Dagur - 21.01.1992, Síða 4

Dagur - 21.01.1992, Síða 4
4 - DAGUR - Þriðjudagur 21. janúar 1992 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 ÁSKRIFT KR. 1200ÁMÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ KR. 110 GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMNETRA 765 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON BLAÐAMENN: INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir), ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960, fax 95-36130), STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON LJÓSMYNDARI: KJARTAN ÞORBJÖRNSSON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON, ÞRÖSTUR HARALDSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Öflugt tóiustundastarf spornar gegn óreglu ungmenna. Mynd: Golli Risastórt minnis- merki um mistök Fólksfjölgun hér á landi síðasta áratuginn hefur mest- öll orðið á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum. Frá 1981 til 1991 fjölgaði íslendingum um 25.900 manns, sem allir eru búsettir á ofangreindu svæði. Þar af fjölg- aði um 15.060 manns í Reykjavíkurborg einni. Utan höfuðborgarsvæðisins og Suðurnesja búa hins vegar enn jafnmargir og fyrir áratug, um 94.740 manns. Breytingin sem átt hefur sér stað á þessum áratug er sem sagt sú að landsbyggðarmönnum hefur fækkað hlutfallslega úr 40,8% landsmanna allra niður í 36,5%. Þessi óheillaþróun er oft nefnd einu nafni byggða- röskun. Um það verður ekki deilt að hún er afar óhag- kvæm út frá þjóðhagslegu sjónarmiði. Mikil og hröð fólksfjölgun á höfuðborgarsvæðinu skapar óteljandi vandamál sem mjög kostnaðarsamt er að leysa. Nægir þar að nefna að byggja þarf nýjar íbúðir, dagvistar- heimili, gæsluvelli, skóla og heilsugæslustöðvar. Sömuleiðis þarf að verja stórkostlegum fjárhæðum til að aðlaga samgöngukerfi höfuðborgarsvæðisins að stóraukinni bílaumferð. Síðast en ekki síst þarf að skapa fjölmörg ný atvinnutækifæri á höfuðborgar- svæðinu til að þeir sem þangað flytja hafi til hnífs og skeiðar. Á sama tíma falla íbúðarhús víða á lands- byggðinni í verði og mörg þjónustumannvirki þar í eigu hins opinbera eru illa nýtt sökum fólksfækkunar. Það er merkilegt að stjórnvöld hafa ekki enn séð ástæðu til að láta sérfræðinga sína reikna út hvað yfir- standandi byggðaröskun er þjóðinni dýrkeypt. Viðbú- ið er að niðurstaðan úr því dæmi yrði svo skelfileg, að það opinbera fjármagn sem síðustu ár hefur verið not- að til „svonefndra" byggðaaðgerða yrði léttvægt fundið. Uppbyggingin sem hefur átt sér stað í Grafarvogi síðustu fimm árin, er táknræn fyrir þá stökkbreytingu sem hér er um að ræða. Enginn „bær“ á íslandi hefur vaxið með jafnævintýralegum hraða undanfarin ár og þetta nýjasta úthverfi Reykjavíkur. Á hálfum áratug hefur Grafarvogsbúum fjölgað um 5.640 manns, þar af um 1.310 manns á nýliðnu ári. Til samanburðar má geta þess að fólksfjölgun á landinu öllu - utan Reykja- ness — var aðeins um 214 manns á síðasta ári, eða rúmlega 6 sinnum minni en í Grafarvogi! Fólksfjölgun- in í Grafarvogi síðustu fimm árin svarar til nær 70% allrar íbúafjölgunar í Reykjavík og rösklega þriðjungs af allri fólksfjölgun á íslandi á þessu tímabili. Segja má að í hraðri uppbyggingu Grafarvogsins í Reykjavík endurspeglist byggðastefna íslenskra stjórnvalda. Þau hafa ekki enn gert raunhæfa tilraun til að stöðva yfirstandandi byggðaröskun. Þvert á móti hafa þau lagt sitt að mörkum til að byggðaröskunin gangi sem hraðast fyrir sig. Það hafa þau m.a. gert með því að skapa hundruð nýrra starfa á vegum hins opinbera á höfuðborgarsvæðinu. Það hafa þau einnig gert með því að veita ótakmörkuðu fjármagni til upp- byggingar á þessu sama svæði meðan fjármagn til annarra landshluta er skorið við nögl. Þegar grannt er skoðað er Grafarvogurinn risastórt minnismerki um það hve fullkomlega stjórnvöldum hefur mistekist það ætlunarverk sitt að stuðla að jafn- vægi í byggð landsins. BB. Fundir í Glerárskóla með foreldrum barna í efri bekkjadeildum: „Útivist fram eftir nóttu og áfengis- neysla ungmenna er mikið áhyggjuefiii“ - segir Dröfn Friðfmnsdóttir, starfsmaður íþrótta- og tómstundaráðs „Það sem við hjá íþrótta- og tómstundaráði höfum áhyggj- ur af, jafnt og margir foreldr- ar, er að unglingar eru farnir að neyta áfengra drykkja miklu fyrr en var fyrir nokkr- um árum. Mjög algegnt er að börn á Akureyri neyti áfengra drykkja að staðaldri og aðgerða er þörf,“ sagði Dröfn Friðfinnsdóttir, starfsmaður Iþrótta- og tómstundaráðs Akureyrarbæjar. Dröfn sagði að nú sé svo kom- ið að rannsóknarlögreglan á Akureyri, íþrótta- og tómstunda- ráð sem og ráðgjafadeild Félags- málastofnunar Akureyrarbæjar hafi tekið höndum saman til að vinna að fyrirbyggjandi starfi er lýtur að áfengisneyslu og útivist ungmenna. „Upphafs þessa samstarfs má leita til fyrirlestrar í Lundarskóla er íþrótta- og tómstundaráð gekkst fyrir í haust. Fyrirlesari var Einar Gylfi Jónsson, forstjóri Unglingaheimilis ríkisins. Fyrir- lesturinn var vel sóttur og hann fjallaði m.a. um að það væri nokkuð snúið að vera foreldri í dag. Freistingarnar leynast víða og áfengisbölið nær tökum á æ fleiri unglingum. Foreldrar standa oft ráðþrota og hafa ekki kraft til að sporna gegn áfengis- neyslu barna sinna. Rannsóknar- lögreglan, starfsmenn íþrótta- og tómstundaráðs og starfsmenn ráðgjafadeildar Félagsmálastofn- unar vilja því grípa inn í gang mála. Þessir aðilar búa yfir reynslu og menntun á flestu er lýtur að vandamálinu. Aðilarnir þrír hafa leitað samstarfs við foreldrafélög grunnskólans. Sl. laugardag var fundur með sjórnum foreldra- félaganna. Ákveðið er að efna til þriggja funda í Glerárskóla á þriðjudag, miðvikudag og fimmtu- dag með foreldrum er eiga börn í eldri deildum skólans. Síðár verða fundir á sömu nótum í öðr- um grunnskólum á Akureyri. Umræðan verður um fyrirbyggj- andi starf og hvað foreldrum ber að varast. Okkur ber að líta alvarlegri augum á áfengisneyslu ungmenna. Áfengi er undanfari sterkari efna sem dæmin sanna og því ber okkur að byrgja brunninn áður eh barnið dettur ofan í. Samvinna er besti kostur- inn,“ sagði Dröfn Friðfinnsdótt- ir. ój „Öflugt forvamarstarf og samviima er lykilatríði“ - segir Jóhannes Sigfússon, rannsóknarlögreglumaður „Tilgangur fundanna í Glerár- skóla, það er lýtur að lögregl- unni, er fyrst og fremst að leiða foreldra barna í efstu bekkjum grunnskóla í sann- leika um hvert ástandið er í miðbæ Akureyrar um helgar og þá einnig hver afskipti lög- reglunnar eru,“ sagði Jóhann- es Sigfússon, rannsóknarlög- reglumaður, er Dagur ræddi við hann um fundaherferð þá sem rannsóknarlögreglan, íþrótta- og tómstundaráð sem og ráðgjafadeild Félagsmála- stofnunar gengst fyrir í Glerár- skóla næstu þrjú kvöld. Fundirnir í Glerárskóla hefjast öll kvöldin kl. 20,30. Jóhannes segir fundaherferðina algjöra til- raun, því ekki sé vitað hver við- brögð foreldra verði. Fari svo að foreldrar fjölmenni til fundanna þá verður haldið áfram í fleiri skólum. Svo virðist sem ungling- Unglingurinn verður í brennidepli á fundunum í Glerárskóla. Mynd: Golli ar á Akureyri hafi lausan taum- inn þ.e. lýtur að útivist á kvöldin og fram eftir nóttu. Lögreglu- menn þurfa æ oftar að hafa afskipti af unglingum vegna neyslu áfengis og aldurinn hefur færst niður á síðari árum. „Við munum einnig ræða fíkniefnamálin og svara fyrir- spurnum. Ffkniefnamál eru ofar- lega í hugum foreldra sem eðli- legt er. Sem betur fer hefur lög- reglan á Akureyri ekki orðið vör við fíkniefnaneyslu barna í efri bekkjum grunnskóla, en foreldr- um jafnt sem öðrum ber að vera á varðbergi. Ég vona að foreldrar fjölmenni til fundanna í Glerár- skóla því öflugt forvarnarstarf og góð samvinna foreldra og þeirra er vinna að heill ungmenna er forsenda þess að takist að lagfæra ýmsa hluti er hafa farið miður í uppeldismálum," sagði Jóhannes Sigfússon. ój

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.