Dagur - 19.12.1991, Blaðsíða 38
38 B - DAGUR - Fimmtudagur 19. desember 1991
í
Ýmsar hllðar skoðaðar á einum algengasta jóla- og áramótamat íslendinga:
Svín er það heilliiL..
Sennilega má fullyrða að í það minnsta helmingur
landsmanna sporðrenni svínakjöti um jól eða áramót og
ætla má að á síðustu árum hafi unnendum svínakjöts
fjölgað töluvert. Hryggurinn (reyktur hamborgarhryggur)
er án efa vinsælasti partur svínsins á jólaborðum lands-
manna, en þeir sem vel til þekkja segja að síðustu ár hafi
ferskt svínakjöt unnið verulega á.
Gríðarlega mikil
neysla á svínakjöti
Forsvarsmenn Svínaræktarfélags
íslands hafa áætlað að 350 til 400
tonn af svínakjöti hverfi ofan í
íslendinga þessa síðustu daga
ársins, sem er nálægt 15% af
heildarsvínakjötsframleiðslunni í
landinu. Neyslan hefur aukist
verulega mikið á undanförnum
árum og til marks um það borðaði
hver íslendingur um 4 kg af svína-
kjöti á ári árið 1982, en þessi tala
hefur nú hækkað í um 10 kg á ári.
Kjötneysla landsmanna hefur hins
vegar ekki aukist að sama skapi
og því má vera ljóst að svínakjötið
hefur unnið markað af öðrum kjöt-
tegundum og trúlega hefur lamba-
kjötið orðið hvað verst úti í þeirri
samkeppni.
Kristinn Gylfi Jónsson, formaður
Svínaræktarfélags íslands, segir
greinilegt að reykta svínakjötið sé
gríðarlega vinsæl aðfangadags-
steik, en svínalæri með puru sé æ
vinsælli áramótaréttur.
Miiini fíta á
svínakjöti en áður
Auðbjörn Kristinsson, svínabóndi
á Hlíðarbúinu í Glæsibæjarhreppi,
segir greinilegt að neysla á svína-
kjöti á Eyjafjarðarsvæðinu hafi
vaxið töluvert á undanförnum
árum.
Auðbjörn segist telja að tvær
meginskýringar séu á því að
svínakjöt sé svo vinsæll jólamatur
hér á landi. Verðlag á svínakjöti sé
hagstætt miðað við margar aðrar
kjöttegundir og gæði þess hafi
aukist ár frá ári. „Á síðustu tíu
árum hafa gæði svínakjötsins tek-
ið stakkaskiptum. Við svínabænd-
ur höfum verið meðvitaðir um
markaðinn og framleitt það sem
hann vill. I rauninni er neyslan
orðin mikil yfir allt árið. Það mynd-
ast auðvitað toppur yfir jólin eins
og áður, en árið um kring er jöfn
og mikil sala á svínakjöti. Nú til
dags er svínakjöt nánast aldrei
fryst. Svínum er slátrað eftir hend-
inni og þar af leiðandi er kjötið
ferskari og betri vara en ef það er
fryst svo og svo lengi. Þá hefur sú
breyting orðið að mun minni fita er
á kjötinu en áður. Við höfum reynt
að draga úr fitunni á kjötinu eins
og við höfum mögulega getað,
bæði með breyttri fóðrun og kyn-
bótum. Víða erlendis hafa menn
náð enn lengra í að draga úr fitu-
söfnun, en á móti hafa heyrst
raddir um að of langt hafi verið
gengið og kjötið því orðið of þurrt
og bragðgæði tapast," sagði Auð-
björn.
Ólíkur danska
svínastofiiinum
íslenski svínastofninn skilur sig
í mörgu frá danska svínastofnin-
um. Dönsku grísirnir eru mun fljót-
ari að vaxa en þeir íslensku. „Það
er hægt að gefa grísunun eins og
þeir geta í sig látið allan vaxtar-
tímann, en seinni part eldisskeiðs-
ins verðum við að draga úr fóðr-
uninni til þess að koma í veg fyrir
að grísirnir hlaupi í spik. Hér er
grísunum slátrað rúmlega sex
mánaða gömlum, en í Danmörku
eru þeir aldir allt að hálfum öðrum
mánuði skemur en hér,“ sagði
Auðbjörn.
Svínakjötsframleiðslan er ekki
bundin framleiðslustýringu eins
og hefðbundnar búgreinar. Þrátt
fyrir það bera svínabændur sig vel
um þessar mundir og reyndar
segja þeir að sú staðreynd hafi
frekar styrkt þeirra stöðu en hitt.
Menn hafi þróað framleiðsluna eft-
ir mætti og reynt að mæta þörfum
markaðarins og það hafi skilað sér
í aukinni neyslu landsmanna á
svínakjöti. Auðbjörn Kristinsson
segir að svínaframleiðendur hafi
meðbyr neytenda, ekki síst vegna
þess að þeir hafi barist á móti því
að fara inn í framleiðslustýringu.
„Svínakjöt hefur lækkað í verði á
undanförnum misserum og það
mun lækka áfram ef við fáum að
Akureyri eru flestum grísum lágað a' Norðurlandi. Myndir: Goiii.
LausnarseðiU jólakrossgátu
Lausn:
Nafn:
Heimilisfang: Sími:
Utanáskriftin er: Dagur - (Jólákrossgáta) • Strandgötu 31 • Pósthólf 58 • 602 Akureyri
Skilafrestur er til 17. janúar 1992
Hér er Benny að kljúfa svínið „í herðar niður". Svínsskrokkurinn er að jafnaði
55 til 60 kg og er nýting hvers skrokks mjög góð.
Ávaxtafyllt svínaflesk-
steik írá Ilennamii
Hermann H. Huijbens, yfirmat-
reiðslumaður á Hótel KEA, býður
fólki til herlegrar svínakjötsveislu.
Þessi réttur, sem hann nefnir
„Ávaxtafyllta svínaflesksteik", er
fyrir fjóra.
í réttinn þarf:
1 kg svínakjöt (svínahryggur
ásamt hluta síðu, sem beikon er
búið til úr). Miðað er við 250
grömm af beinlausu kjöti fyrir full-
orðna
Krydd - salt, pipar, paprikuduft
Ávaxtafylling - sveskjur og epli
í sósuna þarf:
Kjötsoð úr ofnskúffunni
50 g smjörlíki
50 g hveiti
Appelsínusafa
Vatn
Kjötkraft
Hermann Huijbens.
Kjötið: Kjötvinnslur skera síð-
una jafnan frá hryggnum og því er
ekki hægt að fá hrygg og hluta síð-
unnar í einu stykki úti í næstu
matvörubúð. Best er því að snúa
sér til næstu kjötvinnslu og biðja
sérstaklega um slíkt úrbeinað
kjötstykki. Kjötið er fyllt með
sveskjum og eplum. Að því búnu
er það vafið nokkuð þétt saman
með seglgarni. Kjötrúllan er síðan
sett í ofn og steikt við 190 gráðu
hita í 75 til 90 mínútur. Á steiking-
artímanum er gott að hella steik-
ingarsoði annað slagið yfir kjötið
til þess að fá fallegan gljáa á það.
Að þeim tíma liðnum er kjötið bor-
ið fram skreytt með appelsínu-
sneiðum, þ.e.a.s. að þær eru skom-
ar í fjóra jafnstóra hluta.
Sósan: Sósan er bökuð upp með
50 g af hveiti og 50 g af smjörlíki.
Jöfnuð út með soði eða vatni og þá
notaður kjötkraftur. Gott er að
setja örlítið af appelsínusafa út í
sósuna til að fá sætukeim.
Meðlæti: Hermann leggur til að
með steikinni verði borið fram rós-
enkál, sykurbrúnaðar kartöflur,
gulrætur og rauðkál. óþh