Dagur - 14.03.1992, Page 9

Dagur - 14.03.1992, Page 9
Laugardagur 14. mars 1992 - DAGUR - 9 UNGLINGASÍÐAN íris Guðmundsdóttir Að flytja til Reykjovíkur Iíalldóra (iunnlaugsdóttir og Hlynur Konráösson byrjuðu að vera saman fyrir 3 árum. Eftir að þau luku 9. bekk ákváðu foreldrar Hlyns að flytja til Reykjavíkur. Hlynur var þá búinn að fá inni í Iðnskóla Reykjavíkur í Tölvudeild en Halldóra var ekki búin gera upp hug sinn. Eftir miklar vangaveltur ákvað Halldóra að flytja mcð fjölskyldu Hlyns og um haustið árið 1990 fluttu þau í Kópavog þar sem þau búa í dag. En hvernig tilfinning var það fyrir Hall- dóru að yfirgefa foreldrahús svona ung og llytjast á brott frá heimabæ sínum. „Það var mjög erfitt og ég kveið lengi fyrir. En það hefur allt gengið mjög vel. Eg sakna náttúrulega mömmu, pabba og systkina minna en við reynum að fara eins oft norður og við getum. Mér fannst líka erfitt að yfirgefa vinkonur mínar en ég hitti þær alltaf þegar ég er fyrir norðan. Erftðast við að flytja var að ég þekkti fáa en nú er ég búin að eignast margar góðar vinkonur og það hefur breytt miklu. Eg er í Armúla- skóla sem er einn af fáum skólum hér á höf- uðborgarsvæðinu sem tekur inn krakka sem eiga ekki lögheimili hér. Eg var svo heppin að lenda í bekk með stelpu frá Akureyri sem var í svipaöri aðstöðu og ég og við náðum vel saman. Eg er á Uppeldisbraut og lýk stúdentsprófi næsta vor. Eftir það langar tnig í Fóstruskólann." En hvernig leið Hlyni þegar búið var að ákveða að flytja. „Mér leið ágætlega. Mér fannst að vísu skrítið að þurfa að kveðja alla vini rnína en að öðru leyti hlakkaði ég til. Ég var löngu búinn að ákveða að fara í Iðnskólann í Reykjavík vegna þess að á Akureyri bjóða skólarnir ekki upp á Tölvubraut. Mig hefur alltaf dreymt um að verða tölvufræðingur og langar til að fara í HI þegar ég er búinn með stúdentsprófið næsta vor. Mér fannst því skynsamlegast að að reyna að undirbúa mig sem best þannig að ég væri með góðan grunn fyrir Háskólann. Það var sennilega ekki eins erfitt fyrir mig að flytja eins og Halldóru vegna þess að ég var ekki að fara frá fjölskyldunni." Er líf wi'jlui'jii lii'i' i Rcykjavik Jní- hntiiiVfl lifi unglinga ii Akiircyri.’ Halldóra: „Að mörgu leyti. Krakkar á Akureyri skemmmta sér meira en krakkarn- ir hér. Ástæðan gæti verið sú að vegalengd- irnar eru svo miklar að það þarf að taka strætó eða leigubíla til að komast á milli staða og það er dýrt. Hér er lfka aldurstak- mark á skemmtistöðum mun hærra en heima þannig að við komumst ekki inn á marga staði nema þegar við þekkjum ein- hvern sem er að vinna og það er ekki oft." Hlynur: „Hérna hittast krakkar meira í heimahúsum og eru þar fram á nótt í staðinn fyrir að hanga í bænum. Við förum ekki oft út að skemmta okkur hér vegna þess að við viljum spara okkur það þangað til við komumst heim til Akureyrar. Þar er það bæði þægilegra og skemmtilegra fyrir utan það hvað það er ódýrara. - Hvemig er með peninga, ernð þi<5 styrkl afforeldrnm ykkar? Halldóra: „Ekki beinlínis. Við erum í fríu fæði og húsnæði og það munar miklu. Það kemur fyrir að við fáum peninga frá foreldrum okkar en við reynum að bjarga okkur sjálf. Ég vinn um helgar í Múlakafft og er með ágæt laun sem hafa dugað okkur fram að þessu. Ég er heppin að hafa vinnu eins og atvinnuástandið er og ætla að reyna að halda í þessa vinnu eins lengi og ég get þó ég hafi ekkert sérstaklega gaman af henni. Ég er að vonast til að fá fullt starf í sumar en ef ekki þá ætla ég að halda helgar- vinnunni því þá hef ég a.m.k. vinnu næsta vetur. Mér finnst ágætt að vinna með skól- anum en þetta má ekki vera meira því ann- ars kemur það niður á náminu." Hlynur: Ég hef unnið með skólanum hjá Blikksmiðjunni en eftir áramót lengdist stundataflan mín þannig að ég hef ekki get- að unnið upp á síökastið. Ég er búinn að fá vinnu þar í sumar." - Hafið þit5 gert framtíðaráœtun? Halldóra: „Já a.m.k. í sambandi við námið en eftir það vitum við ekki hvað við gerum. Það fer allt eftir því hvar Hlynur fær vinnu því ég get unnið hvar sem er. Helst mundi ég vilja fytja aftur til Akureyr- ar en það verður að ráðast hvar við endum." Hlynur: „Ég er sammála Halldóru uin að fara aftur norður en mér finnst erfitt að ákveða svo langt fram í tímann." Eins og áður segir eru Halldóra og Hlyn- ur búin að vera saman í 3 ár og þau segjast enn vera jafn ástfangin og mjög sátt við hvort annað. Þau ætla ekki að fara að búa út af fyrir sig strax, segja að það sé nægur tími en þau eru ákveðin í því að eyða fram- tíðinni saman. - Er eitthvað a<5 lokum? „Já, við biðjum að heilsa öllum. sjáumst eftir próf!!“ Sigríður Örvarsdóttir og Karl Freyr Karlsson eru 19 ára og eru búin að vera saman í að verða 5 ár. í ágúst árið 1990 fluttu þau til Rekjavíkur, nánar tiltekið í Fossvoginn þar sem þau fengu leigða litla kjallaraíbúð. Hjá þeim búa kettirnir þeirra tveir, Salka og Trína. - Hvernig stóð á því a<5 þit5 fluttuð lil Reykjavíkur? Kalli: „Það voru margar ástæður fyrir því. Ég byrjaði í MA en náði ekki stærð- fræði sem þýddi það að ég þurfti að sitja aftur í 1. bekk og ég hafði ekki áhuga á því. Á þeim tíma spilaði ég með KA og var boð- ið að spila með Fram og ég ákvað að taka því. Frá upphafi hafði ég félagsskap af strákunum í boltanum þannig að ég varð aldrei einmana eins og Sirrý varð. Ég hef líka búið hér áður og þekkti krakka síðan þá." Sirrý: „Eg hef alltaf verið spennt fyrir að flytja hingað og þar sem ég var ekki byrjuð í námi var ég til í að prófa. Þetta var erfitt til að byrja með og þá sérstaklega það að vinkonur mína bjuggu allar fyrir norðan og ég varð oft einmana. Ég er líka þannig gerð að ég þarf að hafa marga í kringum mig og er vön að þekkja mikið af fólki þannig að þetta voru mikil viðbrigði. Núna eru nokkrar vinkonur mínar að norðan flutt- ar hingað og ég er búin að eignast nýjar vin- konur þannig að ég get ekki sagt annað en að mér líkar mjög vel. “ - Hvað eruð þið að gera núiia ? Kalli: „Við erum í Ármúlaskóla. Eg er á Náttúrufræðibraut og klára stúdent í vor. Næsta vetur stefni ég á að fara í HI á Lít- fræðibraut. Mig langar til að verða dýra- læknir en til að læra það þarf ég að (ara er- lendis." Sirrý: „Ég er á Félagsfræðibraut og klára stúdentspróf næsta vor. Ég er ekki enn búin að gera upp hug minn um fram- haldsnám. Það er mjög margt sem hetllar mig en ég á erfitt með að taka ákvörðun. Draumurinn er fara út eftir nokkur ár og búa þar í einhvern tfma." - Hvernigfannst ykkur að hyrja að húa? Kalli: „Mér fannst það yndislegt. Það er óli'kt þægilegra að geta verið út af fyrir sig. Við höfum þroskast mikið si'ðan við fluttum og sambandið er orðið miklu tryggara en það var." Sirrý: „Ég er sammála Kalla. Það er að vísu rosalega dýrt að lifa en okkur hefur tekist ágætlega að fjármagna heimilið. Við lifum á sumarpeningunum og þegar í harð- bakka slær höfum við fengið styrk frá for- eldrum okkar. Það er ekkert mál að lifa spart en þegar okkur langar til að veita okk- ur eitthvað vandast málið." Kalli: „Við pössum misþroska barn einn dag í viku og fáum laun fyrir það." - Hvernig er með vinnu í swnar? Sirrý: „Við sóttum um starf fyrir löngu síðan og vorum að fá jákvætt svar. Við verðum skálaverðir í Þórsmörk á móti öðru pari og það er óhætt að segja það að þetta er draumastarfið okkar." Kalli: „Starfið felst í því að halda svæð- inu hreinu, taka á móti rútum, benda fóki á gönguleiðir og margt fleira. Við verðum með frítt fæði og húsnæði og fáum mjög góð laun. Þegar rólegt er á svæðinu þá get- um við haft það gott, grillað, farið í göngu- ferðir og gert okkur glaðan dag." - Hvað gerið þið ífrfstundum? Sirrý: „Ég er í saumaklúbb og svo er ég mjög dugleg að fara í heimsókn til vina minna. Ég læri og hugsa um kettina mína. Við áttum þrjá ketti en einn þeirra dó og það var mikil sorg en ég hef Sölku og Trínu til að hugsa um og gæti ekki hugsað mér að vera án þeirra." Kalli: „Ég æft 5-6 sinnum í viku og það nægir mér. Þegar við eigum frí saman reynum við að fara í leikhús, heimsóknir Signður Örvorsdórtir og Korl Freyr Korlsson með kettino Sölku og Trínu. eða gera eitthvað annað skemmtilegt. Við förum ekki oft heitn til Akureyrar, eiginlega allt of sjaldan. Við förum lítið út að skemmta okkur vegna þess að okkur finnst satt að segja leiðinlegt að skemmta okkur hér. Það er svo mikil „gleðimenning" á skemmtistöðunum sem er óþolandi þannig að okkur finnst miklu skemmtilegra að fara eithvað í heimsókn." - Haldið þið að þið komið til með að húa á Akureyri íframtíðinni? Sirrý: „Ég veit það ekki. Akureyri er minn heimabær og ég kem alltaf til með að eiga sterkar rætur þar. Ef ég kem ekki til með að búa þar veit ég að ég mun samt alltaf li'ta á bæinn sem mitt annað heimili." Kalli: „Ég tek undir þetta. Mér leið alltaf vel heima en núna lít ég á Reykjavík sem mitt heimili."

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.