Dagur - 23.12.1991, Page 19
Mánudagur 23. desember 1991 - DAGUR - 19
MlNNING
Þorsteinn Hermannsson
frá Kambhóli
Fæddur 8. desember 1942 - Dáinn 16. desember 1991
Þegar andlát ber að með jafn
skyndilegum hætti og hér varð,
verður mönnum oft orða vant.
En við viljum, með þessum
línum, minnast vinar okkar og
samstarfsmanns til margra ára,
Þorsteins Hermannssonar frá
Kambhóli.
Þorsteinn var fæddur 8. des-
ember 1942 og var þvf aðeins 49
ára er hann lést.
Kynni okkar af Þorsteini voru
löng, vegna samstarfs hjá
Norðurverki h/f og Vör h/f. Hann
var ráðinn vinnuvélastjóri hjá
Norðurverki árið 1967 og vann
hjá fyrirtækinu allt þar til það var
selt til Reykjavíkur 1988, síðustu
árin sem verkstjóri verkamanna og
vinnuvélastjóra. Frá 1988 gegndi
hann sömu störfum hjá Vör
Ástæður þess að Þorsteinn
varð verkstjóri á sínum tíma voru
meðal annars þeir eiginleikar
hans, að kunna að umgangast
samstarfsmenn sína á þann hátt,
sem ekki er öllum eiginlegur -
hann var fyrst og fremst vinur og
samstarfsmaður, frekar en verk-
stjóri í þeirri merkingu sem
margir ieggja í orðið - og einnig
reynsla hans af margvíslegum
framkvæmdum er hann vann við
sem vinnuvélastjóri.
Áður en Þorsteinn hóf störf
hjá Norðurverki hafði hann unn-
ið ýmis störf tengd landbúnaði og
sjávarútvegi.
Skólaganga Þorsteins innan
hins almenna menntakerfis var
ekki löng - og engan bar hann
titilinn - en þekking hans og
reynsla úr skóla lífsins var svo
yfirgripsmikil að þau voru ófá
skiptin sem verkfræðingar og
aðrir, sem unnu að verktaka-
störfum, leituðu fanga í reynslu-
sjóð Þorsteins þegar góðra ráða
var þörf. Hann var víðlesinn og
vel heima á flestum sviðum.
Hafði ákveðnar skoðanir á
mönnum og málefnum og yndi af
að taka þátt í umræðum um
hvaðeina sem bar á góma.
Mest alla ævi var Þorseinn
heilsuhraustur, eða kvartaði að
minnsta kosti ekki við samstarfs-
menn sína og fáir voru þeir dagar
er hann lét sig vanta í vinnu.
Þó Þorsteinn kvartaði ekki við
samferðamenn sína má vel vera að
hann hafi síðustu misserin kennt
þess sjúkdóms er dró hann svo
skyndilega til dauða.
Snemma á þessu ári komu í
ljós alvarleg veikindi hjá honum
og gekkst Þorsteinn undir aðgerð
á sl. sumri. Ekki er ólíklegt að
rannsóknir, aðgerðir, sjúkra-
húsvist og endurhæfing hafi reynt
á þolrif Þorsteins, enda óvanur
slíku og viljinn til að stunda störf
sín alltaf í fyrirrúmi.
Einn er sá þáttur í fari Þor-
steins sem ekki var veigaminnst-
Steinunn Bima Ingúnarsdóttir
Fædd 9. október 1916 - Dáin 11. desember 1991
í svartasta skammdeginu tendr-
um við ljós í öllum regnbogans
litum. Við skreytum glugga með
fallegum jólaseríum, stjörnum og
krossum að ógleymdum aðventu-
ljósunum.
Ekki voru slík ljós til er Birna
var aö alast. upp þó svq að hún
hafi fengið að sjá jjau er hún full-
orðnaðist.
Frænka mín hafði listræna hæfi-
leika af Guðs náð, m.a. útbjó
hún mikið af fallegum kertastjök-
uin fyrir sig rétt fyrir ein jólin og
voru þeir úr kartöflum og dugðu
þeir fram á þrettándann, hún
tálgaði þær til, setti blómapappír
utanum eða fallegan glanspappír.
Margir dáðust að þessum fal-
legu stjökum og spurðu, hvar
keyptirðu þá? Þá hló hún við og
sagði að þeir kostuðu nú ekki
mikið og trúði fólk því ekki í
fyrstu að þeir væru búnir til á
þennan hátt.
Frænka dó 11. desember á
dvalarheimilinu í Skjaldarvík eft-
ir erfið veikindi, örugglega hvíld-
inni fegin. Hún var fædd á Þórs-
höfn 9. október 1916. Foreldrar
hennar voru Oddný Friðrikka
Árnadóttir og Ingimar Baldvins-
son. Systkinin voru ellefu, átta
systur og þrír bræður. Þau voru:
Soffía Arnþrúður, fædd 26. mars
1912, dáin 1. nóv. 1979. Hólm-
fríður Þórdís, fædd 26. júní 1913.
Helga Aðalbjörg, fædd 27. janú-
ar 1915, dáin 26. júní 1945. Stein-
unn Birna, fædd 9. október 1916.
Arnþrúður, fædd 12. júlí 1918.
Halldóra, fædd 19. júní 1920.
Oddný Friðrikka, fædd 1. júní
1922. Jóna Gunnlaug, fædd 23.
nóvember 1923, dáin 11. nóv.
1988. Jóhann, fæddur 23. júlí
1926. Ingimar, fæddur 24. ágúst
1929. Árni Sigfús Páll, fæddur 1.
október 1932, dáinn 30. nóv.
1935.
Amma var fjölhæf kona. Hún
var organisti til fleiri ára við
Sauðaneskirkju í N.-Þing. og
stjórnaði kór barnaskólans,
saumakona og síðast en ekki síst
góð húsmóðir.
Afi var mikill atorkumaður;
var með landbúnað, útgerð og
póst og síma. Frænka var því alin
upp við söng og mikinn dugnað.
Eg á margar góðar minningar
um frænku. Hún var mér einstak-
lega góð er ég var lítil stúlka á
Þórshöfn. Ótaldar eru fjöruferð-
irnar okkar og göngutúrarnir. Ég
var og er mikið náttúrubarn, eftir
því tók Birna fljótt. Kom hún eitt
sinn að mér er ég sat á steini í
fjörunni fremur döpur í skapi tal-
andi við öldurnar og bað þær um
að taka mig. Þá hrökk ég við er
hún sagði: Komdu elsku stúlkan
mín, við skulum koma heim og
búa til falleg blóm. Svo fór ég
heim með henni og sótti hún inn
í skáp fallegan kreppappír og
sneið til blóm; vír var notaður
sem uppistaða. Var nú aldeilis
tekið til hendinni og sköpuðust
mörg falleg blóm á smástundu og
ég komin í sólskinsskap.
Eins og sjá má þá hafði hún
gott lag á að koma börnum í gott
skap. Eitt sinn er ég kom í heim-
sókn þá var komið gat á sokkinn
minn; hún sá það og bauðst til að
kenna mér að stoppa í sokkinn,
var ég þá tíu ára. Eg var himinlif-
andi yfir því að læra þetta og
flýtti mér heim til mömmu og
sýndi henni handbragðið og hún
spurði: Hefur þú virkilega gert
þetta sjálf? Ég sagði henni þá
hvað frænka hefði verið góð að
kenna mér þetta. Síðan hefur
mér fundist mjög gaman að
stoppa í hvað sem er.
með öra lund, næm á börn og
vann sitt verk vel og hratt; kona
sem var glettin og gat gert grín að
ýmsu án þess að særa nokkurn.
Frænka giftist Sigurði Elíasi
Sigurjónssyni á Þórshöfn 23.
mars 1952, en þau slitu samvist-
um árið 1974. Þá fór hún að
vinna í Skjaldarvík, en 1986
gerðist hún vistmaður þar.
Frænka var oft misskilin af
sínu samferðafólki; þótti frekar
skapstirð, en undir niðri var hún
viðkvæm kona með sínar langan-
ir eins og gerist og gengur.
Frænka annaðist um ömmu og
afa seinustu æviár þeirra á Ingi-
marsstöðum á Þórshöfn. Hafi
hún kærar þakkir fyrir það.
Ég veit að Birna hefur átt góða
heimkomu í faðmi foreldra,
systkina og annarra ástvina. Jón
Kristinsson, mágur hennar,
studdi hana afar vel seinni árin og
ber sérstaklega að þakka það.
Minningarathöfn var í Akur-
eyrarkirkju 16. desember, en
jarðsungið í Sauðaneskirkjugarði
21. desember. Ég vona að algóð-
ur Guð styrki okkur öll. Guð
blessi minningu frænku.
Pegar mér ganga þrautir nær,
þér snú þú til mín, Jesú kær.
Hjartað hressi og hugann minn
himneskur náðarvökvi þinn.
H.P.
Eins og áður er sagt var frænka
fædd með listræna hæfileika; það
bókstaflega lék allt í höndunum á
henni og hafði hún mikið hug-
myndaflug. Gat búið til fallegar
og notalegar gjafir úr litlu. Móðir
mín á ýmislegt fallegt og þarflegt
eftir hana; m.a. datt henni í hug
að sauma svuntu með málbandi
og skærum hangandi í bandi sem
hún festi við strenginn en mál-
bandið var neðst á svuntunni.
Henni datt þetta í hug út af því
að mamma var alltaf að týna mál-
bandinu. Þeta fannst nú móður
minni góð lausn og hefur ekki
þurft að leita að málbandi síðan.
Eftir að ég flutti á Hvámms-
tanga þá sáumst við ekki oft en
ég frétti alltaf af henni í gegnum
móður mína og stundum skrifaði
ég henni góð bréf; enda átti hún
það svo sannarlega skilið.
Frænka var hreinskiptin kona
Hildur Kristín Jakobsdóttir.
„Ég held ég gangi heim“
ur í verkstjórastarfinu. Það var
framkoma við unglinga. Þolin-
mæði hans við þá sem voru að
stíga fyrstu skrefin sín á vinnu-
markaðnum var mikil og oft
miklu meiri en við hinir fengum
skilið.
Ekki var vafamál að fjölmargt
ungt fólk minnist Þorsteins með
sérstökum hlýhug vegna sam-
starfs við hann fyrstu sumur eða
ár þess á vinnustað, þó það hafði
e.t.v. ekki alltaf kunnað að meta
leiðbeiningarnar þegar þær voru
gefnar.
Við undirritaðir munum sakna
samvistanna við Þorstein og
ávallt minnast hans með hlýhug
og virðingu. Við þökkum fyrir
vináttuna og samstarfið, sem
aldrei bar skugga á þessi ár.
Þorsteinn var ókvæntur og
barnlaus og átti mestan hluta
ævinnar heimili á Kambhóli í
Arnarneshreppi. Hann var jarð-
sunginn frá Möðruvallakirkju í
Hörgárdal á laugardaginn.
Við sendum systkinum og öðr-
um ættingjum Þorsteins innilegar
samúðarkveðjur.
Franz Árnason,
Hallgrímur Skaptason,
Páll Sigurjónsson.
*
ÍSLANDSBANKAMÓT
Laugardaginn 28. des. 1991 verður hinn árlegi
Íslandsbankatvímenningur haldinn aðjaðri. Spil-
aðar verða tvær lotur með Mitchell fyrirkomulagi
og hefst spilamennska kl. 10.00 og lýkur um kl.
19.00. Þátttökugjald er kr. 1000,-fyrir spilara.
Spilað verður um silfurstig.
Skráning fer fram í síma 25134 (Haukur), eöa í síöasta
lagi kl. 9.30 á mótsstaö.
Skráið ykkur tímanlega!
BRIDGEFÉLAG AKUREYRAR.
Ferliþjónusta
Akureyrar
Akstur 24. desember og 31. desember þarf að
panta fyrir kl. 12.00 í síma 24929.
Akstur 25.-26. des. og 1. jan. þarf að panta sam-
dægurs í síma 985-31029 kl. 9.30-11.00.
Skemmtiklúbburinn
Líf og fjör
Jólatréskemmtun
fyrir börn verður í Alþýðuhúsinu, 4. hæð
sunnudaginn 29. des. og hefst kl. 14.00.
Áramótafagnaður
verður laugardaginn 28. des.
kl. 22.00-03.00.
Húsið opnað kl. 21.30.
Hljómsveit Bigga Mar sér um fjörið.
Mætum vel og kveðjum árið saman.
Munið félagsskírteinin.
Stjórnin.