Dagur


Dagur - 09.11.1991, Qupperneq 12

Dagur - 09.11.1991, Qupperneq 12
12 - DAGUR - Laugardagur 9. nóvember 1991 Matarkrókur Pottréttir og vinsæl afmælisterta í kaupbæti - Ásta Reynisdóttir í Matarkrók Ásta Reynisdóttir býður lesendum að prófa pottrétti scm eru mjög vinsælir á hennar heimili og í kaupbæti fylgir uppskrift af afmælistertu sem einnig er mjög vinsæl. Mynd: Golli Matarkrókurinn er kominn til Akureyrar á ný en fyrir hálf- um mánuði komu uppskriftir af Ijúffengum ofnbökuðum réttum frá Berghildi Björg- vinsdóttur, húsfreyju á Gunn- arsstöðum í Þistilfirði. Berg- hildur skoraði á Astu Reynis- dóttur, frœnku sína á Akur- eyri og er hún með uppskrift- ir af pottréttum, bœði fisk- og kjötrétti og í kaupbœti fylgir með uppskrift afafmælistertu, sem er geysilega vinsæl á heimili Ástu. Ásta starfar á leikskólanum Holtakoti en kemur lítið nálægt eldamennsku þar og segist hafa nóg með eldamennsku heima fyrir, þar sem eru fjórir í heim- ili. Á heimili Ástu eru pottréttir hvað vinsælastir og hún ætlar einmitt að gefa lesendum Dags tækifæri á að prófa tvo slíka. Jólin nálgast óðfluga og þó svo að tertan sem Ásta er með uppskrift af heiti afmælisterta, er hún ekki síður bökuð fyrir jólin. Fiskréttur (fyrir 4-5) 1 saxaður laukur 2 msk. smjörlíki 2 dl soðin hrísgrjón 4 dl vatn 1 stk. fisksoðsteningur salt og pipar eftir smekk 400 g flakaður fiskur 125 g grænar baunir 1 dós niðursoðnir tómatar Laukurinn er steiktur í smjörlíkinu og síðan er þetta allt sett í einn pott og soðið í 12 mín. Kjötréttur (Nautahakk og ananas) 400 g nautahakk 1 meðalstór laukur 1 tsk. salt ofurlítill pipar 'ri tsk. paprikuduft 1 dl anananssafi 1 dós af ananas (8-10 hringir) 1 dl rifinn ostur Brúnið hakkið og laukinn á pönnu, saltið og kryddið. Hrær- ið hveiti ca. 1 msk. saman við ananassafann og setjið út á hakkið á pönnunni. Setjið ananashringina í eldfast mót og skiptið hakkinu á hringina. Stráið rifna ostinum yfir. Bakið í ofni við 250 gráðu hita í 10-15 mín. Með þessum réttum má svo bera fram hrásalat og kart- ölfur en Ásta segir einmitt að hrásalat sé ómissandi með öll- um mat. Amœlisterta 7 eggjahvítur 400 g sykur, þeytt saman við eggjahvíturnar 2 tsk. lyftiduft 10 dl kornflakes Bakað í ofnskúffu við 150 gráðu hita í eina klst. Skerið í tvennt og setjið V2 1 þeyttan rjóma á milli og krem ofaná. Krem á afmœlistertu: 200 g suðusúkkulaði (brœtt) 4 stk. eggjarauður 2 dl. óþeyttur rjómi Þeytið saman rjómann og rauðurnar, bætið súkkulaðinu út í og hrærið saman við. Þannig eru uppskriftir Ástu Reynisdóttur. Hún hefur skor- að á Sigrúnu Jónsdóttur, yfir- fóstru á Holtakoti í næsta Mat- arkrók. Ásta segir að Sigrún sé mjög hugmyndarík og að hún eigi örugglega eftir að bjóða les- endum Dags upp á girnilegar uppskriftir að hálfum mánuði liðnum. -KK VÍSNAÞÁTTUR Jón Bjarnason fró Garðsvík Hér koma nokkrar heima- gerðar stökur nýlega ortar: (J.B.) Ekki vandlega talið: Meðan andinn ekki þornar yrkja hlýt ég líkt og var, vísur mínar eru orðnar öllu fleiri en stjörnurnar. Áföll: Lífið réttir okkur að ýmsa löðrungana. Margir virðast þola það, þetta fer í vana. Fjallaró: Finnst í smárri fjallavin flos í sess og dýnu. Þögnin fellur fullkomin fast að hjarta þfnu. Svo getur farið: Þér var allt í æsku kennt sem eiga skal til varnar enda fær þú ákall sent er á dalnum harðnar. En þegar hrörnar holdið þitt og hugsun ekki síður gleymist þér að hugsa um hitt hvað hinum megin bíður. Sjúkdómar: Sjúkdómum ég safna þrátt syndlausu og fínu sækjast allir, á sinn hátt eftir liíi mínu. Leti: Nú er hugsun niðurlút. Nánast laus við hrekki. Fjörið er að falla út. Flóðið kemur ekki. Hann mun ekki saka: Ekki sannar óorð manns öll þín glannasinna þótt þú mannorð myljir hans milli tanna þinna. Þessar ágætu vísur kvað Anna Sveinsdóttir í Varma- hlíð. Fljótt mér vinda verð á stjá vorsins yndi fegin, sólin tinda efstu á árdags bindur sveiginn. Þegar koldimm skúraský skemmtun alla banna hef ég stundum hinkrað í heimi minninganna. Sína illa ýmsir gá æskuvillu að muna en þeir tryllast af að sjá ungdómsspillinguna. Næsta vísa er af öðru sauða- húsi. Hún er sögð eftir Jón Mýrdal. Fellur hljómur helst við það í hvellum gómarafti. Hryllir skjómaskelmi að skella tómum kjafti. Benedikt Ingimarsson kvað næstu vísur og eru þær ósam- stæðar: Líða tímar tálvonar, tekst þeim allt að gylla. En eiturgufur alls konar andrúmsloftið fylla. Dimmt og kalt. Frá svörtum tjöldum soransmál af svefni hölda vekur. Nepjan köld við norðurál næturvöld sín tekur. Um stúlku: Veitir bætur, vermir blóð, veikir rætur meina. Hún er sæt og hún er góð, hún sem kætir sveina. Þórarinn Jónsson kastaði þessu að presti sem þótti fé- gjarn um of: Lát mig svarið hiklaust heyra, hef ég til þess sterka lyst að vita hvorn þú metur meira Mammon eða Jesú Krist. Árni bóndi í Höfnum, faðir hinna þjóðkunnu Hafnar- bræðra, kvað næstu vísu háaldraður.: Þegar ég fer úr þessum heim þreyttur og elliboginn. Eg mun róa árum tveim inn á Sæluvoginn. Ingvi Guðnason á Skaga- strönd kvað: Gullið bjart þó boðið sé blítt og látið skína láttu aldrei fyrir fé fala æru þína. Friðjón Axfjörð orti svo um Hans Hansen en vitanlega í gamni: Hansa braut var bein og þörf, burt frá þrautum stakk hann, oft hans naut við óþörf störf. Allt sem flaut, það drakk hann. Jakob Ó. Pétursson orti næstu vísurnar þrjár. Hlauparar geta: Hlauparar geta hlaupið létt, hlaupið á vegum fínum og hlauparar geta, hef ég frétt hlaupið á verkum sínum. Að eiga bíl: Að eiga bíl er ekki á þeirra færi er allar nætur vaka og hugsa um það hvort nái þeir í nógu ódýrt snæri að nota þegarmeira þrengirað. Þingmenn: Þingmenn góðir þegnum frá þyngsta skatta draga, leggja bara aðra á eftir nokkra daga. Kristján Ólason á Húsavík kvað: Aðdáun og undrun hafa aukið manna jafnt og þétt þeir sem aldrei eru í vafa og alltaf vita hvað er rétt. Torskilið: Allavega fengið fé forsjá valdahringsins, boða þeir, að besta sé bjargráð fátæklingsins. Að lokum: Kannast ég við kalt og heitt, kátur meðal gesta. Nú er bara eftir eitt - ævintýrið mesta. Heimagert: (J.B.) Ennþá horfir íslensk þjóð upp til hæstu tinda þar sem bæði lag og Ijóð listaverkin mynda. Enginn galdur eggjar deyfir, ísland heldur vökunni meðan fólkið lifa leyfir ljóðinu og stökunni. Þessar vísur kvað Ragnar Ingi Aðalsteinsson til kennslu í rímfræði: Er að kroppa upp við brún ær með hvítu lambi. Alpast kálfur út um tún ör af mjólkurþambi. Vélaskrölt og hark og hljóð hátt um grundir klingja. Dásemd lífsins dýran óð dráttarvélar syngja. Sauðkindin: Ein er klædd í ullarföt alla sína daga. Þar má líta lambakjöt leika sér í haga. Himinglampinn skín svo skær, skvettinn lækur niðar. Túnið bóndi slyngur slær, sláttuvélin kliðar. Emil Petersen kvað: Safnað hef ég aldrei auð unnið þreyttum mundum. Drottinn hefur daglegt brauð dregið við mig stundum. Séra Einar Friðgeirsson á Borg kvað: Þann ég undrast sólarsið að sótroðna á kvöldin. Ætli það sé af andstvggð við eitthvað bak við tjöldin? Jóhann G. Jóhannsson kvað: Vonin lýsir veikri sál, veröld hýsir skugga. Dagur rís úr dimmum ál, dropi frýs á glugga. Jónas Jónasson kvað: Hug til verndum varúðar, virðum bendum fremur, fyrr en endir ævinnar oss að hendi kemur. Næstu vísur kvað Páll Ólafs- son ný sloppinn frá lífsháska. Rangá var mér þykkjuþung, þröng mér sýndi dauðans göng. Svangan vildi svelgja lung, söng í hverri jakaspöng. Reyndi ég þá að ríða á sund. Raðaði straumur jökum að. Dengdi ég þeim frá hófahund, hvað er meiri raun en það?

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.