Dagur - 19.12.1991, Qupperneq 9
Fimmtudagur 19. desember 1991 - DAGUR - B 9
Jólasveinamir í Vaðlaheiði:
„Við grátum í heilan mánuð eftir jólin“
- segir Stekkjastaur, en haiin fékk n)ja húfu fyrii' jólin, sem Grýla sanmaði handa honum á Porranum
Nú eru jólin á næsta leiti og jólasveinarnir farnir að flykkj-
með að sjá þegar þið komið til
byggða?
- Það eru auðvitað elsku, litlu
dúllurnar okkar; börnin þú skilur.
Þau eru alltaf svo fín og sæt á jól-
unum og ekki má gleyma hvað
þau eru góð í desember að fara að
sofa snemma og hlýða foreldrum
sínum.
- Hvernig getið þið alltaf fylgst
ast til byggða. Þeir hafa haft í mörgu að snúast, blessaðir
karlarnir, enda jólaundirbúningurinn ekki minni hjá þeim
uppi í fjöllunum, en hjá okkur í byggð. Við slógum á þráð-
inn til þeirra nokkrum dögum áður en sá fyrsti hélt til
byggða því okkur langaði svo að vita hvernig þeir hefðu
það og hvort þá hlakkaði ekki til jólanna.
Það var hann Stekkjastaur, sá
sem fer fyrstur af stað sem kom í
símann.
- Já, halló, halló! Ó, ó, æ, sný ég
nú símahandfanginu vitlaust,
hvurnig á ég nú að vita hvernig
þessi tæki virka. Halló!
- Er þetta hann Stekkjastaur?
Okkur hérna á Degi langaði svo að
vita hvernig þið höguðuð jólaundir-
búningnum hjá ykkur þarna yfir í
Vaðlaheiði?
- Hvað segir þú, rýjan mín?
Hvernig við högum okkur? Við
högum okkur nú alltaf vel,
gæskan, þótt hún Grýla sé nú ekki
alltaf alveg sammála því, he, he,
he.
- Nei, ég var að spyrja hvernig
þið hagið jólaundirbúningnum.
Hvenær byrjið þið t.d. að smíða
jólagjafirnar?
- Já, svoleiðis. Það er nú það,
ég er nú orðinn svo gamall að ég
man það nú ekki. Ég held samt að
við byrjum að undirbúa næstu
jól um leið og hinum lýkur. Annars
finnst okkur alltaf óttalega leiðin-
legt þegar jólin eru búin og við
grátum í heilan mánuð á eftir. Þið
munduð líklega heyra harma-
kveinin í okkur ef það væri ekki
alltaf svona vont veður. En núna
erum við allir í svo góðu skapi,
vegna þess að það styttist í jólin
og veistu, að ég fæ alltaf að fara
fyrstur af stað að gefa krökkunum
í skóinn.
- Ég veit það, ertu að verða til-
búinn til að fara? Ertu t.d. búinn
að stoppa í sokkana þína?
- Já, elskan mín, það gerði ég í
júní. Ég ætlaði sko ekki að verða of
seinn með það eins og síðast. Þá
stóð stóra táin mín út um sokkana
öll jólin og ég þorði aldrei að fara
úr stígvélunum mínum. Svo varð
mér líka svo skrambi kalt á henni
vesalingnum. En núna, sko... núna
er ég meira að segja búinn að fá
nýja húfu, sem hún Grýla gamla
var svo væn að sauma handa mér
á Þorranum.
- Hvað eruð þið svo ánægðastir
Setja jólasveinar
óþekk böm í poka?
Jólasveinar voruáður fyrr notaðir til að hræða börn, en nú
eru þeir velkomnir á hvert heimili. Á 18. öld var sagt að
þeir væru jötnar á hæð, ljótir og luralegir. Þá áttu þeir að
hafa verið í röndóttum fötum, með stóra gráa húfu á höfð-
inu og hafa haft með sér stóran gráan poka, eða stóra
kistu, til að láta óþekk börn í.
Á 19. öld var talið að þeir klædd-
Stekkjastaur og Giljagaur kúrðu í
helli sírtum og nöguðu kjúklingalæri
þegar blaðamaður og ljósmyndari
Dags skutu þeim skelk í bringu.
með svona mörgum börnum á
kvöldin?
- Við erum sko búnir að taka
tæknina í okkar hendur, þótt ég sé
nú ekkert sérstaklega góður í
henni. En hann Ketkrókur er bara
bráðsnjall, skal ég segja þér. Hann
er búinn að hanna galdrakíki og ef
við lítum í hann, getum við séð í
gegnum fjöll og firnindi. Hann
fann þennan kíki upp um leið og
hann útbjó rafmagnskrókinn til að
kræka í hangiketið, þú skilur, og í
rauninni ætlaði hann bara að nota
kíkinn til þess að finna ket handa
sjálfum sér. En hann Leppalúði
skammaði hann svo mikið fyrir
þetta ótugtarbragð og ákvað að
kíkinn skyldum við nota til þess að
líta eftir börnunum.
- Fær Kjötkrókur þá ekkert kjöt
á jólunum?
- Ó, jú, rýjan mín. Hann er sko
klókur „Krókur", ha, ha, var þetta
ekki sniðugt hjá mér? Nei, menn
skyldu sko ekki treysta honum og
læsa ketið sitt inni.
- Jæja, Stekkjastaur, nú ætla
ég ekki að tefja þig lengur, þú
hlýtur að hafa nóg að gera?
- Já, vænan, svo er það og sei,
sei, já. En viltu senda öllum börn-
unum bestu kveðjur frá mér og
segja þeim að ég hlakki ægilega
mikið til þess að sjá þau?
- Það skulum við gera og vertu
svo sæll! VG
Þegar Stetígastaur fékk hóstakast
I dag er 19. desember og langþráður aðfangadagur nálg-
ast óðfluga. Jólasveinarnir eru komnir á kreik í byggð og
kæta börnin smá. Þetta eru óttalegir flautaþyrlar og erfitt
að fá þá til að setjast niður og spjalla en blaðamönnum
Dags lánaðist þó að grípa tvo glóðvolga tólf dögum fyrir
jól. Það voru Stekkjastaur og Giljagaur, einu jólasveinarn-
ir sem voru komnir af fjöllum.
Já, það er óhætt að segja að jóla-
sveinarnir hafi verið gripnir glóð-
volgir. Þeir Stekkjastaur og Gilja-
gaur kúrðu inni í helli skammt frá
Akureyri og nöguðu kjúklingalæri.
Þegar ljósmyndarinn vatt sér inn
og smellti af þeim mynd spruttu
þeir upp með hljóðum og fórnuðu
höndum.
„Hvað í ósköpunum gengur á?"
baulaði Stekkjastaur og bróðir
hans veinaði ámátlega.
— Góðan daginn. Við erum frá
Degi og okkur langaði að heilsa
upp á ykkur. Stendur nokkuð illa
á?
„Sei, sei, nei," sagði Stekkja-
staur, „en það er nú vaninn að
gestir banki á dyrnar eða hringi
dyrabjöllunni. Okkur dauðbrá. “
- En við sáum engar dyr á hell-
inum.
„Engar dyr? Nú, við verðum að
bæta úr því. En gangið í bæinn."
Við þáðum boðið og heilsuðum
upp á jólasveinana. Þótt Golli ljós-
myndari sé barnungur hefur hann
efast um að jólasveinar væru til í
raun og veru og hann þaut til og
kippti í skeggið á Giljagaur til að
ust algengum íslensku bændaföt-
um og væru með skegg niður á
tær, en jólasveinarnir voru yfirleitt
taldir fríðari en á öldinni á undan.
Minna var um að þeir tækju með
sér óþekk börn.
Á þessari öld eru jólasveinarnir
taldir bestu skinn. Þeir koma með
jólagjafir til barna og fullorðinna
og gefa gott í skóinn. Þeir fara í
heimsókn á barnaheimili, syngja
og skemmta og eru ósköp kátir og
indælir. Samt eru sum börn dálítið
smeyk við þá.
Jón Árnason þjóðsagnasafnari
segir að jólasveinarnir séu synir
Grýlu og Leppalúða, en þó hafi
sumir talið að Grýla hafi átt þá
áður en hún giftist Leppalúða. Jón
segir jólasveinana þrettán talsins
og heita þeir þessum nöfnum.
1. Stekkjastaur.
2. Giljagaur.
3. Stúfur.
4. Þvörusleikir.
5. Pottasleikir.
6. Askasleikir.
V. Faldafeykir.
8. Skyrgámur.
9. Bjúgnakrækir.
10. Gluggagægir.
11. Gáttaþefur.
12. Ketkrókur.
13. Kertasníkir.
Jólasveinarnir eru þrettán
vegna þess að sá fyrsti kemur
þrettán dögum fyrir jól, síðan einn
á hverjum degi og sá síðasti á
aðfangadag jóla. Á jóladag fer sá
fyrsti burt aftur, svo hver af öðrum
og sá síðasti á þrettánda degi jóla.
SS
vita hvort það væri ekta.
„Æ, ó, æææi," skrækti Giljagaur,
gólaði og hrein og nuddaði auma
vanga.
„Fyrirgefðu," sagði Golh, „ég
vildi bara vita hvort þú værir
alvöru jólasveinn."
„Bölvuð vitleysa er þetta í þér
Golli polli, auðvitað er ég alvöru
jólasveinn. Hélstu að ég væri ein-
hver auglýsingasveinki úr sjón-
varpinu?"
Golli roðnaði og baðst auðmjúk-
lega afsökunar. Giljagaur fyrirgaf
honum og sýndi honum dótið sem
hann var með í stórum poka.
Þarna voru bækur, bílar, spil,
brúður, pínulítið af sælgæti, ávext-
ir og margt fleira. Á meðan félag-
arnir dunduðu við dótið notaði ég
tækifærið og spjallaði við Stekkja-
staur.
- Segðu mér, Stekkjastaur, er
ekki erfitt að brölta til byggða um
hver jól, gefa í skóinn og skemmta
börnum um land allt?
„Nei, þetta er svo gaman. Og
við jólasveinarnir erum engir
venjulegir menn og höfum marga
hæfileika sem þið vitið ekkert um.
En ég má ekkert segja, það er
leyndarmál hvernig við komumst
yfir þetta allt um jólin."
- En þið hljótið að vera hörku-
duglegir.
„Já, drengur minn, við erum
ofsalega duglegir, hlýðnir og
góðir. Við borðum alltaf hafra-
grautinn sem Grýla mamma býr
til, burstum í okkur tennurnar
tvisvar á dag, þvoum okkur vel á
hverjum degi, borðum aldrei
sælgæti nema á laugardögum, för-
um snemma í háttinn, horfum lítið
á sjónvarp, hjálpum til við
húsverkin og . .
Stekkjastaur fékk skyndilega
hóstakast og stóð á öndinni. Gilja-
gaur leit ásakandi á hann, sagði
að hann mætti ekki plata því þá
færi hann að hósta. Stekkjastaur
viðurkenndi að hann hefði ekki
verið að segja alveg satt, jóla-
sveinarnir burstuðu ekki tenn-
urnar tvisvar á dag heldur þrisvar,
en þegar hann hafði sagt þetta
fékk hann nýtt hóstakast.
Stekkjastaur var ekki viðræðu-
hæfur lengur og Giljagaur var
upptekinn við að skoða myndavél-
ina hans Golla. Þeir þurftu líka að
fara drífa sig á jólaskemmtun svo
okkur var ekki til setunnar boðið.
Við kvöddum jólasveinana og
þökkuðum fyrir stutt spjall. Ef til
vill getum við talað meira við
Stekkjastaur síðar þegar kvefið
batnar, hann var með svo skrambi
slæman hósta. SS
Óskum Akureyringum
svo og landsmönnum öllum
gleðilegra jóla
og farsœls komandi árs
Þökkum samstarjið á árinu
Bœjarstjóm Akureyrar