Dagur - 27.02.1992, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Fimmtudagur 27. febrúar 1992
ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF.
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31,
PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222
ÁSKRIFT KR. 1200 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ KR. 110
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMNETRA 765 KR.
RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
BLAÐAMENN:
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþrótiir),
ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON,
SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960, fax 95-36130),
STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON
LJÓSMYNDARI: KJARTAN ÞORBJÖRNSSON
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON, ÞRÖSTUR HARALDSSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON
DREIFINGARSTJÓRI:
HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF.
SÍMFAX: 96-27639
Þjónustan skert
til frambúðar
Seint á síðasta ári boðaði heilbrigðisráðherra verulegan
niðurskurð á fjárveitingum til sjúkrastofnana um land
allt. I framhaldi af því skipaði ráðherrann stjórnendum
allra stofnananna að gera tillögur um sparnað frá þeirri
fjárveitingu sem gert var ráð fyrir í fjárlagafrumvarpinu,
mismikinn eftir stofnunum. í 6. grein fjárlaga er síðan að
finna ákvæði sem gefur fjármálaráðherra heimild til að
ráðstafa „ákveðinni upphæð í tengslum við rekstrar-
sparnað til hækkunar á fjárheimild einstakra rekstrarvið-
fangsefna, í samráði við einstaka ráðherra og fjárlaga-
nefnd," eins og það er orðað í fjárlagafrumvarpinu. Á
venjulegu mannamáli þýðir þetta að sérhver ráðherra
hefur ákveðna fjárhæð til ráðstöfunar sem honum er
heimilt að skipta á milh stofnana til að mæta niður-
skurðinum að einhverju leyti.
Heilbrigðisráðherra fékk 499 milljónir króna til slíkrar
eftirá úthlutunar og hefur nú tilkynnt hve mikið sjúkra-
stofnanir á landsbyggðinni fá af þeirri upphæð. í bréfi
heilbrigðisráðuneytisins, þar sem tilkynnt er um fyrr-
nefnda skiptingu, kemur fram að ákveðið hefur verið að
byggja á endanlegum fjárveitingum til sjúkrastofnana á
þessu ári við fjárlagagerð að ári. Með öðrum orðum hefur
ríkisstjórnin ákveðið að ekki sé um tímabundinn sparnað
í heilbrigðisþjónustunni að ræða. Þeirri stofnun sem í ár
er gert að spara 40 milljónir króna, er gert að gera slíkt
hið sama að ári. Þær stofnanir sem ekki ná fram tilætluð-
um sparnaði á annan hátt en að skerða þjónustu sína,
verða að skerða hana til frambúðar. Þær fá ekki aukna
fjárveitingu að ári.
Þessi niðurstaða heilbrigðisráðuneytisins og ríkis-
stjórnarinnar í heild veldur miklum vonbrigðum. Von-
brigðin eru fyrst og fremst sprottin af því hve handa-
hófskenndum aðferðum er beitt til að ná fram sparnaði,
sem síðan verður hafður til viðmiðunar um ókomna tíð.
Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri var t.d. gert að spara
um 56 milljónir króna frá fjárveitingu í fjárlagafrumvarp-
inu en fékk síðan 12 milljónir króna úr „pottinum" aftur.
FSA er því gert að spara 44 milljónir króna á þessu ári -
og sem fyrr segir hefur ríkisstjórnin tekið ákvörðun um að
hér eftir verði árlega skorin niður þjónusta á FSA sem
nemur 44 milljónum króna, miðað við rekstur spítalans
árið 1991. Svipaða sögu er að segja af mörgum öðrum
sjúkrastofnunum á landsbyggðinni.
Ljóst er að með þessari aðferð eru heilbrigðisyfirvöld
að taka peninga af einu svæði og færa þá yfir á annað.
Niðurskurðurinn er nefnilega alls ekki sá sami alls staðar.
Ingi Björnsson, framkvæmdastjóri Fjórðungssjúkrahúss-
ins á Akureyri, benti á það í Degi í gær að rætt hefði verið
um að 40% af þeim sparnaði, sem ríkið krafðist af stofn-
unum, rynnu aftur til þeirra. „Hefðu allir fengið þessi
40%," sagði Ingi, „hefði skerðingin komið jafnt niður á
öllum. Þessar 12 milljónir til FSA eru hins vegar aðeins
um 21% af því sem okkur var gert að spara. Það þýðir að
þær 10 milljónir, sem á vantar, eru teknar út úr þjónust-
unni hér og færðar eitthvað annað. “
Þessi ábending framkvæmdastjóra Fjórðungssjúkra-
hússins á Akureyri er fullkomlega réttmæt. Ríkisstjórnin
hefur tekið pólitíska ákvörðun um að færa fjármuni til inn-
an heilbrigðiskerfisins, nánast af handahófi, og byggja á
þeirri tilfærslu til frambúðar. Sú ákvörðun verður að telj-
ast mjög hæpin. BB.
Samtök atvinmilífsins á Akureyri
- skila þau okkur áleiðis?
Á morgun, föstudag, gengst
atvinnumálanefnd Akureyrar
fyrir kynningarfundi að Hótel
KEA og hefst hann kl. 13.30.
Þessi fundur er ætlaður stjórn-
endum fyrirtækja á öilum sviðum
atvinnulífsins, jafnt forsvars-
mönnum fyrirtækja, einstakling-
um með eigin atvinnurekstur sem
og forsvarsmönnum sjálfstæðra
stofnana.
Tilgangurinn með fundinum er
að kanna hug forsvarsmanna
atvinnulífsins á stofnun félags-
skapar um hin fjölmörgu hags-
munamál atvinnulífsins hér á
Akureyri.
Samtök af þessum toga eru
starfandi mjög víða erlendis í
bæjum og sveitarfélögum og eru
yfirleitt tengd enska orðinu;
„commerce" (verslun, viðskipti).
Hér á Iandi hafa Hvergerðingar
nú riðið á vaðið og stofnað sitt
Verslunarráð auk þess sem versl-
unarráð íslands hefur starfað á
landsvísu með hagsmuni alls
atvinnulífs landsmanna á stefnu-
skrá sinni.
Sjálfsagt spyrja ýmsir af þessu
tilefni hvort einhver nauðsyn sé á
félagsskap sem þessum. Hvort
ekki sé nóg af félögum eða félaga-
samtökum um málefni atvinnu-
lífsins, auk þess höfum við hér
starfandi bæði atvinnumálanefnd
og Iðnþróunarfélag.
Vissulega eru félög tengd
atvinnulífinu starfandi á fjöl-
mörgum sviðum, en þau hafa
yfirleitt afmarkað sig við ákveðn-
ar atvinnugreinar og starfa oft á
landsvísu. Þau eru því vart í
stakk búin til að ná fram breiðri
samstöðu í hagsmunamálum alls
atvinnulífsins, ekki síst ef þeir
hagsmunir eru bundnir við
ákveðið svæði.
Jón Gauti Jónsson.
En hvert er þá markmiðið með
slíkum félagsskap? í sem stystu
máli má segja að það sé að vinna
sameiginlega að framfaramálum
atvinnulífsins í bænum á öllum
sviðum.
Vissulega er og verður alltaf til
staðar samkeppni milli einstakra
fyrirtækja í sömu atvinnugrein og
eins milli einstakra atvinnu-
greina. Vegna smæðar fyrirtækj-
anna hefur sú samkeppni fyrst og
fremst verið bundin við heima-
markaðinn, sem flestir eru sam-
mála um að sé nú meira og minna
mettaður.
Vaxtarmöguleikana er því
fyrst og fremst að finna á stærri
mörkuðum, mörkuðum sem ná
langt út fyrir landsteinana. Slíkt
er þó vart raunhæfur möguleiki
nema til komi aukið samstarf og
samvinna fyrirtækja, ekki ein-
ungis innan sömu framleiðslu-
greina heldur einnig milli atvinnu-
greina. Þar leynast víða sam-
starfsmöguleikar ef að er gáð. í
því sambandi má nefna ferða-
þjónustu og matvælaframleiðslu.
En hvernig næst þetta mark-
mið í fyrstu lotu? í því sambandi
má benda á nokkrar leiðir. Ein-
stök fyrirtæki og atvinnugreinar
þurfa að kynnast starfsemi hvers
annars betur en nú er raunin og
gætu stuttir morgunverðarfundir
svo og útgáfa kynningarefnis ver-
ið spor í þá átt. í öðru lagi ætti að
taka sem fyrst upp samstarf við
erlend verslunarráð, en félags-
skapur sem þessi gefur góða
möguleika á að ná slíkum
tengslum. Þá mætti í þriðja lagi
nefna að mjög brýnt er orðið að
kynna eyfirskar framleiðsluvörur
mun markvissara en nú er gert
hér á Akureyri fyrir þeim fjöl-
mörgu erlendu ferðalöngum er
okkur sækja heim árlega. í fram-
haldi af því vaknar sú spurning
hvort félagsskapur þessi ætti ekki
að athuga þann möguleika að
koma á fót sérstakri söluskrif-
stofu fyrir eyfirska framleiðslu,
þjónustu og hugvit.
Þannig mætti halda áfram að
telja upp verkefni sem Samtök
atvinnulífsins gætu haft á stefnu-
skrá sinni, verkefni sem án efa
koma til með að styðja við
atvinnulífið hér í bæ og á það
jafnt við um starfsemi rótgróinna
fyrirtækja sem og þeirra sem nú
eru að leggja upp með nýja starf-
semi. Jón Gauti Jónsson.
Höfundur er atvinnumálafulltrúi Akur-
eyrarbæjar.
Örn Orri Einarsson:
Er líf eftir dauðaim?
Spurningin um líf eftir dauð-
ann hefur löngum verið
manninum hugleikin. Svarið er
einfalt. Það er ekkert sem tek-
ur við þegar dauðann ber að.
Er líf eftir dauðann? Af hverju
skyldu menn sífellt vera að velta
þessari spurningu fyrir sér, hvaða
máli skiptir það hvort líf er eftir
dauðann eða ekki? Jú, það er
eins og mönnum sé fróun í að
trúa því að eitthvað taki við eftir
dauðann. Af hverju er mönnum
fróun í því? Sennilega vegna þess
að menn eru hræddir við endan-
leikann sem fylgir dauðahugsun-
inni. Það virðist vera mönnum
sammerkt að vilja ekki viður-
kenna þær staðreyndir sem þeim
finnast óþægilegar. Þetta er
stundum kallað afneitun og er eins
konar varnarkerfi fyrir hugann.
Við afneitum hlutunum vegna
þess að við sættum okkur ekki
við þau sálrænu ónot sem slíkum
hugsunum fylgir. Ég minntist á
endanleikann og þá er stutt yfir í
einmanaleikann. Já, menn eru
hræddir við að vera einir þegar
þeir deyja. Við komum alltaf aft-
ur og aftur að þessari hræðslu við
einsemdina. Við verðum að hafa
einhverja til að deila lífi okkar
með, annars þrífumst við ekki.
Þess vegna vilja menn einnig
deila dauðanum með öðrum.
Sem dæmi um afneitun má
taka konu sem býr með alkahól-
ista sem misþyrmir henni á alla
lund bæði andlega og líkamlega.
Menn spyrja sig af hverju yfirgef-
ur konan ekki þennan ólánsama
mann? Já, af hverju ekki? Jú,
það er af því að þessi ágæta kona
afneitar þeirri staðreynd að líf
hennar er orðið óbærilegt með
þessum ólánsama manni. Af
hverju afneitar hún því? Henni
er jú alltaf opnir þeir kostir að
fara frá þessum manni eða vera
hjá honum ella. Hvaða vonir
hafði þessi kona ekki um ham-
ingjusamt líf? Er ekki svolítið
erfitt að viðurkenna að sú glæsta
framtíð sem blasti við þessari
ágætu konu sé nú hrunin til
grunna? Jú, þess vegna afneitar
konan þessum bitra sannleika. Er
betra að lifa í vondu hjónabandi
en öngu?
Eins er með líf eftir dauðann,
hugsunin um að allt sé búið við
dauðann virðist mörgum mannin-
um óbærileg, þess vegna er ein-
faldast að afneita þeirri stað-
reynd að lífinu sé lokið á dauða-
stundinni. Af hverju í ósköpun-
um ætti að vera líf eftir dauðann?
Ef við lítum á þróunarferil lífvera
kemur í ljós að líf kviknaði fyrst í
frumhafi fyrir tugþúsundum ára.
Síðan þróuðust lífverurnar hver af
annarri eins og alkunna er. Hvar
í ósköpunum kom líf eftir dauð-
ann inn í þessa þróun? Hjá ein-
frumungnum, amöbunni, risaeðl-
unni, apanum eða manninum?
Nei, líf eftir dauðann hefur verið
sett inn í mörg trúarbrögð
manninum til fróunar, einnig til
þess að sveipa trúarbrögðin dul-
úð hins óskiljanlega.
Það hlýtur að vera markmið
útaf fyrir sig að leita sannleikans.
Ég er þess fullviss að dauðinn er
endanlegur og mér líður ekkert
illa með þá hugsun. Er ekki þess
meiri ástæða til þess að nýta vel
þann stutta tíma sem við höfum
hér á jarðarkringlunni og sækja fast
að efla þau verðmæti sem mestu
skipta þ.e. að leitast við að verða
betri og heiðarlegri siðferðisver-
ur en við áður vorum? Til þess
þarf mikinn aga.
Orn Orri Einarsson.
Höfundur er læknir viö Fjórðungssjúkrahúsið á
Akureyri.