Dagur - 19.12.1991, Side 15
Fimmtudagur 19. desember 1991 - DAGUR - B 15
bíllinn snéri við og hélt sem leið
liggur mót Sundbyberg.
Og finnst mér enn tækifæri að
hampa hér sannri tækifærisvísu
Gunnars frá Deildarfelli í Vopna-
firði, sem hann mælti af munni
fram úti í skurði eina rykuga nótt á
Hraunalínunni upp úr sjötíu:
Hvort bóndi eða kona bílnum aka
breytir litlu sýnist mér.
Því eftir því munu allir taka
að keyrír út af hvorsumer.
Ég hefi alltaf haft gaman að
þessari, og vitnað í hana ekki síður
en vísuna um A og B og C. Enda
mjög af sama meiði sprottin.
En nú er mál að linni, þetta átti
ekki að verða langt mál neitt.
Ég óska löndum mínum öllum
lesendum Dags, svo fjær sem nær,
gleðilegra hátíða, árs og friðar, og
þakka samferðina í vor og í sumar
svo og hlýhug allan í minn garð
eins og áður.
Nú hrópar Ólína Jóna á pabba
sinn og vill vellinginn og ekkert
múður.
Og ég sýg ekki upp í nefið held-
ur snýti mér. Það er betra og
árangursríkara.
Jóhann árelíuz.
Myndir: Friðrik Þorsteinsson.
PS: í bókmenntafræði, og ýmsum öðr-
um þurrkuntulegum „fræðigreinum",
er oft staglast á ýmsu lauslegu neð-
anmáls, gjarnan með smærra letri (og
reyndar sem betur fer) og kallað á
esperantóinu okkar allra Footnotes.
Verður þeirri reglu fylgt hér... Og ein-
ungis stiklað á stóru vitaskuld!
Skagaströnd = Svíðþjóð, Sverige;
framborið: Sverje.
Nu gáller det, snart smáller det =
spennið sætisólar, reykingar bannað-
ar.
Konsum = KEA.
Lögurinn = Málaren (og allir með
það á hreinu síðan í landafræði
barnaskólans vænti ég: Vánern,
Váttern, Málaren).
Dagens Nyheter = „Fréttir
dagsins", dagblað jafnútbreitt í
Stokkhólmi og nágrenni eins og Dag-
ur fyrir norðan og Mogginn á Faxa-
flóasvæðinu.
Huvudsta = Höfuðból.
Bromma = Kópavogur.
Solna = Hafnarfjörður.
Vásterort = Vesturbær.
Pripps = den sósíaldemókratíska
öl-och láskedrycksfabriken i í Sverje;
Ö1 og Gos!
Friður Jóhannesar = Johannes-
fred, hverfið hvar skáldið býr.
Sana = fornfræg ölgerð, ættuð úr
Innbænum en lengstum til húsa þar
sem Hagkaup gína yfir núna; spretta
1 enn upp sprænur og renna lækir í
1 munni mér við tilhugsunina eina um
Vallash og Cream Soda...
Eyrin = frjóasta hverfið í bænum
hér áður fyrr.
Amasón (Volvo) = sterkasti bíll
sem framleiddur hefur verið í Svíþjóð
bæði fyrr og síðar; sést best á því að
enn eru fjölmargir slíkir á kreiki í
borgarumferðinni og komnir hátt á
þrítugsaldurinn; síðasta framleiðslu-
ár'bílategundarinnar var 1971.
Proud Mary = fyrsa topplag hljóm-
sveitar John Fogertys, CCR, og hafði
sú hljómsveit, og þá einkum og sér í
lagi söngvarann, gítarleikarinn og
lagasmiðurinn John, ómæld áhrif á
rokkið um og upp úr sjötíu fyrir hráan
og upprunalegan fíling og ekta spila-
gleði.
Honky Tonk Woman = eitt fræg-
asta lag Rolling Stones og sameinar
ýmsa helstu kosti þeirrar lífslöngu
hljómsveitar: kúabjallan alveg sér á
báti, textinn ekki beint rauðsokku-
legur, bassinn þétt við trommurnar,
rythminn hjá Keith rafmagnaður og
sólógítarleikur Mick Taylors stórkost-
legur!
Something In The Air = lengi núm-
er eitt sumarið sextíuogníu og ekki
að ástæðulausu: sameinar bítla-
arfinn, brum háns og blóm, í alveg
einstaklega angurværu lagi með inni-
legum texta hvers heiti segir eigin-
lega allt...
Blind Fatih = hljómsveit þeirra
Steve Winwoods og Eric Claptons
(með Cinger Baker á trommum og
Rich Grech á bassa og fiðlu); var ekki
langlíf en gerði eina albestu plötu
áratugarins; klassísk lög eins og
Can’t Find My Way Home og Presence
Of The Lord; sálarrödd Winwoods
tær og skír eins og eðalmálmur; Trú-
brot hermdu eftir Blind Faith (Blind
trú) þegar þeir skírðu úrvalið úr
Hljómum og Flowers því nafni seinna
sama vor.
Woodstock = frægasta rokkhátíð
allra tíma, sbr. kvikmyndina með
sama heiti, og er víst alltaf verið að
sýna aptur og aptur; James Marshall
Hendrix lék útgáfu sína af ameríska
þjóðsöngnum þannig að stríðið í
Víetnam varð um stund öldungis
áþreifanlegt mörgu sálvíkkuðu ung-
menninu og þeim sem eldri vóru.
traffik- og nykterhetskontroll =
sænska lögreglan leggur árelíuz í ein-
elti, grunaðan um of hraðan akstur,
ölvunarakstur, bílþjófnað og aðra
stuldi og glæpi mýmarga.
Landssamband = regnhlífarsam-
tök þeirra 6000 íslendinga sem búa í
Sverje svarthöfði (ber ekki að rugla
saman við dulnefni Indriða G. Þor-
steinssonar) = svartskalle, ófínt
(fordómafullt) heiti um útlendinga
hér.
Jönköping = ansi stór bær í sænsku
smálöndunum, samvaxinn við Hús-
kvarna, og einkum frægur fyrir fagurt
umhverfi og gífurlegan fjölda sértrú-
arflokka og kirkjubygginga, oft
nefndur „Smálands Jerusalem”.
Rinkeby = úthverfi í Stokkhólmi og
eru um 70/80% íbúa þar innflytjend-
ur, og talað bæði tungum engla og
manna, yfir hundrað tungumál og
málýskur í gangi...
Sá bra dá, sá bra = það er bara
svona (með vantrúarhreimi).
Sundbyberg = Seltjarnarnes.
Hraunalínan = vegurinn frá
kauptúninu (Tanga) upp að prest-
setrinu (Hofi) í Vopnafirði; sjá nánar
Ijóð Hannesar Péturssonar um aftur-
ljós bílanna, kossana rauðu og bláu
dalina þó það sé úr Skagafirði.
vísan um A og B og C = leigjandinn
í Eyrarvegi 35 (1971-1982), Jón Kára-
son, kenndi mér þessa þegar við rák-
umst á hvum annan fyrir utan Hvíta
húsið við Hólabraut í þreifandi byl
þriðja dag jóla nítjánhundmðsjötíu-
ogníu, og varla hundi út sigandi, allar
götur ekki sunnlenskum! Finnst mér
við hæfi að loka „notapparaten"
(neðanmálsskrifum) á henni, góðar
stundir!
Ferða-Gvendur kom úr skóla,
greindi sundur A og B.
Úti á hlaði fer að góla
um hvað klukkan orðin C.
DS.
Jólatónlistin:
„Gömlu íslensku húsgangamir st anda alltaf fyrir sínu44
- segir Ellý Villijálinsdóttir, söngkona
Um hver jól eru gefnar út nokkrar jólaplötur hér á landi. í
sumum tilfellum er um að ræða plötur með eldri og hefð-
bundnari jólatónlist og gjarnan er á þessum plötum að
finna íslenska jólasálma. Ný frumsamin jólatónlist kemur
líka fyrir eyru almennings á hverju ári, ekki síst eftir að
útvarpsstöðvunum fjölgaði. Þessi tónlist er af léttara tag-
inu, sumir segja hrein popptónlist til að falla í geð hlust-
endahópi tónlistarútvarpsstöðvanna, sem yfirleitt er fólk
af yngri kynslóðinni. Ellý Vilhjálmsdóttir, söngkona, hef-
ur á ferli sínum gefið út þrjár jólaplötur. Fyrst gaf hún út
fjögurra laga plötu, síðan stóra plötu þar sem hún söng
ásamt bróður sínum, Vilhjálmi Vilhjálmssyni, og síðan
liðu nær 20 ár þar til hún gaf út stóra plötu þar sem hún
syngur ein. Við spurðum Ellý hvað henni þætti um þessa
jólatónlist sem nú er helst spiluð.
Islenskir textar
við bandaríska
„standarda“
„Mér finnst hún góð, svo langt
sem það nær,“ svaraði hún. „Hins
vegar finnst mér full mikið af því
góða. Og þegar að er gáð eru það
ákveðin jólalög sem alltaf standa
upp úr og eiga fastan sess í hug-
um fólks. Það er eins og þessi nýju
lög, sem ákveðið er fyrirfram að
eigi að vera jólalög, nái ekki til-
gangi sínum. En vissulega eru
mörg þeirra mjög góð. “
- Nú hafa lagasmiðir reynt að
létta þessa músík, poppa hana
upp. Hvað finnst þér um þær til-
raunir?
„Ég hef ekkert við það að
athuga. Stærstur hluti jólalaga
sem heyrist um hver jól er banda-
rískur að uppruna og segja má að
hann sé „poppaður”. íslenskir
textar hafa verið gerðir við þessi
lög og þau eru orðin eins konar
„standardar" eitthvað varanlegt,
því þau lifa með fólkinu. En
íslensku húsgangarnir gömlu og
góðu með jólasveinunum og þeirra
fjölskyldu allri verða að vera með,
annars eru engin jól. Sönglög eiga
sér mismunandi langa lífdaga og
gildir þá einu hvort um jólalög eða
önnur er að ræða. En ný jólalög
virðast mörg hver víkja fyrir hinum
gömlu - þeim sem fólk þekkir
best.“
Jólalögin lífga upp
í skauimdeginu
- Er gaman fyrir tónlistarmenn að
breyta til og spreyta sig á jólalög-
um?
„Já, það finnst mér. Sérstaklega
held ég að fyrir okkur sem búum
hér á norðlægum slóðum, þar sem
allt fyllist drunga og dimmu á
þessum árstíma, þá sé nauðsyn-
legt að lífga upp á tilveruna með
einhverri tilbreytingu. Jólalög eru
ekki síst vel til þess fallin en
annað."
- Hvað með markaðsmálin, hafa
tónlistarmenn það sem markmið
þegar þeir vinna jólaefni á plötur
að þetta efni komist á vinsældar-
listana og seljist þess vegna vel?
„Já, það held ég fari ekki milli
mála. Það kostar alveg jafn mikið
að gefa út jólaplötur og aðrar og
allt verður þetta að standa undir
kostnaði. Peningarnir til að greiða
þennan kostnað fást ekki nema
hægt sé að selja vöruna. Þetta er
líka stuttur tími sem þessi vara
getur verið á markaðnum á hverju
ári. “
Á ekki að spila
jólögin fyrr en
eltir 1. desember
- Nú er stundum rætt um að við
séum að lengja jólin í annan end-
ann hvað varðar músíkina og spila
jólalögin strax í nóvember. Hvað
finnst þér um það?
„Mér finnst að það eigi skilyrð-
islaust að sleppa því að spila jóla-
lög fyrr en 1. desember. Ég verð að
viðurkenna að ég heyri ekki mikið
í útvarpi á mínum vinnustað en
þegar ég gat hlustað þá fannst
mér of mikið af þessu jólaefni og
það vakti ekki þá stemmningu
sem því var ætlað. Og jólasálmana
má alls ekki spila fyrr en jólahátíð-
in er gengin í garð.“
- Hvað með þig sjálfa. Á hvaða
jólamúsík hlustar þú?
„Eins og ég sagði áðan þá er ég
ekki í aðstöðu á vinnustað að
heyra mikið af þessu efni sem spil-
að er í útvarpi en heima er ómiss-
andi jólaplata hjá mér með
Leontine Price, hinni heimsfrægu
óperusöngkonu Bandaríkja-
manna. Þetta er stórkostleg söng-
kona og þetta er mín uppáhalds
jólaplata. Síðan hlusta ég á Placido
Domingo og fleiri í þessum dúr.
Með auknum þroska breytist tón-
listarsmekkurinn hjá mér," sagði
Ellý Vilhjálmsdóttir, söngkona.
JÓH