Dagur - 14.03.1992, Blaðsíða 2

Dagur - 14.03.1992, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Laugardagur 14. mars 1992 Fréttir Fjárhagserfiðleikar ísno: Málin virðast vera að leysast á farsælan hátt „Það virðist stefna í það á þessari stundu að mál Isno séu að leysast á farsællegan hátt, þrátt fyrir ýmsar sögusagnir og mjög erfiðan rekstur undan- gengnar vikur og reyndar allt þetta ár,“ sagði Friðrik Sig- urðsson, framkvæmdastjóri, aðspurður um erfiðleika fyrir- tækisins. Á fimmtudag var fundur með fulltrúum stjórnar Isnó og viðskiptabanka og á mánudaginn verður Ijóst með hvaða hætti fyrirgreiðslur til Isno verða. „Eftir fundinn virðist að fyrirtækið fái full- nægjandi fyrirgreiðslu til að geta gengið frá sínum málum með einhverskonar skuldaskila- samningum,“ sagði Friðrik. Friðrik sagði að fyrirgreiðsla bankans á þessu ári hefði ekki verið með sama hætti og í fyrra, en þá hefði verið hægt að greiða áfallnar skuldir vegna rekstursins en ekki hefði verið svigrúm til að greiða niður gamlar skuldir. JÚdÓ: Akureyrarmót yngri flokka Akureyrarmót yngri flokka í júdó fer fram í júdósalnum í KA-húsinu á sunnudag og hefst keppni kl. 13.00. Um 100 keppendur á aldrinum 4ja-12 ára taka þátt í mótinu. Búast má við skemmtilegri keppni og er allt áhugafólk hvatt til þess að mæta í KA-húsið og fylgjast með ungviðinu takast hraustlega á. I tenglsum við mótið stendur júdódeild KA fyrir kaffihlað- borði í KA-húsinu. -KK Friðrik hefur starfað rúmt ár sem framkvæmdastjóri ísnó, og þetta ár hefur verið notað til að skoða með hvaða hætti mætti fá felldar niður skuldir að einhverju leyti í frjálsum skuldaskilasamn- ingum. „Það liggur fyrir áætlun i dag, unnin af mér og lögfræðingi fyrirtækisins. Hún hefur verið kynnt öllum stærstu kröfuhöfum og félagið hefur fengið mjög jákvæð og góð viðbrögð við hug- myndum sínum um skuldaskila- samninga. Og miðað við hljóðið í bankanum í gær eru menn mjög bjartsýnir á að það takist að vinna fyrirtækið út úr þeim erfið- leikum sent það á við að etja um þessar mundir," sagði Friðrik. Um áramótin hætti ísno rekstri stöðvar sinnar í Vestmannaeyj- um en hefur haldið áfram rekstri seiðaeldisstöðvarinnar að Öxna- læk við Hveragerði og laxeldis- stöðvarinnar í Lóni í Keldu- hverfi. í Kelduhverfi starfa 7-8 manns við stöðina í fullri vinnu, auk þeirra starfa nokkrar konur við slátrunina á laxinum. Friðrik sagði að miðað við að fyrirtækið byggi við eðlilega fyrirgreiðslu væri áætlað að slátra í hverri viku ársins, að júlímánuði undanskild- um. Stefnan er að koma á jafnri vikulegri framleiðslu, í stað þeirrar vertíðarstefnu við slátrun sem áður viðgekkst. Slátrun var hætt nú í febrúar vegna fjárhags- örðugleikanna. í upphafi ársins var rætt um 250-400 tonna ársframleiðslu, eða metframleiðslu. Fyrirtækið hefur framleitt 100-150 tonn á ári í Lóni, en á síðasta ári voru fram- leidd tæplega 250 tonn. „Það er álit okkar að hægt sé að fram- leiða 350-500 tonn á ári í Lóni og ég held að menn hafi fyllst nokk- urri bjartsýni eftir fundinn á fimmtudaginn," sagði Friðrik. IM Sigurlið Mcnntaskólans á Akureyri Magnús Teitsson. i keppninni á Sauðárkróki. Frá vinstri: Pálmi Oskarsson, Finnur Friðriksson og Mynd: SBG Spurningakeppni framhaldsskólanna: MA-ingar unnu öruggan sigur - á liði Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra Lið Menntaskólans á Akureyri og lið Fjölbrautaskóla Norður- lands vestra áttust við í spurn- ingakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur, sl. fimmtudag en viðureignin var sýnd í Sjón- varpinu í gærkvöld. Þátturinn var tekinn upp í íþróttahúsinu á Sauðárkróki og báru MA- ingar sigur úr býtum. Á þriðja tug manna frá Sjón- varpinu vann að því að gera íþróttahúsið á Sauðárkróki klárt fyrir upptöku á þættinum í eina tvo daga. Nemendur og kennarar beggja skóla fjölmenntu síðan í salinn og þar ríkti mikil stemmning. Lið MA, sem sigraði í keppn- inni í fyrra, náði fljótlega forystu og þrátt fyrir tilraunir liðs FNV til að ná þeim, tókst það eigi. Þegar svarið við síðustu spurn- ingunni var komið stóðu leikar Reynsla varaþingmanns af störfum Alþingis: Þingmenn starfssamir en nokkurt agaleysi ríkjandi - segir Guðmundur Stefánsson eftir hálfs mánaðar þingsetu Guðmundur Stefánsson, vara- þingmaður Framsóknarflokks- ins í Norðurlandskjördæmi eystra, fékk sína fyrstu reynslu af þingstörfum á dögunum. Hann tók sæti á Alþingi dag- ana 27. febrúar til 11. mars fyr- ir Guðmund Bjarnason. Strax fyrsta daginn tók hann þátt í hinni frægu atkvæðagreiðslu sem kom Matthíasi Bjarnasyni og Árna Johnsen í sviðsljósið en við spurðum Guðmund um reynsluna af þingsetunni. „Þetta bar mjög brátt að og það var enginn tími til undirbún- ings. Atkvæðagreiðslumálið kom upp þarna fyrsta daginn en það gefur náttúrlega ekki rétta mynd af störfum Alþingis. Samt sem áður kom mér á óvart að nokkurt agaleysi virðist ríkjandi. Þegar atkvæðagreiðslur hófust aftur var ekki hægt að ljúka þeim fyrr en forseti og einstakir þingmenn voru búnir að byrsta sig. Þarna voru 58 þingmenn en örfáa þeirra tókst ekki að hemja. Þeir voru að stökkva inn og út í atkvæða- greiðslunni sjálfri og því erfitt að láta tölurnar stemma um fjölda þingmanna og fjölda atkvæða. Manni finnst að þingmenn ættu að geta setið kyrrir rétt á meðan atkvæðagreiðsla fer fram,“ sagði Guðmundur. Hann sagði að þingsetan hefði verið mjög lærdómsrík og hann hefði kynnst því að störf þing- manna væru oft önnur og mun meiri en fólk gerði sér grein fyrir. Þótt sjónvarpsvélarnir sýndu oft fáa þingmenn í salnum þá væru þeir stöðugt uppteknir á þing- fundum, þingflokksfundum og við vinnu í ýmsum málum. „Auðvitað kynntist ég mest vinnubrögðunum í þingflokki Framsóknarflokksins og ég gat ekki annað en dáðst að því hvað margir þingmenn voru vel inni í hinum og þessum málum. Þeir tóku mjög virkan þátt í störfum Alþingis og almennt fannst mér fólkið mjög starfssamt,“ sagði Guðmundur. Hann sagði að innkoma vara- þingmanns snerist að mestu leyti um að kynnast störfum þingsins og setja sig inn í mál. Sjálfur lagði hann fram þrjár fyrirspurnir sem ekki gafst tóm til að svara en hann vonast eftir því að fá skrif- leg svör innan tíðar. „Ein var um fríverslunarsamn- ing við Færeyinga og önnur um gjaldþrot einstaklinga og stöðu ábyrgðarmanna. Sú þriðja var um raforkuframleiðslu og verð- lagningu á ýmsum stöðum og áform um jöfnun raforkukostn- aðar,“ sagði varaþingmaðurinn að lokum. SS því þannig að MA hafði hlotið 32 stig, en FNV 13 stig. Þeir Finnur Friðriksson, Jón Pálmi Óskarsson og Magnús Teitsson sem skipa lið MA eru því komnir áfram í fjögurra liða úrslit, en lið FNV sem í eru Ragnar Lundberg, Fjölnir Ás- björnsson og Páll Ingi Jóhannes- son, dottið út. Þess má geta að lið VMA tryggði sér á dögunum sæti í fjögurra liða úrslitunum svo stór- ar líkur eru á að Akureyrar- skólarnir tveir mætist í Gettu betur. SBG Ekki ásættaulegt a5 ekki megi taka upp vaktavmnu - segir Einar Svansson framkvæmdastjóri FISK „Ég tel að miðað við þær aðstæður sem við búum við í frystihúsi Fiskiðjunnar, þá sé ekki spurning að með betri nýtingu getum við náð svipuð- um árangri í heildina og með sjófrystingu. Það gerist hins vegar ekki nema tekin verði upp vaktavinna í fiskvinnsl- unni,“ segir Einar Svansson, framkvæmdastjóri Fiskiðjunn- ar-Skagfírðings hf. Einar tel að ef þróun mála í sjávarútvegi verði á þá leið sem útlit er fyrir í dag, þá eigi sjávar- útvegsfyrirtæki aðeins þrjá val- kosti. I fyrsta lagi að vinna fisk- inn í landi, í öðru lagi að sigla með hann erlendis og selja hann ferskan og í þriðja lagi að sjó- frysta hann. „Ef fyrirtækjum í sjávarútvegi fækkar og menn vilja ekki að vinnustundum í landi fækki líka, þá verður að vinna fleiri vinnustundir í þeim fyrirtækjum sem eftir standa. Það gerum við ekki nema með vakta- vinnu. Og ef verkalýðshreyfingin gerir þann kost meira aðlaðandi fyrir stóru fyrirtækin að vinna fiskinn í landi, þá aukast líkurnar á að vinnan verði í landi en ekki úti á sjó,“ segir Einar. Að sögn Einars er það mikill misskilningur ef menn halda að í framtíðinni verði fiskvinnslufyrir- tækjum skapaður rekstrargrund- völlur sem dugi til að menn vinni einungis átta tíma á dag. Hann segir því ekki ásættanlegt að ekki megi taka upp vaktavinnu þegar menn séu komnir út í framleiðslu sem skili hvað mestu fyrir þjóðar- búið. „Umræða um þetta mál er að opnast og m.a. er búið að taka þetta vaktavinnumál upp á borð- ið í rammasamningsviðræðum fyrir sunnan. Enn sem komið er hefur þetta samt lítið verið rætt hér heima fyrir og því hef ég lítið annað en mínar persónulegu skoðanir til að tjá mig um. Samt sem áður held ég að megi full- yrða að ef þetta er ein af þeim aðgerðum sem er nauðsynleg til að færa vinnslu á fiski utan af sjó í land, þá hljóti verkalýðshreyf- ingin að vera jákvæð í þessum efnum og tilbúin að leita leiða til að þetta geti orðið,“ sagði Jón Karlsson, formaður Verka- mannafélagsins Fram á Sauðár- króki og varaformaður VMSÍ, þegar blaðið innti hann álits á hugmyndum Einars. SBG HlíðarQall: Lyftur í gangi Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli veröur opið um helgina og að sögn Ivars Sigmundssonar, forstööumanns Skíðastaða, eru aðstæður mun skárri en um síðustu helgi án þess þó að vera lullnægjandi. Að minnsta kosti tvær lyftur verða í gangi Irá kl. 10-17 á laugardag og sunnudag. „Það er öruggt að stólalyftan og stromplyftan verða í gangi ef veöur verður ekki vitlaust og ef snjóar meira er hugsanlegt að við komum barnalyftunni í gang líka,“ sagði ívar í samtali við Dag í gærmorgun. ívar sagði að aðstæður hefðu batnað mjög við stromplyftuna, þar hefði snjóað töluvert. Hann taldi ljóst að aðstæður ættu eftir að batna frekar en hitt því spáð væri frosti og einhverri úrkomu og snjórinn færi ekki á meðan. SS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.