Dagur - 12.03.1992, Side 6

Dagur - 12.03.1992, Side 6
6 - DAGUR - Fimmtudagur 12. mars 1992 „Þessir Heimdallarstrákar skilja ekki út á hvað lífsbarátta fólksins gengur“ -Matthías Bjarnason, alþingismaður, deilir hart á Sjálfstæðisflokkinn í viðtali í Heimsmynd Mjög athyglisvert viðtal gefur að líta í nýjasta hefti Heims- myndar er Herdís Þorgeirs- dóttir ritstýrir. Hér er um að ræða ritsmíð ritstjórans þar sem Matthías Bjarnason, alþingismaður Sjálfstæðis- flokks og „Vestfjarðagoði“ er í brennidcpli. Matthías fer á kostum sem hans er vandi, enda einarður mjög. Heims- mynd slær upp á síðum: Síðasti móhíkaninn, elsti alþingismað- urinn og ENFANTITERRIBLE í þingflokki sjálfstæðismanna. Lítum nú nánar á viðtaiið. í upphafi segir Matthías: „Þessir ungu menn í flokknum segja okkur annað hvort sósíal- ista eða framsóknarmenn og nota það sem skammaryrði þar eð við viljum verja hag lítilmagnans og landsbyggðirnar. Mér finnst þetta köld kveðja eftir áratuga starf í flokknum.“ * Eg trúði á þessa stefnu Vissulega er svo því Matthías hefur unnið að framgangi stefnu Sjálfstæðisflokks í tugi ára. Hann hefur gegnt tvívegis ráðherra- embætti, fyrst í ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar 1974 til 1978 og síðan í ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar, 1983 til 1987. Hann hefur þekkt alla formenn Sjálfstæðisflokksins persónulega að Jóni Þorlákssyni frátöldum og um forustumennina segir hann að hroki hafi ekki verið til í þeirra fasi eins og honum finnist ein- kenna ýmsa núverandi ráða- menn. í viðtalinu fer Matthías um víðan völl allt frá uppvaxtarárun- um á ísafirði og stjórnmálasaga hans fær glögga umfjöllun. Nú þegar Matthías horfir fram á lok ferils síns í stjórnmálum er þungt í honum hljóðið. „Ég varð sjálfstæðismaður mjög ungur að árum og trúði á þessa stefnu sem virti cinkaframtakið og vildi byggja þjóðfélagið upp á því en sú sjálfstæðisstefna vildi líka huga að þeim sem minna máttu sín. Ég hef alltaf verið stuðnings- maður almannatrygginga.“ Og ritstjóri Heimsmyndar skrifar: „Það skín næstum úr hverju hans orði að honum finnist sá Sjálf- stæðisflokkur sem hann gekk í vera í ljósára fjarlægð frá þeim flokki sem hann situr í nú.“ Og Matthías segir: „Ég er leiðastur yfir því hvað margir fá sitt á þurru á kostnað annarra. Ég tel að hér eigi að ríkja samkeppni en ekki yfirdrottnun nokkurra manna, eins og í Eimskipafélag- inu. Það á ekki að líða það að örfáir einstaklingar geti sölsað undir sig auðæfi í skjóli laga í trausti þess að þau væru góð. Það er erfitt hlutskipti að vera for- sætisráðherra í svona stöðu. Það þarf að hreinsa svo mikið til í þessu landi okkar.“ Landsbyggðin hefur verið arðrænd áratugum saman „Hér hefur orðið verulegur sam- dráttur, horfurnar eru dökkar og við getum orðið fyrir miklum áföllum ennþá en það hefur líka verið gripið til ráðstafana allt of seint. Nú er talað um að auka einkavæðinguna. Hins vegar þarf að huga fram í tímann en ekki eingöngu um líðandi stund og ekki með þeim hætti að það hafi veruleg áhrif á þá sem minnst mega sín. Á það skortir í heil- brigðis-, trygginga- og mennta- málurn," segir Matthías og hann bætir við: „Ég sé engan sparnað hjá Seðlabankanum og bankarnir í landinu virðast ekki á flæðiskeri staddir eða fjárfestingalánasjóð- irnir. Sjálfur tel ég ekkert til fyrirstöðu að vextir lækki veru- lega. Maður verður bara að vona að erlendir bankar hasli sér völl hér sem fyrst. Það fer í taugarnar á mér hvað gert er lítið í því að skynja stöðu útflutningsatvinnu- veganna. Fjármagnskostnaður- inn er að drepa þá. f öðru lagi er ekki staðið nógu vel að því að tryggja hag þeirra sem eru í atvinnurekstri sem og fjölskyldn- anna í landinu. Okkur hefur orð- ið á og ég er óánægður með „Margir eru fljótir að gleyma uppruna „Ég dauðsé eftir því að hafa farið í framboð síðast.“ Matthías fyrir utan Alþingishúsið nýlega. „Það gerist æ oftar að ég er mjög óánægður með samþykktir þingflokksins.“ margt en ég vil ekki taka þátt í þeim leik að auka völd örfárra manna í þjóðfélaginu á kostnað almenningsheilla. Þróunin er of mikil í þá átt að styrkja þá sem þegar eiga mest fjármagnið. Nú skilurðu kannski af hverju Einar Oddur Kristjánsson kallar mig síðasta kommann. Pabbadreng- irnir kalla mig á sama hátt fram- sóknarmann." í viðtalinu kemur fram að þing- maðurinn sér eftir að hafa farið fram í síðustu kostningum og hann ræðir um sviptingar síðustu ára í Sjálfstæðisflokknum sem og þá menn er leitt hafa flokkinn. Fram kemur að Matthíasi hryllir við frjálshyggjuliðinu sem kom inn með Þorsteini Pálssyni, því liði sem hefur náð sterkum ítök- um í flokknum. „Ég vil engum gera það til geðs að nefna hann á nafn en þetta afl hefur skemmt flokkinn og gert hann miklu þrengri. Þessir Heimdallarstrák- ar sem skilja ekki út á hvað lífs- barátta fólksins í landinu gengur. Við sem erum búnir að fara gegn- um þykkt og þunnt, kynnst kjör- um þjóðarinnar teljum okkur vita töluvert. Þessir aðilar álasa sínum þegar þeir komast til valda.“ mönnum eins og mér fyrir að standa vörð um mína kjósendur, kalla mig kjördæmapotara eða fyrirgreiðslupólitíkus. Ef við landsbyggðarmennirnir erum að hugsa of mikið um okkar byggð- arlög á kostnað heildarinnar hvernig stendur þá á því að allt fólkið er að flýja til höfuðborgar- svæðisins? Landsbyggðin hefur verið arðrænd áratugum saman og á töluverða sök á því sjálf með því að geta aldrei staðið saman.“ Sumir eru æði fljótir að gleyma uppruna sínum Sem alþjóð veit studdi Matthías Þorstein Pálsson í formanns- slagnum í Sjálfstæðisflokknum og Matthías segir í viðtalinu við Herdísi: „Á fundum Davíðs um landið eftir að hann var kjörinn formaður lýsti hann ýmsum við- horfum sem ég var sammála. Eft- ir að hann myndaði ríkisstjórn fór ýmislegt á annan veg en ég hugði. Mér finnst margt benda til þess að við þingmenn Sjálfstæðis- flokks höfum verið einum of fljótir að ganga til samninga við krata. Ég hef orðið fyrir von- brigðum með ráðherra Alþýðu- flokks og finnst einstaka menn úr þeirra röðum hafa sent okkur kaldar kveðjur.“ Og þegar rit- stjórinn spyr Matthías hvort hann telji að þessir menn sem nú sitji í ráðherrastólum séu fram- tíðarmenn, kveður alþingismað- urinn nei við. Er ritstjórinn spyr hvort hroka sé um að kenna segir Matthías: „Það er hroki fólginn í því að ráðast í allan þennan niðurskurð á kostnað almennings og ráða á sama tíma um sig hirð misviturra aðstoðarmanna. Þegar Jón Baldvin Hannibalsson varð ráðherra vildi hann vera alþýð- legur og keyra um á bragga. Nú þeysir hann um allt á ráðherrabíl með bílstjóra og hefur lítið spar- að í ferðalögum. Það er margt gott í honum Jóni en helvítis hrokinn er að fara með hann. Þeir eru nokkrir sem hafa ekki þolað að verða ráðherrar eða hljóta aðrar vegtyllur innan þingsins. Sumir eru æði fljótir að gleyma uppruna sínum. Mennta- hroki er einnig áberandi í fari sumra langskólagenginna þing- manna og það er hroki í fari Davíðs Oddssonar." Matthías segir að hroka gæti víðar í þjóð- félaginu. Hann nefnir Moggann. „Það er hroki í Mogganum að taka undir allan þennan böl- móðsáróður með fullar hendur fjár. Af hverju veitir blaðið ekki betri þjónustu, lækkar auglýs- ingaverð og kemur oftar út, á mánudögum, skírdag og á öðrum tyllidögum eins og erlend stórblöð? Og ekkert hamlar því að kolkrabbinn vaði uppi. Fjöl- miðlar, og stórveldi eins og Mogginn, hefðu getað tekið á kolkrabbanum mun fyrr.“ í niðurlagi viðtalsins segir Matthí- as: „Prófkjörin hafa gert það að verkum að hæfasta fólkið fer ekki í pólitík. Og það eru ekki endi- lega þeir hæfustu sem nú ber mest á.“ Ritstjórinn spyr. „Hverjir eru að þínu mati hæfast- ir af stjórnmálamönnunum núna til að leiða þjóðina út úr þeim ógöngum sem hún er í?“ „I hjart- ans einlægni. Það sorglega er að ég sé þá ekki,“ segir Matthías Bjarnason og þar lýkur viðtalinu. ój SJALUNN Föstudagur: / Urslit í f yrirtækj akeppni í karaoke Fulltrúar eftirtalinna fyrirtækja keppa: Dags, Sólborgar, Islandsbanka, Sparisjóðs Svarfdæla, Þórshamars, Fiskvinnsluslöðvar Flateyrar, Notaðs innbús, Pósts og síma, Sæluhússins Dalvík, KEA-Nettós, Dropans, Sjálfsbjargar, Flugleiða. Óttar Óttarsson íslandsmeistari í karaoke 1992 syngur Kynning frá Viking Brugg Húsið opnað kl. 21.00 • Keppnin hefst kl. 22.00 stundvíslega Hljómsveitin Vinir og synir leikur fyrir dansi til kl. 03.00 Laugardagur: Stórsýningin MÞ £<) M íaqtí tueitaUlu Matseðill: Skelfiskkæfa með jógúrtsósu og ristuðu brauði Heilsteiktur svínahryggur með piparknjddaðri koníakssósu og bakaðri kartöflu Eplabaka með rjómatoppi Hljómsveitin Vinir og synir leikur fyrir dansi til kl. 03.00 Kvöldverður, skemmtun og dansleikur kr. 4.300 • Húsið opnað kl. 19.00 Kjallarinn: Guðmundur Rúnar Lúðvíksson á anddyrisbarnum fimmtudag, föstudag og laugardag Karaoke alla heleina. S F.M^HÍTi'.MlO-É AÐALSTÖÐIN

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.