Dagur - 20.03.1992, Blaðsíða 4

Dagur - 20.03.1992, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Föstudagur 20. mars 1992 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31. PÓSTHÓLF 58. AKUREYRI. SÍMI: 96-24222 ÁSKRIFT KR. 1200 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ KR. 110 GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMNETRA 765 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585). JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON. JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir). ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960, fax 95-36130). STEFÁN SÆMUNDSSON. ÞÓRÐUR INGIMARSSON LJÓSMYNDARI: KJARTAN ÞORBJÖRNSSON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON. ÞRÖSTUR HARALDSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR. HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Kerfið og fólkið Fyrr í vikunni vakti Vilhjálmur Ingi Árnason, for- maður Neytendafélags Akureyrar og nágrennis, athygli á því í grein hér í Degi, hvernig innheimtu- fyrirtæki féfletti 74 ára öryrkja og notaði til þess m.a. embætti bæjarfógetans á Akureyri. Forsaga málsins er í fáum orðum sú að gömul kona kaupir áskrift að tímariti. Hún staðgreiðir hana og fær kvittun. Síðar selur tímaritið innheimtu- fyrirtæki einu útistandandi áskriftarskuldir á lands- byggðinni en nafn konunnar er ranglega á vanskila- lista. Eftir það fær konan nokkur hótunarbréf um harðar innheimtuaðgerðir, greiði hún ekki hina ímynduðu skuld. Hún hefur jafnan samband við talsmenn innheimtufyrirtækisins, sem vísvitandi, að því er virðist, fullvissa hana um að innheimtu- krafan sé á misskilningi byggð og verði dregin til baka. Á grunni þeirra upplýsinga mætir konan ekki þegar málið er tekið fyrir í bæjarþingi Akureyrar í júní sl. Hún stendur í þeirri trú að málið sé úr sög- unni. Þegar konan, í september sl., fær síðan stefnu um fyrirhugað fjárnám í eigum sínum, fer sonur hennar á fund bæjarfógetans á Akureyri. Sonurinn sýnir þar góða og gilda kvittun fyrir greiðslu áskrift- argjaldsins. Honum er hins vegar tjáð að málið snúist ekki lengur um það hvort konan hafi greitt umrætt gjald eða ekki. Kerfið sé farið í gang og ekki sé hægt að stöðva málið - burtséð frá óréttmæti krö- funnar! Bæjarfógetinn á Akureyri dæmir gömlu konuna til að greiða krónur 50.813 krónur vegna „skuldarinn- ar“, sem aldrei var skuld. Síðan hefur gamla konan fengið tilkynningu um að hún þurfi enn að greiða um 20 þúsund krónur til viðbótar svo málið verði endanlega úr sögunni! Mál þetta hefur vakið verðskuldaða athygli. Það er með ólíkindum að lögfræðingur, sem augljóslega er óvandur að meðulum, geti komist upp með að féfletta fólk með þeim hætti sem raun er á í umræddu tilfelli. Það er afleitt ef félagar hans í lög- fræðingastétt láta slíkt háttalag óátalið. í annan stað verður ekki betur séð en að dóms- kerfið, í þessu tilfelli embætti bæjarfógetans á Akureyri, bregðist hlutverki sínu gersamlega. Með dyggri aðstoð kerfisins hefur innheimtufyrirtæki þegar komist upp með að ræna gamla konu 74 þús- und krónum - og hyggst féfletta hana á ný innan tíðar! Ef lögspekingar komast aftur á móti að þeirri niðurstöðu að bæjarfógetinn á Akureyri hafi gert skyldu sína með því að krefja konuna um himinháa greiðslu á skuld sem ekki var til, er ljóst að dóms- kerfið hér á landi þarfnast gagngerrar endur- skoðunar. Meginhlutverk dómskerfisins er auðvit- að að gæta réttar þegnanna og sjá til þess að rétt- lætið nái fram að ganga - en ekki að þjóna duttlung- um sjálfs sín. Kerfið á að vera fyrir fólkið - að öðrum kosti erum við betur komin án kerfisins. BB. „Slík mál sæta meðferð við dómstóla landsins“ - athugasemd frá bæjarfógetanum á Akureyri vegna „Þjóðlífsmáls“ „í tilefni af umfjöllun fjöl- miðla síðustu daga um svoköll- uð „Þjóðlífsmál“, þykir rétt að taka fram: Umfjöllun þessi hefur tak- markast við eitt tilvik. í því var ekki tekið til varna, er málinu var stefnt fyrir bæjarþing og dómi var ekki áfrýjað. Fógeta var því skylt að framfylgja dómnum að kröfu gerðarbeiðanda og á ábyrgð hans. Krafan var ekki greidd embætti bæjarfógeta. Hitt mun vera rétt, að fulltrúi við embættið fram- sendi gerðarbeiðanda ávísun, að eindreginni beiðni gerðarþola. Yfirleitt veitir embættið skuldur- um ekki slíka þjónustu, en hér var gerð undantekning að ósk skuldara eins og áður segir. Óþarft ætti að vera að taka frain, að slík mál sæta meðferð við dómstóla landsins eftir regl- um gildandi réttarfarslaga. Þetta á að sjálfsögðu jafnt við um embættið á Akureyri sem embætti í öðrum umdæmum landsins." Elías I. Elíasson, bæjarfógeti. Örn Orri Einarsson: Áf(*ngisniisnotkun á heimilum Það er óumdeilt að áfengi er einn mesti skaðvaldur sem fyrirfinnst í mannlegu samfélagi, en senni- lega er það vanmetið hvílíkar hörmungar, niðurlægingu og kvöl það kallar yfir þá sem því ánetj- ast og þeirra nánustu. Reyndar er áfengi bara ein af mörgum teg- undum fíkniefna sem hafa líkar afleiðingar, en sá er munur á að RÍKIÐ stuðlar að útbreiðslu þess og dreifingu. Áfengi hefur fjölþætt áhrif á manninn eins og öllum er kunn- ugt um. Má þar t.d. nefna minnk- aða dómgreind, hömluleysi, árás- argirni og sljóleika. Einnig hefur áfengi bein skaðleg áhrif á ýmis líffæri eins og t.d. heila, lifur og briskirtil og getur valdið varan- legu heilsutjóni við langvarandi neyslu. Erfitt er að henda reiður á því af hverju menn ánetjast áfengi, en algengasta orsökin er senni- lega ófullnægjandi uppeldisskil- yrði (t.d. áfengismisnotkun í fjöl- skyldu), sem skilur menn eftir með tiífinningalegt tómarúm sem þeir reyna að fylla uppí með áfengi. En það sem sárast er til að hugsa, eru öll þau börn sem nú eru að alast upp við þá ógn sem áfengismisnotkun á heimilum fylgir. Það sem einkum einkennir heimilislíf þar sem áfengi er mis- notað er: Einangrun 1. Einangrun. Fjölskyldan ein- angrast félagslega vegna sjúk- legrar hegðunar áfengismisnot- andans og allir einstaklingar í fjölskyldunni einangrast tilfinn- ingalega hver frá öðrum. Fjöl- skyldumeðlimir reyna að leyna því fyrir öðrum, í hvaða ógöngur heimilislífið er komið. Yfirleitt eru börn í slíkum fjölskyldum vanrækt tilfinningalega og afskipt vegna þess að foreldrarnir geta ekki litið upp úr eigin vandamál- um. Börn frá slíkum heimilum eiga oft erfitt með að tengjast öðrum tilfinningalega og eru hlaðin sektarkennd, vanmeta- kennd og skömm. Þau eru oft alvarleg og dæma sig hart. Afneitun 2. Afneitun. Áfengismisnotand- inn neitar í sífellu að um vanda- mál sé að ræða þrátt fyrir enda- lausa röð af niðurlægjandi uppá- komum. Hinir meðlimir fjöl- skyldunnar laga sig svo að þessu brenglaða hegðunarmynstri til þess að halda fjölskyldunni saman. Allir fjölskyldumeðlimir lifa því við stöðugar blekkingar. Andlegt ofbeldi er daglegt brauð. Börn frá slíkum fjölskyldum eiga oft erfitt með að greina rétt frá röngu, og láta oft misbjóða sér. Þau eru oft smeyk við yfirmenn. Ósveigjanleiki 3. Osveigjanleiki. Til þess að fjölskyldan liðist ekki í sundur verður hver og einn fjölskyldu- meðlimur að taka að sér ákveðið hlutverk, tilneyddur. Og í því hlutverki verður hann að vera hvort sem honum líkar betur eða ver. Eitt barnið í fjölskyldunni tekur að sér hlutverk trúðsins, og reynir að brjóta upp þvingað fjölskyldulíf með gríni og fíflalát- um. Annað er úr hófi ábyrgt og tekur oft á sig verkefni sem for- eldrum ber að sinna. Á einu ber ekki neitt, það týnist í tómi ein- manaleikans. Og eitt reynir að brjótast við virðingar, til að ljá þessari ólánsömu fjölskyldu meira vægi. Þetta eru dæmi um algeng hlutverk sem börn alkóhól- ista þvingast í og eiga erfitt með að brjótast úr þó þau gjarnan vilji. I slíkum fjölskyldum staðn- ar persónulegur þroski hjá öllum meðlimum og einstaklingarnir fá ekki það svigrúm sem þeir þurfa. Og út í lífið koma svo þessi ágætu böm full af skömm, sektar- kennd og með nagandi efasemdir um eigið ágæti. Það ætti að vera þeim umhugsunarefni, sem mis- nota áfengi eða önnur fíkniefni, hvílíkar byrðar þeir leggja á herðar börnum sínum, byrðar sem flest þeirra verða að dragn- ast með allt lífið. Þessum börnum er einnig hættara við að misnota áfengi og önnur fíkniefni. Og jafnvel þó að fullorðin börn áfengismisnotenda misnoti ekki áfengi eða önnur fíkniefni þá er fastgrópað í þau hið sjúka sam- skiptamunstur sem ríkti í upp- runafjölskyldunni, sem hindrar þau í að njóta lífsins og tengjast öðru fólki með eðlilegum hætti. Að mörgu leyti má líkja þeirri lífsreynslu, að alast upp við ógnir áfengismisnotkunar, við það að lenda í fangabúðum og ég hygg að flestum séu kunnar þær afleiðingar sem það getur haft. Til eru leiðir til þess að létta þær þungu byrgðar sem fullorðin börn áfengismisnotenda mega bera. Þar má t.d. nefna sjálfs- hjálparsamtök, (FBA (Fullorðin börn alkahólista), Al-Ateen, Al- Anon og AA). einnig er hægt að fá viðtöl við heimilislækna, sál- fræðinga eða geðlækna, sem flestum eru kunn þau erfiðu vandamál sem uppkomin börn áfengismisnotenda eiga við að stríða. En það sem er mest áríðandi fyrir fullorðin börn alkóhólista er að fá þessi mál upp á yfirborðið og ræða um þá bitru reynslu sem það er að alast upp við ógnir áfengismisnotkunar. Ellegar halda hin myrku öfl undirmeðvitundar- innar áfram niðurrifsstarfi sínu. Þeir sem leggja út í þá píslar- göngu sem slíkum afturbata fylgir, uppskera áður óþekkta sálarró og lífsgleði, en vissulega tekur það langan tíma og mikla vinnu. Þegar ég sé þig þyrlast upp botnfall biturra minninga, sem byrgir mér sýn. n.n. Örn Orri Einarsson. Höfundur er læknir við Fjórðungssjúkra- húsið á Akureyri. „En það sem sárast er til að hugsa, eru öll þau börn sem nú eru að alast upp við þá ógn sem áfengismisnotkun á heimilum fylgir,“ segir Örn Orri m.a. í grein sinni. (Mynd frá Rauða krossi íslands)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.