Dagur - 20.03.1992, Blaðsíða 6

Dagur - 20.03.1992, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Föstudagur 20. mars 1992 Hvað er að gerast? F reyvangsleikhúsið: Tvær sýningar á Messíasi Tvaer sýningar verða um helgina á rokkóperunni „Messías Mannssonur" sem Freyvangsleikhúsið frum- sýndi um síðustu helgi. Höfundar að „JesusChrist Superstar", en svo heitir verkið á frummálinu, eru þeir Tim Rice og Andrew Lloyd Webber en handrit Freyvangsleikhússins er ný þýðing af verkinu eftir þau Emelíu Baldursdóttur og séra Hannes Örn Blandon. Titilhlutverkið er í hönd- um Ingólfs Jóhannssonar en af öðrum leikendum má nefna Huldu Garðarsdótt- ur, Kristján Ingimarsson, Sigurð Ingimarsson, Harald Davíðsson, Helga Þórsson, Kristján Pétur Sigurðsson, Hilmar Harðarson og Heimi Bragason. Leikstjórn var í höndum Kolbrúnar Halldórsdóttur en tónlistarstjóri er Jón Ólafsson. Sýningarnar í Freyvangi verða í kvöld og annað kvöld og hefjast þær kl. 20.30 bæði kvöldin. í næstu viku verður sýnt á miðviku- dag, en þá er uppselt, síðan á fimmtudag, föstudag og laugardag. Söngtónleikar á Akureyri Þórunn Guðmundsdóttir, sópransöngkona, og David Knowles, píanóleikari, halda tónleika í Tónlistar- skólanum á Akureyri sunnu- daginn 22. mars kl. 17.00. Undanfarin ár hefur Pór- Sjallinn: „Það er svo geggjað“ - á laugar- dagskvöldið í kvöld verður Sjallinn lok- aður vegna einkasamkvæm- is. Á laugardagskvöldið verður stórsýningin „Það er svo geggjað - saga af sveita- balli“ og fer nú hver að verða síðastur til að sjá þessa skemmtilegu sýningu sem gengið hefur í Sjallan- um síðustu helgar. í sýningunni er farið yfir þekkta sveitaballaslagara síðustu ára og leiknum atr- iðum skotið inn á milli þar sem segir frá húsverði og dyraverði. í sýningunni koma fram m.a. Karl Örvarsson, Rún- ar Júlíusson, Jokob Jóns- son, Díana Hermannsdótt- ir, Stefán Tryggvi Brynjars- son og Einar Kristjánsson. Hljómsveitin Vinir og synir leikur fyrir dansi til kl. 03.00. í Kjallaranum verður karaoke söngvélin opin fyr- ir gesti og hafa nokkrar nýj- ar plötur bæst í safnið. unn stundað nám í Banda- ríkjunum. Hún hefur lokið mastersgráðu og er langt komin í doktorsnámi í söng og söngfræðum við Indiana University. Aðalkennarar hennar þar hafa verið Roy Samuelsen og Klara Barlow. f tengslum við nám sitt í Bandaríkjunum hefur Þór- unn haldið átta sjálfstæða tónleika. David Knowles er Eng- lendingur af velskum og þýskum ættum. Hann hefur verið búsettur á íslandi síð- astliðin 10 ár. Hann útskrif- aðist frá Royal Northern College of Music í Manch- ester, sem píanóleikari með undirleik sem sérgrein. Hann hefur komið fram með söngvurum og hljóð- færaleikurum bæði hérlend- is og erlendis. Á efnisskrá tónleikanna á sunnudaginn eru lög eftir Warlock, Sibelius, Sinding, Sallinen, Rangström og Jón Leifs. Akureyri: ítalskir dagar á Bautanum ítölskum dögum á Bautan- um á Akureyri lýkur nk. sunnudag. Boðið er upp á fjölbreytta ítalska rétti, bæði sérrétti og af hlað- borði. í tengslum við ítölsku dagana efnir Bautinn- Smiðjan til uppskriftasam- keppni um uppáhalds pastaréttinn. Leikdeild Umf. Skriðuhrepps: Síðustu á Bör Leikdeild Ungmennafélags Skriðuhrepps verður með tvær sýningar urn helgina á leikritinu Bör Börsson jr. Þetta eru síðustu sýningar á verkinu á Melum og hefur verkið þá verið sýnt alls 16 sinnum. Sýnt verður í kvöld kl. 20.30 og á sunnudagskvöld á sama tíma. sýningar Börsyni Leikritið er byggt á sögu Johans Falkberget en sagan um Bör Börson er íslend- ingum af góðu kunn. Með titilhlutverkið í upp- færslu Leikdeildar Umf. Skriðuhrepps fer Þórður Steindórsson. Miðapantanir eru í sím- um 26786 og 22891 alla daga frá kl. 17 til 19. Skemmtistaðurinn 1929: Sniglabandið spilar í kvöld - en Geirmundur annað kvöld Hljómsveitin Sniglabandið leikur fyrir dansi í skemmti- staðnum 1929 á Akureyri í kvöld og verður í sínu allra besta formi. Annað kvöld mætir skag- firski sveiflukóngurinn Geirmundur Valtýsson í 1929 ásamt hljómsveit sinni og skemmtir gestum staðar- Gönguferð í Baugasel Á sunnudag efnir Ferðafé- lagið Hörgur til gönguferð- ar að Baugaseli í Barkár- dal. Allir eru velkomnir. Þátttakendur mæti við Bug í Hörgárdal kl. 13.00 á sunnudag. Þetta er þægileg fjölskylduferð og tekur gangan um einn og hálfan tíma hvora leið. Þátttak- endum er bent á að hafa með sér nesti og klæða sig vel. Skákþing Norðlendinga: Keppni í yngri flokkum hefst á laugardaginn Skákþing Norðlendinga hófst í gær með keppni í opnum flokki en á morgun, laugardaginn 21. mars, hefst keppni í unglinga- flokki (13-16 ára), barna- flokki (12 ára og yngri) og kvennaflokki. Keppni í þessum flokkum hefst kl. 13 og verður teflt í húsa- kynnum Gagnfræðaskóla Akureyrar. Enn er möguleiki á að skrá sig til keppni í kvenna- flokki, unglingaflokki og barnaflokki og skal ítrekað að taflmennskan hefst kl. 13 á laugardaginn. Þessir flokkar tefla á laugardag og sunnudag. Lokahóf og verðlauna- afhending hefst að loknu hraðskákmóti á sunnudag- inn. ins af sinni alkunnu snilld. Heiðursgestur kvöldsins er Guðmundur Hjálmarsson. Ingvar Grétarsson skemmtir gestum Uppans í kvöld og annað kvöld. Ingimar Eydal á Hótel KEA Hljómsveit Ingimars Eydal leikur fyrir dansi á Hótel KEA annað kvöld, laugar- dagskvöld. Hótel KEA minnir á að „fermingarvertíðin" er framundan og sem fyrr býð- ur hótelið upp á tvær gerðir „kaldra borða“. Einnig er Hótel KEA með á boðstól- um snittur, brauðtertur, rjómatertur og marengs- tertur. Akureyri: Portið opið á morgun Að vanda verður ýmislegt á boðstólum í Portinu í nýju slökkvistöðinni við Árstíg á morgun, laugardaginn 21. mars kl. 11 til 16. Nefna má brodd, minja- gripi, veggplatta, prjónuð barnaföt, spil, bækur, plötur, myndir, lax, brauð, Íakkrís, postulínsvörur, keramik, kartöflur og margt fleira. Akureyri: Höldur með bflasýningu Á morgun laugardaginn 21. mars, og nk. sunnudag 22. mars kl. 13 til 17 verða Hekla hf. og Höldur sf. með bílasýningu á Akur- eyri. Sýndar verða allar nýjustu gerðir bíla frá Volkswagen og Mitsubishi. Sérstök kynning verður á Volkswagen Golf ’92, sem kjörinn var bíll ársins í Evrópu. Leifur Breiðfjörð: Sýningin í j GalleríAllra-1 Handa stendur út j næstuviku Sýning Leifs Breiðfjörð stendur nú yfir í Gallerí AllraHanda í Listagili. Á j sýningunni eru verk unnin í gler og einnig með bland- aðri tækni. Leifur Breið- fjörð hélt sýningu í Amts- bókasafninu á Akureyri fyrir tíu árum en síðan hafa verk hans ekki verið á sýn- ingum hér. Leifur er fjöl- hæfur listamaður og þekkt- astur fyrir glerlist sína. Hann hefur sýnt víða bæði hér heima og erlendis á einka- og samsýningum. iAð undanförnu hefur hann unnið mikið í Þýskalandi þar sem verk hans hafa þótt eftirsótt. Sýning Leifs Breiðfjörð í Gallerí Allra- i Handa mun standa yfir út næstu viku. Safnaðarheimili j Akureyrarkirkju: Kór Akureyr- arkirkju með kafflhlaðborð Kór Akureyrarkirkju stendur fyrir kaffihlaðborði í Safnaðarheimili Akureyr- arkirkju nk. sunnudag, 22. mars, kl. 15 til 17. Kórinn mun syngja nokkur létt lög. Verð kr. 500 fyrir full- orðna en ókeypis fyrir börn yngri en sex ára. Kór Akureyrarkirkju er á förum til Danmerkur um mánaðamótin maí-júní og kaffihlaðborðið er liður í fjáröflun kórsins fyrir ferð- ina Bakslag í Borgar- bíói Borgarbíó á Akureyri sýnir um helgina kl. 21 spennu- myndina Bakslag með Den- zel Washington og John Lithgow í aðalhlutverkum. Klukkan 21.05 verður sýnd gamanmyndin Doc Holly- wood með Michael Fox í aðalhlutverki. Harley Davidson og Marlboro-maðurinn og Mobsters eða Glæpagengið verða sýndar kl. 23. Á barnasýningum á sunnudag kl. 15 birtast á hvíta tjaldinu Lukkuláki og Supermann. Hlíðarfjall: Fyrsta göngumót vetrarins Fyrsta göngumót vetrarins í Hlíðarfjalli, Þórsmótið, fer fram á sunnudaginn. Keppt verður í öllum aldursflokk- um karla og kvenna og verður gengið með hefð- bundinni aðferð. Mótið fer fram við efra gönguhúsið og hefst kl. 14.00. Leikfélag Dalvíkur: Tvær sýn- ingar á Rjúkandi ráði um helgina Sýning Leikfélags Dalvíkur á söng- og gamanleiknum Rjúkandi ráð eftir Pír O. Man, öðru nafni Stefán Jónsson og Jónas og Jón Múli Árnasynir, ganga mjög vel og þarf að leita nokkuð langt aftur í tímann til að finna jafnvinsæla sýn- ingu hjá félaginu. Tvær sýningar verða um helgina, föstudag og laugar- dag, og hefjast kl. 21 bæði kvöldin. Uppselt er á sýn- inguna í kvöld en örfá sæti munu vera laus annað kvöld. Sýnt verður út næstu viku en eftir það má búast við að sýningum fari fækk- andi. Tónlistarskólinn á Akureyri: Tónleikar píanódeildar Píanódeild Tónlistarskól- ans á Akureyri heldur tón- leika í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju laugar- daginn 21. mars 1992 kl. 17.00. Nemendur á öllum stigum flytja verk eftir Bach, Beet- hoven, Chopin, Debussy, Schumann, Álbeniz, Prok- ofieff, Gunnar Reyni Sveinsson, Snorra Sigfús Birgisson o.fl. Akureyri: Bókamarkað- urinn opinn um helgina Stóri bókamarkaður Félags íslenskra bókaútgefenda og Skjaldborgar í kjallara kjör- markaðs KEA í Hrísalundi á Akureyri heldur áfram um helgina. í dag, föstu- dag, verður opið frá kl. 9- 19, á morgun, laugardag, kl. 10-18 og nk. sunnudag kl. 13-18.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.