Dagur - 14.03.1992, Page 3

Dagur - 14.03.1992, Page 3
Laugardagur 14. mars 1992 - DAGUR - 3 Fréttir Aukning á öllum sviðum hjá Akureyrarhöfti Samkvæmt ársskýrslu hafnar- stjórans á Akureyri, Guðmund- ar Sigurbjörnssonar, komu til hafnar á Akureyri 872 skip árið 1991 og er það fjölgun um 5,7%. Heildarstærð skipanna var 1.221.400 brúttólestir og er það 20% stækkun frá árinu áður. Ennfremur kemur fram að á árinu bættist eitt skip við flota Útgerðarfélags Akureyringa hf. í árslok voru gerðir út frá Akur- eyri 12 togarar og 2 loðnuskip. Einn togari ÚA var í breytingum hjá Slippstöðinni og sex skip voru bundin við bryggju, annað hvort til sölu eða biðu úreldingar. Mikil aukning var í löndun afla á Akureyri á árinu eins og fram kemur hér að neðan: 1991 1990 tonn tonn Bolfiskur 17.029 17.489 Frystur fiskur 9.827 6.890 Rækja 2.910 2.050 Loðna 9.077 1,272 38.843 27.701 Vöruflutningar um höfnina voru 168 þúsund tonn og er það um það bil 14% aukning á milli ára. Heildartekjur ársins urðu 76,5 m. kr. og eru það 23,5% hærri tekjur en árið 1990 og vó þar lang þyngst aukið aflaverð- mæti. Alls var unnið að styrkhæfum framkvæmdum fyrir 16,7 milljón- ir króna og voru stærstu verkefn- in endurbygging hluta gömlu löndunarbryggju ÚA að upphæð 9 m.kr., dýpkun Fiskihafnarinnar og snjóbræðslukerfi á Austur- bakka að upphæð 6,7 m.kr. Gerð var uppfylling við Strandgötu undir hús slysavarnadeildanna á Akureyri og er það liður í fram- tíðaruppbyggingu við Torfunef. Talsvert var unnið að viðhaldi hafnarmannvirkja á árinu og voru framkvæmdir á Togara- bryggju og Oddeyrarbryggju stærstar um 7 m.kr. „Af öðru er ber að nefna þá sigldi erlent flutningaskip á bryggjuna í Krossanesi og olli verulegu tjóni. Viðgerðarkostn- aður nam 3,8 m.kr. og fékkst hann greiddur af tryggingafélagi skipsins. Vegna gildistöku nýrrar reglugerðar um vigtun sjávarafla voru keyptar tvær nýjar vogir. Önnur er krókvog staðsett í Sandgerðisbót vegna vigtunar upp úr trillum, en hin er færanleg pallvog vegna vigtunar úr frysti- skipum. Ársfundur Hafnasambands sveitarfélaga var haldinn á Akur- eyri í haust og sá Akureyrarhöfn um framkvæmd hans. Gefinn var út kynningarbæklingur um höfn- ina og var bæði um íslenska og enska útgáfu að ræða. í haust varð alvarlegt vinnuslys við höfnina er báðir hafnarverð- irnir slösuðust mikið þegar springur slitnaði er hafnarverðir voru að taka á móti skipi. Um miðjan desember lést Baldvin Forsteinsson, hafnarvörður, og er hans minnst með þökk og virð- ingu fyrir dygga þjónustu við höfnina um 14 ára skeið,“ sagði Guðmundur Sigurbjörnsson. ój Heilsugæslustöðin á Akureyri: Flensa á kreiki í febrúarmánuði Inflúensa herjaði á Akureyr- inga í febrúarmánuði. Sam- kvæmt skýrslu Heilsugæslu- stöðvarinnar á Akureyri um smitsjúkdóma í mánuðinum greindust 263 með inflúensu og líklegt er að fleiri hafi lagst í flensu þótt þeir flokkist ekki undir bókfærð tilfelli. Alls kyns hroði af öðru tagi hrjáði bæjarbúa í febrúar. Alls greindust 29 með lungnabólgu, 435 með kvef, hálsbólgu, bronkítis og hliðstæða kvilla, 14 nældu sér í streptókokka-hálsbólgu og 2 voru með einkirningasótt. Þá greindust 3 með hlaupa- bólu, 75 með magakveisu og 2 með kláðamaur. SS HÉR ERU ÞÆR ALLAR MEÐ TÖLU 35 Taflan, hér að neðan, sýnir hve oft hver tala hefur komið upp frá 10. september 1988 (þegar Bónustalan bættist í hópinn) til 7. mars 19 34 33 32 31 30 29 28 27 26 25 24 23 22 21 20 19 18 17 16 15 14 13 12 11 1 10 9 8 - 7 6 5 4 3 2 1 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 □ LOTTÓTÖLUR □ BÓNUSTALA Tilviljun ræöur öllu um hvaða tölur koma upp í lottóútdrætti hverju sinni. Fólk hefur misjafna trú á einstökum tölum og eru margvíslegar aðferðir notaðar við val talna. Það er gaman að skoða hve oft hver lottótala hefur komið upp og hver veit nema einhver talnaspekingurinn geti fundið hinar einu sönnu lukkutölur. Vertu með ■ draumurinn gæti orðið að veruleika! UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI: 681511 LUKKULÍNA: 991000 MERKISMENN HF.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.