Dagur - 27.02.1992, Blaðsíða 13

Dagur - 27.02.1992, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 27. febrúar 1992 - DAGUR - 13 Laufásprcstakall. Barnastarf nk. laugardag 29. febr. kl. 11.00 í Svalbarðskirkju og kl. 13.30 í Grenivíkurkirkju. Fjölskyldumessa í Grenivíkurkirkju sunnud. 1. mars kl. 14.00 á æsku- lýðsdegi þjóðkirkjunnar. Börn og unglingar aðstoða. Sóknarprcstur. Kristniboðsfélag kvenna, hefur fund 29. febrúar kl. 15.00 að Víðilundi 20 (hjá Ingileif). Skúli Svavarsson kristniboði mætir á fundinn, segir okkur frá störfum kristniboðannna í Kenya og Eþíópíu. Stjórnin. Samtök um sorg og sorg- arviðbrögð verða með fyrirlestur í Safnaðar- heimili Akureyrarkirkju fimmtudaginn 27. febrúar kl. 20.30. Séra Þórhallur Höskuldsson talar um líknarhjálp og stuðning við deyj- andi fólk og aðstandendur þeirra. Allir velkomnir. Stjórnin. 80 ára er í dag Gunnar S. Sigurjóns- son, húsasmiður, Víðilundi 24, Akureyri. Stígamót, samtök kvenna gegn kyn- ferðislegu ofbeldi. Símatími á Ak- ureyri á fimmtudagskvöldum frá kl. 21.00-23.00. Síminn er 27611. Minningarkort Landssamtaka hjartasjúklinga fást í öllum bóka- búðum á Akureyri. Náttúrugripasafnið á Akureyri, Hafnarstræti 81, sími 22983. Opið á sunnudögum kl. 13-16. ER AFENGI VANDAMAL í ÞINNI FJÖLSKYLDU? AL - ANON Fyrir ættingja og vini alkóhólista. FBA - Fullorðin börn alkóhólista. I þessum samtökum getur þú: ★ Hitt aðra sem glíma við sams konar vandamál. ★ Öðlast von í stað örvæntingar. ★ Bætt ástandið innan fjölskyldunnar. ★ Byggt upp sjálfstraust þitt. Fundarstaður: AA húsið, Strandgata 21, Akureyri, síml 22373. Fundir i Al-Anon deildum eru alla miðvikudaga kl. 21 og fyrsta laugardag hvers mánaðar kl.14. FBA, Fullorðin börn alkóhólista, halda fundi á þriðjudagskvöldum kl. 21. Nýtt tólk boðið velkomið. Leikklúbburinn Saga Tíu litlir negrastrákar eftir Agöthu Christie. Þriðja sýning fímmtud. 27. febr. kl. 20.30. 4. sýning fimmtud. 27. febr. kl. 20.30. 5. sýning laugard. 29. febr. kl. 16.00. Miðasala í Dynheimum, sí,mi 22710, milli kl. 17 og 19. Stjórn Samstöðu um óháð Island: Heitir á íslendinga að fylkja liði gegn þessum óheillagjömingi - sem hún telur EES-samninginn vera Leikfélag Húsavíkur Gaukshreiðrið eftir Dale Wasserman í leikstjórn Maríu Sigurðardóttur. Sýningar: Fim. 27. febr. kl. 20.30. Laug. 29. febr. kl. 16.00. Ath. breyttan sýningartíma. Þrið. 3. mars kl. 20.30. Takmarkaður sýningarf jöldi. Miðapantanir allan sólar- hringinn í síma 41129. Miðasalan er opin virka daga kl. 17.00-19.00. Leikfélag Húsavíkur sími 96-41129. Stjórn Samstöðu hefur fjallað um nýútkomna þriðju útgáfu samn- ingsins um Evrópskt efnahags- svæði. Sú „bragarbót" sem íslenskir ráðamenn voru að lof- syngja felur það m.a. í sér, að gengið hefur verið langt til móts við kröfur EB-dómstólsins frá 14. desember sl. í sérstakri bókun með samn- ingnum hafa EFTA-ríkin fallist á að setja í lög sín ákvæði, sem fela í sér að reglur EES-samningsins séu æðri landslögum viðkomandi ríkis, ef til árekstra kemur. Sé leitað eftir úrskurði EB-dómstóls- ins vegna deiluntála verður niður- staða hans bindandi og endanleg. Ef samningar takast ekki innan EES-nefndarinnar og ekki er fall- ist á að leita eftir úrskurði EB- dómstólsins getur samingsaðili gripið til gagnaðgerða og fellt hluta af samningnum úr gildi. í stað EES-dómstóls er þannig komið flókið kerfi til lausnar ágreiningsmála, þar sem Evrópu- bandalagið hefur undirtökin á flestum sviðum. í öllum EFTA-ríkjunum nema hér á landi draga ráðamenn enga dul á, að samingsniðurstaðan nú sé mun lakari fyrir EFTA en síð- astliðið haust. Evrópubandalagið setur það skilyrði fyrir staðfestingu EES- samnings af sinni hálfu, að því verði tryggður veiðiréttur á 3000 tonnum af karfa innan íslenskrar lögsögu. Jafnframt hefur nú verið fallist á að endurskoða áður afmörkuð veiðisvæði, ef ekki tekst að ná þessum afla þar með hagkvæmum hætti. Sanmingnum hefur nú á ný verið vísað til EB-dómstólsins til umsagnar. Líklegt verður að telja að dómstóllinn muni leggja blessun sína yfir samninginn, þar sem að í flestum atriðum hefur verið orðið við kröfurn hans. Því má búast við, að Alþingi fái samninginn tii meðferðar og ríkisstjórnin heimti að þingið staðfesti hann með hraði. Öll EFTA-ríkin nema ísland líta nú á samninginn um Evrópskt efnahagssvæði sem stundarfyrir- bæri, áður en þau fái inngöngu í Evrópubandalagið. Verði samn- ingurinn samþykktur stóreykst hættan á að ísland verði dregið inn í Evrópubandalagið innan fárra ára og glati þar með endan- lega efnahagslegu og pólitísku sjálfstæði. Stjórn Samstöðu heitir á íslendinga að halda vöku sinni og fylkja liði gegn þessum óheilla- gjörningi. Bandalag starfsmanna ríkis og bæja: Fimmtíu ár frá stofimn bandalagsins - afmælissamkoma í Borgarleikhúsinu á laugardag BORGARBÍÓ Salur A Fimmtudagur Kl. 9.00 Ingaló íslensk kr. 700 Kl. 11.00 Góða löggan Föstudagur Kl. 9.00 Ingaló íslensk kr. 700 Kl. 11.00 Góða löggan Salur B Fimmtudagur Kl. 9.05 Bellibrögð Kl. 11.05 Hvað með Bob Föstudagur Kl. 9.05 Bellibrögð Kl. 11.05 Hvað með Bob BORGARBÍÓ © 23500 Um þessar mundir eru liðin fimmtíu ár frá stofnun BSRB - Bandalags starfsmanna ríkis og bæja. Að stofnun bandalagsins stóðu 14 félög með um 1.500 félagsmenn innan sinna vébanda. í dag eru aðildarfélögin 38 og fjöldi félagsmanna um 16.000. BSRB gegnir því hlutverki að styðja og efla aðildarfélög sín í því að skapa gagnkvæman skiln- ing og samstöðu þeirra í barátt- unni fyrir stéttarlegum, félagsleg- um og menningarlegum hags- munum; styrkja réttarstöðu opin- berra starfsmanna og vera í forsvari fyrir þeim í sameiginleg- um hagsmunamálum. Hálfrar aldar saga BSRB er vörðuð áföngum í baráttunni fyrir nýjum og auknum réttindum félags- manna, og má nefna samnings- og verkfallsrétt, lífeyrisréttindi og greiðslur launa í veikinda- og fæðingarorlofi. BSRB hefur jafnan lagt áherslu á að vinna að auknum skilningi á þýðingu opinberrar þjónustu. Af þessu leiðir að sam- tökin hafa lagt áherslu á að láta til sín taka í þjóðmálaumræðunni og hafa áhrif á framvindu mála á hverjum tíma. Mikilvægasta hlut- verk BSRB er nú sem áður að standa vörð um heildarhagsmuni félagsmanna og vinna að stöðug- leika og velferð í íslensku þjóð- félagi. í tilefni afmælisins efnir BSRB til samkomu í Borgarleikhúsinu laugardaginn 29. febrúar, kl. 15.00 til 17.30. Að lokinni dagskrá verður móttaka í anddyri leikhússins. Sérstök afmælis- nefnd hefur haft veg og vanda af undirbúningi samkomunnar, og Sl. fimmtudagskvöld var þriðja undanúrslitakvöldið í fyrirtækja- keppninni í karaokesöng. Sjö keppendur mættu til leiks og sungu fyrir fyrirtæki sín. Það voru tveir keppendur sem kom- ust áfram og syngja á úrslita- kvöldinu sem verður föstudaginn 13. mars nk. Bankastarfsmenn voru áber- andi í keppninni en sigurvegar- arnir komu frá íslandsbanka og Sparisjóði Svarfdæla. Fulltrúi íslandsbanka, Birna Sigfúsdóttir söng lagið Bluebayou sem Linda Ronstandt söng á sínum tíma og er það von hennar að BSRB- félagar og aðrir velunnarar sam- takanna líti inn í tilefni þessara tímamóta. fulltrúi Sparisjóðs Svarfdæla söng Greatest Love of All. Þá voru veitt aukaverðlaun fyrir sérstak- lega líflega sviðsframkomu og samhæfingu og voru það fulltrúar Landsbankans sem hlutu þau. Fyrir Landsbankann kepptu þeir Guðmundur Lárusson og Sveinn Brynjar Sveinsson. Fimmta og næstsíðasta keppn- in fer fram í Kjallaranum í kvöld og er skráning í keppnina í Sjall- anum í dag og Kjallaranum í kvöld. Lög allra sigurvegarana eru leikin á Aðalstöðinni á mánu- dögum og fimmtudögum. Bæjarfógetinn á Akureyri og Dalvík og sýsiumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu Tilboð óskast Næstsíðasta undanúrslita- kvöldið í karaoke keppnmni Jarðarför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, JAKOBÍNU JÓNSDÓTTUR, Laugarbrekku 14, Húsavík, fer fram frá Húsavíkurkirkju laugardaginn 29. febrúar kl. 14. Synir, tengdadætur, barnabörn og barnabarnabörn. ( endurinnréttingu á 307 m2 skrifstofuhúsnæði á 1. hæð í Hafnarstræti 107 á Akureyri. Verktími er til 15. júní 1992. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri Borgar- túni 7 Reykjavík til og með fimmtudegi 5. mars gegn 10.000 kr. skilatryggingu. Gögnin verða einnig afhent hjá Kristjáni Baldurssyni, tæknifræðingi, Hafnarstræti 95, Akureyri, sími 24451. Tilboð verða opnuð á skrifstofu I.R. Borgartúni 7, þriðjudaginn 10. mars 1992 kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTUNI 7 SIMI 26844

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.