Dagur - 19.12.1991, Blaðsíða 5

Dagur - 19.12.1991, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 19. desember 1991 - DAGUR - B 5 Rauðu eplin og jólin óaðskiljanleg: Hvað varð uni ilminu af jólaeplumim? I æsku var okkur kennt að jólasveinninn gefi börnunum rauð epli. Sá jólasveinn sem ræki nefið inn á barna- skemmtun og ætlaði að gefa banana eða appelsínur væri ekki alvöru jólasveinn því rauðu eplin eru jólasveininum jafn tengd og skeggið. Jólaeplin, já. Epli er ávöxtur sem selst mikið af í jólamánuðinum og hefur alla tíð gert. Eldra fólk talar gjarnan um að hin einu og sönnu jólaepli hafi horfið af sjónarsviðinu með árunum því í gamla daga hafi verið sérstakur ilmur af eplunum sem minnti á nálægð jólanna. Þennan ilm sé ekki að finna í stór- markaðamenningunni í dag. Með þetta í huga fórum við að stúfana til að leita svars við spurningunni: Hurfu jólaeplin? „Nei, þau hurfu alls ekki,“ svar- ar Svanhildur Árnadóttir, græn- metis- og ávaxtasali, þessari spurningu. „Þessi jólaepli sem fólk talar um eru í raun sömu eplin og eru flutt til landsins í dag. Þetta eru epli sem heita „Red delicius" sem er útbreiddasta og algeng- asta gerð af eplum í heiminum. Þessi epli eru fáanleg frá mismun- andi löndum en aðallega koma þau hingað til lands frá Bandaríkj- unum og einmitt þaðan eru eplin sem hér eru á markaði um jól en þau bera þennan hárauða lit sem landinn vill hafa á þeim. Liturinn skiptir máli þvi t.d. frá Nýja-Sjá- landi eru líka fáanleg mjög góð „Red delicius" epli sem ekki hafa sama útlit og því vilja íslending- arnir þau síður. “ búðum árið um kring séu að gæð- um eins og nýtínd eru þau látin í sérstaka klefa sem stöðva þroska þeirra. Þau eru með öðrum orðum svæfð. Við spyrjum nánar um þessar „svefnvenjur" epla. „Bandarísku eplin sem við kaupum árið um kring eru öll tínd á haustin en eftir að þau hafa verið tínd eru þau geymd í lofttæmdum geymslum þar sem þau sofa, þ.e. þroski þeirra stöðvast. Þá halda þau ekki áfram að þroskast fyrr en um byrji uppskeran á eplum í september og október sem þýðir að ný amerísk epli koma á markað hérlendis í byrjun nóvember. Fyrr á árum var hápunktur eplasölunn- ar á þessum árstíma en á seinni árum hefur hún jafnast meira yfir árið þó alltaf verði toppur í epla- sölunni fyrir jólin. Og rauðu eplin eru ekki ein um það að teljast dæmigerður jólaávöxtur því kiem- entínur eru annar aðal ávöxturinn í jólaávaxtaskál heimilanna. „Fólk gerir aðrar kröfur fyrir Kæliklcfarnir skýringin - En hvaða skýring er á því að fólk talar um að jólaeplin hafi horfið, eplin séu ekki þau sömu og áður sem koma í búðirnar fyrir jólin? „Aður fyrr komu eplin í stórum sendingum til landsins í desember og voru þá búin að vera 1-2 mán- uði á leiðinni til okkar. Þá voru engir kæliklefar um borð í flutn- ingaskipunum og þess vegna héldu eplin áfram að þroskast á leiðinni, moðna sem kallað er. Þau þroskuðust því allt þar til fólkið borðaði þau. I dag eru skipa- ferðir örari og eplin eru flutt í góð- um kæligámum sem gerir að verk- um að við fáum þau eins og nýtínd. Ef fólk fer út í búð og kaup- ir epli, geymir þau í allt að því stofuhita í mánaðartíma þá kemur þessi lykt sem einkenndi öll heim- ili um jól. Þannig má búa til jóla- lyktina af eplunum." Sofandi epli! Til þess að eplin sem við kaupum í klefarnir eru opnaðir sem er ekki gert fyrr en komið er að sölu. Þess vegna getur fólk, sem vill borða linari epli, keypt eplin vel fyrir jól og látið þau standa í stofuhita til jóla og þar með bæði fengið þau mjöl- og lyktarmeiri, “ segir Svan- hildur. Epli og klemcnt íinir j ólaávextimir Svanhildur segir að í Bandaríkjun- jólin, vill fá stærri epli og sumir þeirra sem kaupa græn og gul epli árið um kring vilja eingöngu rauð epli í desember. Þetta sýnir að epl- in og jólin eru óaðskiljanleg. Það sem hefur bæst við á síðari árum eru klementínurnar og kannski hafa þær tekið aðeins af eplunum. Vínberin eru líka vinsæl um jólin en þó sérstaklega milli jóla og nýárs því þau eru frekar áramóta- vara. Þá eru aliir í ostabökkun- Rauði lititrinn og næturkuldum Og meira um eplafræðin. Rauði liturinn á eplunum er ekki á þeim þegar þau byrja að vaxa heldur fá þau rauða litinn í næturkuldum í lok uppskerutímabilsins. „Sama gildir um appelsínurnar og klementínurnar," segir Svan- hildur. „Áður en að þessu kulda- tímabili kemur eru eplin gulgræn á litinn. Þess vegna er það að ef næturnar eru mjög hlýjar þá fá epl- in aldrei þennan fallega rauða lit sem er á þeim." Epli eru ekki bara epli. Hérlend- is þekkjum við best rauð, græn og gul epli. En tegundir epla í heimin- um eru taldar í hundruðum þó ótrúlegt megi virðast en á íslandi eru áðurnefnd „Red delicius" epli vinsælust. Ekkert niðursoðið, takk! Líkt og í ávöxtunum hefur úrvahð á grænmetismarkaðnum aukist mikið á síðari árum. Svanhildur segir að íslendingar borði meira af fínni grænmetistegundum um jól- in s.s. rósakáli, spergilkáh, salat- blöðum og jólasalati. Þær græn- metistegundir sem að jafnaði selj- ist mest af, s.s. hvítkál, rófur og gulrætur, seljist hins vegar ekki í áberandi meira mæli fyrir jól. „Neyslan á grænmetinu er að aukast mikið enda hefur margt af yngra fólki hérlendis búið út um allan heim og kynnst þessum grænmetisvörum og vill fá þetta hér heima líka, vill hafa fjölbreytn- ina. Það má segja að þegar fólk er að undirbúa jólamatinn þá kaupi það ferskt grænmeti sem það með- höndlar sjálft til að hafa með matnum í stað þess að áður notað- ist það eingöngu við niðursoðið grænmeti úr dósum." JÓH Veruleg útleiga á myndböndum fyrir hátíðardagana: Myndbandaþorsta svalað um jólin? Myndabandaáhorf er umtalsvert yfir jólahátíðina, ef marka má reynslu þeirra aðstandenda myndbandaleiga sem við spurðum um þetta efni. Fjölskyldumyndir eru vin- sælasta efnið, m.ö.o. myndir sem bæði börnin og foreldr- arnir geta horft á. Einnig er merkjanlegt að yfir hátíðarn- ar vilja sumir síður horfa á svokallaðar stríðs og ofbeldis- myndir. En það athyglisverðasta er hve mikil útleiga er á myndum rétt fyrir jólahátíðina og þess eru dæmi að fólk gangi út af myndbandaleigu á Þorláksmessukvöld með 5- 6 myndir í fanginu. Breiðari hópur og stærri „Útleigan er góð yfir hátíðarnar," segir Helgi Sigurðsson hjá Mynd- bandahöllinni á Akureyri, um þetta efni. „Fólk er ekki endilega að taka mikið magn heldur eru mun fleiri sem koma en venjulega. Þetta er líka breiðari hópur og við sjáum fleira eldra fólk en venju- lega,“ sagði Helgi. Hann segir einnig að meirihluti þeirra sem komi á leigurnar um jólin biðji um fjölskyldu- og gam- anmyndir. „Það fer kannski eitt- hvað minna af stríðsmyndunum en samt ekkert áberandi minna. Fjöl- skyldan er frekar að horfa saman á myndband og þá eru teknar myndir sem eru ekki bannaðar," segir Helgi. Sumir fara út af leig- unum með íullí fang Tómas Gunnarsson hjá Vídeólandi segir svipaða sögu. „Ég held að í sjálfu sér horfi fólk ekki meira á vídeó um jól en venjulega. Það tekur fleiri spólur á Þorláksmessu en skilar þeim ekki fyrr en á annan í jólum þannig að þetta jafnast á dagana. En það er með þetta eins og annað, svefntíminn raskast hjá mörgum yfir þessa jóladaga þann- ig að þeir eru sjálfsagt til sem horfa meira en venjulega." Tómas segir að sumir komi á Þorláksmessu til að taka eina spólu til að hafa í bakhöndinni ein- hvern jóladaginn en aðrir gangi út með 5-6 spólur, sem þýðir að þeir horfi að jafnaði á 2 myndir á dag. „Ég held að það breytist ekki á hvað fólk horfir yfir jólin. Við verð- um að vísu varir við aukningu á barnaefninu og fjölskyldumynd- unum en þessar fjölskyldumyndir eru vinsælastar allan ársins hring. Ég held að ef eitthvað einkenni útleiguna yfir jólin þá megi segja að fólk taki síður hryllingsmyndir og annað í þeim dúr þessa daga,“ sagði Tómas. Hann segir mikið um að ungl- ingarnir séu sendir á myndbanda- leiguna síðasta daginn fyrir jól til að taka myndir sem henti allri fjöl- skyldunni. „En í heild fer verulegt magn fyrir jóhn, það er óhætt að segja það. Ef við erum að tala um að á Akureyri séu 5-6000 heimili þá kæmi mér ekki á óvart þó hér í bænum leigist á Þorláksmessu sem svarar mynd á annað hvert heimili," sagði Tómas. JÓH Helgi Sigurðsson í Myndbandahollinni. Tómas Gunnarsson í Videólandi. Myndir: Golli

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.