Dagur - 19.12.1991, Side 2

Dagur - 19.12.1991, Side 2
2 B - DAGUR - Fimmtudagur 19. desember 1991 Oskum viðskiptavinum okkar og starfsfólki glédilegra jóla og farsældar á komandi ári. SJALLINN Sendum viðskiptavinum okkar og landsmönnum öllum okkar bestu jóla- og nýársóskir Þökkurnviðskiptin á liðnum árum. ZVUTÆKI IKVAL Kaupvangsstræti 4, sími 26100 i Glebileg jól og farsælt komandi ár ™ . Sjálfebjörg f^sjj Félag fatlaðra á Akureyri og nágrenni, jy^. Bugðusíðu 1, sími 26888. Glebileg jól og farsælt komandi ár Þökkum viðskiptin á árinu Ingjaldur Arnþórsson á skriístoíu SÁÁ-N. Mynd: Golli anna og fjölskyldunnar. Einhleypir fara til foreldra, systkina eða ann- arra ættingja. Fjölskyldur samein- ast og áfengi á ekki við á slíkum stundum þegar fólk ætlar að eiga góða daga saman. Áfengi hefur frekar þau áhrif að sundra fólki og þar sem börn eru finnst mér óskaplega taktlaust að vera með áfengi. “ Hvar verða útigangs- menn um jólin? - Jæja, Ingjaldur, nú situr þú við símann í vinnunni og hugsar um hvað þú ætlar að hafa það gott í faðmi fjölskyldunnar um jólin. En verða einhverjir úti í kuldanum hér á Akureyri yfir hátíðarnar? „Já, því miður. Tilfellið er að við eigum útigangsmenn hér á Akur- eyri þótt flestir sem komast á það stig í neyslunni fari til Reykjavík- ur, enda ögn betra að vera úti- gangsmaður þar hvað framfærslu varðar. Að vísu standa stofnanir fyrir áfengissjúklinga yfirleitt gal- opnar fyrir þennan hóp yfir jólin. Tengsl áfengisneyslu við jólahaldið: ,.JFjölskyldur sameinast og áfengi á eldd við á slíkum stimdum“ — segir Ingjaldur Arnþórsson, ráðgjaíi hjá SÁÁ-N Jólin eru hátíð ljóss og friðar, barnanna, fjölskyldunnar. Enginn ætti að þurfa að vera einn um jólin, eða hvað? Við slógum á þráðinn til Ingjalds Arnþórssonar, ráðgjafa hjá Norðurlandsdeild SÁÁ á Akureyri, og lögðum fyrir hann nokkrar spurningar sem tengjast áfengisneyslu og jóla- haldi. Sumir telja að desember sé dýrðarmánuður fyrir þá sem eru veikir fyrir göróttum drykkjum, tilefnin eru að minnsta kosti næg. En lítum á hvernig Ingjaldur svaraði spurningum blaðamanns. - Blessaður Ingjaldur, ertu búinn að fá þér jólaglögg á aðvent- unni? „Nei, égfæmer ekki jólaglögg." - En nú er líka til óáfeng jóla- glögg. „Já, hún er til, en þegar maður ætlar að fara að byggja upp nýtt líf án áfengis þá tel ég beinlínis heimskulegt að ögra sér á þann hátt að neyta drykkja sem minna mann á bragðið. Ég hef aldrei talið vera nema skilsmun á því hvort maður er að drekka pilsner við þorsta eða bjór. Malt hefur þetta sama bragð, jólaöl líka og það sama gildir um alkóhóllausan bjór. Að mörgu leyti finnst mér það bera vott um dómgreindarleysi hjá alkóhólistum að vera að drekka þessa drykki, þótt þeir verði ekki ölvaðir af þeim, því bragðið minnir þá á áfengi. “ - Hvernig líst þér annars á neyslu á jólaglögg, er þetta ekki fágaður skandinavískur siður sem fylgir komu jólanna? „Jú, þetta er sænskur siður en það er búið að fara illa með hann hér á landi. í Svíþjóð er sjaldgæft að sjá fólk verða drukkið af jóla- glögg, þar er drykkurinn ýmist áfengislaus eða svipaður og létt- vín að styrkleika. Hér vilja menn hins vegar styrkja þetta með vodka og jólaglögg hjá fyrirtækj- um er ekkert nema fyllerý, sem mér finnst ósiður. Ég ímynda mér það, miðað við barlóminn í vinnu- veitendum sem geta ekki hækkað laun starfsmanna, að það þyki ekki gott að þeir séu kannski að nota peninga frá fyrirtækinu til að hella brennivini ofan í starfsmenn. Mér finnst það ekkert sniðugt." ,,Par sem böm em íinnst mér óskaplega taktlaust að vera með áfengi” - Nú er áfengi nátengt jólahaldi hjá mörgum, t.d. í formi borðvíns með góðum mat, rauðvínssósu, koníaksíss, líkjörskonfekts o.s.frv. Er allt sem inniheldur áfengi á bannlista fyrir alkóhólista? „Nei, ég held að þeir verði bara að nota skynsemina. Koníaksís getur valdið ölvunaráhrifum, rauðvín í sósu gerir það aftur á móti ekki enda er hún soðin. Menn verða að velta hverju og einu atriði fyrir sér þótt auðvitað væri æski- legast að sleppa þessu alveg. Hvað mig sjálfan varðar þá geng ég t.d. fram hjá tertum með romm- bragði á veisluborðunum. Það er ekki erfitt því af nógu öðru er að taka. Þetta er ekkert erfiðara fyrir alkóhólista en til dæmis sykur- sjúka sem þurfa að sneiða hjá rjómatertunum. “ - En hvað segirðu mér af alkó- hólistum um jólin, reyna þeir yfir- leitt ekki að stramma sig af á þess- ari hátíð ljóss og friðar? „Jú, en þó hef ég orðið var við breytingu á síðustu árum. Fyrir 10 árum fannst mér borin meiri virð- ing fyrir jólunum meðal drykkju- manna en í dag. Menn voru yfir- leitt edrú á jólunum, sama hvað þeir drukku annars mikið, en mér finnst þetta hafa breyst dálitið. Margir hverjir bera ekki þá virð- ingu fyrir jólunum að þeir sjái ástæðu til að stramma sig af. Jólin eru náttúrlega hátíð barn- Vogur og aðrar stofnanir hafa kappkostað að taka útigangs- mennina inn síðustu dagana fyrir jól þannig að enginn ætti beinlínis að þurfa að vera úti. Hins vegar er kannski enn ömurlegra til þess að hugsa að einhvers staðar er fólk að drekka einsamalt í íbúðum eða herbergj- um. Það er nöturlegra en að kom- ast inn á stofnun, afar nöturlegt hlutskipti." — Já, allir hljóta að vera sam- mála því. En þá ætla ég að þakka þér fyrir spjallið og bjóða þér að slá botninn í þetta. „Þakka þér sömuleiðis. Ég held að það sé mikilvægt fyrir alla sem nota áfengi að halda í þessi virð- ingarverðu „prinsip" sem við höf- um haft, eins og það að við drekk- um ekki áfengi á afmælum barn- anna og við drekkum ekki áfengi á aðfangadagskvöld. Þetta finnst mér að fólk verði að reyna að halda í alveg í lengstu lög og ef það tekst ekki þá er augljóst að fólk þarf á bráðri aðstoð að halda." SS Forsíðu- myndin Forsíðumynd jólablaðsins, „Jól á Húsavík" er gerð sér- staklega fyrir Dag af Kristni G. Jóhannssyni, myndlistar- manni. Myndin er máluð með olíukrít og vatnslitum.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.