Dagur - 19.12.1991, Síða 23

Dagur - 19.12.1991, Síða 23
Fimmtudagur 19. desember 1991 - DAGUR - B 23 Gerð kerta í heimahúsiim: „Okkur ber að halda í öamlar helðir" 1 DI&0& - segir Guðrún Ii. Bjamadóttir, myndlistarkona „Sérstaklega voru'jólin og'éhi enn hátíð fyrir börnih. Þá var nú bæði að þau fengu gc$a fylli sína að borða en svo hefir það verið gamall siður á íslandi að gefa þeim kerti. En kertaljósin voru dýrindisljós, á meðan lýsislamþarnir og grútarkolurnar voru aðalljósin á bæjunum. Víða var líka öllu fólkinu gefið sitt kertið hverjum; var þá ekki lítið um dýrðir þegar mörg börn kveiktu hvert á sínu kerti, og brá svo ljósbjarmanum um alla baðstofuna.11 Svo má lesa í skrifum Jóns Árnasonar þar sem hann fjallar um hátíðis og tyllidaga á íslandi að fornu fari. Nú er öldin önnur. Nútíminn rík- ir í öllu sínu veldi og jólahaldið er annað en var. Fá eru þau börn sem fá kerti og spil í jólagjöf. Já, kröf- urnar eru enn meiri. Börn nútím- ans búa við kaupajól þar sem kaupmennirnir berjast um hverja krónu og jólagjafirnar eru komnar oft á tíðum út yfir öll velsæmis- mörk. Tólgarkertin eru að mestu lioríin Jólin eru helgust og mest allra hátíða, enda eru þau elst, og svo gömul, að þau má rekja fram til hinna elstu og römmustu heiðni hér á Norðurlöndum og meðal germanskra þjóða. „Á jólum eru allar ófreskjur og illþýði á ferð og gera það illt af sér, sem þær geta“, segir í. Grettissögu, og þjóð- sögurnar greina frá tröllum og óvættum sem gengu um á jólum. Það var einkum Grýla gamla, sem margir kannast við. Hún var á ferð til þess að taka börn, sem voru óþekk. Henni kippir þar í kynið við önnur tröll að þykja mikið til koma að hafa nýtt mannaket á jólunum. Eru margar sagnir um það. Jólanóttin var ársins helgasta stund í augum almennings og er það víða enn í dag. Sá siður hefur haldist að kveikja ljós um allt hús- ið eða íbúðina svo að hvergi be'ri skugga á. Tólgarkertin eru að mestu horfin og máttur þeirra einnig á dimmu vetrarkvöldi. Raf- magnið hefur tekið völdin og allt er upplýst á jólum. Rafljósin lýsa upp í öllum litbrigðum og kerti eru ekki í jólapökkunum. Kertasala fyrir jól er engu að síður mikil en kertin eru steypt í verksmiðjum og notuð sem skrautljós oft til að undirstrika rómantíkina. Sannkölluð dýr- indisljós Gamla handverkið er að mestu gleymt. Þó veit ég um konur sem halda í gamla hefð og steypa kerti í strokk. Ein þeirra er Guðrún H. Bjarnadóttir, læknisfrú og mynd- listarkona á Akureyri. Á síðustu misserum hefur hún ferðast um Norðurland til að kenna fólki að gera kerti með gölu aðferðinni. Kerti Guðrúnar eða Höddu, sem hún er kölluð, þykja falleg og sérstök, sannkölluð dýrindisljós. Þau kerti sem eru hvað vinsælust eru kölluð Kóngakerti frá fornu fari og eru þríarma. Einnig hefur Hadda gert margarma kerti sem falla vel að nútíma ljósastjökum, sem sjá mátti á myndlistarsýningu Margrétar Jónsdóttur, myndlistar- konu frá Akureyri, er hún hélt í Reykjavík í haust. I gamla daga voru Kóngakerti helst höfð þegar mest var haft við, t.d. á jólunum og þegar betri gesti bar að garði. Þá voru Kóngakerti oft á tíðum altarisljós í kirkjum. Kóngakerti voru það, er 3 rök voru látin renna saman í eitt um miðj- una og gátu þá verið 3 ljósin á einu kerti. Kertin voru hvít í gamla daga en kerti Höddu eru einnig í öllum litbrigðum og bera merki hagleikskonu sem menntuð er í myndlist. Þessi kerti er hægt að kaupa í nokkrum verslunum jafnt á Akureyri sem í Reykjavík. Hvemlg gera á Kóngakerti „Vax hefur tekið við af tólginni við gerð kertanna," segir Hadda þegar blaðamaður bað hana að lýsa gamla handverkinu. „Vaxið í kertin er brætt í vatnsbaði, og get- ur tekið langan tíma. Vaxið má ekki verða heitara en 70 gráður, en á að haldast við 60 gráður á meðan steypt er. Þá þegar vaxið er að bráðna eru kveikirnir hnýttir á pinna; fjórir kveikir á hvern og ekki færri en 25. Þannig ná fyrstu kertin að þorna þegar því síðasta er dýft. Hafið stutta enda við hnút- ana. Kveikur Kóngakertis er hnýtt- ur þannig að einn kveikur er hnýttur á miðjan pinnann og ann- ar sitt hvoru megin svo hann myndar U. Dallurinn með vaxinu þarf að vera á gólfinu, í vatnsbaði á rafmagnsplötu þannig að létt sé að dýfa kertunum. Vaxið má ekki vera of heitt, því þá bráðnar það vax af kertunum sem þegar er komið á kveikinn. Dýfa þarf kert- unum 35-40 sinnum. Pinnarnir með kertunum eru hengdir á sköft sem eru t.d. fest milli tveggja stól- baka milli þess sem kveiknum er dýft. Á gólfinu þurfa að vera dag- blöð eða annað til að verja gólfið fyrir dropum frá kertunum. Ekki má vera trekkur í herberginu, því þá verða kertin snúin. Gott er að herbergishitinn sé 18-20 gráður. Þegar vaxið minnkar í dallinum er bætt við heitu vatni sem fer undir vaxið. Þannig er hægt að halda áfram þar til allt vaxið er búið. Lát- ið kertin kólna áður en þau eru tekin niður.“ Nú ert þú lesandi góður fær í flestan sjó og getur gert þín eigin kerti, kerti sem eru persónuleg og ekki sakar að gera tilraunir með ýmis form og litbrigði. í lokin er hér allt sem til þarf. Rafmagns- plata, stór pottur, hár dallur, minnst 25 pinnar 30 sm, kertavax, kveikir, tvö sköft, tveir stólar með baki, skæri og dagblöð. ój Guðrún H. Bjarnadóttir við kertagerðina. Óskum starfsfólki, viðskiptavinum og landsmönnum öllum gíébilegra jóla Gleráreyrum • Akureyri

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.