Dagur


Dagur - 09.11.1991, Qupperneq 23

Dagur - 09.11.1991, Qupperneq 23
Laugardagur 9. nóvember 1991 - DAGUR - 23 Popp Magnús Geir Guðmundsson HITT OG ÞETTA Genesis Qenesis, hin fornfræga breska sveit, hefur nú rofið þagnamúrinn eftir fjögurra ára hlé, en síðast sendi hún frá sér plötuna The invisible touch árið 1987. Er þagnarrofið í formi lagsins Noson of mine, sem út kom fyrir skömmu og er það undanfari nýrrar plötu er kemur út eftir nokkrar vikur. Genesis er án efa ein af frægari popphljómsveitum Bretlands af eldri kynslóðinni sem enn starfar, en hún á yfir tuttugu ára starfsferil að baki. Meginhluta þessa tíma, eða frá 1975 þegar stofnandi Genesis, Peter Gabriel, hætti skyndilega í hljómsveitinni, hefur Phil Collins verið potturinn og pannan í henni, en það var einmitt vegna mikilla anna hans við einkaverk- efni sem lítið hefur borið á Genes- is í fjögur ár. Heimsendahjal Það verður æ algengara að heimsfrægir tónlistarmenn séu fengnir til að leggja hönd á plóg við gerð kvikmyndatónlistar. Er nú svo komið að vart er sú mynd gerð sem ekki inniheldur a.m.k. eina lagasmíð eftir fræga stjörnu. Það hefur líka sýnt sig að svona samkrull tónlistar og kvikmynda margborgar sig eins og dæmin sanna. Nærtækt dæmi í þeim Lou Reed er einn þeirra sem á lag í nýjustu mynd Wim Weinders. efnum er einmitt hinar gríðarlegu vinsældir lagsins (Everything I do) I do it for you með Bryan Adams úr Hróa hetti, en það sat í heilar sextán vikur á toppi breska vin- sældarlistans, sem er met. Nú í desember kemur út plata með tónlist úr nýjustu mynd þýska leikstjórans Wim Weinders, sem nefnist Until the end of the World, (Uns veröldin er öll) en þar verður hver tónlistarstjarna um aðra þvera. Eru þar á meðal U2, en eins og fram hefur komið áður hér á Poppsíðu þá flytja þeir titil- lagið, REM, Elvis Costello, Lou Reed, Nick Cave and the Bad seeds, Patti Smith, Julie Cruise o.fl. Reyndar hefur platan nú þegar verið gefin út í Þýskalandi, en án titillagsins því t/2vildu ekki að lagið kæmi út áður en nýja platan þeirra Achtung baby yrði gefin út. Chris Whitley Hinn þrítugi söngvari og gítar- leikari, Chris Whitley, sem er frá Texas í Bandaríkjunum, hefur hér á landi líkt og víða annars staðar, vakið mikla athygli með laginu Living with the law, sem er af hans fyrstu samnefndu plötu. Hafa hrósyrðin ekki verið spöruð ( hans garð og eru ekki ófrægari tónlistarmenn en Bob Dylan, Bonnie Raitt og Tom Petty meðal þeirra sem lofaö hafa hann og prísað. Leið Whitleys til frægðar- innar var þó engan veginn greið né skjótfarin og hafði hann reynt ýmislegt áður en hann uppgötv- aðist. Til dæmis var hann um hríð í hljómsveit sem gerði út á kuldarokk í anda Gary Numan. (Það muna sjálfsagt ekki margir eftir þeim manni í dag). Var ímynd þeirrar hljómsveitar víðs- fjarri þeim Chris Whitley, sem í dag spilar rokk með blús og kántrí áhrifum, eða andlitsfarði og litað hár sem fylgdi hljóð- gervafárinu. Reyndar var það í blúsnum sem Whitley tók út sinn tónlistarlega þroska og eru menn á borð við Robert Johnson, John Lee Hooker, Muddy Waters, Howlin’ Wolf og Johnny Winter áhrifavaldar í tónlist hans meðal annarra. Verður fróðlegt að sjá hvernig honum helst á frægðinni, en að dómi gagnrýnenda þykir hann til alls líklegur í framtíðinni. The other two Nú á síðustu misserum hefur lítið farið fyrir poppsveitinni frægu New Order, nema hvað varðar HM-lag Englendinga í fótbolta í fyrra. Bernard Summer söngvari hefur eins og kunnugt er einbeitt sér undanfarið að samstarfinu við Johnny Marr í Electronic og Peter Hook bassaleikari hefur sömuleiðis verið upptekinn ( hljómsveitinni Revenge. Þá hafa hin tvö í New Order, þau Gillian Gilbert hljómborðsleikari og Step- hen Morris trommuleikari, sett saman dúett sem þau kalla ein- faldlega Hin tvö, The other two. Hafa þau nú fyrir skömmu sent frá sér nýtt lag sem kallast Tasty fish og þá mun vera von á plötu frá þeim í febrúar á næsta ári. Þessi einkaverkefni munu ekki eiga að hafa áhrif á framtíð New Order, þannig að aðdáendur hljómsveitarinnar þurfa ekki að óttast um að hún sé að hætta. „Hin tvö“ úr New Order, Gillian Gilbert og Stephen Morris. Dire Straits: Sjaldan verið betri en Það er ekki svo ýkja langt síðan að umsjónarmanni Poppsíðu þótti lítið til Dire Straits koma. Einhvern veginn var það nú þannig að hljómsveitin fór í taug- arnar á manni og þá sérstaklega vegna söngsins, sem þótti ærið leiðinlegur og „asnalegur" í eyr- um vorum lengi vel. Að vísu hreifst maður af einstökum lög- um eins og hinu sígilda Sultans og swing af fyrstu plötunni og Tunnel of love af þeirri þriðju, Making movies, en það er ekki fyrr en með útgáfu Brothers in arms árið 1985, að ísinn brestur hjá umsjónarmanni. Var hann reyndar ekki einn um að með- taka Dire Straits þá, því t.a.m. sló Brothers in arms öll fyrri sölumet í heimalandinu, Bretlandi, og seldist í meira en 15 milljónum eintaka. (Því meti er hugsanlega ógnað nú bæði af plötum Guns ’n' Roses Use your illusion I og II og Waking up the neighbours með Bryan Adams). Af mörgum perlum á Brothers in arms má nefna titillagið, So far away, Walk of live og Money for nothing og urðu þessi lög öll vinsæl. Nú, sex árum eftir útkomu Brothers in arms, er loksins kom- inn út arftaki hennar, On every street. Ástæðurnar fyrir þessu langa hléi voru margar. Meðal annars þótti Mark Knopfler, sem alla tíð hefur verið allt í öllu f Dire Straits, tími til kominn að sinna öðrum verkefnum og svo var einnig um aðra meðlimi hljóm- sveitarinnar. Þá var einfaldlega tímabært fyrir hljómsveitina að taka frí eftir mikla heimsreisu sem farin var í kjölfar útgáfu Brothers in arms. Raunin er líka sú að þetta langa hlé hefur haft mjög góð áhrif á þá Knopfler og félaga hans, John lllsley, Guy Fletcher og Alan Clark. Er On every street nefnilega enginn eftirbátur Brothers in arms nema síður sé. Er um visst afturhvarf til tveggja fyrstu platnanna að ræða, mun rólegra yfirbragð en á Brothers in arms. Þá er ekki laust við að áhrifa gæti frá starfi þeirra Knopflers og Fletchers í The nú Notting Hillbillies í fyrra. Má ( því sambandi nefna lög eins og How long og Ticket to heaven. Annars eru lögin á On every street hvert öðru betra og getur skrifari þessara lína ekki annað en tekið undir með gagnrýnend- um út í heimi sem telja að hér sé firnagott verk á ferðinni. Er í lokin ekki hægt annað en að mæla með On every street, því hún er án efa með þeim betri sem út hafa komið í ár. Plötur Dire Straits Dire Straits 1978 Communique 1979 Making Movies 1980 Love Over Gold 1982 Alchemy Live 1984 Brothers in arms 1985 On Every Street 1991 Að auki hefur komið út a.m.k. ein safnplata. Sjúkraþjálfarar Kristnesspítali óskar eftir að ráða yfirsjúkraþjálf- ara til afleysinga í hálft ár a.m.k. frá 1. mars nk. Möguleiki er á að fá fastráðningu sem sjúkraþjálfari að lok- inni afleysingu. Barnaheimili á staðnum. Góð vinnuaðstaða er fyrir hendi. Starfið er fjölbreytt og spennandi. Samvinna fagfólks (teymisvinna) til fyrirmynd- ar. Markvisst er unnið að uppbyggingu Kristnesspítala sem endurhæfingarmiðstöð fyrir Norðurland. Sundlaug er í byggingu og stærri aðstaða fyrir sjúkraþjálfun verður byggð innan fárra ára. Yfirlæknir endurhæfingardeildar er sérfræðingur í endurhæfingarlækningum. Umhverfi spítal- ans er mjög fallegt og býður upp á ýmsa möguleika. Nánari upplýsingar gefur yfirsjúkraþjálfari, eða fram- kvæmdastjóri, í síma 96-31100. Kristnesspítali. AKUREYRARB/ÍR Bókavörður Laus er til umsóknar staða bókavarðar í útlánadeild Amtsbókasafnsins á Akureyri. Vélritunarkunnátta nauðsynleg. Ráðið verður í starfið frá 1. janúar 1992. Laun samkvæmt kjarasamningi STAK og Akur- eyrarbæjar. Upplýsingar um starfið gefa amtsbókavörður í síma 24141 og starfsmannastjóri í síma 21000. Umsóknarfrestur er til 22. nóvember nk. Umsóknareyðublöð fást í starfsmannadeild Akur- eyrarbæjar, Geislagötu 9. Bæjarstjórinn á Akureyri. Skrifstofustarf Vegna forfalla er laust til umsóknar starf á skrifstofu Akureyrarbæjar. Nauðsynlegt er að umsækjendur hafi kunnáttu í notkun tölvu (ritvinnslu). Laun samkvæmt kjarasamningi STAK og Akur- eyrarbæjar. Upplýsingar um starfið gefa bæjarritari og starfs- mannastjóri í síma 21000. Umsóknarfrestur er til 15. nóvember nk. Umsóknareyðublöð fást í starfsmannadeild, Geislagötu 9. Bæjarritari. Innilegar þaMdr til ykkar allra, sem glöddu mig á sextugs aímælmu 3. nóv. sl. Sérstök alúð og hlýja bama minna og Qölskyldna þeirra gleymist seint. Liftð heil! Jón Amþórsson.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.