Dagur - 09.11.1991, Page 14

Dagur - 09.11.1991, Page 14
14 - DAGUR - Laugardagur 9. nóvember 1991 Brot ÚR SÖGU BÆNDA Atli Vigfússon „Fögur er hlíðin“ Eitt af því sem mikill áhugi er fyrir í dag eru bænda- skógarnir og landgræðslu- átakið, en fleiri og fleiri bæt- ast í hóp þeirra sem vilja lífga landið með skógi og öðrum gróðri. Samt er stutt síðan þessi verkefni tóku á sig svo stóra mynd í þjóðlíf- inu sem raun ber vitni, en þetta er gert í bjartri fram- tíðarsýn og mikill árangur hefur þegar náðst. Margir voru þó þeir sem voru löngu búnir að sjá gildi þess að verja og rækta skóga, voru langt á undan sinni samtíð og þorðu að hafa frumkvæði. Þeirra verk sjást í dag sem mikil prýði í sveitunum og eykst verðgildi útsýnisins fyrir vegfarandann sem ekki þekkir til og tiltrú þeirra sem þar búa eykst á mögleika landsins og er því þannig hvatning til dáða á sviði landbóta. Einn af þessum reitum er Fjalls- hnjúkur í Aðaldal sem gnæfir hátt yfir sveitina og er sjálfkrafa til sýnis öllum mönnum sem um fara. Svæðið var alfriðað árið 1926 og mætti því kallast fyrsti bænda- skógurinn í Suður-Þingeyjarsýslu í einkaeign. Faðir skógarins var ýkjulaust Ketill Indriðason (1896- 1971) bóndi á Ytra-Fjalli, en þar býr nú fjölskylda hans áfram og sinnir skógræktinni sem er eins sjálfsögð og búskapurinn. I daglegu tali er skógargirðing- in nefnd Hnjúkur eða „Skógur" og hefur hún tekið stórkostlegum breytingum síðan hún var alfriðuð en í byrjun átjándu aldar virtist sem skógur væri að mestu eyddur úr hlíðinni. Á yngri árum var Katli Indriða- syni þungt í brjósti að horfa yfir skóglausar hlíðar Aðaldals og bar saman við það sem hann gerði sér í hugarlund að áður hefði verið. Honum var minnisstæð frásögn Ara fróða í Landnámu um gróður- far landsins og það gleymdist hon- um ekki. Annað var sagan „Ámi“, eftir Bjömsteme Bjömson Upphaf hennar sem segir frá hvemig gróðurinn klæddi fjallið: Lyngið fyrst, svo víðirinn o.s.frv. Þriðja minningin sem varð mjög hugstæð var þegar hann fann kjarr- ið í Hnjúknum, 9-10 ára gamall. Þá taldi hann að hæstu hríslur hafi náð sér í mitti og sú hugsun festi rætur að þetta væri birki sem gæti vaxið og þyrfti friðun og að því fór hann að vinna. Fallegahrísla Þegar Ketill var 12 ára taldi hann að til hefði verið ein mannhæðarhá hrísla í fjallinu. Var hún nefnd Fallegahrísla. Bar þá svo við að föður hans vantaði slíka hríslu í slóða til þess að vinna á túni. Bar hann það undir son sinn sem var elstur hvort þeir ættu að taka Fal- leguhríslu í slóðann. Því tímdi Ketill ekki og fékk því ráðið. Hann naut skilnings og velvilja Indriða Þorkelssonar föður hans og var girðingin snemma ætluð hon- um og einnig kom til aðstoð bræðra hans. Undanfari friðunarinnar var að stugga fé frá kjarrblettunum en í það sótti ókunnugt fé. Girðing kom á suðurmerkjum 1915 en síð- ar er hlaðinn grjótgarður neðan við fjallið. Alfriðunin kom eins og áður segir 1926 og var sú fram- kvæmd mikið þökkuð þeim Stef- áni Kristjánssyni skógarverði á Vöglum og Koofoed-Hansen þá- verandi skógræktarstjóra ríkisins. í hlíöinni er töluvert af lerki og á hún því sinn „Guttormslund“. Jóhanna Björnsdóttir, 92 ára, og sonur hennar, Indriöi Ketilsson bóndi á Ytra-Fjalli. Tilgangur friðunarinnar var fyrst og fremst sá að vemda skóg- arkjarrið og gefa því skilyrði til vaxtar og viðgangs. Jörðin og skógurinn Jörðin Ytra-Fjall má heita að sé í miðri byggð Aðaldals. Þetta er fjölbreytt landareign að gróðri og náttúmfari og stendur bærinn á túnhólum undir fjallinu. Undir- lendi er allt hraunrunnið. I haustlitunum tekur hraun, skógur, og tún á sig óteljandi liti og myndir sem fáir málarar gætu haft eftir. í brattri hlíðinni hafa fallið margar skriður og féllu fjórar slík- ar um 1870 sem enn sést móta fyr- ir þó svo að birki og lúpínur klæði þær nú að mestu. Indriði Ketilsson bóndi hefur orðið: „I mínu minni féll ein skriða í þessari hlíð en það var árið 1948 í stórrigningum og á sama tíma féllu miklar skriðu í Dalsmynni og barst þá trjáviður með Fnjóská allt út á Eyjafjörð. Þetta var í ágústmánuði og sagði pabbi mér að hann hefði ekki þorað að ganga um hlíðina af ótta við meiri skriðuföll. Nokkuð hefur verið plantað af sígrænum trjám en það var ekki skipulagt frá upphafi heldur var það af handahófi fyrst um sinn og þá reynt að velja bestu staði. Það var ekki fyrr en síðar sem sett var í samfelld svæði. Norðmenn komu og gróður- settu þá stafafuru sem hér er, en fyrstu barrplöntumar komu hingað frá Hallormsstað 1939 og voru það 9 lerki, tvær fumr og um 20 greni. Mest var gróðursett á ámnum 1947-1969 eða nálega 40 þús. plöntur alls. Falleguhríslu man ég aðeins eftir en pabbi sýndi mér hana. Hún var á suðurbarmi einnar skriðunnar en nú er hún fallin. Mér virðist satt að segja að birki nái ekki mjög háum aldri, en vafalaust er það misjafnt hvaða aldri það nær. Nú gróðurset ég ekki mikið en það þarf að grisja. Það þarf að grisja frá barrtrjánum svo barrið á þeim skaðist ekki er birkið slæst í þau. Þetta er mikið verk í stórri hlíð og það verk sem ég kemst engan veginn yfir. Þetta er miklu mikilvægara nú heldur en leggja á- herslu á plöntun því það er búið að planta það miklu hér. Raunar gæti þetta verið verk margra manna. Helst grisja ég á haustin og í góðri tíð á vetuma, einnig á sumr- in. Mér er sagt að það sé í góðu lagi að grisja birkið eftir að það sé laufgað og ég verð að trúa því, en í júni er besti tíminn til þess að klippa lerkið. Þá er minni hætta á að komist sveppir í sárin. Ut af fyr- ir sig er verulegt verk að hlynna að lerkinu því það vill verða marg- greint. Grenið má síðan klippa á hvaða tíma sem er“. Útsýnið truflaði skáldið á berjamó Úr hlíðinn er skemmtilegt útsýni yfir dalinn. Túnhólamir em bæjar- prýði þó svo að Indriði segi að þeir séu ekki mjög hagkvæmir og tún- rækt sé erfið vegna hraunsins. Eitt sinn gerðist það að Guð- mundur Frímann rithöfundur kom í Ytra-Fjall og fékk að fara í berja- mó en sagðist ekki hafa tínt mikið því hann var alltaf að horfa yfir landið og bætti því við að túnhól- ana mætti ekki eyðileggja. Hlaðnir hraungarðar setja líka svip sinn á bæinn og gömlu útihús- in minna á byggingarlag fyrri tíma og víst væri gaman að endurbyggja þau. Eitt húsanna var þó merkileg- ast, öðruvísi byggt með lágri þekju og gat því staðið betur. Þetta var afar þykk þekja og hluti hennar hélt mjög vel vatni. Þá var vitað að í því voru raftar sem fengnir voru norðan úr Ásbyrgi. Já, vissulega er fagurt í hlíðinni sem er friðland fugla og gróðurs og Guðmundur Frímann skáld er ekki sá eini sem hefur hrifist í þessum stóra garði. Það hafa margir gert. Skáldin og skógarnir f lok síðustu aldar er mikið rit- að og rætt um það hvað landið sé að blása upp. Sumir kváðu svo fast að orði að landið hlyti að eyðileggjast innan skamms og raddimar voru aldrei eins al- mennar og á harðindaárunum eft- ir 1880 en þegar árferðið batnaði varð fólk bjartsýnna og gerði sér betri vonir um framtíð landsins. Á þeim tíma átti uppblásturs- kenningin við rök að styðjast og jafnvel á 16.öld var að heyra raddir sem spáðu landinu gjör- eyðingu. Þessu til stuðnings má nefna kvæðið „Stúf' eftir Þórð Magnússon á Strjúgi: Blindar margan blekkt lund blandast síðan, vex grand, reyndar verður stutt stund að standa náir Island. Fleiri ortu um uppblásturinn og á tímabili varð hann aðalyrkis- efni skáldanna, ræðuefni prest- anna og umtalsefni rithöfund- anna. Séra Einar Sigurðsson í Heydölum (d. 1826) segirm.a. í kvæðinu „Vísur um gæði ís- lands“: Jökull, sandur, aur og grjót er hér mest á landi, blásin öll í burtu rót þótt byggðin víða standi, kann því enginn mœla mót ■ því margar nauði grandi. Alla sautjándu öldina og fram á þá átjándu heyrðust þessar radd- ir og sumir héldu jafnvel að þetta væru refsidómar Guðs fyrir synd- ir þjóðarinnar. Aðrir sögðu að þetta væri árferðið, það væri verra og því ekki að undra þó gróðurinn léti undan og en enn aðrir sögðu að með búsetunni hefði landið verið reytt og rúið og beðið tjón af því. Miklu meira hefði verið heimtað af jörðinni en hún gat gefið af sér og engu skilað. Auðsætt er af sögunum að landið var miklu meira skógi vax- ið þó um það sé deilt hve mikið og í Svarfdælu er þess getið að skip hafi verið smíðað úr íslensk- um viði í Svarfaðardal, en því má bæta við að um það hefur verið ritað að birkiskógamir hér hafi aldrei verið svo stórvaxnir að haf- fær skip yrðu smíðuð úr þeim og málinu til stuðnings eru leifar þær sem fundist hafa af trjánum í mýr- um og öðrum jarðlögum. Hin ótal mörgu ömefni um land allt sanna vel kenninguna um mikla skóga. Strax á 13. öld var talið að nokkrir skógar hefðu ver- ið orðnir mjög illa famir og í lok 14. aldar voru skógar á öllu Norð- urlandi búnir að láta undan nema þá helst í Þingeyjarsýslum. Birki var mikið notað á 17. og 18. öld til smíða og til em sagnir um marga hluti úr stórvöxnum trjám einnig var það mikið notað til húsagerðar. T. d. kvað séra Stefán Ólafsson svo um húsagerð Bjama á Eiði: Bjarna bœrinn góði byggjast tekur nú inni ‘ ég það í óði, með eina er hann þar kú; fyrir brúði og barnið eitt ber hann ennið sveitt; herlegur þessi húsabœr heitir; Ekki-neitt. Hann hefur af birki berru bugðutré fyrir sperru. Eggert Ólafsson segir í ferða- bók sinni að Fnjóskadalsskógur sé fegursti skógur og stórvaxnasti á landinu en hafi á 100 síðustu árum gengið mjög úr sér. Hann segir einnig að stórvaxinn skógur á Möðruvöllum í Eyjafirði hafi eyðilagst algerlega á einum degi veturinn 1607 er öll trén vom húðuð klaka. Aftaka storm hafi gert og mikið hafi brotnað og skemmst en enn megi sjá stoðir og bjálka úr þessum skógi á bæn- um. Þá segir Eggert frá því í mat- jurtabók sinni að reynt hafi verið að gróðursetja birki með tröðinni á Möðruvöllum en talar ekki um hvort það hafi náð vemlegum þroska. Sæmundur Eyjólfsson ritaði líka um skógana og lagði ríka á- herslu á þá prýði sem af þeim væri og þeir væru mönnum hvöt til dugnaðar og menningar svo og ástar á ættjörðinni, en hann hefur í frásögn sinni miklar áhyggjur af efnahag landsmanna og trúir ekki á það að hægt verði að gróður- setja skóga hér á landi. Þá sé það ærin fyrirhöfn samanber þá um- hyggju sem það kosti. Samt ör- væntir hann ekki og vonar að spá- dómur skáldsins rætist einhvern- tíma: Fagur er dalur og fyllist skógi, ogfrjálsir menn þegar aldir renna.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.