Dagur


Dagur - 27.02.1992, Qupperneq 2

Dagur - 27.02.1992, Qupperneq 2
2 - DAGUR - Fimmtudagur 27. febrúar 1992 ÓlafsQörður: Bæjarmála- punktar Fréttir Flugmálaáætlun til umræðu á Alþingi í gær: Yfir 40 miHjónum veitt á næstu tveimur árum vegna hönnunar flugstöðvar á Akureyri Þingsályktunartillaga um flug- málaáætlun árin 1992 til 1995 var til fyrri umræðu á Alþingi í gær. Hvað varðar yfirstand- andi ár er áætlunin í samræmi við fjáriög ársins. Á árinu 1992 fær Akureyrarflugvöllur hæstu fjárveitinguna af flugvöllum á Norðurlandi, samtals 22 millj- ónir króna. Þar af eiga 2 millj- ónir að fara í hönnun flug- stöðvar, 6 milljónir til kaupa á radíóvita og 14 milljónir til kaupa á snjóblásara. Akureyrarflugvöllur fær sam- kvæmt áætluninni samtals 43 milljónir árin 1993 og 1994 til hönnunar flugstöðvar og árið 1995 er gert ráð fyrir 19,8 millj- óna fjárveitingu til kaupa á aðflugshallasendi. Til Sauðárkróksflugvallar verður veitt 2 milljónum í ár vegna tækjageymslu, og 4,2 millj- ónum á næsta ári til endurbóta á radíóvita. Árið 1994 fær flug- völlurinn samtals 12,2 milljónir vegna kaupa á slökkvibúnaði og búnaði til framleiðslu á vararaf- magni. Ekki er í flugmálaáætlun gert ráð fyrir fjárveitingu til flug- vallarins árið 1995. Húsavíkurflugvöllur fær ekki fjárveitingu til framkvæmda í ár en á næsta ári verður veitt 12,6 milljónum til hans vegna kaupa á aðflugshallasendi. Árið 1994 er síðan á áætlun að setja upp flug- brautarljós við lengingu flug- brautarinnar en fjárveiting er ekki í áætluninni fyrir 1995. Á gildistíma flugmálaáætlunar- innar, eins og hún lítur nú út, verður veitt samtals 20,4 milljón- um til framkvæmda á Grímseyj- arflugvelli. Vegna lengingar verður veitt 3 milljónum í ár og árið 1993 verður veitt 3,3 milljón- um vegna kaupa á radíóvita. Sjö milljónum verði síðan veitt til byggingar tækjageymslu árið 1995 og 7,1 milljón einnig það ár til kaupa á slökkvibúnaði. Um fjárveitingar til Siglufjarð- arflugvallar er ekki að ræða ef undan er skilin 3,3 milljóna fjár- veiting vegna endurbóta árið 1994. Svipaða sögu er að segja af Raufarhafnarflugvelli. Ráðgert er að veita 3,7 milljónum til hans vegna framkvæmda við öryggis- svæði árið 1993. Þórshafnarflugvöllur fær hins vegar 16,5 milljónir í ár. Þar af Fyrsti aöalfundur Endurhæf- ingarstöðvar hjarta- og lungna- sjúklinga var haldinn þann 18. þessa mánaðar að Hótel KEA á Akureyri, en hún er til húsa að Bjargi Bugðusíðu 1. Mikil aðsókn var að stöðinni og hef- ur svo verið frá byrjun þann 19. janúar 1991. Fimmtíu manns sækja æfingar reglulega tvisvar í viku, á mánu- Akureyrarflugvöllur fær 22 milljón- ir í ár, þar af 14 milljónir til kaupa á snjóblásara. eru 8 milljónir vegna öryggis- svæða, 5 milljónir vegna flug- stöðvar og 3,5 milljónir vegna tækjageymslu. Á næsta ári verð- ur veitt 11,2 milljónum vegna dögum og fimmtudögum. Flestir fara svo í heilsubótargöngu í gönguhópi á laugardögum. Endurhæfingarstöðin er vel tækjum búin og hefur á árinu fengið fé til tækjakaupa frá Félagi járniðnaðarmanna og Félagi verslunar- og skrifstofu- fólks. Stéttarfélögin hafa tekið þátt í að greiða æfingagjöld fyrir hjartasjúklinga, en lungnasjúkl- inga greiðir ríkið fyrir. flugstöðvar en 7,1 milljón vegna kaupa á slökkvibúnaði árið 1995. Framkvæmdir á Blönduósflug- velli eru ekki á áætluninni ef und- an er skilin 3,5 milljóna fjárveit- ing árið 1995 vegna tækja- geymslu. Loks er Kópaskersflugvöllur en vegna svokallaðs markvita er veitt 1 milljón á yfirstandandi ári. Fjárveitingar verða ekki fyrr en 1995 þegar á dagskrá er 7 millj- óna fjárveiting vegna hlaðs og 9,3 milljóna fjárveiting vegna tækja- geymslu. Eins og áður kom fram var fyrri umræða um flugmálaáætlun- ina á Alþingi í gær. Hún er lögð fram í samræmi við samþykkt flugráðs en endurskoðun á áætl- uninni fer fram á tveggja ára fresti. JÓH Yfirlæknir stöðvarinnar er Jón Þór Sverrisson og yfirsjúkraþjálf- ari Ósk Jórunn Árnadóttir. For- maður framkvæmdastjórnar er Kristín Sigfúsdóttir. óþh Atvinnurekendur á landsbyggðinni: Vilja fækka starfsfólki Atvinnurekendur telja að fækka þurfi starfsfólki á lands- byggðinni um sem svarar 0,3% af heildarvinnuaflinu. Þetta kemur fram í nýrri könnun Þjóðhagsstofnunar sem náði til fyrirtækja í nær öllum atvinnu- greinum, nema landbúnaði, fískveiðum og opinberri þjón- ustu. Af þeim greinum sem könnunin náði til virðist fækk- unin þurfa að verða mest í bygg- ingariðnaði. Könnunin fór fram í janúar. Þá töldu atvinnurekendur á lands- byggðinni æskilegt að fækka starfsmönnum um 100. í fiskiðnaði var talið æskilegt að fækka um 70 manns, um 50 manns í iðnaði, um 120 manns í byggingariðnaði og um 10 manns í samgöngum. í þjónustu var hins vegar talið æskilegt að fjölga um 140 manns og um 10 manns í sjúkrahúsarekstri. í sambærilegri könnun í fyrra vildu atvinnurekendur fækka starfsmönnum í heild um 320 á landsbyggðinni, eða um 1,3% af vinnuaflinu. Mest var fækkunin í fiskiðnaði um 220 manns og byggingarstarfsemi um 210 manns. Á móti var talið æskilegt að fjölga í þjónustu um 50 manns, sjúkrahúsarekstri um 40 manns og í samgöngum og iðnaði um 10 manns. Sé höfuðborgarsvæðið tekið með í þessa mynd nú telja atvinnurekendur æskilegt að fækka um 430 manns, eða sem svarar 0,5% af heildarvinnuafli í greinunum sem könnunin náði til. JÓH ■ Forsvarsmenn Leifturs og bæjarráð eru sammála um að nota dúk sem gólfefni í nýja íþróttahúsið. Jafnframt eru aðilar sammála um að halda gluggunum. ■ Bæjarráði hefur borist bréf frá Atvinnutryggingardeild Byggðastofnunar, þar sem deildin býður lántakendum kost á skuldbreytingu. Lánin verða afborgunarlaus 1992 og 1993 og lánstími þeirra lengist um 4 ár. Bæjarráð heimilar bæjarstjóra að skuldbreyta þrem lánum bæjarsjóðs hjá deildinni. ■ Á fundi bæjarráðs nýlega, gerði Guðbjörn Arngn'msson athugasemd við að bærinn þyrfti að greiöa atvinnuleysis- bætur og taldi hann að þar væri um tvísköttun að ræða, þar sem bærinn greiði í At vinnutryggingasj óð. ■ Félagsmálaráð hefur lagt til 5% hækkun á leikskólagjöld- um frá og með 1. mars nk. og hefur hækkunin vérið sam- þykkt í bæjarstjórn. Jafnframt leggur ráðið til að ekki verði frékari breytingar á gjöldun- um á árinu. ■ Atvinnumálanefnd kynnti tölur um greiddar atvinnu- leysisbætur á fundi sínum nýlega. Árið 1991 vorugreidd- ar bætur kr. 7.844.793.- en fyrstu 6 vikur ársins 1992 kr. 6.224.286.-. ■ Atvinnumálanefnd hefur áhyggjur af ótryggu atvinnu- ástandi unglinga í sumar og hvetur bæjarstjórn til að setja aukið fjármagn til unglinga- vinnu. ■ Bæjarráð er sammála um að nota sundlaugarhúsið sem þreksal en ráðið fékk Sigurð Gestsson til þess að kanna hvort nota mætti húsið undir slíka starfsemi. í framhaldi af því skilaði Sigurður inn teikn- ingum til bæjarráðs, varðandi uppröðun á tækjum bæði í sundlaugarhúsi og í þreksal sem teiknaður hefur verið við nýja íþróttahúsið. ■ Bæjarráði hefur borist bréf frá Skotfélagi Ólafsfjarðar, þar sem félagið sækir um að fá að færa fyrirhugaðan skot- íþróttavöll um ca. 50 metra sunnar. Bæjarráð telur að svo stöddu geti bæjaryfirvöld ekki veitt Skotfélaginu varanlegt svæði en eingöngu bráða- birgðaleyfi. ■ Vegna athugasemda Launanefndar sveitarfélaga um hæfi formanns starfs- mannafélagsins S.T.Ó.L., til setu í bæjarstjórn, samþykkti bæjarráð að fela bæjarstjóra að svara bréfinu fyrir hönd ráðsins. Svarið er svohljóð- andi: „Bæjarráð Ólafsfjarðar telur það ekki í verkahring launanefndar sveitarfélaga að álykta um hvaða aðilar sitji í bæjarstjórn Ólafsfjarðar. Bæjarráð bendir launanefnd á að í 20. gr. sveitarstjórnarlaga er kveðið á um hverjir séu kjörgengir í sveitarstjórnir. í 45. gr. er hins vegar fjallað um hæfi sveitarstjórnarmanna til umfjöllunar um einstök mál. Bæjarráð lýsir því vfir að það telur bæjarstjórn Ólafsfjarðar fyllilega einfæra um að skera úr um hvaða einstaklingar séu hæfir til að taka þátt í af- greiðslu mála hér í Ólafsfirði.“ Í 1 V S ars w Afmælisstemmning Föstudagur: Beint frá London Happy half an hour úr krana frá kl. 23.30-00.00 - Miðaverð kr. 1200 Laugarda dm Kynning á sýningunni Miðnæturhiti Happy half an hour úr krana frá kl. 23.30-00.00 - Miðaverð kr. 1200 Sýningin Miðnæturhiti 6. og 7. mars Erum byrjaðir að taka niður pantanir Endurhæfingarstöð hjarta- og lungnasjúklinga á Akureyri: Öflug starfsemi fyrsta árið - fimmtíu manns sækja æfingar reglulega

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.