Dagur - 19.12.1991, Blaðsíða 21

Dagur - 19.12.1991, Blaðsíða 21
20 B - DAGUR - Fimmtudagur 19. desember 1991 Sídasti fömmaduriim - þáttur af Sveini Sveinssyni, Sveinka lagsmanni Á þeim árum, er síðari heimsstyrjöldin var að búa um sig, sat þjóðskáldið Davíð Stefánsson langdvölum að Hraunum í Fljótum í Skagafirði hjá frænda sínum Guðmundi Davíðssyni bónda þar og vann að hinu merka riti sínu um Sölva Helgason öðru nafni Sólon íslandus, eins hins sérstæðasta persónu- leika og förumanns, sem verið hefur norðanlands - Austur-Skagfirðingur og Fljótamaður í húð og hár. Meistari allra meistara - íslandspostuli og andaheimsstórspekingur, eins og hann sjálfur orðaði sig, og sem best má heyra af vísum tveim, sem hann sagður er hafa ort um sjálfan sig: Þiggur prís af firðaflokk, frægðum lýsir slyngum. Sál ber vísa í sínum skrokk Sólon íslendingur. Og þessa: Ég er gull og gersemi, gimsteinn elskuríkur. Ég er djásn og dýrmæti drottni sjálfum Hkur. En þau urðu örlög Sölva Helgasonar, að þau beittu hann bitrum vopnum, slitu göt á lafa- frakkann og reittu látúnshnappana úr vestinu hans. Utslitið gamalmenni - þreyttur föru- maður. - Sölvi Helgason kom undir kvöld að Ysta-Hóli í Sléttuhlíð saddur lífdaga, lagðist til hvíldar úti í guðsgrænni náttúrunni, lokaði augunum og lagði upp í sína hinstu og nýju langferð. Slík voru örlög förumannsins. Þeir gleymast og týnast, því alvörusaga þeirra er hvergi skráð. Sveinn lagsmaðnr Ef við fylgjumst með mannaferðum um aust- anverðan Skagafjörð og þá nánar til tekið Fljót, Sléttuhlíðina og Höfðaströnd á árunum eftir 1920 og fram til ársins 1946, hefðum við sjálfsagt veitt athygh aldurhnignum manni. Það bar við að hann væri ríðandi, en oftast þó gangandi á seinni árum, með stafprik að styðjast við. Ekki fór þessi ferðamaður alltaf alfaravegi, heldur valdi sér þá leið, sem honum þótti best henta í það og það skiptið. Ekki kom hann nema á vissa bæi, sveigði af vegi við aðra, sem hann vildi ekki koma á eða hitta fólk frá. - Þessi maður hét Sveinn og var Sveinsson, ættaður úr austustu sveit Skagafjarðar, þar sem heitir Fljót. Sveitungar hans kölluðu hann Svein lagsmann eða bara Sveinka lagsa. Það má heita tilviljanakennt, að báðir þess- ir menn er hér hafa verið nefndir, áttu það eitt sameiginlegt auk förumennskunnar, að eiga rætur sínar að rekja í austanverðan Skaga- fjörð. Sagnir af ýmsum förumönnum lifa enn á vörum fólks, því þeir voru alla jafnan frá- brugðnir öðru fólki, og því ekki gleymst eins fljótt og flestir samtíðarmanna þeirra. - Að vísu hefur sumra þessara förumanna verið getið í bókum t.d. af Elinborgu Lárusdóttur í ágætu riti er hún nefnir „Förumenn" og út kom árið 1939, nú, og svo rit Davíðs „Sólon íslandus" eins og áður er sagt. Þá mun vera væntanleg í Skagafirðingabók ritgerð um Svein lagsmann eftir Guðvin Gunnlaugsson, ættaðan frá Illugastöðum í Flókadal síðar kennara á Akureyri, sem hann nefnir „Síðasti förumaðurinn í Skagafirði". - Einnig skrifaði Hartmann Ásgrímsson, fyrrum kaupmaður á Kólkuósi, minningargrein um Svein í blaðið íslending, að honum látnum, en Hartmann mun hafa verið einn þeirra manna, sem hann umgekkst með þakklæti. Einhverja peninga hafði Sveinn ávallt með sér á flakkinu, og var haft eftir Hartmanni, að hann hafi oftast boð- ið greiðslu fyrir gistingu og dvöl á bæjum. En hvað sem því líður bar Sveinn ávallt á sér buddu - vafða í druslur og bundið vel um. Hann sagði fólki að Hartmann í Kolkuósi geymdi peningana sína fyrir sig, hvað sem hæft hefur verið í því. Eitthvað mun Sveinn hafa verið við vinnu öðru hverju, að vorinu til, á sumum lausa- mennskuárum sínum og fengið þá greiðslu fyrir. Guðvin Gunnlaugsson segist muna, að hann hafi oft gripið í verk hjá foreldrum sínum - stungið upp matjurtagarð og tekið í ullar- kamba á vetrum fyrir móður sína frekar en sitja auðum höndum. Förumaður í aldaríjórðung Sveinn lagsmaður mun hafa haldið uppi föru- mannslífi í Skagafirði um aldarfjórðungsskeið, og hefi ég í erindi þessu stuðst við frásagnir samtíðarmanna hans og prentaðar heimildir, sérstaklega skal getið samantekt Guðvins Gunnlaugssonar, sem áður var nefnd. Sveinn Sveinsson, eða Sveinki lagsi, er svo var kallaður, var sonur Sveins Halldórssonar frá Tungu í Fljótum og seinni konu hans Rannveigar Jónsdóttir frá Hróarsdal í Hegra- nesþingi. Samkvæmt prestsþjónustubók Barðsprestakalls, er hann fæddur 22. ágúst 1857, en fæðingarstaðar ekki getið. Hartmann i Kolkuósi segir hann fæddan í Mælifelli í Gönguskörðum, en Guðvin telur hann fædd- an að Veðramóti. Kirkjubækur frá þessum tíma hafa brunnið, og því nokkuð á reiki um þetta atriði, enda skiptir það ekki sköpum. Sveinn er talinn til heimilis hjá foreldrum sín- um allt til árs 1874, þá 17 ára, og fermdur er hann frá Ökrum í Haganeshreppi - í Barðs- kirkju af sr. Jóni Norðmann, með vitnisburði „Les sæmilega - hegðun sæmileg". Orðhvatur og málugur Um aldur Sveins á þessu tímabili virðist þó allt vera á reiki, því sjálfur segist hann hafa verið 12 ára á Ökrum, en séra Jón Norðmann drukknaði í Hópsvatni árið 1877, og átti Sveinn að hafa verið tvítugur það ár. Annars vildi hann sem minnst tala um aldur sinn og var honum meinilla við, þegar að var spurður og sneri þá oftast nær útúr. En þá vaknar þessi spurning: Hvernig stóð á því, að þessi kynlegi kvistur fjölskyldu sinn- ar gerðist innhverfur - einrænn og fór að mestu einförum? Hann var á sumum sviðum ekki illa gefinn; kunni fjöldann allan af rímum og lausavísum, var oft hnyttinn í frásögnum og sagði sæmilega vel frá. Lét engan eiga hjá sér í kappræðum og hlífði þá engum og var ótrúlega fundvís á snögga bletti - harðskeytt- ur og óvæginn. Orðhvatur þótti Sveinn og málugur. Sagt er að Sölva Helgasyni hafi þótt nóg um talanda hans og er honum eignuð þessi vísa: Um Sveinka lagsa segja má sálarlausi raftur. Skrokknum lafir ekkert á utan tómur kjaftur. s I draumaheimi Til uppbótar því, sem vantaði í Svein, þá bætti hann sér það upp með því, sem ekki var raun- verulegt nema að litlu leyti. Þar var hann hinn stóri karl, sem var frjáls og engum háður, - þurfti ekki að lúta boðum eða bönnum - „þessara kúða“ eins og hann orðaði það. Óvíða var hann aufúsugestur, þó að ýmsir sæu aumur á og skytu yfir hann skjólshúsi tíma og tíma, enda var hann fremur umtalsill- ur. Þeir voru færri, sem komust hjá alls konar hnjóðsyrðum af þeim, sem hann hafði kynni af. Þó voru undantekningar frá þessu, og var þar á meðal t.d. fólkið á Reykjarhóli - Þrastar- stöðum og Hólakoti - Hartmann kaupmaður á Kolkuósi og Tómas Jónasson kaupfélagsstjóri á Hofsósi, en þó Sveinn væri oft vanþakklátur, fyrir það sem fólk vildi vel við hann gera, þá kunni hann líka að meta velvilja í sinn garð, þó stundum væri á því brestur. Hvergi skráður í bækur Sveinn var heldur lítill vexti, en snaggaraleg- ur og léttur á fæti fram á gamals aldur. Hann var frekar grannholda - mjóleitur í andliti, nefið beint og augun lágu nokkuð djúpt, grá að lit. Hann horfði ógjarnan beint framan í þá, sem hann talaði við, en skáskaut þá augunum öðru hverju á viðmælanda sinn. Hann var beinn í baki og bar sig vel og var hreinlegur af förumanni að vera. Þegar að því kom, að foreldrar Sveins fluttu úr Fljótunum varð hann þar eftir og réðst þá til vinnumennsku hjá maddömu Katrínu ekkju séra Jóns Norðmanns, sem þá rak búskap sinn í Langhúsum, og tolldi Sveinn þar í tvö ár. Þaðan var ferðinni heitið að Mó- skógum og var Sveinn sagður þar vinnumað- ur í eitt ár. Vistaðist hann þá að Ysta-Mói til Árna Þorleifssonar, sem kallaður var „hinn ríki“, og þaðan fór hann svo aftur til gömlu prestsekkjunnar að Langhúsum, en þar ílengdist hann ekki nema árið. Svona flæktist Sveinn um Haganeshrepp og Sléttuhlíð um árabil en var hvergi skráður. Hartmann í Kolkuósi segir, að Sveinn hafi hvergi verið skráður í bækur eftir að hann var sextugur, hann hafi ekki hugsað fyrir því að láta skrá sig - enda þegar hann vissi af því að manntal var tekið, hafi hann forðað sér snemma morguns þaðan, sem hann gisti nótt- ina áður, og kom ekki til bæja fyrir en allt var um garð gengið. Talið var að hann vildi með því losna við allar óþægilegar spurningar og hnýsni um hagi sína, heimilisfang, fæðingar- dag og ár og annað þess háttar. Finu sinni undir læknishendi Sveini mun ekki hafa verið kvillasamt um dagana, þó mun það hafa verið árið 1932 eða 1933 að hann í fyrsta skipti á ævinni varð að leita til læknis vegna fingurmeins, sem blóð- eitrun var komin í. Þá var læknir á Hofsósi Páll Sigurðsson og varð hann að skera fyrir mein- ið. Þá var ekki talað um að svæfa eða deyfa. Þó sárt væri sagði Sveinn: „Haltu áfram - haltu áfram". - Á meðan hann varð að vera undir læknishendi hélt hann til hjá Tómasi Jónassyni kaupfélagsstjóra á Hofsósi og hef- ur hann notið þar góðrar aðhlynningar því bæði voru þau hjón hjálpsöm og gestrisin. En morguninn eftir að læknirinn sagði honum að nú þyrfti hann ekki lengur að vera undir sinni hendi, brá Sveinn skjótt við og var allur á bak Önnur í svipuðum dúr - ófeðruð: Allt hvað hraðast út drífur, argur skelh-kjaftur. Er til skaða sérvitur Sveinn lagsmaður kallaður. Fimmtudagur 19. desember 1991 - DAGUR - B 21 og burt úr húsi kaupfélagsstjórans - fyrir fótaferðartíma. Ekki gat fólk hugsað sér neina skýringu á þessu hátterni hans, að kveðja ekki þetta velgerðarfólk sitt, því um greiðslu- kvöð frá þess hendi hefði aldrei verið að ræða, svo ekki þurfti hann að forðast það þess BbfiÐ •- y, j >t :j t vegna. Sérkennileg tilsvor Margar sögur voru sagðar af sérkennilegheit- um - tilsvörum og orðfari Sveins. Eitt sinn í æsku sinni lenti hann í tuski við jafnaldra sinn, lítið eitt eldri. Beið Sveinn lægri hlut í þeirri viðureign, en þá varð honum að orði: „Bíddu bara rólegur lagsi, þar til við verðum jafngamlir, og þá skulum við sjá hvor betur hefur." Eitt sinn kom hann á bæ og var þá heims- styrjöldinni 1914-1918 nýlega lokið. Er hann hafði heilsað segir hann: „Gott er nú blessað veðrið, og ekki er nú mannadauðinn. En þokkalegt væri samt að sjá þá alla á sléttum velli er fallið hafa í stríðinu." Ekki sá ég Svein lagsmann utan einu sinni, að hann átti leið um Haganesvík - það mun hafa verið árið 1939 eða 1940. Kom hann til mín, þar sem ég var að starfi í kaupfélaginu, spurði mig hver maðurinn væri og sagðist bera mér kveðju frá Tómasi á Hofsósi og vera á leið til Siglufjarðar. Þegar hann hafði kvatt mig og ég búinn að vita hver maðurinn var, því ekki sagði hann til nafns, snaraðist ég á eftir honum, vildi bjóða honum heim upp á kaffisopa, en það var ekki drægt, sagðist eng- an tíma hafa, yrði að ná háttum. „En ég skal skila kveðju til hennar Steinunnar mömmu þinnar og Sigríðar, ég þekki allt það fólk, Schramsfólkið." Þetta stóð, sem stafur á bók hjá gamla manninum, hann hitti þær systur, gisti og fór daginn eftir yfir Siglufjarðarskarð um Fljótin og yfir Lágheiði til Ólafsfjarðar. Ellin sækir að Ég hafði þó nokkuð heyrt talað um þennan förumann, Sveinka lagsmann, og þegar hér er komið sögu er ellin farin að sækja að, en samt lagði hann ekki niður förumennskuna og hélt ótruður áfram að fara á milli kunningja sinna, þó dagleiðirnar yrðu styttri og hægar farið yfir. Ég sá Sveinka lagsmann ekki aftur, eftir þennan fund okkar í Haganesvík, en mér er hann enn hugstæður og í fersku minni, eftir rúm 40 ár. Guðvin Gunnlaugsson segir frá því, að hann hafi séð Svein úti í Fljótum, síðasta sumarið sem hann lifði og var hann þá 89 ára gamall, furðu hress, en sýnilega orðinn óstyrkur í gangi - heyrn og sjón farið að hraka. Sjálfur taldi hann sig vera færan í flest- an sjó, en átti þó ekki nema tvo mánuði ólif- aða. „Villtur fugl sem enginn ann“ Sveinn Sveinsson, Skagfirðingur, dó fyrsta vetrardagskvöldið 1946. Hann varð úti - einn á ferð á milli bæja. Hartmann Ásgrímsson, kaupmaður á Kolku- ósi, skrifaði minningargrein um hann í blaðið íslending og sýnir það best, það hugarþel sem Hartmann hefur borið til þessa einstæða manns, sem var, eins og Davíð Stefánsson kemst að orði á einum stað „Villtur fugl, sem enginn ann - og aldrei sína gleði fann. “ í grein sinni segir Hartmann, að aðfaranótt fyrsta vetrardags 19. október 1946 hafi Sveinn gist í Viðvíkursveit, trúlega hjá Hjart- manni sjálfum, sem var þá fluttur úr Kolkuósi að Ásgarði, er áður hét Langhús. Sveinn fór þaðan með bíl út í Hofshrepp, 8-9 kílómetra leið, sennilega í Óslandshlíð norðarlega, en þaðan gangandi til Hofsóss. Þar mun hann hafa stansað eitthvað. Hann fór þaðan milli 4 og 5 og trúlega hefur hann ætlað upp að Þrastarstöðum. Jóna Friðbjarnardóttir, dóttir hjónanna þar, var stödd á Hofsósi þennan dag og hugðist bíða eftir Sigríði móður sinni, sem ætlaði að koma frá Akureyri. Sat Jóna að kaffidrykkju að Árbakka, skammt innan við Hofsós. Segir þá einhver við hana: „Nú eru þið að fá heimsókn á Þrastarstöðum." Sér hún þá Svein staulast hægt upp sneiðinginn norð- an við ána, en á Þrastarstöðum hafði hann oft átt athvarf og dvalist timum saman. Sigríður kom svo seint um kvöldið frá Akureyri til Hofsóss og gistu þær mæðgur þar um nóttina. Lífsneistinn sloknar Gamli förumaðurinn fetar hægum skrefum áfram, og þó að seint gangi, smástyttist leið- in. Tiltölulega skammt upp af Hofsósi eru bæirnir Þrastarstaðir og Hólakot og stutt á milli. Gömlu augun eru sljó og sjá illa. Jörð er alauð - fæturnir stirðir og þreyttir. Ekki þarf nema mishæð til, að gamli maðurinn missi fótanna og falli. Enginn veit hvað gerðist skammt frá túngarðinum á Hólakoti að kvöldi þessa fyrsta vetrardags 1946. Örskammt frá birtu og hlýju heimilanna liggur gamli föru- maðurinn einn og ósjálfbjarga. Lífsneistinn veiki er slökktur. Sveinn lags- maður er ekki lengur í tölu lifenda - hann er dáinn. Morguninn eftir héldu þær Þrastarstaða- mæðgur frá Hofsósi. Þegar þær nálguðust Hólakot sáu þær mann liggjandi á grúfu í smáskurði, skóflustungu að dýpt, og var vatn í. Sveinn gamli hafði hrasað í rökkrinu og lent í skurðinum. Andlitið var að mestu niðri í vatninu - hann hafði drukknað. Líkið var flutt að heimili þeirra hjóna Sigríð- ar og Friðbjörns á Þrastarstöðum og sáu þau um útförina að öllu leyti. Þar var húskveðja haldin og rausnarlegar veitingar fram bornar, eins og þeirra hjóna var von og vísa. Prófasturinn séra Guðbrandur Björnsson jarðsöng að Hofi á Höfðaströnd. Prófastur gat þess að með Sveini væri ekki aðeins genginn síðasti förumaður í Skagafirði - heldur og á öllu íslandi. Eltirmæli Einn mann veit ég þekkt hafi Sveinka lagsa og það kannski betur en margur vissi. Sveinn hafði æði oft komið á heimili foreldra hans að Reykjarhóli í Haganeshreppi, en það var Ásmundur Eiríksson fyrrverandi forstöðu- maður Fíladelfíusafnaðarins, sem nú er látinn. Hann orti þessi eftirmæli um föru- manninn Svein Sveinsson, Skagfirðing, er hann frétti lát hans: Sá ég hann margoft síðla og árla á degi. Svalbrynju luktan fara og koma í hlað. Ýmist á hörðum eða gljúpum vegi útlagasporín gekk hann - sitt á hvað. Engum á jörðu eið né skyldur sór hann. Ovörum kom hann, þannig líka fór hann. Drótt gleðst í ranni, arinbirtu-ylur unaðinn sældar, ljós á hverrí brík. Einn er á götu, sorg við sefann þylur, sárkuldi vetrar næðir gisna flík. Þó er það kaldast þelið „heims við skjáinn “ það er hin mikla, - breiða jökulsáin. í kvöld er sem eitthvað klökkni dýpst í hjarta, klökknar við sálin, ævirúnum þrengd. Sér hann í anda sveininn lokkabjarta: Sjálfan sig barn á fjarrí öldulengd. Miskunn er rík við móðurkné og arma, móða af tárum leggst um öldungs hvarma. Barn þráir verða, barn í annað sinni, brotsjóum gleyma, fyrírgefa allt. Talar við Guð sinn nú frá innsta inni, ákallar Hann, en augað grætur - grætur. Götuna finna ei lengur dofnir fætur. Sól skin á götu, sól á vinaþingum... Sjá; - þar er lík i vegarræsi yst, ísfjötrum reifað - ísar allt í kringum, útlagans fangamark í klakann ríst: Fár mjög að vinum - fannir lífsins tróð hann, frosinn þá lifði - einn á hjami stóð hann. Langförull grýttrar leiðar varstu á jörðu, lifið þér skenkti pílagrímsins staf. Hirtir þú litt um fjöldans veg og vörðu, valdir þér sjálfur leið um fannaskaf. Síst, hér í veröld sólar gekkstu veginn; samþegn og vinur - Guðs fríð hinum megin. Bjöm Dúason, Ólafsfirði, skráði.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.