Dagur - 19.12.1991, Page 33
Fimmtudagur 19. desember 1991 - DAGUR - B 33
Þekkirðu húsið? Ef svo er skaltu skila inn svarí í blómaskálann Vín fyrír Þoríáksmessu.
Myndir: Golli
Piparkökuhúsasmiðir í Evj aíj arðarsveit:
Fóru tfl Alviireynu’ tfl
að sæltja sér iyrimiynd
„Við vorum orðin uppiskroppa með hugmyndir að húsi
þannig að við keyrðum til Akureyrar og leituðum að húsi
sem væri möguleiki að búa til,“ segir Benedikt Grétars-
son, matreiðslumaður á Sléttu í Eyjafjarðarsveit, en hann
og Ragnheiður Hreiðarsdóttir, kona hans, eru höfundar
að miklu og fínu piparkökuhúsi sem við rákumst á í
Blómaskálanum Vín á dögunum. Þau hjón hafa síðustu
árin gert kökuhús á jólaföstunni fyrir skálann en þar sem
nú í ár var bakað hús eftir fyrirmynd þótti ástæða til að
efna til getraunar um hvaða hús sé um að ræða. Þessi
getraun á að standa í skálanum fram á Þorláksmessu. En
okkur lá forvitni á að fræðast nánar um þá íþrótt að baka
piparkökuhús.
Benedikt segir að þegar þau
hjón byrjuðu að búa fyrir 10 árum
hafi þau bakað nokkur piparköku-
hús sem gefin voru ættingjunum í
jólagjöf. Fyrsta barn þeirra fæddist
síðan á þrettándanum og upp frá
því varð venja að búa til pipar-
kökuhús fyrir heimilið, fylla það af
sælgæti og leyfa börnunum að
örjóta það í afmælisveislu dóttur-
innar.
„Þegar við fluttumst hingað
norður úr Reykjavík þá fórum við
að gera kökuhús fyrir blómaskál-
ann líka. Það má segja að okkur
þyki jólin byrja þegar við gerum
piparkökuhúsið fyrir skálann um
mánaðarmótin nóvember og des-
ember en síðan bíðum við með
húsið fyrir heimilið þangað til síð-
ustu dagana fyrir jól. “
Benedikt segir að þrjú kvöld hafi
farið í húsið sem við sjáum hér á
myndinni en það er sérstaklega
styrkt því húsið er límt saman með
trélími. Annars er alltaf notaður
bræddur sykur við að líma húsin
saman. í húsið fóru þrjú kíló af
deigi og sælgætið er ómissandi við
skreytinguna.
„Það fer mikill tími í að gera
svona stórt hús og fólk verður að
hafa þolinmæði til að baka pipar-
kökuhús. En ef fólk gerir lítil hús
þá tekur það mun styttri tíma. Ég
veit ekki um neinn sem stendur í
þessu og sumum finnst það hálf-
gert brjálæði að eyða tímanum í
þetta. En það er þess virði. Húsið
stendur öll jólin á heimilinu og það
er því skemmtilegra þar sem
svona fáir gera þetta. Og börnin
hafa líka gaman af þessu,“ sagði
Benedikt. JÓH
Benedikt Grétarsson með húsið sitt.
w. .
r
Oskum öllum viðskiptavinum okkar
glébilegra jóla
og farsældar á komandi ári.
Þökkum viðskiptin á árinu.
ISPAN HF.
Furuvöllum 15 ■ Símar 22333 & 22688
Gléðilegjól,
farsælt komandi ár
Mjólkursamlag K.Þ.
Húsavík • Sími 96-41444
+ l
Gleðileg jól
og farsælt komandi ár
íf 11 il
Kjœbavershm
,,, Siguröar GubnniruLmiarhf.
, H/
HAFNARSTRÆTI96 SIMI96-24423 AKUREYRI
Sendum öllum viðskiptavinum okkar óskir um
glébileg jól
og farsæld á komandi ári.
cPeáíomyndir'
Hafnarstræti 98 og Hofsbót 4