Dagur - 27.02.1992, Blaðsíða 15

Dagur - 27.02.1992, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 27. febrúar 1992 - DAGUR - 15 1992 Framtíðaráform og áhuga- mál stúlknanna Þá er komið að því að kynna stúlkurnar tólf sem taka þátt í fegurðarsamkeppninni. Þær verða kynntar hér í stafrófsröð: Anna Sigríður Jóhannes- dóttir er 18 ára og kemur frá Dalvík. Hún er 173 cm á hæð og stundar nám í VMA á hand- menntabraut og vinnur í Sælu- húsinu á Dalvík. Framtíðar- áform: Halda áfram á hand- menntabraut, bæði hérlendis og erlendis. Áhugamál: Handa- vinna, íþróttir, ferðalög og elda- mennska. Berglind Skarphéðinsdóttir er 18 ára Akureyrarmær, 169 cm á hæð. Hún vinnur á Hótel KEA, Súlnabergi. Framtíðaráform: Að eignast fallegt heimili og lifa líf- inu. Áhugamál: Góður matur, bíómyndir, unnustinn. Bergþóra Rós Lárusdóttir er 19 ára og kemur frá Hauganesi. Hún stundar nám í VMA á heilsugæslubraut. Framtíðar- áform: Áframhaldandi nám í heilsugæslu eða snyrtifræðum. Áhugamál: Útivist, bíómyndir, hundar og fjallaferðir. Heiðný Helga Stefánsdóttir er 20 ára Dalvíkurmær og er 170 cm á hæð. Hún vinnur í fiskverk- un hjá Jóhannesi og Helga. Framtíðaráform: Að fara í skóla. Áhugamál: íþróttir og útivist. Hólmdís Ragna Benedikts- dóttir er 18 ára og kemur frá Akureyri. Hún er 168 cm á hæð og sundar nám í VMA. Framtíð- aráform: Ljúka stúdentsprófi og læra snyrtifærði. Áhugamál: Bíómyndir og fjallaferðir. Lovísa Sveinsdóttir er 19 ára Akureyrarmær, 176 cm á hæð. Hún stundar nám í VMA. Fram- tíðaráform: Áframhaldandi nám. Áhugamál: Ferðalög, góð tónlist, góður matur og góður félags- skapur. Pálína Sigrún Halldórsdóttir er 19 ára og kemur frá Tjörnesi. Hún er 168 cm á hæð og stundar nám í MA. Framtíðaráform: Fara í Bændaskólann á Hólum og svo í Háskólann. Áhugamál: Hestamennska, blak, ferðalög og bíómyndir. Ragnheiður Vala Arnardótt- ir er 17 ára Akureyrarmær, 168 cm á hæð. Hún bíður eftir starfi á barnaheimili. Framtíðaráform: Verða fóstra. Áhugamál: Börn, golf, sólarlönd, dýr, kærastinn. Rut Tryggvadóttir er 19 ára Akureyrarmær, 173 cm á hæð. Hún stundar nám í VMA. Fram- tíðaráform: Ljúka stúdentsprófi og fara í hjúkrun. Áhugamál: Útivist, ferðalög, líkamsrækt, góðar kvikmyndir. Sunna Sigurðardóttir er 19 ára og frá Akureyri. Hún er 174 cm á hæð og stundar nám í MA. Framtíðaráform: Lögfræðinám í Háskólanum. Áhugamál: Tónlist. Hún hefur lært á píanó í 12 ár. Svanhildur Margrét Ingvars- dóttir er 19 ára Akureyrarmær, 173 cm á hæð. Hún vinnur hjá Útgerðarfélagi Akureyringa. Framtíðaráform: Komast í skóla og læra hárgreiðslu. Áhugamál: Elda mat, sund, börn, ferðalög, tónlist. Unnur Anna Valdimarsdótt- ir er 19 ára Ólafsfjarðarmær, 172 cm á hæð. Hún stundar nám í MA. Framtíðaráform: Verða læknir, eiga stóra fjölskyldu og verða besta mamma í heimi. Áhugamál: Útivist og íþróttir, tónlist og ferðalög, borða góðan mat og borða mikið. SS I ÍÞRÓTTIR Jón Haukur Brynjólfsson Úrvalsdeildin í körfuknattleik: Tíndastóll upp að hliö KR - hafði betur í viðureign liðanna á þriðjudagskvöld, 71:67 Níundi sigur Tindastóls í röð varð að veruleika í íþróttahús- inu á Sauðárkróki sl. þriðju- dagskvöld þegar liðið fékk KR-inga í heimsókn. Heima- mönnum tókst að sigra, 71:67 og ná með því KR að stigum. Möguleikar Stólanna til að komast í úrslitakeppnina hafa því stóraukist. Tindastóll byrjaði af krafti og gerði fyrstu fjórar körfurnar í leiknum. Staðan á 4. mín. var 17:6 fyrir heimamenn, en þá fóru gestirnir að finna smugur á vörn Tindastóls og söxuðu á forskotið. Þriggja stiga munur var á liðun- um bæði á 11. og 16. mín., 29:26 og 36:33. Með góðum varnarleik tókst Stólunum að halda foryst- unni fram í hálfleik en þá var staðan 44:40. f seinni hálfleik fóru taugarnar að titra hjá liðsmönnum beggja liða og á köflum voru mistök tíð á báða bóga. Stólarnir juku for- ystuna fyrstu mínúturnar og komust í 57:44, en þá endur- skipulögðu KR-ingar lið sitt og minnkuðu muninn niður í 59:56. Þannig var staðan um miðjan hálfleikinn, en eftir þetta gekk báðum liðum illa að koma bolt- anum niður um körfuhringinn. Á 18. mín. var staðan 69:63, en þá kom John Bear með góðan enda- sprett og gerði tvær laglegar körfur. Þegar um 20 sek. voru til leiksloka var staðan 69:67 og KR-ingar í sókn. Páll Kolbeins- son reyndi að jafna leikinn, en hitti ekki og sóknarvilla var dæmd á KR. Pétur Guðmunds- son tók síðan vítaskotin fyrir Tindastól og skoraði úr báðum. Staðan í leikslok 71:67. „Þetta var jafn leikur og sigur- inn hefði getað fallið hvorumegin sem var. Við vissum að þetta yrði mjög erfitt þar sem Stólarnir eru sterkir á heimavelli og þess vegna ákváðum við að spila yfirvegað og sjá hvernig gengi. Okkar lið er vægast sagt vængbrotið, án Axels og Sigurðar Jónssonar, auk þess sem veikindi hafa háð okkur svo ég er svo sem ekkert óánægður með úrslitin. Við fáum góða hvíld núna og ég vona að okkur takist að vinna restina,“ sagði Birgir Guðbjörnsson þjálfari KR að leik loknum. Valur Ingimundarsson, þjálfari og leikmaður Tindastóls, sagði eftir leikinn að í liðinu hefði komið fram ákveðin þreyta og mátt rekja mistökin til hennar. Hann sagðist samt vera bjartsýnn á framhaldið. „Það er búin að vera mikil keyrsla hjá okkur síðasta mánuð- inn og komin þreyta í mannskap- inn. Ég er því ánægður með þennan sigur og nú verðum við bara að leggja allt í leikinn í Njarðvík. Við höfum hingað til treyst á okkur sjálfa, en ekki KR- inga og munum halda því áfram,“ sagði Valur. Bestu menn leiksins á Sauðár- króki voru Ivan Jonas og Pétur Guðntundsson hjá Stólunum, en Guðni Guðnason og John Bear héldu uppi liði KR. SBG Stig Tindastóls: Ivan Jonas 22, Pétur Guðmundsson 20, Valur Ingimundarson 19, Haraldur Leifsson 8, Einar Einarsson 2. Stig KR: John Bear 24, Guðni Guðnason 20, Hermann Halldórsson 9, Páll Kol- beinsson 7, Óskar Kristjánsson 5, Lárus Árnason 2. Dómarar: Kristinn Óskarsson og Einar Skarphéðinsson. Stóðu sig vel. Pétur Guðniunds.son átti góðan leik með liði sínu Tindastól. Mynd: sbg Handknattleikur: KA-menn steinlágu á Selfossi - höfnuðu í 4. sæti í deildarkeppninni B-keppnin: Þorbergur velur hóp Þorbergur Aðaisteinsson, landsliðsþjálfari í hand- knattleik, hefur valið 19 manna hóp til að taka þátt í lokaundirbúningi fyrir B- keppnina í Austurríki í næsta mánuði. Það kemur fátt á óvart í vali Þorbergs. Alfreð Gíslason stóð við fyrri yfirlýsingar um að gefa ekki kost á sér en bæði Héðinn Gilsson og Júlíus Jón- asson eru í hópnum. Júlíus á þó við meiðsli að stríða og sömuleiðis Kristján Arason. Fækkað verður í hópnum nið- ur t 16 2-3 dögum fyrir keppni en liðið fer út 17. mars. B- keppnin hefst 19. mars. Landsliðshópurinn er þann- ig skipaður: Guðmundur Hrafnkelsson Val Bergsveinn Bergsveinsson FH Sigmar Þröstur Óskarsson ÍBV Gunnar Beinteinsson FH Valdimar Grímsson Val Bjarki Sigurðsson Víkingi Birgir Sigurðsson Víkingi Geir Sveinsson Avidesa Einar Sigurðsson Seifossi Patrekur Jóhannesson Stjörnunni Gunnar Andrésson Fram Konráð Olavsson Dortmund Jakob Sigurðsson Val Héðinn Gilsson Dússeldorf Júíus Jónasson Bidasoa Sigurður Bjarnas. Grosswallstad Gunnar Gunnarsson Víkingi Jón Kristjánsson Val Kristján Arason FH KA-menn misstu endanlega af þriðja sætinu í 1. deildar- keppninni í handknattleik þeg- ar liðið steinlá fyrir Selfyssing- um á Selfossi í fyrrakvöld. Heimamenn unnu auðveldan sigur, 32:21, og hafa tryggt sér þriðja sætið þótt þeir eigi einn leik eftir. KA-menn höfnuðu í fjórða sæti og leika að öllum líkindum við ÍBV í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. KA-menn náðu sér aldrei á strik gegn frískum Selfyssingum og það varð fljótlega ljóst hvert stefndi. Heimamenn skoruðu þrjú fyrstu mörkin og KA-menn náðu ekki að svara fyrir sig fyrr en eftir 8 mínútur þegar Alfreð fann loksins smugu framhjá Ein- ari Þorvarðarsyni. Einar reyndist KA-mönnum erfiður í fyrri hálf- leiknum og varði oft mjög vel. Selfyssingar náðu á tímabili 5 marka forystu en KA-menn minnkuðu muninn í 12:14 fyrir hlé. KA-menn virtust vera að ná sér á strik í lok fyrri hálfleiks en það skilaði sér ekki í þeim seinni. KA-mönnum gekk illa að ráða við Sigurð Sveinsson þótt þeir tækju hann úr umferð og Einar Gunnar Sigurðsson hafði góð áhrif á Selfossliðið þegar hann kom inná en hann spilaði ekkert í fyrri hálfleik vegna meiðsla. KA- menn reyndu að taka bæði Sigurð og Einar Gunnar úr umferð en aðrir leikmenn Selfyssinga sáu um að klára dæmið með Sigurð Bjarnason í broddi fyikingar. Alger deyfð ríkti yfir KA-lið- inu í leiknum og enginn leik- manna þess sýndi sitt rétta andlit. Vonbrigði þeirra leyndu sér ekki og fékk tíðindamaður Dags að kenna á því þegar honum var vís- að kurteislega úr búningsklefa að leik loknum. í herbúðum Selfyssinga ríkti hins vegar mikil gleði og Sigurður Sveinsson var ánægður með úrslit- in. „Við náðuni upp góðri stemmningu og áhorfendur voru virkilega með á nótunum. Ég bjóst við erfiðari leik en eins og við spiluðum í kvöld erum við ill- sigranlegir á heimavelli. Það er alltaf góð tilfinning að vinna leik og sérstáklega að vinna Alfreð og félaga,“ sagði Sigurður Sveins- son. KA-menn leika við liðið í 5. sæti í úrslitakeppninni og í dag eru það Haukar. Líklegast verð- ur þó að telja að Eyjamenn verði mótherjar KA því þeir spila við Breiðablik í Eyjum annað kvöld °g tryggja sér fimmta sætið með sigri. -bjb Mörk Selfoss: Sigurður Sveinsson 9/5, Sigurður Bjarnason 8, Einar Gunnar Sig- urðsson 4, Gústaf Bjarnason 3, Kjartan Gunnarsson 3, Jón Þórir Jónsson 2, Ein- ar Guðmundsson 2, Sverrir Einarsson 1. Einar Þorvarðarson varði 13 skot og Gísli Felix Bjarnason 1. Mörk KA: Alfreð Gíslason 6, Erlingur Kristjánsson 3, Árni Stefánsson 3, Stefán Kristjánsson 3/1, Sigurpáll Árni Aðal- steinsson 2/2, Árni Páll Jóhannsson 2, Pétur Bjarnason 2. Axel Stefánsson varði 7 skot og Bjöm Björnsson 2. Dómarar: Jón Hermannsson og Guð- mundur Sigurbjörnsson. Úrvalsdeildin A-riðill Tindastóll-KR 71:67 UMFN 22 19- 3 2091:1779 38 KR 23 15- 8 2059:1881 30 Tindastóll 23 15- 8 2111:2019 30 Snæfell 22 5-17 1764:2058 10 Skallagrímur 22 4-18 1779:2158 8 Handknatdeikur 1. deild Selfoss-KA 32:21 FH 22 18-2- 2 614:503 38 Víkingur 22 17-2- 3 566:498 36 Selfoss 21 13-1- 7 572:538 27 KA 22 10-4- 8 549:539 24 Haukar 22 94- 9 554:539 22 Fram 22 94- 9 515:533 22 ÍBV 21 9-3- 9 557:529 21 Stjarnan 22 10-1-11 537:516 21 Valur 20 6-5- 9 480:486 17 Grótta 22 54-13 443:528 14 HK 22 4-2-16 493:551 10 UBK 20 2-2-16 363:481 6

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.