Dagur - 09.11.1991, Side 13

Dagur - 09.11.1991, Side 13
Myndlist Laugardagur 9. nóvember 1991 - DAGUR - 13 Sýning Drafnar Friðfinnsdóttur 2. nóvember opnaði Dröfn Frið- finnsdóttir sýningu á tréristum þrykktum með olíulit. Sýningin er í Gamla Lundi og mun standa til 10. nóvember. Sú áferð, sem fæst með tré- ristu, er yfirleitt afar laðandi. Trefjarnar í viðnum koma fram í þrykkingunni og gefa myndverk- unum skemmtilegan líkt og líf- rænan blæ. Pau fá yfirbragð þess, sem er nýtt og óharðnað; þess, sem enn leitar forms síns og bíð- ur þess í hóglátri spennu, að bið- inni, sent aldrei tekur enda, ljúki. Það er nokkuð misjafnt hve vel listamönnum tekst að nýta sér hinn sérkennilega blæ, sem tré- ristan gefur kost á. Til þess að ná valdi á aðferðinni þarf ástundun og næmt auga fyrir þeirri vídd, sem viðaráferðin gefur, en natnin á þessu sviði skilar sér í áhrifa- mikilii listsköpun, sem nær óhjá- kvæmilega fangar þann, sem á horfir. Dröfn Friðfinnsdóttir hefur greinilega þegar náð talsvert langt í tréristunni. Henni tekst allvel að nýta sér blæ aðferðar- innar og nær gjarnan skemmti- legum áhrifum í leik viðartrefj- anna í flötum myndverksins. Verk þau, tuttugu og tvö að tölu, sem hún sýnir að þessu sinni, eru litskrúðug - oftast án þess þó að vera ofhlaðin, frjálsleg - án þess að lenda í markleysu og gjarnan létt og sem leikandi að yfirbragði - án þess að vera léttvæg. Hvað er að gerast? Myndmál Drafnar í verkunum á sýningunni í Gamla Lundi er í langflestum tilfellum óhlutbund- ið. Dröfn lætur vel að tjá sig með þessum hætti. Hún lendir ekki út í neins konar fáránleika, heldur tekst almennt að halda jafnvægi í myndfletinum jafnt í litum sem formum. Blær verkanna er gjarnan hug- lægs eðlis og í þeim, sem helst drógu að sér auga undirritaðs, undirstrika lieiti þau, sem lista- maðurinn hefur gefið myndun- um, hughrifin. Þannig er til dæm- is með myridir nr. 9 og 10, sem bera heitin Leið til baka og Vitund. Hið sama gildir um aðrar tvær myndir á sýningunni, nr. 12 og 20: Húmar að kvöldi og Endurkoma. Eiginlega er ekki nema ein mynd á sýningu Drafnar, sem getur kallast að falli undir annað en óhlutbundna tjáningu. Sú mynd er þó einungis á mörkum þess forms. Hér er átt við mynd nr. 22, sem ber heitið Vorvindur og er tilraun til þess að fella sam- an hlutbundið og óhlutbundið form þannig, að í raun veröur hið hlutlæga sem næst tákn en ekki raunveruleiki. Sýning Drafnar í Gamla Lundi er heimsóknar virði. Víst er ekki allt fullmótað eða gallalaust, en heildarsvipurinn er aðlaðandi og vekur forvitni um meira frá hendi listamannsins - vonandi innan ekki miklu of langs tíma. Haukur Ágústsson. Framhaldsskólinn á Húsavík: Þrettándakvöld Shakespeares Piramus og Þispa, Leiklistar- klúbbur Framhaldsskólans á Húsavík, frumsýndi Þrettánda- kvöld eftir Shakespeare sl. þriðjudagskvöld. Þýðandi verks- ins er Helgi Hálfdánarson og leikstjóri Einar Þorbergsson. Nemendurnir völdu sér sjálfir Pórshamar: Vélsleða- og bflasýning Bíla- og vélsleðasýning verður í bílasölu Þórshamars hf. um helgina. Kynntir verða Yamaha vélsleðar ásamt aukahlutum og Isuzu Sports Cab, upp- hækkaður með ýmsum auka- búnaði. Sýningin er opin á laugar- daginn kl. 10-17 og sunnudag- inn kl. 11-16. Léttar veitingar verða frá Viking brugg og ostakynning frá KEA. Háskólinn á Akureyri: Fyrirlestur um þýðingar Opinn fyrirlestur verður hald- inn í Háskólanum á Akureyri laugardaginn 9. nóventber kl. 14 í stofu 24 í aðalbyggingu skólans við Þingvallastræti. Fyrirlesari verður rithöfund- urinn Þorgeir Þorgeirsson og mun hann fjalla um þýðingu þýðinga. Öllum er heimill aðgangur meðan húsrúm leyf- ir. þetta verkefni, en sum þeirra tóku þátt í uppsetningu Draums á Jónsmessunótt eftir Shake- speare, sem leikklúbburinn sýndi fyrir þremur árum. Æfingar á Þrettándakvöldi hafa staðið yfir frá því að skóli hófst í haust, eða í 7-8 vikur. Um 30 manns taka þátt í sýningunni. Undirtektir áhorfenda liafa verið rnjög góðar. Næsta sýning er á laugardagskvöld kl. 20:30, verkið verður einnig sýnt á sama tíma á mánudags- og þriðjudagskvöld, en þá er lokasýningin. IM Ki wanishr eyfmgin: Kymflngarfundur á Akureyri Kiwanishreyfingin og Kiwanis- klúbburinn Kaldbakur á Akur- eyri efna til kynningarfundar um efnið: Hvað er Kiwanis? Fundur- inn verður haldinn að Hótel KEA laugardaginn 9. nóvember kl. 14.00. Kiwanishreyfingin er þjónustu- hreyfing sem vinnur að menning- ar- og mannúðarmálum í sam- rærni við kjörorð sitt „Við byggjum" sem táknar að um leið og við byggjum upp samfélag okkar, þá byggjum við okkur um leið upp sem manneskjur. Á síðustu árum hafa konur gengið til liðs við hreyfinguna og styrkt starfið. Það er von okkar að hægt sé að stofna kiwanis- klúbb á Akureyri, skipaðan konum. Kynningarfundur þessi er opinn öllum konum og körlum sem vilja kynnast starfi Kiwanis og hafa áhuga á stofnun nýs klúbbs eða klúbba á Akureyri og nágrenni. Embættismenn Kiwan- is á íslandi mæta á fundinn. Akureyri: Steinasýning framlengd Sýningu Félags steinasafnara sem staðið hefur undanfarnar helgar í Hafnarstræti 90 á Akureyri verð- ur frarn haldið nú um helgina. Vegna mikillar aðsóknar og áhuga hefur félagið ákveðið að framlengja sýninguna um þrjár helgar, þ.e. til 24. nóvember. Sýningin verður opin laugardaga og sunnudaga frá kl. 14 til 18. Gamli Lundur: Sýningu Drafinar að ljúka Grafíksýningu Drafnar Frið- finnsdóttur í Gamla Lundi á Akureyri lykur næstkomandi sunnudag. A sýningunni eru 22 verk sem öll eru unnin frá tré- skurði. Aðsókn að sýningunni hefur verið góð og fjöldi mynda selst. Þetta er fjórða einkasýning listakonunar, en áður hefur hún sýnt þrisvar á Akureyri og einu sinni í Finnlandi. Sýningin er opin dag hvern milli kl. 14.00 og 18.00. meiri háttar álkgstykkjnm aíbraiiMiuig'ók

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.