Dagur - 27.02.1992, Blaðsíða 6

Dagur - 27.02.1992, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Fimmtudagur 27. febrúar 1992 'H Hal10 krakkar! Úrtaka vegna sýningar í Reiðhöllinni 20.-22. mars og Vetrarleikanna 27.-29. mars fer fram laugardaginn 29. febrúar. Mætið á hestum við Skeifuna kl. 14.00. Unglingaráð Léttis. Fundir um hrossarækt Almennir fundir um hrossarækt verða haldnir á Akureyri í Skeifunni, fimmtudaginn 27. febr., kl. 20.30 og Hótel Húsavík, föstudaginn 28. febrúar kl. 20.30. Þorkell Bjarnason, hrossaræktarráðunautur og Víkingur Gunnarsson verða á fundinum. Sýndar myndir af síðasta Fjórðungsmóti á suður- landi og kynntir þeir stóðhestar sem Hrossarækt- arsambandið verður með í sumar. Hrossaræktarsamband Eyjafjarðar og Þingeyjar- sýslna, Hestamannafélögin Léttir, Grani og Þjálfi. SJALUNN Föstudagur: . \ oiHÍurhuu/s' (S!9~ Fegurðardrottning Norðurlands krýnd kl. 23.30 Hljómsveitin Vinir og synir leikur fyrir dansi Forsala aðgöngumiða fimmtudaginn 27. feb. frá kl. 17.00-19.00 Laugardagur: Söngskemm tu n i n Mí> fw teuja Aj fUeUaídu Hljómsveitin Vinir og synir leikur fyrir dansi til kl. 03.00 Kvöldverður, skemmtun og dansleikur kr. 4300,- Matseðill: Skelfiskkæfa með jógúrtsósu og ristuðu brauði Heilsteiktur svínalmjggvöðvi með skinkufylltri kartöflu og piparknjtldnðri koníakssósu Heit eplakaka með rjómatoppi Kjallarinn: Fyrirtækjakeppni í karaoke fimmtudagskvöld Síðustu sigurvegarar: Islandsbanki og Sparisjóður Svarfdæla Skráning í síma 22770 Karaoke alla helgina F.MOO-OTT.M 10:F2 AÐALSTÖÐIN Kristján B. Gardarsson iðnráðgjafi. Iðnþróunarfélag Norðurlands vestra og atvinnumál kjördæmisins: „Astandiö ekki jafn slæmt og n segir Kristján B. Garðarsson iðnráðgjafi Atvinnumál eru mikið í umræðunni um þessar mundir. Eitt af því sem gert hefur verið á landsbyggðinni til að stuðla að bættu atvinnuástandi, er að starfrækja iðnþróunarfélög. Iðnþróunarfélag Norðurlands vestra, INVEST, er eitt þeirra félaga, stofnað árið 1985. Kristján B. Garðarsson, verk- fræðingur er starfandi iðnráð- gjafi og framkvæmdastjóri félagsins og tók hann við því starfi sl. haust. Dagur tók Kristján nýlega tali og ræddi við hann um INVEST og stöðu atvinnumála í kjördæminu. INVEST er sameignarfélag sveitarfélaga á Norðurlandi vestra og var stofnað í nóvember 1985. Um tilgang félagsins segir í lögum þess: „Tilgangur félagsins er að stuðla að vexti og framför- um í iðnaði á Norðurlandi vestra með eftirtöldum hætti m.a.: a) Að aðstoða iðnfyrirtæki og aðila, sem hyggja á iðnrekstur við að greina þörf sína fyrir sér- fræðiaðstoð og veita upplýsingar um hvar slíka aðstoð er að fá. b) Að vera tengiliður milli tækni-og þjónustustofnana iðn- aðarins og þeirra aðila sem starfa í iðnaði og að iðnaðarmálum á Norðurlandi vestra. c) Að aðstoða sveitarstjórnir, félagasamtök, fyrirtæki og ein- staklinga við athuganir á nýjum viðfangsefnum í iðnaði. d) Að miðla upplýsingum um tækni- og rekstrarmálefni og hafa milligöngu um námskeiðahald og aðra fræðslustarfsemi sem völ er á fyrir starfsfólk í iðnaði. e) Að stuðla að aukinni sam- vinnu iðnfyrirtækja bæði innan starfsgreina og þeirra á milli. f) Að leita skipulega að hag- kvæmum fjárfestingartækifærum á sviði iðnaðar. g) Að hafa frumkvæði að stofnun nýrra iðnfyrirtækja. h) Að leggja fram lánsfé og styrki til eflingar iðnaði á svæð- inu.“ Fjölbreytt hlutverk Iðnþróunarfélagið hefur yfir að ráða 0,5% af álögðu aðstöðu- gjaldi, útsvörum og fasteigna- skatti þeirra sveitarfélaga sem eiga félagið. Einnig fær það árlega fé af fjárlögum sem ráð- stafað er til iðnráðgjafastarfsem- innar. Ef einhver hagnaður er af rekstri félagsins við ársuppgjör þá fer hann í Iðnþróunarsjóð INVEST. Félagið rekur skrifstofu á Blönduósi og þar er starfsmaður þess staðsettur. Kristján tók við því starfi sl. haust og að eigin sögn kom það honum nokkuð á óvart hversu starfsvið félagsins var breitt. „Ég átti von á að þetta væri skilgreindari starfsemi. Hinsveg- ar helgast það e.t.v. af því að ég hafði rangar hugmyndir um hversu vel væri hægt að skilgreina þetta, en það fann ég best þegar ég fór að starfa við öll þessi ólíku mál og verkefni. Hlutverk mitt hefur engu að síður verið ákaflega fjölbreytt og fremur lítið verið til að halda sér í. Til dæmis er mikill munur á að hjálpa til við endurskipulagningu reksturs hjá stórum fiskvinnslu- fyrirtækjum og að aðstoða litlar saumastofur við markaðsátök. Hvoru tveggja eru verðug verk- efni, en einhverju þarf að vera hægt að ýta til hliðar þegar stóru verkefnin eru í athugun. Á fundi framkvæmdastjórnar félagsins var því nýverið ákveðið að setja sjávarútveginn öðru fremur á oddinn á næstunni, enda er gildi hans mikið hér í kjördæminu. Önnur verkefni verða á meðan látin mæta afgangi, enda er mikið í húfi þar sem sjávarútvegurinn er og nauðsynlegt að reyna að leggja honum lið. Við getum bara tekið sem dæmi, að ef stór fiskvinnslufyrirtæki verða að hætta rekstri eða draga úr umsvifum geta horfið tugir éf ekki hundruð atvinnutækifæra af viðkomandi stöðum. Hverjum manni ætti að vera Ijóst að þegar svo mörg störf eru í húfi þarf að gera eitthvað og þá verða aðilar eða fyrirtæki með 1-2 atvinnu- tækifæri að bíða eða snúa sér annað.“ Breytt vinnutilhögun Um áramótin síðustu voru sam- skipti ríkisins við iðnráðgjafa flutt frá iðnaðarráðuneytinu og yfir til þróunarsviðs Byggðastofn- unar. Að sögn Kristjáns er ekki enn komið á hreint hvaða þýð- ingu það hefur fyrir iðnráðgjöf- ina og hann segir að ennþá hafi ekkert formlegt borist frá Byggðastofnun um það í hverju samskiptin muni felast. Kristján segir að breytingar á vinnutilhögun iðnráðgjafans liggi engu að síður fyrir og ætlunin sé að þær gangi í gildi hið fyrsta. „Ég mun verða með ákveðna viðtalstíma á helstu þéttbýlis- stöðum í kjördæminu. Fólk ætti þá að geta náð tali af mér á skrif- stofum sveitarstjórna viðkom- andi þéttbýlisstaða, enda finnst mér ekki rétt að binda mig ein- göngu við skrifstofuna á Blöndu- ósi. Ég verð til viðtals á skrifstof- unni á Blönduósi fyrir hádegi á þriðjudögum, miðvikudögum og fimmtudögum. Mánudagarnir verða þá nýttir fyrir hina þéttbýl- isstaðina og föstudagarnir í ferðir og fundahöld.“ Fáir vaxtarbroddar Að sögn Kristjáns leita aðilar úr öllu kjördæminu til hans og erindin eru margvísleg. En hver skyldi staða atvinnumála í kjör- dæminu vera frá hans bæjardyr- um séð? „Hún er ekki spennandi eins og tölur um atvinnuleysi vitna um. Fáa vaxtarbrodda er hægt að benda á og víða ríkir ákveðin deyfð. Fólk er engu að síður leit- andi og alltaf er verið að kanna eitthvað nýtt. Margt þarf samt að vera til staðar til að dæmin geti gengið upp. Menn verða að hafa skynsemi, hugmyndin þarf að vera vitræn og fjármagn verður að vera fyrir hendi, en oft vantar þá einstaklinga sem til mín leita einhvern þessara þriggja þátta. 4 4 4 4 í I H

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.