Dagur - 09.11.1991, Blaðsíða 21

Dagur - 09.11.1991, Blaðsíða 21
Laugardagur 9. nóvember 1991 - DAGUR - 21 SÖGUBROT Stefán Sæmundsson „Niður sté hann til helvítis!“ - Árni í Háagerði þótti hroðafenginn og klæminn Hann var tæpur meðalmaður á vöxt og fremur grannur, bláeygur, ekki ófríður, toginleitur, með alskegg; kvikur var hann á fæti, gleðimaður með afbrigðum og svo ærslafenginn og fjörmikill, að undrum þótti gegna, ákaflega skjótlyndur og svo hroðafenginn í orðurrt, klæminn og blót- samur, að til þess verður lengi jafnað af kunnugum. Hann tamdi sér ýmsar listir og lék þær. hvenær sem hann sá sér færi. Þannig lýsir Jónas Rafnar hinum sér- kennilega Arna í Háagerði í riti sínu Ey- firskar sagnir. Ég ætla að leita í smiðju Jónasar og kynnast þessum ærslafengna Eyfirðingi, en ekki er víst að ég geti farið út í nákvæmar lýsingar hér því hætt er við að blaðið fcngi ákúrur fyrir að birta dóna- leg skrif. Árni Guðmundsson var fæddur 1815 og ólst hann að mestu upp hjá afa sínum, Árna Þorsteinssyni, og Halldóru konu hans. Þau bjuggu m.a. að Gröf, Ytra- Tjarnarkoti og Klauf. Eitt sinn sat Árni yngri að snæðingi í Klauf og fór hann þá að tala um að gaman væri að komast í kast við drauginn á Grýtu, sem var þekktur fyrir að herida skít í heimafólkið og luma á fleiri prakkarastrikum. Árni sat með blóðmörs- kepp í lúkunum og askinn á hnjánum þeg- ar hann sagði þetta og hafði varla sleppt orðinu er moldarköggull kom fljúgandi framan úr göngunum og beint í fangjð á honum svo bæði blóðmörinn og askurinn hentust á gólfið. Þótti Árna illt að geta ekki svarað í sömu mynt. Át leðurskæði með lýsisgrút Vorið 1840 gekk Árni að eiga Guðrúnu Sigurðardóttur í Syðra-Tjarnarkoti. Var hann þá tæplega hálfþrítugur en hún stóð á fertugu. Hófu þau búskap og var lítill myndarbragur á honum enda Syðra-Tjarn- arkot í niðurníðslu. Hjónin voru alla ævi bláfátæk og eignuðust ekki nein börn. Árni átti aldrei fleiri ær en tólf, sagði að andskotinn sækti ævinlega þá þrettándu. Hungurvofan var heimilisföst og oft ekkert til að borða í kotinu. Þannig var ástatt páskadag einn, brá Árni sér þá fram í eldhús, tók leðurskæði sem hann átti þar uppi á bita, fékk Guðrúnu sinni þau og bað hana að sjóða. Hún gerði það og át Árni skæðin og saup lýsisgrút með, því annað viðbit var ekki til. Þetta var fyrir daga matarfjalla og krít- arkorta og ef ekki var til ætur biti neyddist fólk til að tyggja það sem hendi var næst eða svelta heilu hungri. Stundum komst Árni yfir sntásíld sem veiddist á Akureyr- arpolli en mönnum þótti hún leiðigjarn matur og tafsamt að snæða hana vegna beinanna. Árni þvertók að leggja hrossakjöt sér til munns fyrr en hann var orðinn miðaldra maður. Þá þáði hann bita í Stórahamri, tuggði hann og kyngdi. „En andskotans bitinn kom undir eins upp aftur," sagði Árni, „svo kyngdi eg aftur, og enn kom hann upp; og enn kyngdi eg duglega, og þá fór hann til helvítis og kom ekki upp aftur. Síðan hef eg alltaf étið hrossakjöt og orðið gott af.“ Hristu besefana hvor framan í annan Þrátt fyrir baslið þótti Árni vandaður maður, iðinn og verklaginn. Hann var góður vegghleðslumaður og geldingamað- ur. Einkum fékkst hann við að gelda hunda og ketti. Fyrir þetta var hann vel metinn af sveitungum sínum en mesta athygli vakti hann þó fyrir það hve hann var kátur og skringilegur. Hann var hvar- vetna aufúsugestur og hélt uppi fjörinu með sögum, ærslum og glensi. Árni stundaði finrleika allt frá æsku og hafði alla tíð ákaflega gaman af að stökkva, standa á höfði og sérstaklega að fara upp urn bita í baðstofum. Lék hann þar ýmsar listir og þótti mest gaman að hanga á bitanum með höndum og fótum, þannig að bakið sneri upp, reka rassinn þrisvar upp í bitann og hrína við hátt: Einn, tveir, þrír! Þetta hét að fara á kerl- ingu. Samskipti Arna og Guðrúnar voru oft hin skrautlegustu. Vöktu þau athygli strax í brúðkaupsveislunni því þegar Guðrúnu var boðið púns svaraði hún með þjósti: „Haldið þið, að mig langi í þetta andsk. mcrarhland?" Guðrún var bæði gáfaðri og skapmeiri en Árni og rimmum þeirra lauk oft á þann hátt að Árni stakk fingrum í eyrun og öskraði eins og hann gat svo hann heyrði ekki til konu sinnar. Einnig voru þau þekkt fyrir að kasta skít hvort í annað á almannafæri auk þess að viðhafa önnur skrípilæti. En tökum nú eina sögu af Árna eftir Jónasi Rafnar (bls. 95): „Á milli Syðri-Tjarna og Syðra-Tjarnar- kots er svo örstutt bæjarleið, að eiginlega er það ekki nema lítil gilskora, sem bæina skilur; má því hæglega kallast á þar í milli. Nábúi Árna var galsafenginn og hroðyrtur karl, og hafði því margt óþvegið orð feng- ið að fljúga á milli þeirra. Sú saga hefur gengið, að á einni jóianóttu hafi þeir bændurnir gert sér þá tilbrcytni að hafa kerlingaskipti. Það eru helber ósannindi upp á karlana, en hitt er víst, að þegar þeir komu út á hlaðið á morgnana, voru þeir vanir að hrista besefana hvor framan í annan og metast á um, hvor þeirra gæti sprænt lengra út í gilið; má svo hver geta sér til orðbragðsins, sem við var haft. Er ekki ólíklega til getið, að við slík tækifæri hafi þeir, svo að aðrir heyrðu, verið að ráðgera fyrrnefnd hátíðarbrigði, í þeim til- gangi að stríða kerlingum sínunt." Harmonikan var hroðalegt verkfæri Guðrún andaðist 1872, þá 72ja ára. Eftir dauða hennar byggði Árni sér lítið kot rétt fyrir ofan túnið á Syðri-Tjörnum. Var það kallað Háagerði og bjó Árni þar í þurra- búð það sem eftir var ævinnar. Árna tók að leiðast einlífið og datt það snjallræði í hug að leita til ekkju nokkurr- ar sem eitt sinn hafði verið hjá honurn í húsamennsku. Hún hét Ásdís Sigfúsdóttir og var fimm árum cldri en hann. Eftir nokkurt tilhugalíf tók Ásdís erindi Árna vel og flutti að Háagerði vorið 1874. Hún sá samt enga ástæðu ti að giftast honum, sagði það geta orðið til að takmarka frelsi hennar. Sambúð Árna og Ásdísar var allgóð en stundum flýði hún þó úr kotinu þegar bölvið í karlinum keyrði fram úr hófi. Kom hún aftur þegar hann hafði jafnað sig. Hjónin áttu nokkrar kindur en heyskap- ur var lítill. Árni stundaði ýmsa aukavinnu og spann meðal annars hrosshár á vetrum. Þótti liann í meira lagi skapstyggur og orð- Ijótur viö þá vinnu og þótti ýmist of lítið eða of mikið berast honum af hrosshári. í síðarnefnda tilvikinu tautaði hann: „Eg held, að andsk. fólkið hérna á bæjunum ætli blátt áfram að kæfa mig í helv. bölv. hrosshári!" Árni var einnig malari, hringjari og graf- ari, auk þess sem hann skemmti með harmonikuleik. Harmonikan hans var hroðalegt verkfæri og var erfitt að greina hvenær Árni var að spila danslög og hve- nær sálma. Eitt sinn kom hann á bæ og spilaði af miklum krafti. Ung stúlka á bæn- um tók að lyftast af fjöri og dansa um gólfið. Kom þá þungur vandlætingarsvipur á Árna og mælti hann af mikilli alvöru: „Ósköp er á þér, barn, að haga þér svona. Þetta sem er Allt eins og blómstrið eina!" Náði frá geirvörtum niður að takmarkinu! Frú Valgerður Þorsteinsdóttir, forstöðu- kona Kvennaskólans á Syðra-Laugalandi, var ákaflega siðavönd kona, vel menntuð og hjálpsöm viö fátæka. Hafði Árni mikiö saman við hana að sælda, hann malaði fyr- ir frúna og gcröi ýmis smávik. Reyndi hann að vanda málfar sitt í návist hennar en ekki gekk það alltaf ýkja vel. Valgerður bauð honum ávallt góögerðir og þótti Árna óþarflega mikið fyrir sér haft. Ein- hverju sinni hafði hann á orði að liann liefði fcngið kaffi „og svo andsk. gott brauð með því, að mér þótti það næstum of gott til að láta það liggja í lielv. görnun- um á mér!" Valgcrður átti kött sem hún taldi af sið- ferðisástæðum rétt að vana. Fékk hún Árna til verksins en þegar hann ætlaði að láta hcndur standa fram úr ermum sá hann að eitthvað var bogið við högnann. Þarna vantaði dálítið mikilvægt stykki og skýrði hann frúnni frá því aö hann gæti ekki van- að köttinn því þetta væri læða. Ekki vildi Valgerður trúa þessum tíðindum og hélt fast viö sitt allt þar til Árni þreif skepnuna og glennti klofiö á henni frarnan í frúna með óviðurkvæmilegum orðum. Árni hældi sér stundum við frúna af torf- lækningum stnum. Sagði hann henni m.a. þessa sögu og reyndi hvað hann gat að vanda málfar sitt: „Hún Guðrún mín sáluga fékk einu sinni þær óþolandi innanþrautir, að hún bar ekki af sér. Sá eg þá, að eitthvað varð til bragös að taka. Fór eg þá út á tún, risti i snatri feiknarmikla vallhumalstorfu, bar hana inn í baðstofu og sletti henni á kvið- inn á henni. Þessi torfa náði ofan frá geir- vörtum og niður aö... niður aö takmark- inu. Svo tyllti eg torfunni með reiptagli og lét Guðrúnu mína sofa mcð hana um nótt- ina. En um morguninn var hún albata." Galsafenginn á gamalsaldri Galsinn í Árna var hinn sami þegar ellin færðist yfir hann, en skiljanlega fór honum aftur í líkamsburöum. Hann var orðinn lotinn í herðum, alskeggjaður og með mikinn, gráan hárlubba. Var hann gjarnan mcð langa skotthúfu á höfði. Eitt sinn kom hann í heimsókn að Syðri-Tjörnum. Nam hann staðar í gættinni, tók af sér skotthúf- una og fleygði henni inn á mitt baðstofu- gólf. Síðan gekk hann inn, skældi sig allan í framan, tók undir sig stökk og stóð á höföi á húfunni. Og þótt hann væri kom- inn yfir sjötugt tók hann sig stundum til og lék listir sínar á baðstofubita. Skömmu áður en Árni dó var honum boðiö í brúðkaupsveislu. Þegar honum bárust boðin var hann staddur suður á Grýtu viö veggjahleðslu. Tók hann snöggt viöbragö af fögnuði og ætlaði að steypa sér kollhnís uppi á veggnum, en hrataði fram af honum og kallaði unt leið: „Niður sté hann til helvítis!" Kom hann ónotalega niður. meiddist á fæti og gat ekki farið til veislunnar. Þótti honum það hið versta mál. Árni dó í Háagerði 28. nóvember 1891 og er því öld liðin frá dauða hans. Að eigin ósk var hann jarðaður í Munkaþverár- kirkjugarði við hlið konu sinnar. Skömmu fyrir andlátið hafði hann fært frú Valgerði uppáhaldskött sinn. Kvaðst hann þá eiga skammt eftir og vilja vita köttinn í góðra manna höndum. Þeir sem þekktu Árna fleygðu því á milli sín að ekki væri prestinum vandalaust að halda líkræðu yfir öðrum eins manni og Árna í Háagerði, en þegar til kom þótti ræðan með afbrigðum góð. (Heimild: Jónas Rafnar: Eyfirskar sagnir, AB, 1977)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.