Dagur - 09.11.1991, Side 6

Dagur - 09.11.1991, Side 6
6 - DAGUR - Laugardagur 9. nóvember 1991 UTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREVRI, S(MI: 96-24222 • SÍMFAX: 96-27639 ÁSKRIFT KR. 1100 Á MÁNUÐI ■ LAUSASÖLUVERÐ 100 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 725 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON. RITSTJ.FULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON. UMSJ.MAÐUR HELGARBLAÐS: STEFÁN SÆMUNDSSON. BLAÐAMENN: INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavlk vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþr.), ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, SKÚLI BJÖRN GUNN- ARSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960),STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON, LJÓSM.: KJARTAN ÞORBJÖRNSSON. PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN. ÚTLITSHÖNNUN: RlKARÐUR B. JÓNASSON, ÞRÖSTUR HARALDSSON. AUGLÝSINGASTJ.: FRlMANN FRÍMANNSSON. DREIFINGARSTJ.: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165. FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL. PRENTUN: DASSPRENT HF. Horft verður til Eyjajjarðar Vonbrigða gætti í hugum margra Norðlendinga seint á síðasta ári þegar fregnir bárust um endan- lega ákvörðun forráðamanna Atlantnsálsfyrirtækjanna um að staðsetja fyrirhugaða álverksmiðju á Keilisnesi. Eftir þá umræðu, sem fram hafði farið um staðarval stór- iðju ólu margir þá von að hún myndi rísa í Eyjafirði og gjörbreyta þar með öllu atvinnulífi á svæðinu. Ástæður þess að menn horfðu svo stíft til orkufreks iðnaðar má fyrst og fremst rekja til þess að atvinnu- ástand hafði um tíma farið versn- andi. Ýmsar ástæður urðu hins vegar til þess að fyrihugaðri fram- kvæmd var valinn staður í ná- grenni við höfuðborgarsvæðið. í viðtali við Dag síðastliðinn mið- vikudag rekja þeir Garðar Ingvars- son, framkvæmdastjóri og Andrés Svanbjörnsson, yfirverkfræðingur Markaðsskrifstofu iðnaðarráðu- neytisins og Landsvirkjunar meðal annars þróun staðarvalsins. Þeir benda á að val íslendinga hafi ann- aðhvort staðið um ísland eða að hinir erlendu álframleiðendur leit- uðu fyrir sér í öðrum heimshlutum þar sem vatnsorku er einnig að finna. Forráðmenn viðkomandi fyrirtækja hafi síðan lagt margvís- legt mat á þá staði sem til greina komu og eftir nákvæma kostnaðar- útreikninga hafi þeir komist að niðurstöðu um að bygging fyrir- hugaðrar verksmiðju og rekstur hennar yrðu hagkvæmust miðað við staðsetningu á Keilisnesi. Þá benda þeir Garðar og Andrés á að mótmæli nokkurra Eyfirðinga, sem send voru inn á borð til forráða- manna Atlantsálsfyrirtækjanna hafi ekki auðveldað íslenskum ráðamönnum að flytja rök fyrir því að heppilegra væri að staðsetja fyrirhugaða stóriðju í Eyjafirði. Þótt erfitt sé að meta raunveruleg áhrif mótmælabréfsins er ljóst að með sendingu þess voru hugsanlegir hagsmunir fárra manna teknir fram fyrir hag alls atvinnulífs við Eyjafjörð og á Norðurlandi. En Norðlendingar mega ekki leggja árar í bát. Þær atvinnuhorfur sem blasa við nú á haustnóttum gefa ekki tilefni til bjartsýni heldur knýja menn til þess að horfa sam- taka fram á veginn. í framan- greindu viðtali fjalla þeir Garðar Ingvarsson og Andrés Svanbjörns- son um framhald stóriðjumálsins og skýra frá því að stöðugt sé unn- ið að útvegun fleiri verkefna. Þeir benda réttilega á að takist sam- komulag um álverið á Keilisnesi muni það auðvelda okkur samn- inga við erlend iðnfyrirtæki í fram- tíðinni. Þeir benda á að öll vinna af þessu tagi sé tímafrek því að mörgu verði að hyggja. Fyrst þurfi að finna líklegan samstarfsaðila og síðan að meta hvort það sem hann hefur að bjóða henti þeim stað- háttum sem hér er að finna. Þeir benda einnig réttilega á að íslend- ingar eigi gnægð af umhverf- isvænni orku í fallvötnum landsins og heitum iðrum jarðar. Af þeim sökum séu þeir ekki úr leik þegar um framleiðslugreinar sem þarfn- ast mkillar orku sé að ræða. Þótt stóriðja verið ekki reist hér um slóðir á næstu mánuðum er ástæða til að viðhafa nokkra bjart- sýni varðandi framtíðina. Auk þess að leita eftir samstarfsaðilum verð- ur unnið úr þeim veðurfarsrann- sóknum, sem gerðar hafa verið í Eyjafirði. Með því fást gleggri niðurstöður um áhrif mengunar- valdandi efna en áður hafa verið til. Niðurstöður þessara rannsókna munu eyða flestum óvissuþáttum í því efni og draga úr tortryggni heimamanna, sem er mikilvægt atriði því eins og fram kemur í við- talinu við Garðar Ingvarsson og Andrés Svanbjörnsson er engin spurning um að leitað verður til Eyjafjarðar um áframhaldandi upp- byggingu orkufreks iðnaðar á íslandi. ÞI lAKÞANKAR Kristinn G. Jóhannsson Gáfulegar tillögur um lausn fortíðarvandans og um barnið sem fann brunninn forðum og datt ofan í hann umsvifalaust en síðan það gerðist hafa allar íslenskar ríkisstjórnir tekið þetta blessaða barn sér til fyrirmyndar Svo var kominn mánudags- morgunn og þegar ég kom út var allt hvítt yfir að líta. Spor- laus snjóbreiða um götur og stíga. Það var dálítið eins og spora óskrifað blað að ganga út í morguninn og slóðin auðrakin og engin leið að afneita vegferð sinni. Það var heldur engin merki fortíðar- innar sjáanleg og enn síður fortíðarvandi. Nálægasta fortíð mín var til allrar ham- ingju horfin sjónum vegfar- anda. Kartöflugarðurinn nefnilega kominn undir fann- blæjuna og ég gat því látið sem ég hefði aldrei nálægt komið garðrækt eða arfa- krafsi. Mér var af þessu dálít- ill léttir og sumarfortíðarvandi minn var þá að engu orðinn, fannst mér. Þetta var þægileg tilhugsun en samt varð ég að vanda mig dálítið að ganga vegna þess hve för mín öll var skýrt mörkuð og þess vegna áríðandi hún sýndi einbeitni og stefnufestu. Það er ekki fallegt að segja það en þegar á leið gönguna fór þetta staðfestulega göngulag að verða dálítiö þreytandi enda kom nú að því að ég kom þar að sem fleiri höfðu átt leið um og varð nú býsna kæruleysislegur til fótanna þegar ekki var lengur mögu- legt að greina mín skóför frá slóð hinna. Síðan var ég kominn í aldeilis ólæsilegt spora- kraðak og þar með sviptur allri ábyrgð á stefnu eða fóta- burði. Undur finnst mér þetta vera heiðrík byrjun á gáfuleg- um pistli. Það var nú reyndar ekki meiningin heldur miklu frekar hitt að vekja á því athygli hve eftirsóknarvert þaö gæti verið stundum að byrja hvern dag sem væri hann fortíðarlaus fannbreiða, blettlaus og umfram allt skuldlaus. Ef til vill hvarflar þetta að mönnum oftar nú en endra- nær þar sem einatt er verið að hamra á foríðarvanda. Sá fortíðarvandi er að vísu af pólitískum og efnahagsleg- um toga og könnun hans til þess gerð að finna orsakir þess að við skulum vera ein auðugusta og ham- ingjusamasta þjóð í heimi en samt á hausnum. Það er verðugt rannsóknarefni. Könnunin er hins vegar gagnslaus sem áttaviti til að setja kúrsinn í siglingu Þjóð- arskútunnar þar sem það er alkunna að við hérna lærum helst aldrei af reynslunni og þaðan af síður að við drögum lærdóma af fyrri mistökum. Ef við höfum einu sinni dottið í brunninn eins og barnið forð- um látum við engin tækifæri ónotuð til að fara á hausinn ofan í hann aftur. Hingað til virðast niður- stöður fortíðarvandanefndar- innar einkum eiga að notast til þess að gera okkur öllum enn Ijósara hve skuldum vaf- ið hvert íslenskt mannsbarn er og hve það er í rauninni vonlaust verk fyrir næstu kyn- slóðir að jafna reikningana. Fortíðarvandi okkar er því augljóslega fólginn í dapur- legri landsstjórn og hefðu blessaðir mennirnir ef til vill getað sparað sér þessa nefnd- arskipun og spurt okkur bara þessa margveðsettu einstakl- inga sem öxlum skuldaklyfj- arnar sem stjórnvöld hverju sinni binda okkur. Nú kann ég að virðast kominn alllangt frá slóðinni minni í nýfallinni mjöllinni sem ég gat um í upphafi, en svo er þó raunar ekki þar sem ég held að til þess að losna við allar þessar vanga- veltur og leit að sökudólgum í fortíðinni væri ekki svo vit- laust að við gerðum bara upp eftir hvert kjörtímabil. Hver stjórn hefði ósporað svið að fara yfir í upphafi ferils síns. Það þýddi að vísu að við yrð- um að gera hlutafélagið upp í lok hvers kjörtímabils. (sland hf. yrði þá samkvæmt langri hefð gjaldþrota að jafnaði fjórða hvert ár. Við mundum þá fá greiðslustöðvun meðan kosningabaráttan stæði yfir og eftir stjórnarmyndun yrði svo búið tekið til gjaldþrota- skipta og endaskipti höfð á nafni félagsins. Við höfum nú orðið býsna víðtæka reynslu af svoleiðis möndli. Nýtt hlutafélag risi þá á rústum hins fallna og héti samkvæmt nýrri íslenskri gjaldþrotamál- hefð Landís hf. næstu fjögur árin, stjórnendur yrðu auðvit- að flestir hinir sömu og í hinu fyrra félagi íslandi hf. og við hluthafarnir ættum ekki ann- arra kosta völ en hefja leikinn að nýju, enda höfum við ekki sýnt því sérlegan áhuga að byrgja brunninn. Ég treysti því að þessi greindarlega tillaga fái drengi- lega umfjöllun í umhverfis- ráðuneytinu og alls staðar þar sem menn huga að óspjall- aðri náttúru og verði síðan hrundið í framkvæmd ekki síst vegna þess að ég er ein- att að heyra að stjórnmála- menn hafa í ræðum ótakmark- aðar áhyggjur af komandi kynslóðum og skuldaklafa þeirra. Væri þess vegna karl- mannlegast af okkur að gera þetta upp á fárra ára fresti og byrja allt upp á nýtt í fortíðar- vandalausri mjöllinni. Við get- um gengið að því vísu að slóðin muni nokkuð hlykkja- laust enda við brunninn, þennan sem barnið datt ofan í forðum og allflestar ríkis- stjórnir síðan. Kr. G. Jóh.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.