Dagur - 20.03.1992, Blaðsíða 9

Dagur - 20.03.1992, Blaðsíða 9
Föstudagur 20. mars 1992 - DAGUR - 9 Starfsfræðslunefnd fiskvinnslunnar: Gripið niður í ársskýrslu ársins 1991 „Þær breytingar voru gerðar á skipan Starfsfræðslunefndar fískvinnslunnar í lok ársins 1991, að Arnar Sigmundsson, framkvæmdastjóri, var skipað- ur formaður fyrir hönd Sjávar- útvegsráðuneytis í stað Finns Ingólfssonar, alþingismanns. Nokkuð hafði dregist að skipa formann og segja má að nefnd- in hafi verið án formanns frá því að ný ríkisstjórn tók við völdum. Sú hefð hefur skapast að formaður nefndarinnar er trúnaðarmaður sjávarútvegs- ráðherra,“ segir í ársskýrslu Starfsfræðslunefndar fiskvinnsl- unnar. Auk Arnars eru í nefndinni þeir Gylfi Gautur Pétursson frá Sjávarútvegsráðuneyti, Jón Kjartansson og Karl Steinar Guðjónsson frá Verkamanna- sambandi íslands og Ágúst Elíasson og Svavar Svavarsson frá Vinnuveitendasambandi íslands. Nefndin hélt 7 fundi á árinu, en grípum nú niður í skýrsluna. Fjárveitingar Fyrir árið 1991 fékk Starfsfræðslu- nefndin til starfsemi sinnar um 20 milljónir króna. Fram að árinu 1990 var fjárveiting til nefndar- innar á sérstökum lið, en síðustu tvö árin hefur fjárveitingin til- heyrt safnlið, sem fékk fyrir árið 1991 52.5 milljónir króna. í lok ársins 1991 hafði nefndin notað tæpar 18 milljónir af fjárveitingu sinni. Fimm milljónir og þrjú hundruð þúsund fóru í launa- kostnað starfsmanns og nefnd- armanna. Rúmar 7 milljónir fóru í laun kennara og dagpeninga þeirra, um 2.4 milljónir í útgáfu- kostnað, um 1.2 milljónir í bíla- leigukostnað, um 500 þúsund í flugfargjöld, um 800 þúsund í hótelkostnað og um 900 þúsund í ýmsan kostnað. Fjárveitingar til nefndarinnar fyrir árið 1992 er áætlaðar um 20 milljónir króna, en gert ráð fyrir að nefndin geti aflað sér um eina milljón í tekjur af þátttökugjöld- um á sérnámskeiðum sínum. „Par sem líklegt er að verkefni nefndarinnar aukist talsvert á árinu 1992 með nýjum samnings- bundnum námskeiðum er sýnt að þörf er fyrir a.m.k. þessa fjárveit- ingu,“ segir í skýrslunni. Þátttakendur á námskeiðum Frá janúar til desemberloka sóttu 730 manns námskeið á vegum Starfsfræðslunefndar fiskvinnsl- unnar, þar af voru um 38 verk- stjórar og 10 á sérstöku flökunar- námskeiði. Pessi námskeið hafa farið fram á eftirtöldum stöðum: Akranesi, Akureyri, Bolungar- vík, Breiðdalsvík, Dalvík, Djúpavogi, Eskifirði, Fáskrúðs- firði, Flateyri, Grundarfirði, Hofsósi, Húsavík, Höfn, ísafirði, Keflavík, Ólafsvík, Raufarhöfn, Reykjavík, Sauðárkróki, Siglu- firði, Stykkishólmi, Stöðvarfirði, Súðavík, Vestmannaeyjum, Vopnafirði og Þorlákshöfn eða á 26 stöðum. Nokkuð vel hefur gengið að útvega leiðbeinendur og kennara á þau námskeið sem Starfs- fræðslunefndin er beðin um að halda. Segja má að af 158 leið- beinendum sem Starfsfræðslu- nefndin hefur haft á sínum snær- um þá séu 82 virkir og hægt að fá til kennslu með tiltölulega stutt- um fyrirvara. Fyrirhuguð eru þó leiðbeinendanámskeið bæði í Reykjavík og á Austurlandi nú í byrjun ársins. Ljóst er að varð- andi þau franhaldsnámskeið sem fyrirhugað er að efna til á næst- unni verður mikil krafa gerð til leiðbeinandans og líklegt að halda verði sérstakt þjálfunar- námskeið fyrir þá leiðbeinendur. Leiðbeinendurnir fá nú greitt 6.750.00 krónur fyrir hvert nám- skeið sem haldið er. „Telja má þetta þokkalega greiðslu þar sem jafnframt er greitt fyrir uppihald og ferðir, þann tíma sem leið-. beinendur eru á ferðalagi og ann- an kostnað sem til fellur. Hér er um verktakagreiðslur að ræða, þannig að leiðbeinandinn þarf sjálfur að sjá um að greiða skatta og gjöld af þessari vinnu sinni. Pað er erfitt fyrirkomulag og spurning hvort betra fyrirkomu- lag á greiðslum sé ekki til staðar,“ segir í kaflanum um greiðslur til leiðbeinenda. Verkefnin framundan I ársskýslunni er nokkuð rætt um verkefnin framundan. Þar er nefndur orðalisti fyrir erlenda fiskvinnslumenn. Par segir: „í ljósi þess að fjöldi erlendra fisk- vinnslumanna er við störf hér á landi hefur Starfsfræðslunefnd ákveðið að útbúa sérstakan orða- lista fyrir þetta fólk yfir helstu hugtök, tækjaheiti og fl. Útgáfu orðalistans verður lokið nú í byrjun ársins. Listinn verður fyrst í stað á ensku og dönsku. Áthugandi er hvort ekki sé rétt að gefa hann einnig út á pólsku. Nokkur vandræði hafa komið upp þegar erlendir starfsmenn þurfa að sækja námskeið sökum tungumálaerfiðleika og er nefnd- in að leitast við að koma til móts við þessi vandræði með útgáfu orðalistans." í ársskýrslunní er gerð grein fyrir endurskoðun námsefnis sem og upprifjunarnámskeiðum fyrir sérhæfða fiskvinnslumenn. í þeim kafla segir: „í Ijósi þess hversu langur tími er liðinn frá því fyrstu sérhæfðu fiskvinnslu- mennirnir luku námskeiðum, þykir sýnt að þörf er á einhverri upprifjun á námsefninu, hvernig kröfur og tækni hafa breyst og fleira í þeim dúr. Ráðgert er að efna til slíks endurmenntunar- námskeiðs og undirbúningur fyrir það þegar hafinn af hendi Starfs- fræðslunefndar við samantekt á nýjum upplýsingum. Námskeið í verkkennslu, námskeið fyrir fulltrúa í sam- starfsnefndum, verkstjóranám- RAUTT LJÓS RAUTT mÉUMFERÐAR Vráð skeið, flökunarnámskeið sem og sjómannanámskeið ber á góma í skýrslunni. Um sjómannanámskeiðið segir: „Þriðja og fjórða desember sl. var haldið námskeið fyrir sjó- menn á togaranum Hegranesi SK 4, sem er í eigu Fiskiðjunnar Skagfirðings hf. Pann 8. og 9. janúar sl. fyrir áhöfnina á Skafta og síðasta námskeiðið 28. og 29. janúar fyrir áhöfnina á Skagfirð- ingi. Ráðlagt er að í framhaldi af þessum námskeiðum verði ákveðið hvernig skuli staðið að námskeiðahaldi fyrir sjómenn í svipuðum dúr og fyrir landverka- fólkið í fiskvinnslunni." í lok ársskýrslunnar sem er hin áhugaverðasta er gerð grein fyrir hreingerningarnámskeiði: „Verið er að skipuleggja verklegt nám- skeið fyrir þrifagengi, eða aðra sem fyrirtækin tilnefna um þrif á fiskvinnsluvélum og öðrum bún- aði, húsnæði, um gerð þrifaáætl- ana o.fl. Námskeiðið er skipulagt í samvinnu við SH, ísl. Sjávaraf- urðir, SÍF og RF. Ráðgert er að fá erlenda ráðgjafa til að halda fyrstu tvö námskeiðin en síðan mun leiðbeinandi á vegum Starfs- fræðslunefndar annast þau nám- skeið sem óskir berast um að <P°P% PIZZA- HÚS PIZZA- HÚS FRI HEIMSEHDIHQ • SIMI 22525 NOTALEQUR STAÐUR TÓNLISTARSTAÐUR DROFinrí HAFHARSTRÆTI 98 • AKUREYRI halda.1 oj BÍLASÝNING Sýnum allt þaö nýjasta frá Volkswagen og Mitsubishi Sérstök kynning á nýjum Golf Bíll ársins í Evrópu 1992 Fylgist með nýjungunum Komið og reynsluakið Op/ð: Laugard. og sunnud. frá kl. 13-17 [h|HEKIAHF H öldi n\ íf.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.