvennakórinn „Lissý“
...náði miklum árangri síðastliðið
laugardagskvöld: honum tókst að
miðla hluta þjóðmenningarlegrar
sjálfsvitundar á hrífandi hátt.
Stjórnandi hinna 60 norðís-
lensku söngkvenna síðan 1987 er
söngkennarinn og söngkonan
Margrét Bóasdóttir, lærð í
Þýskalandi.
Hún lætur syngja utanað, og
sj^lf.nqtar hún ekki nótnapúlt, en
hvoru tveggja styrkir einbeitnina
og skapar spennu „samtals" milli
stjórnanda og kórs. Og óðara
nemur eyrað hversu hún hefur
mótað hópinn sinn með vönduð-
um „verkfærum“ raddbeitingar-
innar. Hrein tónmyndun,
nákvæmar innkomur og mjög
öguð notkun styrkbreytinga mynda
traustan grundvöll fyrir lifandi og
gríðarlega áhrifamikinn heildar-
hljóm, sem minnir með blæ sín-
um á dýpt og stálhvassa skerpu
rússneskra kóra.
Aðferð Margrétar við að
stjórna nálgast danshreyfingar.
Hún er í eiginlegu tilliti tjáning
með öllum líkamanum sem kallar
fram - allt að því þvingar fram,
hjá flytjendunum hverju sinni þá
svörun sem óskað er eftir.
Prátt fyrir yfirlýsta ást á eigin
menningu á evrópsk söngtóniist
einnig sinn fasta sess í söngskrá
kórsins. Það sýndu þrír þættir úr
„Stabat Mater“ eftir Giovanni
Pergolesi og Mozarts „Ave
verum“, (sem kórinn flutti, lík-
lega eins og einni gráðu of hratt).
Að öðru leyti var ausið af lind-
um nýrrar íslenskrar tónlistar.
Eftir að hafa sungið fimmunda-
sönginn með því óframberanlega
nafni „Gefðu að móðurmálið
mitt“, svo hreint og jafnt að
undrun sætti, flutti kórinn flokk
nýrri þjóðlagaútsetninga aðallega
úr penna Jóns Ásgeirssonar, sem
er meðal hinna fremstu á því
sviði.
Ljóðin, - ný eða forn, fjalla
aðallega um fegurð eða hörku
náttúrunnar, trúrækni (Maríu-
ljóð), ástarsælu og sorg.
Eftirtektarvert er hversu kór-
inn virðist eiga auðvelt með að
umgangast nútímalegan hljóma-
gang og einmg nversu ótrúlegt
vald efstu og neðstu raddirnar
hafa á mjög mikilli dýpt og hæð.
Eini karlmaðurinn í hópnum
var annars organistinn Björn
Steinar Sólbergsson, sem stund-
um greip í sembalóið, en lék ann-
ars af snilld áhrifamikið dæmi um
íslenska orgeltónlist samtíma-
höfundar (Jón Nordal: Tokkata).
Þetta voru eftirminnilegir tón-
leikar, sem áheyrendur í Paulus-
kirkjunni í Neustadt-Hambach
gátu á sunnudaginn einnig notið.
„Die Rheinpfalz“ 11.06.91.
Gertie Pohlit.
íslenskur kór
í Pálskirkjunni
Sungið innilega, kraft-
mikið og af jafnvægi
íslensk orð og íslenskir hljómar
heyrðust á sunnudagskvöldið í
Pálskirkju á Hambach hæð.
Kvennakórinn „Lissý“, um sex-
tíu söngkonur, var í heimsókn
hjá kór kirkjunnar. Tengsl hafa
verið á milli kóranna um nokkurt
árabil með gagnkvæmum heim-
sóknum, sem byggjast á vináttu
stjórnenda kóranna, Margrétar
Bóasdóttur og Carólu Bischoff.
íslenski stjórnandinn nam við
Tónlistarháskólann í Heidelberg-
Mannheim og gat því sjálf gert
grein fyrir innihaldi kórverkanna
fyrir áheyrendur.
Klæddar fögrum þjóðbúning-
um heimalands síns, gengu kon-
urnar inn í kirkjuna og sungu í
upphafi íslenskan sálm.
Eftirtektarvert var strax í þess-
um nær eingöngu einradda söng
hinn hlýi og tandurhreini tónn
kórsins.
í þeim andlegu Ijóðum sem á
eftir fylgdu, ýmist undirleikslaust
eða með orgelundirleik, hljóm-
uðu fagrar raddsetningar verk-
anna ljúflega en spennuþrungnar
þrátt fyrir kyrrlátan grunn.
Lögin sem flest bera keim
þjóðlaga voru flutt af innri krafti,
en tilgerðarlaust og án yfirdrif-
innar fínpússningar. Margrét
Bóasdóttir stjórnaði nákvæmt og
kallaði eftir fjölbreytileika í mót-
un hendinga og heilla þátta, sem
konurnar íslensku brugðust við
af smekklegri yfirvegun. Pessi
túlkunaraðferð gerir flutning
verkanna enn eftirminnilegri.
Pannig hljómuðu Mozarts „Ave
verum“ og fyrsti og tólfti þáttur
með „Amen" lokaþættinum úr
„Stabat Mater" eftir Pergolesi í
einföldum innileika og algjörlega
laus við yfirdrifna tilfinninga-
semi.
í þessum verkum báðum mátti
einnig vel heyra hversu skýr
framburður kórsins er. Lokahluti
verksins, hröð fúga á hlaupandi
nótum sem endar á einum tóni,
var framúrskarandi sunginn.
Organistinn Björn Steinar Sól-
bergsson, sem strax vakti athygli
fyrir úthugsað val radda orgelsins
þegar hann lék undir með
kórnum, spilaði „Ostinato og
Fugetta" eftir íslenskt samtíma
tónskáld lítríkt, og kom hinu
dansandi stefi annars hluta verks-
ins einnig í útfærslum þess vel til
skila.
Margrét Bóasdóttir song við
undirleik organistans íslenskan
sálm með tærri sópranrödd, og
síðan söng hún ásamt Carolu
Bischoff íslenskt „Ave María" í
Ijúflegum víxlsöng og samhljóm
þessara vel öguðu radda.
Á eftir fylgdi flokkur íslenskra
þjóðlaga og kórverka. Þau gáfu
góða innsýn í ríkulegan sjóð
sönglaga sem fæðst hafa á eynni,
eins og líka í stíl íslenskra tón-
skálda samtímans.
Kórinn söng þessi gaman- og
ástarkvæði áreynslulaust og blæ-
brigðaríkt.
Neustadter Rundschau 11.06.91.
Gisela Foltz.
Sumarkvöld í SjaJlaniini
- Þorvaldur Halldórsson, verður meðal
skemmtikrafta
I kvöld, laugardagskvöldið
27. júlí, verður haldið sumar-
kvöld í Sjallanum. Boðið verður
upp á léttan kvöldverð, söng-
skemmtun og tískusýningu.
Meðal skemmtikrafta verða
þær Guðrún Gunnarsdóttir og
Berglind Björk Jónasdóttir, en
síðustu vikur hafa þær æft upp
söngatriði þar sem farið er yfir
sögu frægra söngkvenna síðustu
áratuga og lög sem þær gerðu
fræg á sínum tíma. Níels Ragn-
arsson leikur undir á píanó og
Rokkbandið leikur einnig í
nokkrum lögum. Pá mun tísku-
sýningarfólk sýna undirfatnað frá
versluninni Ámaró. Rúsínan í
pylsuendanum verður svo Þor-
valdur Halldórsson, sem mun
syngja gömlu góðu Sjallalögin,
en Porvaldur Halldórsson kom
fram á opnunarkvöldi Sjallans og
sýndi það og sannaði að hann
hefur aldrei verið betri. Dans-
leikur hefst svo að loknu borð-
haldi og skemmtiatriðum og
verður dansað til kl. 03.00 við
Þorvaldur Halldórsson, mun koma
fram á sumarkvöldinu annað kvöld.
undirleik Rokkbandsins. Miða-
verð fyrir kvöldverð, skemmti-
atriði og dansleik er 1.900.
Borðapantanir eru í síma 22770.
(Fréttatilkynning)