Dagur - 27.02.1992, Blaðsíða 8

Dagur - 27.02.1992, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Fimmtudagur 27. febrúar 1992 Hcimsmeistaramót í ísdorgi var nokkuð sem undirritaður hafði aldrei lagt hugann að, en þegar boð barst um að vera í sveit íslands á Heimsmeistara- mótinu í þessari heillandi veiðiíþrótt á Simcoevatni í Kanada í byrjun febrúar var svarið strax já. Hér á eftir verður greint frá því undra- ævintýri sem við félagarnir úr Dorgveiðifélagi íslands upp- lifðum á tíu dögum á ferð til Kanada og í frera villtrar nátt- úru norður í óbyggðum í og á Simcoevatni, þar sein frostið fór niður í 50 gráður á celsíus. íslendingar hafa stundað veiðar um ís í aldaraðir, þá að mestu til að færa björg í bú á hörðum vetrum. Fyrir tveimur árum var Dorgveiðifélag íslands stofnað að frumkvæði Björns Sigurðsson- ar á Akureyri, en hann hefur stundað dorg um ís allt frá barn- æsku. Félagar Dorgveiðifélags íslands eru á fjórða hundrað. Illa hefur gengið að stunda íþróttina í vetur á íslandi þar sem tryggur ís islenska sveitin: Á vinstri hönd maður allra tíma Moby Dick, þá Stefán Tómasson, Björn Sigurðsson, Robert Sco- bie, Rúdolf Jónsson, greinarhöfundur og eiginkona Moby snýr baki í ljósmyndarann. einn slíkan kofa. Par sat veiði- maðurinn yfir vökinni í góðum stól og á eldunarhellu kraumaði heitt vatn til kaffigerðar. Aðbún- aður okkar keppnismanna var ekki slíkur. Á miðju sundinu milli meginlandsins og Georgina Island var staðnæmst og hér skyldu fyrstu holurnar boraðar. Við héldum frá snjóbílunum hvert landslið sína leið. Borirnir bitu vel og skamma stund tók að bora í gegnum ísinn sem var 60 sentimetra þykkur. Eftirvænting- in var mikil. Hvað var djúpt? Var líf að finna? Frostið beit og vind gerði af norðri. Sem betur fór vorum við vel klæddir og okkur leið vel á skrokkinn, en sveið djöfullega í andlitið. Flótt urðum við þess varir að líf var undir og þegar við lögðumst niður og skyggndum gatið sáum við stóra fiska sem við bárum ekki kennsl á. Það verður að segjast sem er að við íslend- ingarnir þekktum ekki til þeirra fisktegunda sem í vatninu eru. Að vísu hafði Stefán Tómasson mikla reynslu af veiðum á aborra Heimsmeistarmótið í ísdorgveiðum á Simcoevatni í Kanada: Æfingadagar með góðu fólki í frer er ekki á vötnum. Já, Vetur kon- ungur hefur lítið látið að sér kveða. ísdorg er mjög virt og vinsælt tómstundagaman Þegar sú frétt barst út að íslend- ingar ætluðu til Heimsmeistara- mótsins í ísdorgi mátti sjá greinar í blöðum sem gerðu háð að uppá- tækinu. Þeir sem þær greinar rit- uðu opinberuðu fyrst og fremst fákunnáttu sína og glópshátt, því fsdorg er mjög vinsælt og virt tómstundagaman í flestum lönd- um á norðurhveli jarðar og veið- ar um ís njóta vaxandi vinsælda á íslandi. Góður ísdorgveiðimaður þarf að hafa margt til brunns að bera og líkamsástand verður að vera í betra lagi þegar í keppni er komið. Dorgveiðimenn eru í alheimsfélagsskap sportveiði- manna, International Confese- ration of Sport Fishing, og á veg- um þessara samtaka er efnt til Heimsmeistaramóta í flestum greinum sportveiða. Þannig verð- ur Heimsmeistaramót flugveiði- manna á vesturströnd Kanada um mitt næsta sumar og undirrit- aður hefur nú þegar fengið boð um að mæta til leiks sem blaða- maður jafnt sem þátttakandi í mótinu. Heimsmeistaramótið í ísdorgi í Kanada var haldið undir merkjum samtaka er heita Fly Fishing Canada og keppt var eftir reglum International Federation of Fresh Water Sport Fishing. Fljótlega kom í ljós á mótsstað við Simcoevatn að reglur þær er keppa átti eftir voru ærið ófull- komnar og þarfnast því endur- skoðunar. Heimsmeistaramót í ísdorgi hefur áður farið fram norður í Lapplandi í Finnlandi, 1990, og síðan í Lovanger í Svíþjóð, 1991. Þannig var mótið í Kanada þriðja Heimsmeistara- mótið og trúlega verður framhald á keppni sem þessari. Erfiðlega gekk að manna sveit íslands. Fáir höfðu trú á uppá- tækinu enda mjög kostnaðarsamt að fara til Kanada á þessum árstíma. Er leið að mótinu var ljóst að sveit íslands yrði skipuð þremur veiðimönnum frá Akur- eyri þ.e. Birni Sigurðssyni, Rúdólf Jónssyni og Óla G. Jóhannssyni. Frá Svíþjóð kom Stefán Tómasson til liðs við landsliðshópinn, en hann keppti fyrir íslands hönd í fyrra í Sví- þjóð þar sem hann starfar sem arkitekt. Fimmti íslenski kepp- andinn, Róbert Scobie, beið okk- ar í Kanada, en hann er matreiðslumeistari á virtu hóteli við Simcoevatn. Leið þremenninganna frá ís- landi lá fyrst til Kaupmannahafn- ar, en Flugleiðir greiddi götu okkar þá leiðina. Nótt í Kaup- mannahöfn er okkur ógleyman- leg þar sem rölt var um kunnar slóðir og gömul ævintýri rifjuð upp. Gist var á Astoríahótelinu við jámbrautarstöðina og ekki var svefnsamt þá nóttina þar sem lestar voru að koma og fara. Gamla hótelið lék á reiðiskjálfi sem það væri reist við virkt eld- fjall heima á íslandi. Árla morguns var risið úr rekkju og haldið til Kastrupflug- vallar. Þar var Stefán frá Svíþjóð fyrir og saman gengum við til flugvélar er flaug til Amsterdam. í flugvélinni var einnig landslið Svía. Létt var yfir landsliðshóp- unum og flugfreyjur KLM gengu um beina og veittu vel. Mikill munur var á þjónustunni í þotu KLM borið saman við þotu Flug- leiða er við flugum með frá Keflavík til Kaupmannahafnar. í KLM þotunni var sem við værum á Saga Buissness Class slíkur var munaðurinn. Flugið til Amster- dam er ekki langt og í Amster- dam var skipt um þotu er kostaði hlaup og gauragang mikinn. Von bráðar vorum við komnir í loftið á leið til Toronto. Jumbóþotan var þéttsetin og átta tíma flug var hafið. Ekki segir af för okkar annað en að við bjuggum við ríkulegan kost og góð kynni tók- ust við frændur okkar frá Svíþjóð. Komnir til mótsins til aö gera okkar besta Jumbóþotan lenti með miklum dynk á tilsettum tíma á flugvell- inum í Toronto. Landsliðshóp- arnir frá íslandi og Svíþjóð gengu frá borði og mættu strax blaða- og sjónvarpsmönnum. Þar og þá fengum við forsmekkinn af ágengni fjölmiðlanna í Kanada. Undirritaður, sem var kapt- einn íslenska liðsins, og kapteinn þess sænska voru drifnir í sjón- varpsviðtal þar sem spurt var um lönd og þjóðir og möguleika lið- anna í keppninni. Sá sænski taldi möguleika sinna manna mikla, en ég sagði sem var að við íslendingarnir værum komnir til þessa móts til að gera okkar besta og þjóðareðlið segði okkur að stefna á fyrsta sætið. Eftir allt umstangið á flugvellinum var okkur vísað til langferðabíls af elskulegri konu, sem er aðstoð- arframkvæmdastjóri Pedersen ferðaskrifstofunnar, er bar ábyrgð á ferðalagi okkar til og frá Kanada. Aðstoðarframkvæmda- stjórinn, Marguerite, gaf sig strax á tal við okkur íslendingana og var hin elskulegasta. Hún kallaði okkur frændur og spurði strax hvort við töluðum ekki dönsku. Marguerite hafði búið í Kanada í áraraðir og ásmt manni sínum stofnuðu þau Pedersens ferða- skrifstofuna, sem er stórveldi í þjónustu við ferðamenn í Kan- ada og raunar um allan heim. För okkar til Simcoevatns stjórnaði glaðbeittur náungi sem kynnti sig sem Skinny og honum áttum við íslendingarnir eftir að kynnast vel, því hann stjórnaði flestu á ísnum með röggsemd er til keppninnar var komið. För okkar lá norður frá Toronto í snjófjúki og miklu frosti. Um Fyrri hluti miðjan dag, þess 5. febrúar, var komið á áfangastað við Simcoe- vatn. Sænsku og íslensku lands- liðsmennirnir voru fyrstir til þess hótels sem keppendur gistu á. Landslið hinna keppnisþjóðanna voru að tínast að allan daginn og fram eftir kvöldi. Georgina Inn hótelið í Jack- sons Point er veglegt fimm stjörnu hótel. Á þessu hóteli bjuggu landslið þjóðanna sjö, Svía, Finna, Luháa, lslendinga, Luxemburgara, Kanadamanna og Bandaríkjamanna. Jacsons Point er eitt fjögurra sveitarfélaga sem tilheyra Town of Georgina. Hin sveitarfélögin eru Keswick, Sutton og Pefferlow. Borgarstjóri Georgina er Robert D. Johnston, og hann var „prímus mótor“ alls þess sem næstu dagar áttu eftir að bera í skauti sínu. Landslið íslands hafði sérstakt aðdráttarafl Er allir keppendur höfðu náð til hótelsins var safnast saman í and- dyrinu þar sem okkar beið stór og mikil rúta. Haldið var til stað- ar sem nefnist The Legion. Þar voru landsliðin kynnt. Fjöldi fréttamanna frá dagblöðum og sjónvarpsstöðvum voru mættir á staðinn og gauragangurinn var mikill. Fljótt kom í Ijós að lands- lið okkar íslendinga hafði sér- stakt aðdráttarafl og við félagarn- ir máttum hafa okkur alla við að svara spurningum um land og þjóð sem og um sportveiði á ís- landi að sumri sem vetri. Okkur tókst bærilega að koma öllu til skila enda höfðum við undirbúið okkur á ýmsa vegu til að geta gef- ið sem bestar upplýsingar. Fánar, veifur, merki og ýmist prjál auðkenndi þessa samkomu sem og mikil glaðværð. Robert D. Johnston var í forsæti og stjórnaði af röggsemd. Að „seri- moníum" loknum var veittur bjór með brauðhleifum og ein- staka maður dreypti á wisky. Keppendur gengu snemma til náða enda flestir þreyttir eftir langt og strangt ferðalag. Fyrsti dagurinn í Jacsons Point var tekinn snemma. Keppendur risu úr rekkju klukkan sex til morgunverðar, sem var ekki af verri endanum. Að morgunverði loknum var haldið út á íslagt Simcoevatnið í snjóbílum til æf- inga, en liðin höfðu tvo daga til að kynna sér allar aðstæður á vatninu. Hver keppnisþjóð hafði sinn snjóbíl til afnota og bílarnir voru merktir þjóðlöndunum í bak og fyrir. Simcoevatn er mjög stórt á mælikvarða okkar íslendinga og allar aðstæður eru gjörólíkar því sem við eigum að venjast á ís- landi. Vatnið er mjög djúpt og við íslensku keppendurnir höfð- um aldrei veitt á svo djúpu vatni. í vatninu er fjöldi fisktegunda sem ekki eru í vötnum og ám íslands. Því gaf auga leið að allt aðrar aðferðir giltu við veiðarn- ar. Áður en við fórum til Kanada hafði okkur verið lofað að við fengjum leiðsögumenn á æfinga- dögunum en leiðsögumennirnir sáust aldrei þrátt fyrir að við fær- um fram á að gefin loforð yrðu efnd. Síðar er keppninni lauk fengum við að vita að keppendur Bandaríkjanna og Kanada höfðu komið í veg fyrir að leiðsögu- menn væru í íslenska hópnum á æfingadögunum. Þeir vestur- heimsku voru hræddir við ísmennina frá íslandi, töldu okk- ur sigurstranglegasta allra. Sextíu og þriggja punda regnbogasilungur Frostið var mikið þennan fyrsta morgun á Simcoevatni. Að halda til veiða í 38 gráðu frosti höfðum við íslendingarnir aldrei reynt. Snjóbílarnir brunuðu út á ísinn í miklu kófi og ekið var í nær klukkutíma beint af augum til norðausturs. Fjöldi veiðimanna var úti á ísnum en þeir stunda dorgið úr kofum. Bílstjórinn, glaðvær maður, sagði okkur að kofarnir á Simcoevatni væru nær 4000. Síðar fékk ég að líta inn í frá Svíþjóð, en við hinir höfðum aldrei séð þann fiskinn. Já, fleiri voru tegundirnar sem við ætluð- um að glíma við þarna í frostinu. Walleye, sem er trúlega af gedduætt er í vatninu. Meðal- þyngd veiddra fiska er um þrjú pund og sá stærsti sem hefur fengist í Simcoevatni var 22 pund. Laxfiskur er í vatninu í miklu magni er nefnist Whitefish. Samkvæmt heimildum er ég afl- aði mér er stærsti hvítfiskurinn sem fengist hefur úr Simco 14 pund, en flestir eru á bilinu 2 til 6 pund. Aborrinn sem áður er nefndur er vinsæll sportfiskur og veiddur í miklu magni. Ekki er hann stór aðeins nokkrar únsur að þyngd. Northern Pike, geddan, finnst á vissum stöðum og getur orðið stór. Metfiskurinn samkvæmt skrá var 20 pund. Burbot eða vatnaþorskur er í vatninu sem og herring, þ.e. síld, en hún er ekki lík á neinn hátt síldinni okkar góðu. Fleiri teg- undir má nefna. Ekki hirði ég að nefna þær allar, en nefni þó vissulega þá tegund sem alla veiðimenn á Simcoevatni dreym- ir um. Regnbogasilungurinn er konungur Simcoevatns og hann er stór. Stærsti regnbogasilungur er veiðst hefur um ís á Simcoe- vatni reyndist 63 pund og við keppendur áttum eftir að setja í þá stóra. Með indíánum af þjóð- flokki Chippewa og í Irish House Allir urðum við varir á fyrsta klukkutímanum og fiskar festu sig á króknum, en enginn náðist upp um vökina. Okkur varð strax ljóst að gömlu veiðiaðferðirnar heiman frá Fróni voru ekki gjald- gengar og því var nauðsynlegt að leita upplýsinga. Því var kær- komið er við héldum upp á Georginaeyju. Við vorum stað- ráðnir að komast í kunningsskap við einhvern indíánann og fá haldgóðar upplýsingar. Georginaeyja er verndarsvæði þess ættbálks índíána sem eru afkomendur frumbyggja svæðis- ins. Indíánarnir eru af þjóðflokki Chippewa. Chippewar eru stór- skornir og ófríðir, en afar vin- gjarnlegir. Okkur var boðið til hádegisverðar sem var all frum- legur. Ekki veit ég gjörla hvað ég borðaði þarna meðal indíánanna en maturinn var lostæti. Krásun- um skoluðum við niður með bjór, sem var rammur og reif í. Trúlega var bjórinn heimabrugg-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.