Dagur - 09.11.1991, Side 11

Dagur - 09.11.1991, Side 11
Laugardagur 9. nóvember 1991 - DAGUR - 11 skatturinn Iækkaður um sömu upphæð og kvótagjaldið nemur. Þar með yrði fram- færsluvísitalan óbreytt og ríkið, sjávarútveg- urinn og launafólk héldi sínu. Hins vegar hefði staða iðnaðarins styrkst við gengisfell- inguna. Það yrði hægt að þróa útflutnings- iðnað sem væri samkeppnisfær á alþjóða- markaði og þar með efla atvinnustarfsemina í landinu. Meginhugsunin í þessum tillögum er sú að sjávarútvegurinn sé svo hagkvæmur að hann haldi uppi of háu gengi með þeim af- leiðingum að annar iðnaður og þjónusta er ekki samkeppnisfær. Með þessu móti væri hægt að breyta ástandinu án þess að nokkur hefði ástæðu til að kvarta.“ Darlómurinn er versti óvinur landsbyggðarinnar - Margir hafa áhyggjur af stööu lands- byggðarinnar í þessum breytingum, að þœr ríði henni aðfullu. „Eg held að landsbyggðin fari því aðeins illa út úr breytingum ef hún tekur ekki þátt í þeim. Ef menn bjóða nýja tíma velkomna, ef þeir ýta undir þá þróun að allur fiskur fari á markað og reyna að ná sínum hlut úr þeirri örvun sem það hefur í för með sér, ef þeir nýta sér þá möguleika sem EES-samning- amir bjóða upp á, þá á þetta eftir að verða til góðs fyrir landsbyggðina. En ef vöm lands- byggðarinnar verður sú að reyna að viðhalda veröld sem var, þá verður hún undir í þróun- inni. Sú barátta er fyrirfram töpuð. Þetta breytir því ekki að eftir sem áður munu sum byggðarlög eiga erfiðara með að verjast áföllum en önnur. En í heildina verða þessar breytingar til góðs fyrir landsbyggðina. Eg held að eitt af því sem háir okkur hvað mest er að við hugsum atvinnu- og þjónustu- svæðin eftir núverandi hreppamörkum. Það kemur í veg fyrir hagræðingu í atvinnulífinu. Samgöngubætur hafa verið miklar og verða það áfram. I þeim felst hagræðing en því að- eins að menn taki þær með í reikninginn. Gömlu hreppamörkin verða að mást út úr hugum fólks, ef ætlun þess er að byggja upp atvinnulíf eða þjónustu. Litlar einingar eiga erfiðara með að uppfylla óskir íbúanna um þjónustu og þá stoðar lítið þótt tekjur séu háar og næg atvinnu. Það er auðveldara í samfloti við önnur byggðarlög. En ef byggðarlög eiga að standast þessar breytingar verða íbúar þeirra að vera sér vit- andi um kostina sem hver staður býr yfir, nýta sér þá og varðveita það sem er öðruvísi en í öðrum plássum. Helsti óvinur lands- byggðarinnar er þess barlómur þar sem fólk miklar fyrir sér allsnægtimar fyrir sunnan, það sé nú eitthvað annað en sá rýri kostur sem aumingja við megum sætta okkur við. Þeir sem þannig tala horfa framhjá kostun- um sem fylgja því að búa þar sem við búum. Stjómmálamenn hafa ýtt undir þennan bar- lóm með því að segja okkur að við séum svo illa sett og að ekki sé búandi á landsbyggð- inni. Þar étur hver upp eftir öðrum.“ Fiskeldið ekki dauða- dæmt, en þrekið er búið Úr landsbyggðarbarlómi er ekkert eðlilegra en að talið berist að fiskeldinu, en Jóhann hefur haft talsverð afskipti af því og starfar að þeim málum núna. „Ég kynntist fiskeldinu fyrst þegar ég var í Atvinnutryggingarsjóði. Stjómin var ekki sérlega vel að sér í þeirri grein og spurði því margra spuminga. Það kom okkur á óvart hversu erfitt var að fá svör við ýmsum lykil- spumingum, td. hvað kostaði að framleiða hvert kíló af laxi og hverjir væru afkomu- möguleikar fyrirtækjanna. Þegar við komum til leiks á árinu 1989 var búið að taka allar ákvarðanir sem máli skiptu fyrir greinina, þær voru teknar árið 1986. Þá var ákveðið að hefja þessa hröðu uppbyggingu en án þess að leita svara við lykilspumingum um hag- kvæmni greinarinnar. Þær ákvarðanir leiddu til þess milljarðataps sem nú er staðreynd. Eftir að við fengum svör við okkar spum- ingum ákváðum við að veita sjö fyrirtækjum skuldbreytingalán. En þegar leið fram á árið 1990 var myndin loks tekin að skýrast og við hjá ábyrgðadeild fiskeldislána drógum upp ansi dökka mynd af stöðunni. Samt sem áður var eins og stjómmálamenn vildu ekki sætta sig við það hvemig kontið var. í mars á þessu ári kom fram frumvarp frá þáverandi stjómarandstöðu sem hefði þýtt að ríkið lán- aði fiskeldisfyrirtækjum 2-3 milljarða úr Ríkisábyrgðasjóði. Sem betur fer dagaði þetta frumvarp uppi, það hefði einfaldlega frestað því að tekið yrði á vandanum. Svo kom ný stjóm til valda og lagði fram tillögur sem að verulegu leyti voru byggðar á skýrslum okkar. Þá voru teknar ákvarðanir um að ævintýrinu væri lokið og ekki von á neinum peningum úr ríkissjóði. Hins vegar er ákveðið að velja úr ákveðin fyrirtæki og halda þeim á floti í því skyni að viðhalda verkþekkingu í greininni. Menn hafa komist að því að loddaraskapur fyrrverandi stjómar- andstöðu gekk ekki. Þeim mun dapurlegra er því að horfa upp á núverandi stjómarand- stöðu leika sama leikinn í sumum öðrum málum.“ - Hvað brást ífiskcldinu? A verðhrunið á laxi sökina á því hvernig komið er? „Það réð ekki úrslitum. Menn gerðu sér grein fyrir að hið háa markaðsverð sem fékkst fyrir laxinn á árunum 1986-87 myndi ekki haldast. Lækkunin varð meiri en við var búist, en það sem réð úrslitum var að að- stæður fyrir laxeldi voru mun verri hér við land en menn gerðu sér í hugarlund. Það vissi enginn hvemig íslenski laxastofninn brygðist við ræktun. Það voru engar tilraun- ir gerðar heldur ákveðið að hefja uppbygg- ingu og það á strandeldi sem ekki var til ann- ars staðar. Þar var því verið að gera tilraunir í mælikvarðanum 1:1. Niðurstöðumar urðu neikvæðar, íslenski laxinn óx hægar en í ná- grannalöndunum, hann varð fyrr kynþroska og náði ekki þeirri stærð sem hagkvæm er í sölu. Þessara upplýsinga hefði mátt afla á mun ódýrari hátt en gert var. Þessi dýra reynsla skilur þó eftir sig þekk- ingu sem vonandi verður hægt að nýta í framtíðinni en það tekur langan tíma. En það er jafnvitlaust að dæma greinina úr leik eins og það var að setja hana af stað með offorsi. Það gæti reynst erfiðara að finna hinn gullna meðalveg núna, tiltrúin hefur minnkað og þrekið er búið. Ef menn hefðu hagað sér eins og þeir gera í Fiskeldi Eyjafjarðar væri hug- arfarið í greininni kannski á eðlilegri stað en það er núna.“ Atvinnurekendur halda dauöahaldi í miðsfýringuna - En þrátt fyrir þessi dýru mistök þykist ég merkja bjartsýnistón hjá þér. Ertu bjartsýnn á möguleika atvinnulífsins og landsbyggðar- innar? „Já, ég held að möguleikar atvinnulífsins og landsbyggðarinnar séu mjög góðir. Fyrir nokkrum misserum var talað um að ekkert væri hægt að gera vegna verðbólgunnar. Talsmenn fyrirtækjanna kváðust ekki geta metið stöðuna til framtíðar vegna hennar. Svo var lagður efnahagslegur grundvöllur fyrir þjóðarsátt og atvinnulífið búið undir það að starfa við minni verðbólgu. Það sköp- uðust einnig andleg skilyrði fyrir þjóðarsátt, launafólk sætti sig við að aukning kaupmátt- ar kæmi seinna. Allt var þetta gert í krafti þess að atvinnulífið myndi ná sér á strik þeg- ar stöðugleiki kæmist á. Atvinnulífið hefði átt að búa sig undir framtíðina með því að koma á skipulags- breytingum. Þar hefði sjávarútvegurinn átt að hafa frumkvæði með því að efla markaðs- starf og ýta undir innlenda fiskmarkaði, hefja sókn og hagræða. Þá hefðu fyrirtækin getað komið til móts við launafólk. Núna setja atvinnurekendur hins vegar fram svarta skýrslu og segja að ástandið hafi aldrei verið verra. Þeir nýttu tímann ekki nógu vel og hafa ekki haft uppi næga tilburði til að breyta til hjá sér í takt við nýja tíma. Þeir leggjast, eins og fyrr, gegn öllu því sem gæti losað um gömlu miðstýringuna. Ef stöðnun heldur áfram í atvinnulífinu eigum við eftir að heyra mun skrautlegri hugmyndir urn niðurskurð á velferðarkerf- inu en þær sem nú eru uppi. Það þarf að breyta ýmsu sem snertir velferðarkerfið. Margar þeirra hugmynda sem nú eru til um- ræðu hafa verið það lengi og voru einnig ræddar í síðustu ríkisstjóm. En þótt ýmsu verði að breyta þarf engu að síður að styrkja velferðarkerfið og tryggja að við eigum raunverulega innistæðu í hagkerfinu fyrir aukinni velferð. Það sem máli skiptir er að blása til sóknar í atvinnumálum. Kjaftæðið sem viðhaft er um fortíðarvanda dregur kjarkinn úr þjóð- inni. Það á að vera hlutverk stjómmála- manna að benda á leiðir inn í framtíðina en ekki að velta sér upp úr fortíðinni,“ segir Jó- hann Antonsson. Viðtal: Þröstur Haraldsson Myndir: Kristján Kristjánsson „Kosturinn við okkur íslendinga er að þó við hiildum fast í kerfín okkar crum við fljótir að tileinka okkur nýjungar þegar til alvörunnar kemur.“ „Atvinnurekendur leggjast, eins og fyrr, gegn öllu því sem losað gæti um gömlu miðstýringuna, þeir hafa ekki nýtt þjóðarsáttartímann til þess að breyta til hjá sér."

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.