Dagur - 19.12.1991, Síða 14

Dagur - 19.12.1991, Síða 14
14 B - DAGUR - Fimmtudagur 19. desember 1991 HásM á báðar hendur Nær er mér söngur í sefi, drýpur úr kvefuðu nefi. Ég hefi verið forkældur lengi. Haustpestir í fjölskyldunni oná stjórnarfarslega óáran, fjárhags- lega stöðnun, velferðarstopp og hnignun. Skagaströndin dustar rykið af skautbúningnum fyrir inn- göngu sína í Evrópubandalagið. Brýnir gogg og burstar stél. Nu gáller det, snart smáller det! Ég gekk hringinn í kringum eyjuna mína rétt í þann mund þeg- ar rökkrið var alveg að verða að myrkri, kom við á póstinum og náði í reikningseyðublöð fyrir sænska sambýliskonu mína og barnsmóður. Þar var af nógu að taka. Og þegar ég leið niður hallann hjá Konsum blöstu borgarljósin við mér í svörtum Leginum. Hæst ber skýjakljúf Dagens Nyheter: hann trónir upplýstur og mikill um sig á svörtum loftum himinhvolfsins. Best nýtur hann sín reyndar af Huvudstabrúnni, sem liggur yfir landamærum Bromma og Solna, og er yfirleitt kölluð Prippsbrúin af fólki hér í Vásterort. Frá Pripps leggur keiminn og eiminn af humal og malti á logn- kyrrum dögum (reykinn af réttun- um) yfir Frið Jóhannesar og minnir mig á Sana fyrir norðan. Á Akur- eyri æsku minnar, þá ég var hreinn sveinn og mátti í engu vamm mitt vita. Til fyrirmyndar um hegðun alla og framkomu. Já, hreinlega frægur á Eyrinni allri... í gær eða í fyrradag reyndi ég að byrja ljóð á brúnni a-tarna, eitt- hvað á þessa leið: Vatnið blásvart- ur strengur suður og út/björt ljós á brúnni/bílarnir gegn mér og fram hjá/enginn veit sína ævina fyrr en öll er/blásvart hauströkkrið yfir mér/tunglið smjörgrautur á skál/ haustlauf hér og haustlauf þar/ haustlauf allstaðar! Eitthvað gekk mér illa við framhaldið og sleppti því svo alveg. í dag er nýtt tungl (vetrartungl) og silkimjúkt veður og sammets- blítt. Ég þakka skapara mínum fyr- ir slíkan dag á þessum árstíma. Nú er allra veðra von... Og batteríið ekki beint upp á það besta í Amasóni mínum módel 1969, sem var jafn stórkostlegt ár á sviði sænskrar bilaframleiðslu eins og það var frjótt í rokkheimin- um. Þá voru á toppnum lög eins og Proud Mary með Creedence Clear- water Revival, Honky Tonk Woman með Rollingunum og Something In the Air með Thunderclap New- man. Blind Faith og Woodstock. Benti ég lögreglunni á þetta þegar hún stöðvaði mig á ofan- nefndri brú á föstudagskvöldið var, „för traffik - och nykterhetskon- troll. “ Einhver hafði lagst svo lágt að keyra á mig á bílastæði í Alvik meðan ég stundaði stjórnunar- störf af kappi á vegum Lands- sambands vors niðrí Jönköping 26. október sl. og meðal annars brotið bremsuljósið aftan hægra. Og ég ekki komið því í verk að gera við það. Og ef til vill fannst lögreglunni bera vel í veiði þarna: svarthöfði á ferð í ansi lúðum Amasón með þetta bremsuljós svona og ein- hvern langan stranga í framsæt- inu... Bláu ljósin! Ég tók því ósköp rólega, keyrði áfram nokkur hundruð metra á meðan ég var að gera það upp við mig hvort ég ætti nokkuð að vera að því að stoppa, stoppaði svo, en steig ekki út úr bílnum né tók af mér öryggisbeltið. Beið bara hinn rólegasti. Þetta voru ungir piltar, líkams- ræktarlegir til þess að gera, og spurðu um ökuskírteini, og rétti ég þeim ljóshærða mitt bleika bevís og kvað það í alþjóðlegu gildi, á frönsku og hvað eina. Aftari löggan spurði mig hvort ég væri finnskur. Ég sagði að ég væri ekki finnskur vegna þess að ég væri íslenskur. Rak þá sá ljóshærði að mér plaströr og bauð mér að blása í. Blés ég umyrðalaust. Hann bað mig að blása aptur. Kvað ekki hafa verið nógu mikinn kraft í blæstrin- um hjá mér. Blés ég þá af öllu afli, og tvisvar sinnum til öryggis, enda hefi ég aldrei sporlatur verið frek- ar en Góði dátinn Svæk. Hélt síðan mína stuttu og allt að því stöðluðu ræðu um flaggskip sænsku bílaframleiðslunnar og það ágætis ár 1969, og þegar drengirnir spurðu mig um kassann langa, lauk ég honum strax upp og kom þá innvolsið í ljós: jólatré úr plasti. Sagði ég, eins og satt var, að ég hefði náð í það til prófarkalesara míns í Rinkeby fyrr um daginn, haft það í geymslu hjá henni í nokkra mánuði, en teldi nú ekki hættandi á það lengur, þetta nærri jólum. Og bætti síðan við til fyllstu útskýringar að fóstursonur minn sænskur væri með gífurlegt ofnæmi fyrir greni, svo ég hætti ekki á að vera með lifandi tré í stofunni yfir hátíðirnar. Skildu þeir báðir hvoru tveggja mætavel. Og plötustaflinn tilheyrði greini- lega bókasafninu í Solna, og ég akkúrat á leiðinni þangað. Sá bra dá, sá bra! Ok rólega af stað, ánægður yfir því að þeir skyldu ekki hafa tékkað neitt á bremsunni hjá mér (því þingeyska háfjallalofti), og andaði samkvæmt gamalli og hálfskrýt- inni venju léttar þegar lögreglu- Þökkum samstarftö o<j vidskiptm á árinu semerað ítöa Samvinnuferdir - Landsýn Skipagötu 14 • Sími 27200 SJÓMANNAFÉLAG EÝJ AFJARÐAR 25088 Verkalýðsfélagið Eirting 21794,23503 m Skipstjórafélag Norðlendinga 21870 iðja, félag verksmiðjufólks 23621 HAGÞJÓNUSTAN H/F Skipagötu 14 (Alþýðuhúsinu) 600 Akureyri • Sími 96-26899 n.nr. 3525-0719 Félag Mélmiðnaðarmanna Akureyri 26800 Lifeyrissjóöurínn Sameining 21739 Verkstjórafélag Akureyrar og nágrennis 25446 Rafvirkjafélag Norðuriands 22119 Trésmiðafélag Akureyrar 22890 Vélstjórafélag íslands 21870

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.