Dagur - 27.02.1992, Blaðsíða 1

Dagur - 27.02.1992, Blaðsíða 1
75. árgangur Akureyri, fímmtudagur 27. febrúar 1992 40. tölublað Venjulegir og demantsskornir trúlofunarhringar Afgreiddir samdægurs GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI Hrísexiarhreppur: íbúðir aldraðra stærsta verkefiiið í ár Drög að fjárhagsáætlun Hrís- eyjarhrepps voru kynnt á fundi hreppsnefndar í vikunni. Jónas Vigfússon, sveitarstjóri, segir aö hvað framkvæmdaliðinn Sjúkrahús Skagfirðinga: Fær 40 prósent tilbaka Endanlcgar tölur um niður- skurð á fjárlögum til Sjúkra- húss Skagfírðinga eru 9 millj- ónir króna samkvæmt því sem Birgir Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri sjúkrahússins, segir. Sjúkrahúsið fær sam- kvæmt því um 40% upp í þær 15 milljónir sem settar voru fram í niðurskurðarfrumvarpi ríkisstjórnarinnar. „Við fáum tæpar 6 milljónir til baka til reksturs sjúkrahússins, samkvæmt bréfi ráðuneytisins, en um 500 þús. til reksturs heilsu- gæslu,“ segir Birgir, en niður- skurður á heilsugæslu átti að vera 1,5 milljónir samkvæmt frum- varpinu. Birgir segist vera ánægður með að fá þó þetta háar fjárhæðir til baka, en segir að samt sem áður verði erfitt að ná því sem á vantar. Hann segir að þeim sparnaðaraðgerðum, sem þegar eru hafnar á sjúkrahúsinu, verði haldið áfram, en ekki muni koma til uppsagna vegna þessa. Um þau skilaboð frá heilbrigð- isráðuneytinu að ekki sé um tímabundinn sparnað að ræða, vildi Birgir lítið segja annað en að það þýddi að sníða þyrfti rekstur sjúkrahússins til fram- búðar eftir þessum fjárveiting- um. SBG varði í ár verði bygging þjón- ustuíbúða aldraðra megin við- fangsefnið. Bygging fimm íbúða fyrir aldr- aða var hafin á síðasta ári í Hrís- ey og segir Jónas að henni verði haldið áfram í ár. „Síðan á að reyna að ljúka við að helluleggja þær götur sem eftir voru, ljúka við breikkun íþrótta- vallarins og ljúka lagfæringum á skólalóðinni. Til viðbótar er við- hald á hitaveitu og frágangur á borholu fyrir kalt vatn. Þetta er það sem menn vilja gera en eitthvað kann að verða skorið niður af listanum," sagði Jónas. JÓH Ásdísarfarþegarnir komu til Akureyrar í hádeginu í gær með gömlum Fokker eftir flugævintýri morgunsins. Ásdís nauðlenti á Keflavíkurflugvelli í gær: Nefhjólið fór ekki niður í aðflugi á Akureyrarflugvelli - ekki fyrsta bilunin í nýju Fokker vélinni Mynd: Golli Laust fyrir kl. 10 í gærmorgun nauðlenti Ásdís, hin nýja Fokker vél Flugleiða, á Kefla- víkurflugvelli. Mikill viðbún- aður var á vellinum en lending- in tókst vel og allir sem um borð voru, 43 farþegar og fjögurra manna áhöfn, sluppu ómeiddir. Dagur fékk veður af því að ekki væri allt með felldu þegar Ásdís kom inn til lendingar á Akureyri um kl. 9 í gærmorgun. Vélin kom sunnan úr Eyjafirði og fór norður yfir bæinn, tók sveig og hóf aðflug fyrir ofan Sval- barðseyri. Sjónvarvottur sagði að vélinni hefði verið flogið lágt að Sauðárkrókur: Óljóst starfssvið at- vmnumálanefiidar - formaður nefndarinnar sagði af sér Á bæjarstjórnarfundi á Sauð- árkróki sl. þriðjudag var Pétur Valdimarsson tilnefndur sem aðalmaður í atvinnumálanefnd í stað Friðriks Jónssonar sem sagði af sér nefndarstörfum fyrir skömmu. Að sögn Frið- riks sagði hann af sér for- mennsku og setu í nefndinni, vegna óljóss starfssviðs hennar. „Hlutverk nefndarinnar er mjög óljóst í mínum augum og af þeim sökum hafði ég ekki áhuga á að starfa í henni lengur,“ sagði Friðrik um afsögn sína. Dagur hafði samband við Björn Sigurbjörnsson, formann bæjarráðs, og tók hann undir það að starfssvið nefndarinnar væri fremur óskilgreint. Hann sagði að engu að síður hefði nefndin unn- ið ýmislegt í gegnum árin, þrátt fyrir að hún væ'ri álitin þung í vöf- um vegna fjölda nefndarmanna sem eru sjö talsins. „Málið er að núna er verið að endurskoða samþykktir bæjarins og m.a. samþykktir varðandi atvinnumálanefndina. Við tökum fyrir allar nefndir og ráð á vegum bæjarins, stokkum upp í þeim, fækkum í þeim sumum hverjum og gerum starf þeirra á vissan hátt markvissara. T.d. er verið að athuga hvort beintengja eigi hin- ar stærri nefndir eins og atvinnu- málanefndina við bæjarstjórn með því að skilyrt sé að einn nefndarmanna sitji í bæjarráði eða bæjarstjórn," sagði Björn um málið. SBG flugbrautinni og nefhjólið hefði greinilega ekki verið niðri og yfir brautinni hefði hún skyndilega hækkað flugið og ekki komið aft- ur inn til lendingar. Haft var samband við Akur- eyrarflugvöll og starfsmaður Flugleiða þar staðfesti að vegna bilunar í hjólabúnaði hefði vélin ekki getað lent og var henni snú- ið við. Starfsmaðurinn sagði jafn- framt að tíðar bilanir í nýju Fokker vélinni hefðu raskað áætlun að undanförnu því Flug- leiðir væru með fáar vélar í gangi og lítið mætti út af bera. Önnur ný Fokker vél er væntanleg frá Hollandi fljótlega. Margrét Hauksdóttir hjá Flug- leiðum sagði í samtali við Dag í gærmorgun að vélinni yrði nauð- lent í Keflavík því ljós sýndu að nefhjólið færi ekki niður. Eins og áður segir tókst nauðlendingin vel. Vélin lenti á vænghjólunum og flugstjóranum tókst að halda beinni stefnu og þegar vélin Flugleiðir leigðu Metroirm af FN Vegna óhappsins með nýju Fokker-50 vélina tóku Flug- leiðir í gær á leigu Metro-flug- vél Flugfélags Norðurlands og var henni flogið síðdegis í gær frá Reykjavík til Patreksfjarð- ar og Þingeyrar. í dag er áætlað að fljúga Metroinum á vegum Flugleiða til Vestmannaeyja og Patreksfjarð- ar. Anfinn Heinesen hjá Flugfé- lagi Norðurlands segir að flug Metrosins á vegum Flugleiða raski ekki áætlun Flugfélags Norðurlands í dag á nokkurn hátt. óþh stöðvaðist seig hún niður á nefið og skemmdist lítið. Aðspurð um tíðar bilanir í Ásdísi sagði Margrét að vélin hefði reynst vel en þarna væru einhverjir byrjunarörðugleikar á ferð og það tæki tíma að kynnast nýjum vélum. Þess má geta að flugstjóri frá Fokker verksmiðjunum mun hafa verið með í umræddri flugferð. Eftir hádegi í gær fóru flug- virkjar í það að grennslast fyrir um orsakir bilunarinnar og lag- færa það sem farið hafði úrskeið- is. SS Ásdísarfarþegar með F-27 til Akureyrar: Allt eðlilegt þar til n vélin skail á nefið - segir Sigtryggur Benediktsson um nauðlendinguna Farþegarnir 43 sem voru í Ásdísi fóru eftir nauðlending- una á Keflavíkurflugvelli með Fokker F-27 til Akureyrar og komu þangað í hádeginu í gær. Þeir voru hinir sprækustu og við náðum tali af Sigtryggi Benediktssyni, tæknifræðingi hjá Hafnamálastofnun í Reykjavík, og báðum hann að lýsa þessari sögulegu flugferð. „Það var tekið á loft í Reykja- vík í éljagangi og allt var eins og best verður á kosið. Flugfreyjan sagði okkur hvað hún væri ánægð með að vera í þessari vél í fyrsta sinn og farþegarnir voru ánægðir líka. Síðan var okkur tilkynnt að það væru vandræði með nefhjólið og það yrði flogið lágt yfir flug- brautina og þeir í flugturninum myndu skoða hvort hjólið væri niðri. Menn gerðu allt eins ráð fyrir að ljósið væri bilað vegna ísingar eða bleytu, en svo reynd- ist ekki vera,“ sagði Sigtryggur. „Þá var tekin ákvörðun um að lenda í Keflavík og það var bara venjuleg neyðarlending. Þetta gekk eins og okkur hafði verið tilkynnt og ég varð ekki var við mikinn ótta meðal farþega. Lendingin tókst vel og allt eðli- legt þangað til vélin skall niður á nefið. Þá var mikill hávaði og læti en hún var nærri því stoppuð þegar hún datt niður. Ég sat fremst og aðstoðaði farþega við að komast út enda ýmsu vanur í þessum efnum. Flugleiðir stóðu sig mjög vel og gáfu okkur kaffi og koníak," sagði Sigtryggur hinn brattasti. Hann sagðist hafa flogið mikið og lent í ýmsu. Þetta var önnur ferð hans með hinni nýju Fokker- 50 vél Flugleiða. Á miðvikudag- inn fyrir viku fór hann með Ásdísi til ísafjarðar og voru skil- yrði slæm til lendingar en flug- stjóranum tókst að lenda vélinni í þriðju tilraun, þannig að Sig- tryggur geymir margar sögulegar flugferðir í minningabók sinni. SS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.