Dagur - 19.12.1991, Síða 35
Fimmtudagur 19. desember 1991 - DAGUR - B 35
L
Ólaíur Ásgeirsson, aðstoðaryfrrlögregluþjónn á Aknreyri:
Ólafur Ásgeirsson aðstoðaryfirlögregluþjónn.
Sex manns verða á vakt hjá lögreglunni um jól og áramót.
Hvet fólk til að halda áfenginu frá jólunum
Á lögreglustöðinni á Akureyri
vinna 30 manns, þ.e. lögregluþjón-
ar og yfirmenn þeirra, rannsóknar-
lögreglumenn og fangaverðir. Hjá
lögreglunni er unnið á 12 tíma
vöktum og eru 6 menn á vakt
hverju sinni. Vaktirnar standa frá
kl. 6 að morgni og til kl. 18 og frá
kl. 18 til kl. 6. Ólafur Ásgeirsson
segir að um jól og áramót sé sami
fjöldi á vakt og aðra daga. Eftir
hádegi á aðfangadag er það venja
að lögreglumenn keyri um bæinn
og afhendi þeim börnum sem unn-
ið hafa til verðlauna í umferðar-
getrauninni viðurkenningar sínar
og má segja að það sé hluti af jóla-
stemmningunni.
Menn fá að skjótast
heim í mat á
aðfangadagskvöld
„Við höfum leyft það á aðfanga-
dagskvöld að lögreglumenn á vakt
fái að vera heima hjá sér í ein-
hvern tíma, því allir vilja jú vera
heima hjá sinni fjölskyldu á þess-
um degi. Þá skiptast menn á að
vera heima á vaktinni í 2-3 klst. í
senn en eru i búningi og á lögreglu-
bílum og eru tilbúnir að fara í út-
kall ef þörf krefur. Það er gömul
hefð fyrir þessu og hefur verið
þannig allan þann tíma sem ég hef
starfað í lögreglunni. Ég byrjaði í
lögreglunni árið 1964 og gekk
vaktir í 16 ár. Engu að síður þarf
vaktin að vera full mönnuð því það
er ekki gott að kalla til aukamenn
á þessum dögum. Það má því
segja að hér hjá okkur eins og
reyndar fleirum, séu allir dagar
jafnir," segir Ólafur.
- En er mikið að gera hjá lög-
reglunni þessa hátíðisdaga?
„Nei sem betur fer er lítið um
útköll en þó kemur það fyrir. Við
höfum lent í brunaútköllum og ég
man tvisvar eftir því er ég gekk
vaktir, að við vorum kallaðir í
heimahús á aðfangadagskvöld og
í bæði skiptin vegna ölvunar. Það
gekk töluvert á í bæði skiptin og
þurftum við taka einn aðila í hvort
skipti og setja í varðhald og það
var frekar ömurleg uppákoma á
þessum degi."
Afskipti lögreglu
vegna áfengisneyslu
hafa minnkað í
seinni tíð
- Þú kemur þarna inn á áfengis-
neyslu, heldur þú að fólk geri mik-
ið af því að hafa áfengi um hönd
um hátíðisdagana?
„Ég held að þetta hafi breyst
nokkuð með tilkomu bjórsins. Mitt
mat er að það séu fleiri „í því" en í
útköll utn liátíðisdatíana
minna mæli í hvert sinn. Tilkoma
bjórsins hefur gert það að verkum
að fólk notar minna af sterkum
drykkjum í staðinn. Mér finnst að
afskipti lögreglunnar hafi minnkað
nú seinni árin ef eitthvað er.
Sterka vínið fer verr í menn heldur
en t.d. bjórinn og létta vínið."
- Er ekki mjög rólegt yfir bæn-
um á jólunum?
„Jú það er mjög dauft yfir bæn-
um á aðfangadagskvöld. Hins veg-
ar er töluvert leitað til okkar og við
erum að hjálpa fólki á milli húsa.
Það er mikið um það að fólk sé á
ferðinni um jólin, að heimsækja
vini og ættingja. Ef veður er slæmt,
þá höfum við í nógu að snúast við
að aðstoða fólk á faraldsfæti. Hér
áður fyrr var oft liflegt í bænum á
annan í jólum og þá fóru bæjarbú-
ar út að skemmta sér en það hefur
minnkað nú seinni árin. Það þarf
alla vega að vera frídagur daginn
eftir annan en það var ekki nauð-
synlegt hér á árum áður.“
Fangaklefaniir
íhllir allan
ársins hring
það er kannski ekki endilega fyrir
það að það sé svo mikið að gera,
því að reynsla undanfarinna ára
hefur sýnt það að það er mjög
rólegt á gamlárskvöld. Hins vegar
ef eitthvað kemur uppá, þá höfum
við enga til að kalla í og þvi er
þessi fjölgun aðeins öryggisins
vegna. Ég man oft eftir því að það
hafi komið upp eldur á gamlárs-
kvöld og í slíkum tilfellum er betra
að hafa fleiri en færri á vakt og því
erum við með nánast tvöfalda vakt
frá kl. 22 á gamlárskvöld. Hér áður
fyrr var oft líflegt í bænum á gaml-
árskvöld og þá kom fjöldi manns
saman til þess m.a. stríða okkur
lögreglumönnunum en það er
alveg búið í dag. Þar kemur margt
til en sjónvarpið hefur þar mikil
áhrif og heldur mörgum heima.“
- Er þér eitthvað sérstaklega
minnistætt frá þessum dögum?
„Nei ég get ekki sagt að ég
muni eftir slíku. Við reynum eftir
fremsta megni að hjálpa fólki sem
til okkar leitar og eins höfum við
þurft að taka fólk í heimahúsum
og okkur finnst ömurlegt að þurfa
að gera það og finnst miklu
skemmtilegra að geta rétt fólki
hjálparhönd."
þær eru meðhöndlaðar. Flest þau
slys sem verða við meðferð flug-
elda eru vegna gáleysislegrar
meðferðar og ræður enginn við
það nema fólkið sjálft."
Áróðurinn licíur
skilað sér
- Nú hefur alls kyns áróður aukist
til muna í seinni tíð, hefur það skil-
að sér að þínu mati?
„Já það er ekki spurning að sá
áróður hefur skilað sér upp að
vissu marki en engu að siður má
alltaf gera betur í þessu sem
öðru.“
- Áhugi fyrir áramótabrennum
virðist hafa farið minnkandi nú
seinni árin, hefur verið beðið um
leyfi fyrir mörgum brennum á
Akureyri í ár?
„Já það er rétt að brennum fer
fækkandi. Ekki veit ég nákvæm-
lega af hverju en tíðarandinn hef-
ur breyst og börnin hafa í dag um
margt annað að hugsa en brennur.
Hér áður fyrr byrjuðu krakkarnir
að safna í brennur í byrjun des-
ember. I dag veit ég aðeins um
eina brennu hér nú, þ.e. upp við
Rangárvelli á sama stað og í fyrra.
Eftir að byggð fór bæði að þenjast
út og þéttast hefur reynst erfiðara
að finna staði fyrir brennur. Þegar
við gefum leyfi fyrir brennu, þurf-
um við að gæta hagsmuna beggja,
bæði þeirra sem vilja halda brennu
og eins þeirra sem búa í næsta
nágrenni við þann stað sem
brennan er á.“ KK
Þrírmenn eru á hverri vakt á slökkvistöðinni á Akureyri, en slökkviliðsstjóri og starfsmaður eldvarnareftirlits vinna dag-
vinnu. Alls hefur slökkviliðið yfir 40 manns að ráða í útköllum.
- Er ekki reynt að ná upp jóla-
stemmningu á stöðinni eins og
annars staðar?
„Jú við reynum að gera eitthvað
fyrir þá sem þurfa að vinna vaktir
þessa daga. Við skreytum setu-
stofuna með jólatré og setjum upp
jólaljós. Hér er mötuneyti en eins
og ég sagði áðan, vilja menn helst
borða heima hjá sér á aðfanga-
dagskvöld og þeir menn sem
koma á vakt kl. 18 á aðfangadag
eru þá rétt búnir að borða eða fara
heim á vaktinni og borða þar. Það
er því aðeins eldað fyrir þá fanga
sem hér sitja inni á aðfangadag.
Fangarnir fá því jólamat og fá að
neyta hans við eins góð skilyrði og
hægt er en auðvitað þurfum við að
fara eftir reglum varðandi fanga.“
- Eru alltaf einhverjir fangar
hér um hátíðisdagana?
„Já hér er alltaf fullt. Ef einn
fangi losnar að morgni, er kominn
annar að kvöldi. Það eru öll fang-
elsi á Islandi full og sérstaklega
okkar. Það gildir ekki sama regla
varðandi fangelsin og t.d. sjúkra-
húsin, þar sem reynt er að koma
sem flestum heim um jól og ára-
mót. Það er nú þannig að margir
sem eiga óafplánaða dóma, reyna
að nota þessa daga til þess að sitja
þá af sér.“
Fleiri á vakt á
gamlárskvöld
- Hvemig eru vinnufyrirkomulag-
inu háttað um áramótin?
„Á gamlársdag þurfum við að
fjölga lögreglumönnum á vakt en
Fngar fréttir frá
lögreglu eru
góðar fréttir
- Vitið þið til þess að hér á Akur-
eyri sé fólk sem ekki eigi í nein hús
að venda og sé því hálf utangátta
um hátíðarnar?
„Hér á Akureyri eru ekki heim-
ilislausir utangarðsmenn. Þó svo
að menn sem við myndum kalla
hálfgerða utangarðsmenn séu til,
þá eiga þeir allir í hús að venda og
við þurfum ekki að hafa af þeim
nein afskipti. Ég veit heldur ekki
um neinn aðila sem hírist einn
heima kannski allslaus. Ef svo
væri myndum við koma þeim aðila
til hjálpar en sem betur fer er ekki
um slíkt að ræða mér vitanlega. “
- Að lokum Ólafur, ertu með
einhver skilaboð til bæjarbúa?
„Ég vil fyrst og fremst hvetja
fólk til þess að halda áfenginu frá
jólunum og að foreldrar leggi sig
fram um það að gera jólin
skemmtileg og eftirminnileg fyrir
börnin sín. Þetta er hátíð Ijóssins
og ekki síður hátíð barnanna og
það hefur gefið mér mikið að geta
glatt börnin mín á jólunum. Eins
vil ég biðja fólk að fara að öllu með
gát bæði um jól og áramót. Það er
almenna reglan, að þegar rólegt er
hjá okkur lögreglumönnunum er
þjóðfélagið gott og eftir þvi sem
meira er að gera hjá okkur, því
verra ástand er almennt í þjóðfé-
laginu. - Og engar fréttir frá lög-
| reglu er góðar fréttir. “ KK