Dagur - 27.02.1992, Blaðsíða 7

Dagur - 27.02.1992, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 27. febrúar 1992 - DAGUR - 7 Mynd: SBG m er rætt“ Húsnæði er eitt af því sem vantar sumstaðar og ég held að áður en hægt er að vænta nýrra fyrirtækja verði að tryggja að hægt sé að vísa þeim á hentugt og aðgengiiegt húsnæði fyrir sína starfsemi. Einn af vaxtarbroddunum í atvinnumálum kjördæmisins er náttúrlega ferðamálin, sem eru mikið í umræðunni. Verið er að lífga við ferðamálafélög og við skulum ekki gleyma því að Norðurland vestra hefur hingað til ekki fengið mikla athygli af hálfu ferðamanna svo þarna er um lítt plægðan akur að ræða. Nokkuð hefur verið rætt hvernig INVEST eigi að tengjast þessari atvinnugrein, því auðvitað er sjálfsagt að félagið láti ferðamál til sín taka eins og hvað annað. Ég vil t.d. skoða þann möguleika að vera hinum nýstofnuðu Ferða- málasamtökum Norðurlands vestra innan handar og eyða þá minni tíma í hvert ferðamálafé- lag fyrir sig.“ Aukin tengsl við almenning Meðal þess sem Iðnþróunarfélag Norðurlands vestra hefur tekið þátt í að koma á legg eru atvinnu- þróunar- og átaksverkefni í Húnaþingi, Skagafirði og á Siglu- firði. Einnig hefur félagið átt þátt í að koma á samstarfi á milli ýmissa aðila í kjördæminu og fundið erlenda samstarfsaðila fyrir fyrirtæki á svæðinu. En hvert telur Kristján að sé álit almennings á INVEST? „Eflaust hefur fólk margvísleg- ar skoðanir á starfsemi INVEST og ég er ekkert undrandi á þó einhverjir spyrji að því hvað félagið hafi verið að gera í gegn- um tíðina. Það er félaginu sjálfu að kenna, enda hefur upplýsinga- flæði frá því ekki verið sem best. Við ætlum okkur aftur á móti að ráða bót á því núna og á síðasta framkvæmdastjórnarfundi var ákveðið að hefja útgáfu frétta- bréfs sem kemur til með að koma út ársfjórðungslega. Auk þess er ætlunin að reyna að komast meira inn í fjölmiðlana, en hins vegar ber að hafa í huga að við getum ekki hlaupið í blöðin og útlistað hvað félagið er að gera frá degi til dags, því margt af okkar verkefnum þarfnast ákveð- ins trúnaðar. Tengsl okkar við almenning munu því væntanlega koma til með að aukast í framtíð- inni og það held ég sé af hinu góða.“ Ein af baráttuleiðunum - Er INVEST félag sem komið er til að vera? „Við erum að horfast í augu við það núna að atvinnumálin brenna mjög á fólki. Ég vil ekki segja að iðnþróunarfélagið eitt sér muni leysa alla hluti í sam- bandi við það, en það er þó ákveðið innlegg. Félagið getur hugsanlega stuðlað að uppbygg- ingu nýrra fyrirtækja, en ekki síður hlúð að því sem fyrir er svo það megi viðhaldast, eins og t.d. frumvinnslugreinarnar. Ákveðin varnarbarátta er háð í ýmsum atvinnugreinum og fyrir landsbyggðina sjálfa. Iðnþróun- arfélög eru ein af leiðunum sem hægt er að fara til að berjast í þessum málum. Engu að síður eru ýmsir aðilar að fást við atvinnu- þróunarmál. Atvinnumálanefnd- ir sveitarfélaga eru með þessi mál á sinni könnu og staðbundin átaksverkefni hafa verið sett á legg auk iðnþróunarfélaga. Víða er því verið að reyna að gera eitthvað og mér fannst á sínum tíma stór spurning hvernig þetta gæti allt haldist í hendur. Það er kannski óeðlilegt að menn séu sífellt að bauka hver í sínu horni og alltaf sé verið að hleypa af stokkunum fleiri og fleiri eins- manns „batteríum". Engu að síð- ur heyrir maður stundum að fólk sé tortryggið út í samstarf vegna ótta við að tapa tækifærunum til annarra. Þetta getur kostað það, að menn séu að finna upp hjólið á nýjan leik. Auðvitað er þetta að sumu leyti skiljanlegt, en að mínu mati verða menn að vinna saman innan ákveðins ramma. Þessi einsmanns „batterí" eru heldur ekki góð og t.d. held ég, að ef tveir menn störfuðu við iðn- ráðgjöf hjá INVEST myndi það þýða miklu meira enn tvíeflingu starfseminnar.“ Aðaláherslan á frumvinnslugreinarnar - Hver er framtíðin í atvinnu- málum á Norðurlandi vestra í dag? „Ég er ekki viss um að ástand- ið sé jafn slæmt þegar á heildina er litið og um er rætt. Fólk vill gjarnan velta sér upp úr því að ekki sé allt í lagi og slík umræða nær jafnvel til staða þar sem ástandið er hvað best. Án þess að ég neiti að horfast í augu við staðreyndir held ég að menn ættu að eyða minni tíma í að velta sér upp úr slíkum bölmóð. Allavega tel ég mínum störfum og störfum atvinnumálanefnda betur varið í leit að einhverju jákvæðu, en við úttektir á hversu slæmt ástandið sé. Ég held að fólk eigi frekar að leita að því sem er jákvætt þegar illa árar og hlúa vel að því sem til staðar er, í stað þess að vera að barma sér endalaust. Þegar ástandið er síðan orðið betra get- ur fólk snúið sér að leit enn betri tækifæra. Mér finnst hjákátlegt að eyða miklu púðri í einhverja nýsköpun, sem kannski getur af sér eitt til tvö störf, þegar hægt er að hjálpa til við leit að lausnum á vandamálum stórra fyrirtækja þar sem líf heilu byggðalaganna er í veði. Þess vegna ætlum við hjá INVEST einmitt að leggja aðaláhersluna á frumvinnslugrein- arnar á næstunni og þá aðallega sjávarútveginn." SBG Skrifstofumaður með bókhaldsþekkingu óskast til að annast bókhald, erlend viðskipti og alla almenna skrifstofuvinnu. ★ Framtíöarstarf. Umsóknir með öllum helstu upplýsingum leggist inn á afgreiðslu Dags fyrir 4. mars nk. merk: Framtíð. Húsbréf Útdráttur húsbréfa Nú hefur farið fram fyrsti útdráttur húsbréfa í fyrsta flokki 1991. Komaþessi bréf til innlausnar 15. apríl 1992. Öll númerin verða birt í næsta Lögbirtingablaði og upplýsingar liggja frammi í Húsnæðisstofnun ríkisins, á Húsnæðisskrifstofunni á Akureyri, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum. c£h HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS LJ HÚSBRÉFADEILD • SUÐURLANDSBRAUT 24 ■ 108 REYKJAVÍK ■ SÍMI 696900 IE(32TT(32®[k(S Fyrirtæ keppni karaoki í Kjalla fimmtu 27. febr Stórglœsileg verðlaun \IU“ 1. verblaun f Utanlondsferð fyrir 2 1 og kvöldverður fyrir 20 manns * 2. verblaun Geislaspilari fró Hljómbæ ^ 3. verblaun Plötuverðlaun frá Hljómdeild KEA L UIi 11.111 Upplýsingar og skráning . , í keppnina eru í síma 22770 daginn . úar SIALLNN t) h i hefct föstuda^nn 28. febtúai nitsíéi . febrúar 29. febrúar kl. 10-14 Nku.eV" ' S“ j£

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.