Dagur - 20.03.1992, Blaðsíða 5

Dagur - 20.03.1992, Blaðsíða 5
Föstudagur 20. mars 1992 - DAGUR - 5 Frá afhendingu verðlauna í fullorðinsflokki. Sigurvegarinn Þór Jónsteinsson og Nótt lengst til hægri. Fyrsta íþróttamót á vegum Iþróttadeildar Léttis var haldið nýverið á keppnisvellinum í Breiðholti ofan Akureyrar. Var það svokallað árshátíðar- tölt. Þátttaka var allgóð þrátt fyrir kuldasteyting. Dómarar voru Einar Örn Grant, Aldís Björnsdóttir og Jónsteinn Aðalsteinsson. Úrslit urðu þessi: Fullorðin.sflokkur: 1. l’ór Jónsteinsson og Nótt 6 v. 2. Ólafur Þórðarson og Gjafar 7 v. 3. Höskuldur Jónsson og Þytur 6 v. 4. Guðmundur Hanness. og Andvari 8 v. 5. Ingólfur Á Sigþórsson og Soldán 7 v. Unglingaflokkur: 1. Erlendur Ari Óskarss. og Stubbur 12 v. 2. Elvar Jónsteinsson og Stjarna 6 v. 3. Elín Margrét Kristjánsd. og Fylkir 7 v. Barnaflokkur: I. Svcinn I. Kjartanss. og Stjörnufákur 9 v. 2. Þorsteinn Björnssob og Svipur 9 v. 3. Inga Sóley Jónsdóttir og Vafi 7 v. 4. Þorbjörn Matthíasson og Gletta 6 v. Dagana 27., 28. og 29. mars verður efnt til mikillar hátíðar hestamanna í Eyjafirði, er íþrótta- deild Léttis mun standa fyrir árlegum Vetrarleikum með hjálp margra aðila. Dagskráin verður fjölbreytt og hefst á föstudegin- um með sýningu frá Félagi hrossabænda, sýningum unglinga og fl. Um kvöldið verður grímu- tölt þar sem knapar og hestar verða skreyttir. Á laugardeginum verður forkeppni í fjórum gang- tegundum og gæðingaskeiði, en úrslit á sunnudeginum sem sýn- ingardagskrá. Skráning fer fram í Hestasporti til kl. 18.00 í dag, föstudaginn 20. mars. ój Til vinstri er sigurvegarinn í barnuflokki árshátíðartöltsins, Sveinn Ingi Kjartansson. Hestur hans er Stjörnufákur 9 vetra. íþróttadeild Léttis: Úrslit í árshátíðartölti og væntanlegir Vetrarleikar Erlendur Ari Óskarsson varð sigurvegari í unglingaflokki á hestinum Stubb. Þeir eru lengst til vinstri á myndinni. AÐALFUNDUR Aöalfundur Olíufélagsins hf. veröur haldinn föstudaginn 27. mars 1992 á Hótel Sögu, Súlnasal, og hefst fundurinn kl. 13.30. DAGSKRÁ 1« Venjuleg aðalfundarstörf skv. 14. gr. samþykkta félagsins. 2. Tillaga um útgáfu jöfnunarhlutabréfa. 3. Önnur mál, löglega upp borin. Dagskrá, endanlegar tillögur og reikningar félagsins munu liggja frammi á aöalskrifstofu félagsins, hluthöfum til sýnis, viku fyrir aöalfund. Aögöngumiöar og fundargögn veröa afhent á aöalskrifstofu félagsins Suöurlandsbraut 18, 3. hæö, frá og meö 23. mars, fram aö hádegi fundardags. Stjórn Olíufélagsins hf. Olíufélagið hf Þakkir Barnadeild F.S.A. hafa nýlega borist tvær gjafir, annars vegar er um að ræða leikjatölvu frá Kiwanisklúbbnum Kaldbaki og hins vegar vandaðan hvíldarstól frá kvenfélaginu í Mývatnssveit. Barnadeild F.S.A. óskar að koma á framfæri þakklæti fyrir þessar ágætu gjafir. I viðbót við tonn við opnun maikaöaríns koma |ajú toim á dag í viðbót vegna mikillar sölu Stóri Bókamarkaðurinn í húsi stórmakaðs KEA Hrísalundi Opið daglega frá kl. 9-18, föstudag frá kl. 9-19, laugardag frá kl. 10-18, sunnudaga frá kl. 13-18. Frá Kjörmarkaði KEA Hrísalundi Kynning: Föstudag og laugardag frá kl. 14-18 á ostabökum Tilboð: Hvftlaukslegin lambalæri: kr. 823,- kg

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.