Dagur - 19.12.1991, Qupperneq 10

Dagur - 19.12.1991, Qupperneq 10
10 B - DAGUR - Fimmtudagur 19. desember 1991 Skiptineml í Tælandi í eitt ár: Prerni áramót en engin jól - rætt við Ástu Sylvíu Bjömsdóttnr Samgöngur og samskipti þjóða á milli eru alltaf að auk- ast. Einn þátt þar í eru skiptinemar og alltaf fjölgar þein* íslensku ungmennum sem leggja land undir fót og halda á vit ævintýra og nýrrar reynslu í framandi löndum. Sumir láta sér nægja að fara til annarra Vesturlanda, en aðrir eru enn djarfari og fara til landa með gjörólíka siði og menningu heldur en fyrirfinnst hér á landi ísa. Ásta Sylvía Björnsdóttir, ung stúlka á Sauðárkróki, er í hópi þessara ungmenna, en hún dvaldist í Tælandi í nærri heilt ár, frá í mars 1989 til febrúarloka '90. Okkur lék forvitni á að vita hvernig stórhátíðir þar í landi færu fram og m.a. hvernig verið hefði að lifa jólin svo langt frá landi jólasveinanna. Ásta segist hafa fengið menn- ingarsjokk þegar hún kom í þetta gjörbreytta umhverfi og segir nán- ast ekkert hafa verið í ætt við íslenska menningu. „Það tók mig eina þrjá til fjóra mánuði að komast inn í lífsmynstr- ið þarna eða þann tíma sem ég var að ná tökum á tungumálinu sem er grundvöllurinn fyrir öllu öðru. Allir siðir voru aðrir en ég átti að venjast og t.d. það eitt að heilsa fólki var flókið. Siðurinn er sá að yngri heilsar alltaf eldri, nema ef þú ert af hærri stétt þá heilsaði gamali maður, af lægri stétt, þér á undan. “ Kennaraguðir Ásta dvaldist hjá efnaðri hástétt- arfjölskyldu sem bjó í ríkisbústað í 200 þús. manna bæ, áttatíu kíló- metra vestur af Bangkok. Þrátt fyrir efni fjölskyldunnar deildi hún rúmi með tveimur „systrum" sínum, en stærra hús var í bygg- ingu í úthverfi Bangkok sem hver og einn fjölskyldumeðlimur átti að fá sérherbergi í. Hún settist strax á skólabekk og segir að kennar- arnir hafi verið álitnir hálfgerðir guðir og mikil virðing borin fyrir skólabókunum. Lítið vör við jólaundirbúning Desembermánuður er vetrarmán- uður í Tælandi. Ásta segir hita- stigið hafa verið 25-30 gráður og sér hafi þótt það frekar kalt eftir að vera orðin vön hitanum. „Þrátt fyrir að komið væri fram í desember áttaði ég mig ekki á því að jólin væru að koma. Það var ekki fyrr en jólakort fóru að berast frá vinum og vandamönnum sem bjallan hringdi. Ég varð lítið vör við jólaundirbúning, nema hjá kaþólikkum og það var helst að þú sæir eitthvað jólalegt í Bangkok í tengslum við í ferðamannabrans- ann. Mín fjölskylda var búddatrúar eins og meirihluti þeirra sem búa í Tælandi svo jólin voru ekki haldin hátíðleg á því heimili. Ég ætlaðist heldur ekki til þess þar sem ég gerði mér fulla grein fyrir því, þeg- ar ég fór út, að ég þyrfti að aðlaga mig að þeirra aðstæðum. Síðan bað ég þau hreinlega að vera ekki með neitt vesen út af jólunum fyrir mig og þau virtu það." í skólanum ájóladag Á Þorláksmessu og aðfangadag var Ásta í fríi í skólanum og eyddi tímanum með fjölskyldunni og trúnaðarmanni sínum og fjöl- skyldu hans í Bangkok. Hið nýja hús fjölskyldunnar var vígt og far- ið í skemmtigarð þar sem aðeins bar á jólaskreytingum. Jóladaginn sjálfan þann 25. des- ember fór Ásta aftur á móti í skól- ann klukkan átta um morguninn. Þrátt fyrir að fjölskylda hennar héldi ekki upp á jólin fyrir hana, komu þau henni á óvart og gáfu henni jólagjöf um morguninn. Einnig fékk hún smágjafir frá sum- um skólafélögum sínum. „Allir vildu gera mér lífið sem léttast yfir jólin og voru voðagóðir við mig. í skólanum spurðu krakk- arnir mig hvort að ég væri ekki með heimþrá og sum tóku sig jafn- vel til og sungu fyrir mig jólalög. Krakkarnir voru handvissir um að jólasveinninn byggi á íslandi enda er þetta land sama sem Ásta með skiautlegan tælenskan blævæng. Mynd: SBG Ásta og kínverskui munkui. norðurpóllinn í þeirra augum. Mikla athygli vakti síðan þegar ég sagði að við ættum þrettán jóla- sveina á íslandi og það þótti þeim alveg einstakt." Saknaði harigikjötsiíis - Saknaðirðu hvítu jólanna heima á íslandi? „Auðvitað saknarðu alltaf þess sem þú ert vanur og ég hugsaði stundum til þess hvað nú væri ver- ið að gera heima á Sauðárkróki. Annars var það ekki fyrr en á ann- an í jólum sem ég fann fyrir því að vera svona langt í burtu frá mínu venjulega jólahaldi. Þá hringdu pabbi og mamma í mig og við það fékk ég smáheimþrá. Ég held ég hafi samt einna helst saknað þess fá ekki hangikjöt um jólin, en ég varð að gera mér að góðu hrísgrjón." „Jól“ búdda- trúarinnar Þrátt fyrir að búddatrúarmenn haldi jólin ekki hátíðleg eiga þeir sína eigin trúarhátíð, sem hægt er að bera saman við jólin í'hugum okkar íslendinga. Helgidagurinn er 19. maí, dagurinn sem Búdda á að hafa dáið og fæðst á. „Nítjándi maí er mjög heilagur og enginn búddatrúar vinnur á þeim degi. Allir fara í klaustur til að votta Búdda virðingu sína og ég fékk að taka þátt í því, enda eru búddistar mjög sveigjanlegir með að leyfa annarrar trúar fólki að taka þátt í sínum helgiathöfnum. Athöfnin fór þannig fram, að hver og einn gekk þrjá hringi í kringum klaustur, berfættur með kerti og reykelsi í höndunum, hugsandi um Búdda og hans kenningar. Að svo búnu var guðinum vottuð virð- ing fyrir framan altari og þá var þessu lokið. Á eftir fórum við svo á veitingahús og hver borðaði það sem hann vildi." Prenn áramót á einu ári Þjóðarbrot eru mörg í Tælandi og ýmsir siðir sem þar mætast. Á þessu eina ári sem Ásta dvaldist þar lifði hún m.a. þrenn áramót. Ein tælensk, ein vestræn og ein kínversk. Tælensk áramót eru þann 16. apríl og þegar hún kom til Tælands var þar árið 2532. Tæ- lendingar hafa samt reynt að tileinka sér vestræna menningu og halda því líka upp á áramót í desemberlok líkt og við íslending- ar. Sökum þess hversu margt fólk frá Kína býr í landinu er síðan haldið upp á kínversk áramót und- ir lok janúar. „Mikið var um að vera og nóg að gera öll þessi áramót. Á þeim tælensku voru allir á götum úti og mikið um skraut. Einn siðurinn er svo sá að allir skvetta vatni á alla, alveg sama hvort þú þekktir við- komandi eða ekki. Vestrænu áramótin voru ekki síður skemmtileg, þá lyftu menn glasi og m.a. tók ég þátt í kennara- partíi á gamlársdag. Sjúkrahús bæjarins hélt sín áramót að vest- rænum sið og þar voru allir drifnir út á tennisvöll þar sem skemmti- atriði voru og á eftir var dansað langt fram á nótt. Undir lokin var þetta farið að líkjast því sem mað- ur á að venjast hér heima og fólk sat og söng. Kínversku áramótin voru einna rólegust, en þá fór ég í tvö kín- versk klaustur, þar sem ég ræddi við munkana og heilsaði tömdum skógarbirni sem þeir höfðu hjá sér." „Fólkið skiptir öllu“ - Hvað er þér eftirminnilegast frá þessari dvöl þinni í Tælandi? „Fólkið sem ég kynntist lifir lengst í minningunni og síðan kannski þær miklu andstæður sem ég sá. Hin ofboðslega fátækt og mikla ríkidæmi og svo millistéttin sem enginn virtist taka eftir. Að sjá eymdina er sterk minning og þú hugsar öðruvísi eftir á að hafa séð hana og þakkar fyrir að hafa það sem þú hefur. Ég er heldur ekki frá því að heldur hafi dregið úr lífsgæðakapphlaupinu hjá mér eftir dvölina þarna úti, því nú sé ég að þeir hlutir sem allir keppast við að eignast skipta í raun engu máli, heldur er það fólkið sem skiptir öllu,"

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.