Dagur - 27.02.1992, Blaðsíða 14

Dagur - 27.02.1992, Blaðsíða 14
14 - DAGUR - Fimmtudagur 27. febrúar 1992 Fegurðarsamkeppni Norðurlands -12 stúlkur keppa til úrslita í Sjallanum annað kvöld Það verður mikið um dýrðir í Sjalianum föstudagskvöldið 28. febrúar enda Fegurðarsam- keppni Norðurlands 1992 á dagskrá. Tóif fönguleg fljóð úr norðlenskum byggðum skarta þar sínu fegursta og dóm- nefndar bíður að skera úr um hver þeirra skuli verða fulltrúi Norðuriands í Fegurðarsam- keppni íslands sem haldin verður í apríl. Kvöldið hefst með fordrykk og kynningu frá Amaro kl. 19 og síðan munu veislugestir gæða sér á villibráðarpaté með rauðu perumauki og ristuðu brauði, nautalundum Vellington með Charongsósu og smjörfylltri kart- öflu, ávaxtasalati í marengsbolla með Sabajonekremi og ískúlu og loks kaffi og konfekti. Atli Guðlaugsson og Guðjón Pálsson leika nokkur lög meðan á borðhaldi stendur og síðan verða stúlkurnar kynntar í baðfötum. Þá verður tískusýning frá Fínum línum áður en stúlkurnar koma fram í kvöldkjólum. Flutt verða nokkur atriði úr söngskemmtun- inni „Það er svo geggjað - saga af sveitaballi" sem gengur í Sjallan- um um þessar mundir og síðan fer að draga til tíðinda. Gjöfum rignir yfír þátttakendur Úrslitin verða kunngerð þegar líða tekur að miðnætti. Ljós- myndafyrirsæta verður kosin úr röðum þátttakenda og vinsælasta stúlkan valin. Loks verður Feg- urðardrottning Norðurlands 1992 kynnt. Flermann Gunnarsson verður kynnir en í dómnefnd sitja þeir Bragi V. Bergmann, Sigtryggur Sigtryggsson, María Einarsdótt- ir, Kristjana Geirsdóttir og Matt- hildur Guðmundsdóttir. Stúlkan sem verður kjörin Ungfrú Norðurland 1992 fær þátttökurétt í Fegurðarsam- keppni íslands, kvöldkjól frá Tískuverslun Steinunnar, módel- gullhring frá Gullsmíðastofunni Skart, úr frá Halldóri Ólafssyni úrsmið, skó frá skótískunni, hársnyrtitæki frá Radíónaust, gjafakort frá Bautinn/Smiðjan, gallerímynd frá AB-búðinni, snyrtivörur frá Vörusölunni og myndatöku hjá Norðurmynd. Allar stúlkurnar fá eitthvað í sinn hlut, s.s. undirfatnað og snyrtivörur frá Amaro, konfekt frá Lindu, snyrtivörur frá KEA, sundbol frá Dansstúdfó Alice, fatnað frá Foldu og ljósatíma frá Stjörnusól og Sólstofunni Dalvík. Alice Jóhanns hefur séð um þjálfun stúlknanna, Guðrún Bjarnadóttir sér um förðun, Hulda Hallgrímsdóttir um hár- greiðslu og Nanna Jónasdóttir um blómaskreytingar. Sunna Sigurðardóttir. Anna Sigríður Jóhannesdóttir. Svanhildur Margrét Ingvarsdóttir. Lovísa Sveinsdóttir. Heiðný Helga Stefánsdóttir. Bergþóra Rós Lárusdóttir. Rut Tryggvadóttir. Ragnheiður Vala Arnardóttir. ( I ( ( Hólmdís Ragna Benediktsdóttir. Berglind Skarphéðinsdóttir. Pálína Sigrún Halldórsdóttir. Unnur Anna Valdimarsdóttir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.