Dagur - 20.03.1992, Blaðsíða 8

Dagur - 20.03.1992, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Föstudagur 20. mars 1992 Fundaherferð í skólum Akureyrar: „Vandiim er ekki aðeins unglinganna“ - segja Vigdís Steinþórsdóttir og Magnús Jónatansson, foreldrar í foreldraráði 8. bekkjar við Gagnfræðaskóla Akureyrar „Starf foreldraráðs 8. bekkjar í Gagnfræðaskólanum á Akur- eyri hefur verið öflugt í vetur. Við höfum haldið fjölda sam- ráðsfunda og samskipti okkar við skólayfirvöld hafa verið einstaklega góð. Fundurinn um unglinginn og samskipti foreldra við börn sín er komið var á að frumkvæði íþrótta- og tómstundaráðs var afar gagn- legur. Þar var komið inn á flest það sem við höfum rætt í vetur og fundurinn styrkir okkur mjög í því starfi sem við höfum unnið að,“ sögðu Vigdís Stein- þórsdóttir og Magnús Jónatans- son er komu til viðtals við Dag að afloknum fundinum í Gagn- fræðaskóla Akureyrar. Vigdís og Magnús sögðu að útivistartími unglinga á kvöldin hafi verið til umræðu. „Lögreglu- samþykkt Akureyrar kveður á Foreldrafélag Síðuskóla: „Við viljum sjá fleiri virka foreldra í félaginu okkar“ - segja Fjóla Björgvinsdóttir og Theódóra Gunnarsdóttir í Síðuskóla er starfrækt for- eldrafélag og starf þess hefur verið nokkuð öflugt á undan- gengnum árum. Dagur hafði tal af Fjólu Björgvinsdóttur er starfað hefur með félaginu, lengst af sem formaður, og Theodóru Gunnarsdóttur, er starfar sem hjúkrunarfræðing- ur við sama skóla. Af orðræð- um blaðamanns við þær stöllur kom í Ijós að þær voru mjög ánægðar með fundaherferðina í skólum bæjarins og telja að fundir sem þessir styrki veru- lega starfsemi foreldrafélag- anna í viðkomandi skólum. „Framsöguerindi á fundinum í Síðuskóla gáfu glögga mynd af hegðunarmunstri unglinga og þá ekki síður af viðbrögðum foreldra við ýmsu því er snýr að samskipt- um foreldranna við unglinginn. Af viðtölum okkar við foreldra eftir fundinn er ljóst að foreldr- um þótti gott að fá tækifæri til að ræða saman eftir að framsögu- erindin höfðu verið flutt. For- eldrar hafa hingað til pukrast hvert í sínu horni með vandamál sem upp hafa komið og leita yfir- leitt ekki til fagfólks um uppeld- ismál. Útivistartími barna og unglinga á kvöldin var mikið ræddur sem og neysla á vímuefn- um. Nýlegar kannanir greina frá að aldur þeirra er neyta áfengis færist stöðugt neðar. Töluvert ber á að unglingar í grunnskólum Akureyrar séu undir áhrifum áfengis í miðbæ Akureyrar á síð- kvöldum um helgar. Þetta er vandamál sem yfirvöld lögreglu- mála sem og foreldrar verða að taka á. Við sem vinnum að málefnum unglinganna í skólan- um sem og á öðrum sviðum vit- um hvaða unglingar eru til vand- ræða. Foreldrar þeirra unglinga sem eru á stundum í vandræðum um helgar í miðbæ Akureyrar mættu ekki til fundarins. Okkur hefur virst sem foreldrar þeirra barna sem eru hvað verst stödd vilji ekki viðurkenna vandann. Þetta er sorgleg staðreynd og veldur áhyggjum þeirra er vinna að skóla- sem uppeldismálum. Að framansögðu má ekki ætla að bölmóður hafi ríkt eingöngu á fundinum. Margt kom fram sem er jákvætt. Starfið í félagsmið- stöðvunum er öflugt og æska Akureyrar er áhugasöm um íþróttir. Unglingar á Akureyri er tápmikið æskufólk sem við full- orðna fólkið getum vænst mikils af. Eðlilegt aðhald er af hinu góða og flestir unglingar vilja slíkt aðahald. Við fullorðna fólk- ið verðum að sýna gott fordæmi og um það var rætt á fundinum í Síðuskóla. Fundurinn í Síðu- skóla markar vist skref er lýtur að samvinnu foreldra er eiga börn í skólanum. Von okkar er að for- eldrafélagið megi eflast á kom- andi árum og okkur megi auðnast að sníða af ýmsa þá vankanta sem eru á samskiptum foreldra við unglinga. Með bættum sam- skiptum ætti okkur að takast að lagfæra ýmsa hluti sem hafa farið miður í hegðun unglinganna. Við viljum sjá fleiri virka foreldra í félaginu okkar. Breið samstaða er vísir þess að vel takist, að færri unglingum verði fótaskortur í flóknu nútímaþjóðfélagi," sögðu þær Fjóla Björgvinsdóttir og Theódóra Gunnarsdóttir. Að lokinni fundaherferð í skólum: „Ánægjulegt að sjá hversu áhugasamir og vakandi foreldrar eru“ - segir Helga Ágústsdóttir, starfsmaður ráðgjafadeildar Nú er lokið fundaherferð í skólum Akureyrarbæjar þar sem unglingurinn var til um- fjöllunar sem og samskipti for- eldra við unglinga. Til fund- anna var boðað af foreldrafé- lögum skólanna í samráði við Iþrótta- og tómstundaráð, rannsóknarlögregluna á Akur- eyri sem og félagsmálastofnun Akureyrarbæjar. Dagur hafði samband við Helgu Agústs- dóttur, starfsmann ráðgjafa- deildar félagsmálastofnunar, og spurði hana um árangur fundaherferðarinnar. „Fundaherferðinni er lokið í 8., 9. og 10. bekkjardeildum í skólum Akureyrar. Til fundanna mættu til framsögu Dröfn Frið- finnsdóttir frá íþrótta- og tóm- stundaráði, forstöðumaður tóm- stundastarfsins í hverjum skóla, fulltrúi frá foreldrafélögum og starfsmaður frá ráðgjafadeild fé- lagsmálastofnunar auk Jóhannes- ar Sigfússonar, rannsóknarlög- reglumanns, sem gerði grein fyrir unglingamálunum sem þau ber- ast til lögreglunnar. Jafnan voru fundirnir mjög vel sóttir. Ánægjulegt og nánast aðdáunar- vert var hversu foreldrar voru áhugasamir og duglegir að koma og ræða málin. Eftir framsögu- erindi var alltaf beðið um að for- eldrar ræddu sín í milli um tvö atriði. Það fyrra eðlilegan útivist- artíma unglinga á kvöldin og hins vegar hvenær ásættanlegt væri að unglingar byrjuðu að neyta áfengis. í því sambandi var for- eldrum bent á að gleyma ekki að bjór er áfengi,“ sagði Helga Ágústsdóttir. Helga sagði ennfremur að í ljós hafi komið er varðar útivist- artímann að foreldrar eru sáttir við tímamörkin 22.00 á virkum dögum. Ef eitthvað sérstakt er um að vera í félagsmiðstöðvun- um var rætt um kl. 23.00. Um helgar var rætt um kl. 23.00 fyrir unglinga í 8. bekkjardeild og einn klukkutíma til viðbótar fyrir hvern aldurshóp. Ef eitthvað er um að vera í Dynheimum voru foreldrar sáttir við að unglingarn- ir færu þangað og hefðu þá 30 til 60 mínútur til að koma sér til síns heima. Varðandi áfengið var fólk að rórilla um 18 ára aldurinn. Rætt var um hverjir það væru sem keyptu áfengi fyrir unglinga og margar gagnlegar upplýsingar litu dagsins ljós. í lokin sagði Helga: „Eitt það ánægjulegasta sem hefur gerst í framhaldi af fundaherferðinni er að mikið er hringt í félagsmið- stöðvarnar. Foreldrar fylgjast nú betur með og vita nú hvenær fé- lagsmiðstöðvarnar eru lokaðar. Já, foreldrarnir virðast hafa skriðið úr skel sinni. Fundaher- ferðin var af hinu góða og for- eldrar á Akureyri eiga heiður skilið fyrir hversu virkir þeir voru. Ástæða er til að ætla að þessi fundaherferð sé upphafið af verulega góðu foreldrasam- starfi og notalegum hlutum fyrir unglingana." ój um útivist barna og unglinga og eftir henni er ekki farið. Ungling- arnir eru að dandalast fram eftir kvöldi á virkum dögum og langt fram eftir nóttu um helgar. Lög- regluyfirvöld gera lítið í málum og bera við mannafæð. Samráð foreldra um útivist unglinga er því eini raunhæfi kosturinn. Við í foreldraráði 8. bekkjar höfum haft samráð um að veita börnum okkar aðhald í þessu efni og hef- ur tekist vel,“ sagði Magnús Jónatansson. Vigdís vék máli að áfengismál- um unglinga: „Af þeim upplýs- ingum sem ég hef aflað mér og einnig af könnunarferðum í miðbæ Akureyrar á síðkvöldum um helgar er augljóst að áfeng- isneysla unglinga er veruleg. Um helgar má sjá unglinga úr grunn- skólanum undir áhrifum áfengis. Þá er ég ekki að tala um einn og einn ungling. Nei, fjöldi unglinga er að sulla með vín og bjór. Lög- reglan lætur þetta afskiptalaust að mestu og foreldrar eru sinnu- lausir. Ég vil skora á foreldra sem yfirvöld lögreglumála að taka á þessum vanda því hann er stærri en margur heldur,“ sagði Vigdís Steinþórsdóttir, hjúkrunar- fræðingur. Magnús Jónatansson sem er húsvörður í Síðuskóla jafnframt því að vera foreldri barns í Gagn- fræðaskóla Akureyrar, segir að margt sé gert í dag fyrir ungling- inn á Akureyri. Starf félagsmið- stöðvanna er blómlegt jafnt sem íþróttafélaganna. Margir ungl- ingar leita langt yfir skammt þrátt fyrir þetta og samfélagið býður upp á margt sem er miður gott. „Á fundinum kynntumst við mál- um af sjónarhóli lögreglunnar. Vandinn er meiri en okkur grunar. Því er svo að foreldrar verða að vera vakandi hvað sálar- heill barnanna varðar. Kannanir sýna að reykingar meðal unglinga fara í vöxt, þrátt fyrir auknar upplýsingar og kennslu um skað- semi tóbaksreykinga. Athyglis- vert er að ungar stúlkur ánetjast tóbakinu mun frekar og fyrr en drengir,“ sagði Magnús Jónatans- son. Magnús og Vigdís sögðu að fundurinn í Gagnfræðaskólanum hafi komið inn á flest það er við- kemur samskiptum foreldra og ungmenna. „Vandinn er ekki aðeins unglinganna, langt í frá. Margir foreldrar vilja lítið vita af unglingnum á heimilinu. Þetta verður að laga því öll ættum við að bera sálarheill barnsins okkar fyrir brjósti. Einfaldar umgengnis- reglur er það sem unglingurinn vill og hann vill einnig aðhald og væntumþykju. Okkur á ekki að vera sama um unglinginn því það eru unglingarnir sem landið erfa. Sem betur fer er æska íslands mannvænleg. Því er það sárt að sjá æ fleiri ungmenni sem ekki hafa taumhald á lífi sínu. Funda- herferðin í grunnskólum Akur- eyrar er af hinu góða. Fundirnir hafa þjappað foreldrum saman til að veita aðhald, aðhald sem er byggt á réttum og faglegum for- sendum. íþrótta- og tómstunda- ráð, lögreglan og félagsmálastofn- un Akureyrar vilja nú bregðast við vandanum og þá mega for- eldrar ekki láta sig vanta,“ sögðu Vigdís Steinþórsdóttir og Magn- ús Jónatansson. ój Arnar Birgisson, markaðsfulltrúi Skandia Island á Norðurlandi, á skrif- stofu fyrirtækisins að Ráðhústorgi 7 á Akureyri. Mynd: Goili Tryggingafyrirtækið Skandia ísland: Ræður markaðsfulltrúa á Norðurlandi - og hefur opnað skrifstofu á Akureyri Arnar Birgisson hefur verið ráðinn markaðsfulltrúi trygg- ingafélagsins Skandia ísland á Norðurlandi. Fyrirtækið hef- ur opnað skrifstofu á Ráðhús- torgi 7 á Akureyri, í sama húsnæði og verslanirnar Topp- Menn og Topp-Sport eru. Markmið fyrirtækisins með því að opna skrifstofu á Akur- eyri er fyrst og fremst að þjón- usta Norðlendinga enn betur. Skandia ísland selur allar helstu tryggingar fyrir fyrirtæki og ein- staklinga. Fyrirtækið hefur ver- ið í mikilli sókn og þá sérstak- lega á bílatryggingamarkaðn- um. Nú eru um 2000 bílar tryggðir hjá fyrirtækinu en markmiðið er að auka þann fjölda verulega á árinu. Skrifstofa Skandia fsland á Ráðhústorgi var formlega opn- uð í gær og er þetta jafnframt fyrsta skrifstofan sem fyrirtækið opnar utan höfuðborgarsvæðis- ins. Fyrstu tvær vikurnar verður skrifstofan opin virka daga frá kl. 9.00-22.00 en síðan frá kl. 9.00-17.00. Síminn á Akureyri er 96-12222. -KK

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.