Dagur - 20.03.1992, Blaðsíða 1
Mjólkurvinnslan:
Landið verði eitt verðlagssvæði
- vinnslustöðvum fækki og þær sameini krafta sína
er á meðal hugmynda sjömannanefndar
Meðal hugmynda Sjömanna-
nefndar um skipulag mjólkur-
framleiðslunnar í framtíðinni
er að landið verði gert að einu
sölusvæði og flutningur frá
heildsölu til sölustaðar verði
greiddur úr verðmiðlunar-
sjóði. Þá er gert ráð fyrir því
að framleiðendum verði frjálst
að leggja afurðir sínar inn hjá
hvaða afurðastöð sem er gangi
EyjaQarðarsveit:
Ákvörðunumskóla-
tilflutning frestað
Miklar umræður urðu á fundi
sveitarstjórnar Eyjafjarðar-
sveitar í gær um skólamál.
Margt bendir nú til þess að sú
leið verði farin að grunnskóla-
kennsla verði á þessu ári sam-
einuð í einn skóla á Hrafnagili,
ef frá er talið skólasel sem
starfrækja á í Sólgarði.
Sveitarstjórn frestaði ákvörð-
un í gær um nokkra daga með-
an kannað verði til fullnustu
hvort rými í kjallara íþrótta-
hússins á Hrafnagili, sem
breyta á í kcnnsluhúsnæði,
fullnægi ekki öllum kröfum
vinnu- og heilbrigðiseftirlits.
Fyrir fundinum í gær lá skýrsla
starfshóps um framtíðarskipan
skólamála í sveitarfélaginu þar
sem fjallað er um tvo möguleika.
Annars vegar að kennt verði
áfram bæði á Hrafnagili og á
Laugalandi og hins vegar að hætt
verði kennslu á Laugalandi og
kennsla verði flutt á Hrafnagil. í
máli Ólafs Vagnssonar, eins full-
trúa í starfshópnum, kom fram
að með flutnmgi á einn stað yrði
rekstrarsparnaður á nokkrum lið-
um sem í fljótu bragði megi meta
til sem svarar 1 milljón á ári.
Fyrir liggur að innrétta kjallara
íþróttahússins fyrir kennslu og
hljóðar áætlun um það verk upp
á tæpar 20 milljónir króna. JÓH
það ekki í berhögg við sam-
þykktir þeirra afurðastöðva
sem þeir eiga aðild að. Afurða-
stöðvum verði heldur ekki
skylt að taka á móti fram-
leiðslu umfram það magn sem
þær hafa samið um. Þá er
einnig gert ráð fyrir að afurða-
stöðvarnar semji sín á milli um
verkaskiptingu í úrvinnslu,
með það fyrir augum að fjár-
festing í hverri afurðastöð nýt-
ist sem best og jafnframt því
falli öll tilfærsla á verði af hálfu
hins opinbera niður.
í búvörusamningnum frá því í
mars á síðasta ári er gert ráð fyrir
verðlækkun á landbúnaðarvörum
um allt að 20% á árunum fram til
1997 og nemur sú lækkun um 3%
árin 1992 og 1993 og 4% árlega
eftir það. Því hefur Sjömanna-
nefnd verið falið að leita leiða til
þess að lækka verð þeirra til neyt-
enda jafnframt því að tryggja að
bændur búi áfram við tekjur sem
séu hliðstæðar tekjum annarra
starfsstétta í þjóðfélaginu.
í tillögunum er gert ráð fyrir að
árlega verði reiknaður verðlags-
grundvöllur er byggi á núgildandi
grundvelli og taki síðan mið af
því á hvern hátt framleiðslu- og
vinnslukostnaður breytist á tíma-
bilinu. En að öðru leyti verði
verðlag gefið frjálst en heimilt
verði að ákveða sérstakt verð fyr-
ir þá injólk sem berst til afurða-
stöðva og er umfram framleiðslu-
rétt. Nefndin gerir ráð fyrir að
afurðastöðvarnar annist sjálfar
alla verðtilfærslu milli afurða og
til að ná sem mestri hagkvæmni í
framleiðslunni er talið nauðsyn-
legt að komið verði í veg fyrir að
fleiri en ein vinnslustöð fjárfesti í
tækjum og búnaði til framleiðslu
þeirra neysluvara sem ein stöð
getur annað. Sjömannanefnd tel-
ur að einn þáttur þess að lækka
vöruverð sé fólginn í fækkun
vinnslustöðva. Því gerir nefndin
ráð fyrir þeim möguleika að ef
afurðastöðvar geti ekki náð þeirri
hagræðingu sem þarf til að ná
nauðsynlegri verðlækkun sam-
kvæmt búvörusamningi verði
gert kleift að úrelda þær. ÞI
,Komiði stelpur, ef þið þoriðl
Mynd: Golli.
Gjaldþrotamál Kaupfélags Svalbarðseyrar:
fslandshanki krefúr 4 bændur um
greiðslu á röskiun 60 núlljónum
- bændurnir eiga fund á Akureyri í dag með fulltrúum bankans
íslandsbanki hf. hefur gert
kröfu á hendur fjórum bænd-
um I Svalbarðsstrandar-,
Grýtubakka- og Hálshreppi,
sem á sínum tíma skrifuðu upp
á skuldabréf og víxil fyrir
Kaupfélag Svalbarðseyrar, um
greiðslu á rösklega 60 milljón-
um króna. Fulltrúar íslands-
banka munu hitta bændurna
að máli á Akureyri í dag þar
sem væntanlega verður reynt
að semja um greiðslu á hluta
þessarar kröfu.
Kaupfélag Svalbarðseyrar var
úrskurðað gjaldþrota þann 28.
ágúst 1986. Eignir þess voru þá
metnar á rétt tæpar 200 milljónir
króna, en skuidir voru um 320
milljónir króna. Stærstu veð-
kröfuhafar voru Samvinnubank-
inn og Samband íslenskra sam-
vinnufélaga.
Nokkrir bændur gengust á sín-
Útlit fyrir að Röstin verði úrelt:
Ekki búið að ganga frá neinu
í sambandi við sölu á kvótanum
Allt virðist benda til þess að
Röst SK-17 verði úrelt og hef-
ur Grandi hf. gert Dögun hf.
tilboð í skipið ef úrelding verð-
ur samþykkt að sögn eins
stjórnarmanna Dögunar.
Ómar Gunnarsson, fram-
kvæmdastjóri Dögunar, segir
að tilboð þetta sé þó ekki
formlegt og fleiri aðilar hafí
einnig sýnt málinu áhuga.
Bæjarstjórn Sauðárkróks sam-
þykkti fyrr í vikunni að óska eftir
því við stjórn Dögunar að bærinn
fengi að ganga inn í sölusamning
á bolfiskkvóta Rastarinnar sem
er 462 þorskígildi. Ekki hefur
fengist staðfest, hvort bænum
verður gefinn kostur á því, en
kvótinn hefur allur verið leigður
til loka þessa kvótaárs. Þar af eru
274 tonn af kvótanum á Ásbirni
RE sem Grandi hf. á. Ómar
Gunnarsson sagði í gær að ekki
væri búið að ganga frá neinu í
sambandi við sölu á kvótanum,
en „heitar" viðræður hefðu þó átt
sér stað. Hvað úreldingu Rast-
arinnar varðar sagðist Ómar ekki
vera búinn að fá neitt formlegt
frá Hagræðingasjóði, en sagðist
vita að sjóðsstjórn hefði tekið
jákvætt í beiðni um úreldingu á
fundi sínum sl. þriðjudag.
Ef um úreldingu verður að
ræða hefur Dögun nokkra mán-
uði til að ganga frá öllum málum
varðandi skipið. Meðal þess sem
gera þarf er að koma öllum veiði-
heimildum varanlega yfir á önnur
skip, en Ómar sagði í gær að allur
sá kvóti sem verið hefði á Röst-
inni þegar henni var lagt, \ æri á
hennar nafni ennþá, þó bolfisk-
og síldarkvótinn hefði verið
leigður. SBG
um tíma í ábyrgð fyrir kaupfélag-
ið með uppáskriftum á skulda-
bréf og víxil í Iðnaðarbankanum,
sem síðar færðist yfir í íslands-
banka. Greiðslu á þessum papp-
írum var vísað til héraðsdóms,
sem úrskurðaði að bændunum
bæri að greiða. í framhaldi af því
var gert fjárnám í jörðum við-
komandi bænda, sem hafa hvílt á
þeim síðan. í dag stendur
umrædd upphæð með vöxtum og
kostnaði í röskum 60 milljónum
króna, sem skiptist á fjóra
bændur, Tryggva Stefánsson á
Hallgilsstöðum í Hálshreppi,
Bjarna Hólmgrímsson Svalbarði
í Svalbarðsstrandarhreppi, Inga
Þór Ingimarsson Neðri-Dálks-
stöðum Svalbarðsstrandarhreppi
og Jón Laxdal Nesi í Grýtubakka
hreppi.
Málið snýst um tvö skuldabréf
sem Tryggvi, Ingi Þór og Jón
skrifuðu upp á og víxil sem upp-
haflega skrifuðu fjórir menn upp
á; þeir Ingi Þór, Bjarni, Guð-
mundur Þórisson, Hléskógum í
Grýtubakkahreppi og Karl
Gunnlaugsson á Akureyri,
þáverandi kaupfélagsstjóri Kaup-
félags Svalbarðseyrar. Síðar voru
þeir Guðmundur og Karl leystir
undan ábyrgð á þessum víxli og
ábyrgðin færðist yfir á hina tvo
sem skrifuðu upp á víxilinn, Inga
Þór og Bjarna.
Greiðsla á umræddum röskum
60 milljónum króna skiptist ekki
jafnt á þessa fjóra bændur. Mest
kemur í hlut Inga Þórs, enda
skrifaði hann upp á bæði
skuldabréfin og víxilinn.
Guðjón Steindórsson, útibús-
stjóri Islandsbanka á Akureyri,
segir að þetta mál hafi farið sömu
boðleið og hvert annað inn-
heimtumál. Málum ábyrgðar-
mannanna hafi verið skotið til
undirréttar og einn þeirra, Jón
Laxdal, hafi áfrýjað úrskurði hér-
aðsdóms til Hæstaréttar.
„Það eina sem hægt er að segja
um þetta mál á þessu stigi er að
það verður reynt að semja við
bændurna um þetta. Samningar
fela í sér bæði upphæðir og
greiðslumáta. Það verður farið í
það fljótlega. Þetta er mál sem
þarf að ljúka sem fyrst. Að vísu
er mál Jóns Laxdal óútkljáð,'1
sagði Oddur Ólafsson, lög-
fræðingur íslandsbanka í Reykja-
vík, í samtali við Dag í gær.
Gjaldþrotamál Kaupfélags
Svalbarðseyrar hefur margar
ólíkar hliðar. Fyrir Hæstarétti er
nú mál Jóns Laxdal í Nesi gegn
Sambandi íslenskra samvinnufé-
laga þar sem hann krefst þess að
þrotabú Kaupfélags Svalbarðs-
eyrar fái til ráðstöfunar 1,1% af
heildareignum SÍS. Jón tapaði
málinu í Borgardómi Reykjavík-
ur, en því hefur nú verið skotið
til Hæstaréttar. Þá verða í maí
nk. tekin fyrir hjá Bæjarþingi
Akureyrar mál sem með óbein-
um hætti tengjast gjaldþroti
Kaupfélags Svalbarðseyrar. óþh