Dagur - 27.02.1992, Blaðsíða 10

Dagur - 27.02.1992, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - Fimmtudagur 27. febrúar 1992 Dagskrá FJÖLMIÐLA I kvöld, kl. 20.55, er á dagskrá Sjónvarpsins þátturinn Fólkið í landinu. Sonja B. Jónsdóttir ræðir við Kristján Bersa Ólafsson skólameistara Flensborgarskóla í Hafnarfirði. Sjónvarpið Fimmtudagur 27. febrúar 18.00 Stundin okkar. Endurtekinn þáttur frá sunnudegi. 18.30 Skytturnar snúa aftur (26). Lokaþáttur. 18.55 Táknmálsfróttir. 19.00 Fjölskyldulíf (15). 19.30 Bræðrabönd (3). (Brothers by Choice.) 20.00 Fréttir og veður. 20.35 íþróttasyrpa. 20.55 Fólkið í landinu. Húsbóndinn á hamrinum. Sonja B. Jónsdóttir ræðir við Kristján Bersa Ólafsson skólameistara Flensborgar- skóla í Hafnarfirði. 21.20 Bergerac (8). Lokaþáttur. 22.15 Einkavæðing ríkisfyrir- tækja. Þáttur frá fréttastofu Sjón- varpsins. 23.00 Ellefufróttir og dag- skrárlok. Stöð 2 Fimmtudagur 27. febrúar 16.45 Nágrannar. 17.30 Með Afa. Endurtekinn þáttur. 19.19 19:19. 20.10 Emilie. 21.00 Óráðnar gátur. (Unsolved Mysteries.) 21.50 Mútuþægni.# (The Take.) Spennumynd í anda Miami Vice þáttanna vinsælu um löggu sem lendir í vandræð- um þegar hann flækist inn í kúbanskan eiturlyfjahring. Aðalhlutverk: Ray Sharkey, Lisa Hartman og Larry Manetti. Stranglega bönnuð börnum. 23.25 Síðasta flug fró Coramaya. (The Last Plane from Coramaya.) Spennumynd um náunga sem heldur til Coramaya í leit að vini sínum sem hefur horfið, að því er virðist, sporlaust. Aðalhlutverk: Louis Gossett Jr., Julie Carmen, George D. Wallace og Jesse Doran. Bönnuð börnum. 00.55 Dagskrárlok. Rás 1 Fimmtudagur 27. febrúar MORGUNÚTVARP KL. 06.45-09.00. 06.45 Veðurfregnir. Bæn. 07.00 Fréttir. 07.03 Morgunþáttur Rásar 1. - Hanna G. Sigurðardóttir og Trausti Þór Sverrisson. 7.30 Fréttayfirlit. 7.31 Heimsbyggð - Sýn til Evrópu. Óðinn Jónsson. 7.45 Daglegt mál, Mörður Árnason flytur þáttinn. 08.00 Fróttir. 08.10 Að utan. 08.15 Veðurfregnir. 8.30 Fréttayfirlit. 08.40 Bara í París. Hallgrímur Helgason flytur hugleiðingar sínar. ÁRDEGISÚTVARP KL. 09.00-12.00 09.00 Fróttir. 09.03 Laufskálinn. 09.45 Segðu mér sögu. „Markús Árelíus hrökklast að heiman" eftir Helga Guðmundsson. Höfundur les (14). 10.00 Fróttir. 10.03 Morgunleikfimi með HaUdóru Bjömsdóttur. 10.10 Veðurfregnir. 10.20 Heilsa og hollusta. Umsjón: Steinunn Harðar- dóttir. 11.00 Fróttir. 11.03 Tónmál. 11.53 Dagbókin. HÁDEGISÚTVARP KL. 12.00-13.05 12.00 Fréttayfirlit á hádegi. 12.01 Að utan. 12.20 Hódegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir. 12.48 Auðlindin. 12.55 Dánarfregnir - Auglýs- ingar. MIÐDEGISÚTVARP KL. 13.05-16.00 13.05 í dagsins önn - „...frek- ar einn þá hlaupór er.“ 13.30 Lögin við vinnuna. 14.00 Fréttir. 14.03 Útvarpssagan: „Morgunn lífsins" eftir Kristmann Guðmundsson. Gunnar Stefánsson les (18). 14.30 Miðdegistónlist. 15.00 Fréttir. 15.03 Leikari mánaðarins, Anna Kristín Arngríms- dóttir, flytur einleikinn „Kona fyrir framan spegil" Gunther Ruckert. SÍÐDEGISÚTVARP KL. 16.00-19.00 16.00 Fróttir. 16.05 Völuskrín. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Strengjakvartett nr. 13 í a-moll, D804, „Rósa- munda", eftir Franz Schubert. 17.00 Fréttir. 17.03 Vita skaltu. Umsjón: Ragnheiður Gyða Jónsdóttir. 17.30 Hér og nú. Fréttaskýringaþáttur Frétta- stofu. 17.45 Lög frá ýmsum löndum. 18.00 Fróttir. 18.03 Þegar vel er að gáð. 18.30 Auglýsingar - Dánar- fregnir. 18.45 Veðurfregnir - Auglýs- ingar. KVÖLDÚTVARP KL. 19.00-01.00 19.00 Kvöldfréttir. 19.32 Kviksjó. 19.55 Daglegt mól. 20.00 Úr tónlistarlífinu. 22.00 Fróttir • Dagskrá morg- undagsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Lestur Passíusálma. Sr. Bolli Gústavsson les 10. sálm. 22.30 Fréttamenn Óðins. 23.10 Mál til umræðu. 24.00 Fréttir. 00.10 Tónmál. 01.00 Veðurfregnir. 01.10 Næturútvarp ó báðum rósum til morguns. Rás 2 Fimmtudagur 27. febrúar 07.03 Morgunútvarpið - Vaknað til lífsins. Leifur Hauksson og Eiríkur Hjálmarsson hefja daginn með hlustendum. - FimmtudagspistiU Bjama Sigtryggssonar. 08.00 Morgunfréttir. - Morgunútvarpið heldur áfram. - Auður Haralds segir fréttir úr Borginni eilífu. 09.03 9-fjögur. Umsjón: Þorgeir Ástvalds- son, Magnús R. Einarsson og Margrét Blöndal. Sagan á bak við lagið. Furðufregnir utan úr hinura stóra heimi. Limra dagsins. Afmæliskveðjur. Síminn er 91-687123. 12.00 Fréttayfirlit og veður. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 9-fjögur. - heldur áfram. 12.45 Fréttahaukur dagsins spurður út úr. 16.00 Fréttir. 16.03 Dagskrá: Dægurmála- útvarp og fréttir. - Kvikmyndagagnrýni Ólafs H. Torfasonar. 17.00 Fróttir. - Dagskrá heldur áfram. 17.30 Hór og nú. - Dagskrá heldur áfram. 18.00 Fróttir. 18.03 Þjóðarsálin - Þjóðfund- ur í beinni útsendingu. Sigurður G. Tómasson og Stefán Jón Hafstein sitja við símann, sem er 91-686090. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Ekki fréttir. 19.32 Rokksmiðjan. 20.30 Mislétt milli liða. 21.00 Gullskífan. 22.07 Landið og miðin. 00.10 í háttinn. 01.00 Næturútvarp á báðiun rásum til morguns. Fréttir kl. 7,7.30,8,8.30,9,10, 11,12,12.20,14,15,16,17,18, 19, 22 og 24. Næturútvarpið 01.00 Með grátt í vöngum. 02.00 Fróttir. 02.02 Næturtónar. 03.00 í dagsins önn. 03.30 Glefsur. 04.00 Næturlög. 04.30 Veðurfregnir. - Næturlögin halda áfram. 05.00 Fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum. 05.05 Landið og miðin. 06.00 Fróttir af veðri, færð og flugsamgöngum. 06.01 Morguntónar. Ríkisútvarpið á Akureyri Fimmtudagur 27. febrúar 08.10-08.30 Útvarp Norður- lands. 18.35-19.00 Útvarp Norður- lands. Aðalstöðin Fimmtudagur 27. febrúar 07.00 Útvarp Reykjavík. Fulltrúar stjórnmálaflokk- anna stjórna morgun- útvarpi. Litið í blöðin, viðtöl, veður og færð, umræður, tónlist o.fl. 09.00 Stundargaman. Umsjón: Þuríður Sigurðar- dóttir. íslenskan það er málið kl. 9.15. Guðni Kolbeinsson flytur. 10.00 Við vinnuna. Umsjón: Guðmundur Benediktsson. Uppáhaldslögin, afmælis- kveðjur, óskalög, veður, færð, flug o.fl. Opin lína í síma 626060. 12.00 Fróttir og réttir. Umsjón: Jón Ásgeirsson og Þuríður Sigurðardóttir. 13.00 Við vinnuna. Umsjón: Guðmundur Benediktsson. 14.00 Svæðisútvarp. Umsjón: Erla Friðgeirsdóttir. Stórreykjavíkursv./Rvík./ Kóp./Hanfarfj./Mosfellsb./ Seltj. 15.00 í kaffi með Ólafi Þórðar- syni. 16.00 Áútleið. Umsjón: Erla Friðgeirsdóttir. 17.00 íslendingafélagið. Umsjón: Jón Ásgeirsson. 19.00 „Lunga unga fólksins." Umsjón: Jóhannes Kristjánsson. 21.00 Túkall. Umsjón: Gylfi Þór Þorsteins- son. 22.00 Tveir eins. Umsjón: Ólafur Stephensen og Ólafur Þórðarson. Bylgjan Fimmtudagur 27. febrúar 07.00 Morgunþáttur Bylgjunnar. Eiríkur Jónsson og Guðrún Þóra með morgunþátt. Fróttir kl. 7, 8 og 9. Fréttayfirlit klukkan 7.30 og 8.30. 09.00 Anna Björk Birgisdóttir. Ýmislegt skemmtilegt verð- ur á boðstólum, eins og við er að búast, og hlustendalín- an er 671111. Mannamál kl. 10.00 og 11.00. 12.00 Hádegisfréttir frá frétta- stofu Bylgjunnar og Stöðvar 2. 12.10 Anna Björk Birgisdóttir. 13.00 íþróttafréttir. 13.05 Sigurður Ragnarsson. Skemmtileg tónlist við vinn- una í bland við létt rabb. Mannamál kl. 14 og 16. 16.00 Reykjavík síðdegis. Hallgrímur Thorsteinsson og Steingrímur Ólafsson fjalla um málefni líðandi stundar og hjá þeim eru engar kýr heilagar. 17.00 Fréttaþáttur frá frétta- stofu Bylgjunnar og Stöðvar 2. 17.30 Reykjavík síðdegis heldur áfram. 18.00 Fróttaþáttur frá frétta- stofu Bylgjunnar og Stöðvar 2. 18.05 Landssíminn. Bryndís Schram tekur púls- inn á mannlifinu og ræðir við hlustendur um það sem er þeim efst í huga. Síminn er 671111. 19.30 Fréttir frá fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar. 20.00 Ólöi María. Léttir og ljúfir tónar í bland við óskalög. Síminn er 671111. 23.00 Kvöldsögur. Það er Bjami Dagur Jónsson sem ræðir við Bylgjuhlust- endur um innilega kitlandi og privat málefni. 00.00 Næturvaktin. Hljóðbylgjan Fimmtudagur 27. febrúar 17.00-19.00 Pálmi Guðmunds- son velur úrvalstónlist við allra hæfi. Síminn 27711 er opinn fyrir afmæliskveðjur. Fréttir frá fréttastofu Bylgjunnar/Stöðvar 2 kl. 18.00. Hvernig getur þú gert svona hræðilega hluti?! Sjáðu til... Fjölskyldumaður gerir það sem hann þarf að gera! & STÓRT # Velkomin sértu, góa mín Þá er góan gengin í garð og konudagurinn var um síð- ustu helgi. í sögnum segir að húsfreyjur hafi átt að fagna góu á svipaðan hátt og bændur áttu að fagna þorra, hoppa fáklæddar þrisvar í kringum bæinn og heilsa henni við það tækifæri með þessum formála: Velkomin sértu, góa min, gakktu inn í bæinn, vertu ekki úti í vindinum, vorlangan daginn. Átti svo bóndinn að gera konunni eitthvað vel til þann dag. Nú munu allar menjar þessa dags horfnar utan þess að karlmenn færa kon- um blóm. # Öskudagurinn og langa- fastan í katólskri tíð settust menn í sekk og jósu ösku yfir höfuð sér sem iðrunarmerki. En eft- ir siðaskiptin var því snúið upp í glens og gaman. í íslenskum þjóðháttum segir um öskudaginn og iöngu- föstuna: „Stúlkurnar settu og setja enn í dag öskupoka á piltana, en piltarnir launa þeim með því að setja á þær steina. Mörgum var illa við að bera ösku og einkum stúlk- unum steina, og varð oft illt út úr því. Ekki ber mönnum saman um, hvað var löglegur ösku- og grjótburður. Sumir segja, að það sé nóg, að gengið sé með það þrjú spor, en aðrir, að það sé ekki mark að því, nema það sé borið yfir þrjá þröskulda. Þá telja og sumir ólögmætt, að aska eða steinn sé borinn eftir dagset- ur. Með öskudeginum rann langafastan upp í raun og veru. Fyrir almenning var hún helgasti timi árslns. Engar skemmtanir mátti um hönd hafa; menn máttu ekki giftast og fátt annað gera en vinna og sækja kirkju. í katólskri tíð var hjónum bannað að sænga saman, en ekki mun það hafa lengi elt eftir. Prest- ar prédikuðu ekki aðeins á sunnudögum, heldur og á miðvikudögum út af píslar- sögunni. Víða var börnum ekkert refsað frá föstubyrjun til föstudagsins langa, þótt þau gerðu eitthvað fyrir sér, en minnt á, hvað þeirra biði þann dag. Það hvíldi einhver drungi og dapurleiki yfir öllu fremur venju.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.