Dagur - 27.02.1992, Blaðsíða 5

Dagur - 27.02.1992, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 27. febrúar 1992 - DAGUR - 5 Fundur foreldra grunnskólanema á Akureyri með menntamálaráðherra: Verulegrar óánægju gætir með að sparnaður í ríkiskerfinu bitni á grunnskólanemum Ólafur G. Einarsson, mennta- málaráðherra, hefur lagt til að endurskoðun fari fram á löguin bæði um grunn- og framhalds- skólana í landinu og í fram- haldi af þeirri ákvörðun skipað nefnd til þess að annast það verk. Þetta kom meðal annars fram á fundi með foreldrum grunnskólanema á Akureyri síðastliðinn sunnudag. A fund- inum ræddi menntamálaráð- herra um sparnaðaraðgerðir í skólakerfinu vegna fjárlaga- halla og slæmrar stöðu ríkis- sjóðs og skýrði út til hvaða aðgerða hefði verið ákveðið að grípa. Foreldrafélög í grunn- skólum bæjarins höfðu boðað til þessa fundar með ráðherr- anum og hófst fundurinn á fimm stuttum framsöguerind- um heimamanna. Síðan flutti ráðherra mál sitt og svaraði fyrirspurnum. í máli foreldra - bæði framsögumanna og ann- ara er tóku til máls síðar á fundinum gætti verulegrar óánægju með að sparnaðar- aðgerðir í ríkiskerfinu eigi að bitna á grunnskólanemum og draga þar með úr undirstöðu- menntun þeirrar kynslóðar sem nú er að vaxa úr grasi. Fyrsta foreldri á mælendaskrá var Gunnar Hallsson. Hann gagn- rýndi niðurskurðinn í mennta- kerfinu harðlega og kvað vá vera fyrir dyrum. Hann minnti á aukið hlutverk grunnskólanna í uppeld- ismálum vegna breyttra atvinnu- hátta og sagði að leggja ætti áherslu á einsetna skóla og fækk- un nemenda í bekkjardeildum. Gunnar benti einnig á að kenn- arastarfið væri að verða hug- sjónastarf vegna lélegra launa- kjara. Björn Pórleifsson tók næstur til máls af hálfu foreldra. Hann kvað sjálfsagt að leita leiða til sparnaðar en þær leiðir sem farn- ar væru nú valdi því að fólk bregðist harkalaga við. Hann sagði að sparnaðarákvarðanirnar hafi borist fólki eins og leirtöfl- urnar af Sínaifjalli forðum. Sparnaði þurfi að ná í samráði og samvinnu við foreldra og umfram allt verði að gæta hagsmuna barnanna sjálfra. Björn sagði að ekki væri unnt að fækka kennslu- stundum og fjölga í bekkjardeild- um í einu. Onnur þessara leiða hefði hugsanlega verið fær en ekki báðar samtímis. Varðandi hugmyndir um styttingu grunn- skólans sagði Björn að athuga yrði að unglingar hefðu ekki sömu tækifæri til þátttöku í atvinnulífinu og áður. Jón Hjaltason var næstur á mælendaskrá af hálfu foreldra. Hann sagði að foreldrar væru orðnir einskonar leiksoppar í þessum málum. Nú hefði verið gefin út heimild til fræðslustjóra að fjölga nemendum í bekkjar- deildum auk þess að fækka viku- legum kennslustundum. Jón taldi að ekki væri unnt að fara báðar þessar leiðir í einu. Hann ræddi nokkuð um á hvern hátt hug- myndir menntamálaráðuneytis- ins væru framkvæmanlegar og spurði ráðherra síðan eftir því hver væru framtíðaráform hans varðandi menntamálin. Hann spurði einnig hvort vænta megi þess aþ endir verði bundinn á blandaða bekki og að nemendum verði skipt upp eftir getu. Tryggvi Marinósson steig næst- ur í pontu fyrir hönd foreldra. Hann sagði að orrustan um niðurskurð í grunnskólakerfinu hefði tapast við samþykkt lag- anna um ráðstafanir í ríkisfjár- málum - bandormsins og benti á að hætta sé á að niðurskurðurinn verði varanlegur. Hann sagði að grunnskólarnir á Akureyri séu misjafnlega undir niðurskurð búnir og varpaði að lokum fram þeirri spurningu hvers megi vænta næst - hvort skólagjöldum verði komið á eða farið að beita takmörkunum til náms. Hermann Jónsson talaði síð- astur af hálfu foreldra. Hann sagði að Biblíudagurinn væri í dag og því rifjaðist upp fyrir sér dæmisagan um manninn sem byggði hús sitt á sandi. Sparnað- araðgerðir ríkisstjórnarinnar varðandi grunnskólann væru einnig reistar á sandi. Hermann tók dæmi um venjulega íbúa í Síðuhverfinu á Akureyri - yngsta hverfi bæjarins. Flestir þeirra væru að koma sér fyrir, byggja upp sín heimili og fólk þyrfti því oft að leggja á sig langan vinnu- dag. Af þeim sökum mættu börn- in síst við styttingu skólatímans eða minni kennslu. Að loknum erindum foreldra tók Ólafur G. Einarsson, mennta- málaráðherra til máls. Ræddi hann orsakir niðurskurðaraðgerða ríkisstjórnarinnar, mikinn fjár- lagahalla og óhagstæðan við- skiptajöfnuð. Hvað hann ekki hægt að varpa reikningnum af ógreiddum skuldum yfir á fram- tíðina. Því hefði verið gripið til þess ráð skera útgjöld ríkisins niður - meðal annars með þeim afleiðingum að spara yrði 180 milljónir króna í skólakerfinu. Hann kvað ógerlegt að ná þess- um sparnaði á hálfu skólaári þannig að sparnaðaraðgerðirnar kæmu til framkvæmda á haust- misseri 1992 og vormisseri 1993. Hann sagði að með þessari áætl- un sé ekki verið að hverfa aftur til fortíðar eins og haldið hefði verið fram heldur bregðast við tímabundnum vanda í fjármálum hins opinbera. Þá sagði Ólafur að ákveðið væri að endursakoða lög um grunn- og framhaldsskóla. Hann sagði að á síðasta vori hefðu ný grunnskólalög verið samþykkt sem væru ágæt fyrir margra hluta sakir. Ástæða þess að hann hefði nú svo fljótt lagt til endurskoðun á þeim lögum væri sú að hann teldi að endurskoða verði lög um hvort skólastig fyrir sig með tilliti til hins þannig að fullrar sam- ræmingar á milli skólastiga verði gætt. Ólafur sagði að meðal þeirra atriða sem nefndinni væri ætlað að fjalla um sé á hvern hátt megi meta árangur í námi og hvort taka beri upp samræmd próf í fleiri greinum í því sam- bandi. Framhaldsskólakerfið sé í raun öllum opið en nú sé farið að bera á vanda á háskólastigi sem rekja megi að einhverju leyti til ónógs undirbúnings á neðri skólastigum. Þá er nefndinni ætl- að að fjalla um eflingu fram- haldsskólans og hvort stefna beri að því að gera hann sjálfstæðari. Einnig á að fjalla um hvort færa eigi rekstur grunnskóla alfarið yfir á sveitarféiögin og sagði Ólafur G. Einarsson nauðsynlegt að finna þeim nýja tekjustofna í því sambandi. Hann sagði að flestir gerðu sér grein fyrir að sveitarfélög gætu ekki tekið á sig aukinn kostnað af skólahaldi án þess að tekjur komi til. Þá sé nefndinni einnig ætlað að fjalla um hvort stytta eigi grunn- og framhaldsskólanám þannig að unglingar útskrifist með stúdents- próf um 18 ára aldur eins og í nágrannalöndum okkar og einnig hvort unnt sé að gera framhalds- skólana sjálfstæðari fjárhagslega. Að ræðu menntamálaráðherra lokinni svaraði hann nokkrum fyrirspurnum áður en hann varð að hverfa af fundi. Umræður héldu þó áfram um stund og gætti í máli manna ánægju með fram- kvæmd niðurskurðarins og kvíða vegna þess að hann yrði hugsan- lega varanlegur. Fundurinn mótmælti harðlega ákvörðunum um niðurskurð í starfi grunnskól- anna. ÞI Samtök um sorg og sorgarviðbrögð: Fyrirlestur í safiiaðarheimili Akureyrarkirkju í kvöld Samtök um sorg og sorgarvið- brögð verða með fyrirlestur í Safnarðarheimili Akureyrarkirkju í dag, fimmtudaginn 27. febrúar kl. 20.30. Séra Þórhallur Höskuldsson, sóknarprestur á Akureyri, flytur fyrirlestur un aðhlynningu dauðvona fólks og aðstandenda þeirra og almenna líknarhjálp o» er fyrirlesturinn öll- um opinn. Á eftir verða fyrir- spurnir og umræður og léttar veitingar verða á borðum. Fundir samtakanna eru á fimmtudögum hálfsmánaðarlega í safnaðarheimilinu og eru fyrir- lesarar fengnir í annað hvert sinn. Öllum er heimil þátttaka sem áhuga hafa á að leita sér stuðnings eða vilja styðja aðra eftir ástvinamissi. Séra Þórhallur Höskuldsson fjallar í fyrirlestri sínum um aðhlynningu dauðvona fólks og aðstandenda þeirra. I PORTIÐ 1 nýju slökkvistöðinni við Árstíg Spil — bækur — plötur — myndir — lax — brauð — lakkrís — postulínsvörur — skartgripir — kartöflur — o.fl. o.fl. Komið og skoðið Söluaðilar. Opið laugardaga frá kl. 11-16 Undirbúningsfundur um stofnun samtaka atvinnulífsins á Akureyri Atvinnumálanefnd Akureyrar gengst fyrir opnum fundi á morgun, föstudaginn 28. febrúar, kl. 13.30 að Hótel KEA. Fundurinn er ætlaður stjórnendum fyrirtækja í öllum grein- um atvinnulífsins jafnt framkvæmdastjórum fyrirtækja, einstaklingum með eigin atvinnurekstur sem og forsvars- mönnum sjálfstæðra stofnana. Tilgangur fundarins er að kanna hug forsvarsmanna atvinnulífsins fyrir stofnun félagsskapar er myndaði breið- fylkingu allra þeirra er á einn eða annan hátt tengjast atvinnurekstri til að ná betur fram fjölmörgum hagsmuna- málum atvinnulífsins hér á Akureyri. Vilhjálmur Egilsson alþingismaður og framkvæmdastjóri Verslunarráðs mætir á fundinn og kynnir starfsemi sam- taka sem þessara. Atvinnumáianefnd Akureyrar. Hálendisferðir á jeppum NÁMSKEIÐ haldið á Akureyri 28. febr.-1. mars 1992 Dagskrá: Föstudagur 28. febrúar 20.00 Kynning - Kort og áttaviti - Akstur um háiendið. - Leiðir, leiðaval, leiðakerfi. Hlé. 21.00 Veðurfar - Staðsetningartækni: LoranC, GPS - „Yfir jöklana þrjá“. Laugardagur 29. febrúar 10.00 Jeppar og jeppabreytingar - Varahlutir - Undirbúningur og frágangur ferða. Hlé. 11.00 Skyndihjálp - Sjúkrakassinn - Viðleguútbúnaður. Hlé (frá 12.00). 14.00 Reglugerð og náttúruvernd - Umgengni við þyrlur - Fjarskipti. Hlé. 15.00 Vetrarakstur - Öryggisbúnaður til fjalla. Sunnudagur 1. mars 10.00-12.00 Snjóakstur. Leiðbeinendur: Arngrímur Hermannsson, stjórnandi, Ingimundur Þorsteinsson, Jón Gunnar Egilsson, Benedikt Eyjólfsson, Jón Gauti Jónsson, Náttúruverndarráði. Þátttaka tilkynnist hjá Bifrv. Sigurðar Valdimarssonar, Óseyri 5, Ak. eða í síma 22520 og eftir kl. 19 í síma 21765. Bifreiðaverkstædi Sigurðar Valdimarssonar Óseyri 5 - Simi 22520 - Akureyri. Ingvar = = _-= Helgason hf. ~ = = ~ Sævarshöfða2

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.