Dagur - 19.12.1991, Side 25
Fimmtudagur 19. desember 1991 - DAGUR - B 25
Ég held mest upp á
heföbundnu ljódin
- segir Sigurður Guðmundsson, yígslubiskup, sem á vel á þriðja þúsund ljóðbækur
Ljóðabókasafn Sigurðar Guðmundssonar, vígslubiskups,
er með ólíkindum. í því eru á þriðja þúsund ljóðabækur og
margar þeirra eru ómetanlegar. En Sigurður á ekki aðeins
ljóðabækur. Það er nánast sama hvert litið er í íbúð
Sigurðar og Aðalbjargar Halldórsdóttur, konu hans, í
Akurgerði á Akureyri; allsstaðar eru bækur. Og það fer
ekkert á milli mála að vel er hugsað um þessi djásn.
Bækurnar eru í góðu bandi og þeim er skipað í hillur eftir
kúnstarinnar reglum.
Sigrður Guðmundsson: „Þegar viðíórum frá Grenjaðarstað fylltu bækurnar um 400kassa. Égkom helmingiþeirra fyrir
hérna í íbúðinni, sem við höfðum þá fest kaup á, en hinn helminginn fluttum við með okkur heim að Hólum. “
Mynd: Golli
„Eg varð læs nokkuð snemma
og lá alltaf í bókum," sagði Sigurð-
ur þegar hann var fyrst spurður
um ástæðu þess að hann byrjaði
að safna bókum. „Eins og gengur
og gerist fékk ég bækur í jólagjöf
og því eignaðist ég snemma tölu-
vert af bókum. En það var eigin-
lega ekki fyrr en á háskólaárunum,
sem ég byrjaði af alvöru að safna
þeim. Þá komst ég í kynni við forn-
bókasala og ég man t.d. eftir því
að ég keypti „Hvíta hrafna“ Þór-
bergs Þórðarsonar hjá einum
þeirra fyrir 1.50 krónur. Þetta þótti
dálítið mikill peningur, því að
timakaupið var þá á bilinu 1.50 til
2 krónur," bætti hann við.
Saftiað ljóðabókum
í þrjátíu ár
Að námi loknu fluttist hann norður
í Aðaldal, nánar tiltekið að Grenj-
aðarstað, og þá hófst söfnunar-
áráttan fyrir alvöru. Sigurður tók
fram að þeir feðgar Þórarinn Stef-
ánsson, bóksali á Húsavík og Ingv-
ar sonur hans hafi reynst honum
sérstaklega vel við að útvega
margar sjaldgæfar bækur og í
gegnum árin hafi hann ekki átt
jafn mikil viðskipti við nokkra aðra
bókaverslun.
I fyrstu sagðist Sigurður hafa
verið alæta á bækur en fyrir um
þrjátíu árum hafi hann ákveðið að
leggja áherslu á söfnun ljóðabóka.
„Ég hafði alltaf haft gaman af ljóð-
um og sem krakki og unglingur
lærði ég mikið af þeim. Ég var
hrifnastur af ljóðum Jónasar Hall-
grímssonar og jafnóðum og bækur
Davíðs Stefánssonar komu út fékk
ég þær, las spjaldanna á milli og
lærði mörg kvæði hans. Steingrím
Thorsteinsson las ég einnig mikið
í æsku og sömuleiðis Tómas Guð-
mundsson. Ég varð fyrst hrifinn af
Tómasi í 1. bekk M.A. 'ór Þórarinn
Björnsson, síðar skólameistari, las
úr bókinni Fagra veröld, sem þá
var nýútkomin. Hann las af mikilli
tilfinningu eins og honum var lag-
ið og hreif okkur vissulega."
Tek mér oft
ljóðabók í hönd
í dag eru vel á þriðja þúsund ljóða-
bækur í safni Sigurðar, sem líklega
er eitt stærsta ljóðabókasafn í
einkaeigu á íslandi. „Ég hef oft
verið spurður um hvort ég hafi les-
ið allar þessar bækur. Það hef ég
ekki gert gaumgæfilega, en ég
held að engin bók sé í safninu sem
ég hef ekki lesið eitthvað í. Sumar
bókannna hef ég oft lesið og það
líða ekki margir dagar án þess að
ég taki mér ljóðabók í hönd og lesi.
Ég held mest upp á hefðbundnu
ljóðin, þó að mér finnist einnig
margt af órímuðum kveðskap
ágætt. En það er nú samt svo að
ég kemst aldrei í rétta stemmn-
ingu við lestur órímaðra ljóða,"
sagði Sigurður.
Fengið margar bækur
í fombókaverslunum
Stóran hluta af ljóðabókasafninu
hefur Sigurður keypt í fornbóka-
verslunum í Reykjavík. Nokkrir
fornbókasalar vita af safni Sigurð-
ar og þeim bókum sem hann vant-
ar inn í það. Sem dæmi nefndi
Sigurður að hann hafi átt viðskipti
við Egil Bjarnason í Fornbóka-
verslun Kristjáns Kristjánssonar í
meira en 50 ár. „Þegar ég var
staddur í Reykjavík í lok október
sl. leit ég við hjá Agli og hann dró
þá upp bók, sem hann sagðist
hafa geymt sérstaklega fyrir mig,
bók sem ekki væri einu sinni til á
Landsbókasafninu. Þetta eru ljóð-
mæli eftir Jónas Stefánsson frá
Kaldbak í Suður-Þingeyjarsýslu.
Jónas flutti ungur til Ameríku og
þessi bók var gefin út þar vestra.
Hann gaf út tvær bækur og þá
seinni hafði ég áður eignast. Ég
hugsaði með mér að þessi bók yrði
dýr, en þá sagði Egill: „Ég gaf þér
ekkert þegar þú varðst sjötugur,
þannig að við lítum á bókina sem
afmælisgjöf. “
Sigurður gat ekki orða bundist
um bókaverslanir á Akureyri og
sagði þær ekki leggja metnað í að
hafa gott úrval ljóðabóka á boð-
stólum. Allt annað hafi verið uppi
á teningnum í bókaverslunum á
Húsavík, þegar hann bjó á Grenj-
aðarstað, og á Sauðárkróki, þegar
hann gegndi vígslubiskupsemb-
ættinu á Hólum í Hjaltadal.
Leitað að
frunnítgáiiini
Það er óhætt að segja að kenni
margra grasa í ljóðasafni Sigurðar
og þar er margar ómetanlegar
bækur að finna. En vissulega vant-
ar þar nokkrar bækur, sem hann
segist hafa lengi glímt við að eign-
ast, en séu með öllu ófáanlegar.
Hann nefnir í því sambandi frum-
útgáfur af bókum Steins Steinars
„Spor í sandi" og „Tíminn og
vatnið". Sömuleiðis bækur Þór-
bergs „Spaks manns spjarir" og
„Hálfa skósóla". „Fyrir tveim
árum vantaði mig „Næturljóð",
fyrstu bók Vilhjálms frá Skálholti.
Hún var til fyrir sunnan, en mér
þótti hún of dýr. Ég hikaði því.
Góður kunningi minn, Guðbrand-
ur Magnússon, fyrrum kennari á
Siglufirði, frétti af þessu og sendi
mér bókina í fallegu og góðu
bandi. Svona lagað er vinarbragð
og rausnarlegt,'1 sagði Sigurður og
lagði áherslu á orð sín.
Margar ómetan-
legar bækur
í safni Sigurðar er fjöldinn allur af
ljóðabókum frá síðustu öld. Meðal
annars er þar að finna fyrstu bók-
ina sem prentuð var á Akureyri;
„Sálmar og bænakver" frá árinu
1853. „Ég fékk „Grýlu" eftir Jón
Mýrdal í haust, en hún er frá 1873.
Svo held ég að ég eigi allar útgáfur
eftir Grím Thomsen og fleiri af 19.
aldar skáldunum, t.d. Benedikt
Gröndal. Þá þykir mér mikið varið í
að eiga ljóðabækur og þýðingar sr.
Jóns Þorlákssonar frá Bægis og
ekki má gleyma Gullregni, úrvals-
ljóðum góðskálda, en það eru 21
bók sem Prentsmiðjan Hólar gaf út
1955 til 1972 og gaf starfsmönnum
og fleirum. Þær komu aldrei í bóka-
verslanir og því var töluverð fyrir-
höfn að ná þeim öllum," sagði
Sigurður og bætti við að elsta
ljóðabókin í safninu væri Grallar-
inn (Graduale), 15. útgáfa prentuð
á Hólum 1749. Þá gat Sigurður
þess einnig að hann ætti um 20
Passíusálmaútgáfur og auk þess
flestar Sálmabókarútgáfur allt frá
1801 er „Leirgerður" kom út. Að
vísu vantar 2. og 3. útgáfu hennar
og nokkrar seinni prentanir Sálma-
bókar frá árinu 1886.
Mikill fjöldi ljóðabóka kemur út
á ári hverju, en Sigurður sagðist
ekki bera sig eftir þeim öllum.
Hann kaupi þá höfunda sem hann
hafi mætur á og láti það gott heita.
Las ljóð áður en lík-
ræður voru sanidar
Eins og að framan greinir eru Ijóð-
mæli eyfirsku skáldanna Jónasar
Hallgrímssonar og Davíðs Stefáns-
sonar í miklu uppáhaldi hjá ljóða-
bókasafnaranum og ekki vill hann
gleyma Matthíasi Jochumssyni.
Skyldu vera einhver önnur skáld
sem honum þykir mikið til koma?
„Já, ég var strax mjög hrifinn af
skáldskap Snorra Hjartarsonar og
Stephan G. Stephansson var ég
lengi að „melta“, en því meira sem
ég les eftir hann því betur kann ég
að meta hann. Það sama gildir um
skáldskap Einars Benediktsson-
ar,“ svaraði Sigurður. En hvað
segir hann um kveðskap núlifandi
ljóðskálda? „Ég veit ekkihvað skal
segja," sagði hann hugsi. „Það er
vissulega margt gott í kveðskap
Matthíasar Johannessen og sama
er að segja um Hannes Pétursson
og Þórarin Eldjárn."
Sigurður segist oft lesa yfir ljóð
undir svefninn og hann eigi það til
að setjast niður á daginn með
ljóðabók og gleyma stund og stað.
„Þegar ég var þjónandi prestur
kom oft fyrir að ég las ljóð áður en
ég hóf að skrifa líkræður. Þetta
gerði ég til þess að komast í rétta
stemmningu og þá gekk betur að
semja ræðuna. Einnig vitnaði ég
oft í ljóð í ræðum."
Á yfir þúsirnd
tækifærisvísur
En skyldi Sigurður einnig safna
tækifærisvísum? „Já, reyndar geri
ég það,“ svaraði hann. „Þar hef ég
bundið mig við presta. Líklega á
ég yfir eitt þúsund tækifærisvísur
um og eftir presta. Þeim hef ég
safnað síðan ég var í háskóla og
fjöldi þeirra hefur orðið til á
prestastefnum og -fundum. Ég á
til dæmis mikinn fjölda af vísum
eftir sr. Helga heitinn Sveinsson,
sem byrjaði prestskap sinn að
Hálsi í Fnjóskadal og þjónaði síð-
ast í Hveragerði, og einnig á ég
mikið eftir sr. Hjálmar Jónsson á
Sauðárkróki.
Ég hef ekki komið því í verk að
hreinskrifa þessar vísur, en þyrfti
að fara að gera það."
Sigurður og Aðalbjörg fluttu til
Akureyrar á liðnu sumri frá Hólum
í Hjaltadal. Lengst af bjuggu þau
þó, eins og áður hefur komið fram,
að Grenjaðarstað í Aðaldal. „Þeg-
ar við fórum frá Grenjaðarstað
fylltu bækurnar um 400 kassa. Ég
kom helmingi þeirra fyrir hérna í
íbúðinni, sem við höfðum þá fest
kaup á, en hinn helminginn flutt-
um við með okkur heim að Hólum.
Ég átti geysilega mikið af tímarit-
um, en mörg þeirra hef ég látið frá
mér. Ég hafði einfaldlega ekki
lengur pláss fyrir þau öll,“ sagði
Sigurður.
Safiiar cinnig
myndum af kirkjum
Sigurður safnar ekki aðeins ljóða-
bókum. Hann á gott safn mynda af
kirkjum á íslandi og einnig á hann
töluvert af frímerkjum. „Kirkju-
myndunum hef ég raðað eftir pró-
fastsdæmum. Ég á orðið myndir af
nánast öllum kirkjum á Austur-
landi, sem kemur til af því að
sumrin 1987 og 1988 var ég settur
biskup íslands og vísiteraði Aust-
urland. Ég kom því í hverja ein-
ustu kirkju fyrir austan og notaði
tækifærið og tók myndir af þeim. Á
Norðurlandi á ég myndir af flest-
um kirkjum, en vantar t.d. mynd af
Ábæjarkirkju í Skagafirði. Eins á
ég myndir af mörgum kirkjum í
Borgarfirði, en vantar myndir af
kirkjum á Suðurlandi," sagði
Sigurður.
Þá er ógetið um mikið safn leik-
skráa og tónleika- og söngskráa.
„Ég hef safnað leikskrám víða að
af landinu og er það orðið mikið
safn, einnig söng- og tónleikaskrár.
Sumar eru frá fyrstu tugum þess-
arar aldar. “
Sigurður gat þess að hann hafi
skráð ljóðabókasafnið, safn leik-
rita sem hann á, auk leikrita- og
tónleikaskráasafnsins á tölvu.
Lkki bara bækur -
gott safii málverka
Það er auðvelt að gleyma sér á fal-
legu heimih þeirra Sigurðar og
Aðalbjargar á Akureyri. Auk fjöl-
margra bóka prýðir gott safn mál-
verka veggi íbúðarinnar. Úr stofu-
sófanum má m.a. líta myndir eftir
Vigdísi Kristjánsdóttur, Hring
Jóhannesson og Kristínu Jóns-
dóttur. Yfir borðstofuskenknum
hangir stór vatnslitamynd af
Grenjaðarstað eftir Sigurð Hall-
marsson.
En hratt flýgur stund og gestir
knýja dyra.
Að lokum var Sigurður beðinn
um að lauma einni visu að blaða-
manni. Hann var fljótur til og valdi
eftirfarandi vísu eftir sr. Hjálmar
Jónsson, sóknarprest Sauðkræk-
inga og prófast Skagfirðinga, sem
varð til á prófastafundi árið 1985
er Hagstofustjóri var að ræða um
skil presta á skýrslum og þótti
sumir prestar vera nokkuð seinlát-
ir.
Ef þau herða skýrsluskil
skelfing verður nokkur.
Hér eftir sem hingað til
hjálpi Drottinn okkur.
óþh