Dagur - 20.03.1992, Blaðsíða 3

Dagur - 20.03.1992, Blaðsíða 3
Föstudagur 20. mars 1992 - DAGUR - 3 Fréttir Kjör forseta íslands skal fara fram 27. júní í sumar Hitaveitumál á Hvammstanga: „Reiknað með óbreyttum tekjiim milli ára“ - segir Bjarni Þór Einarsson, sveitarstjóri „Þegar hreppsnefnd ákvað í október árið 1990, að breyta um sölufyrirkomulag hjá Hita- veitu Hvammstangahrepps, úr hemlum yfir í rennslismæla, var það gert til að auka vatns- nýtingu, en hvorki til að hækka né lækka heildartekjur veitunnar,“ segir Bjarni Þór Einarsson, sveitarstjóri á Hvammstanga. Blaðið greindi frá því í gær að almenn óánægja ríkti hjá íbúum Hvammstangahrepps vegna gjald- töku fyrir heitt vatn og að Verka- lýðsfélagið Hvöt væri búið að boða til almenns borgarafundar um málið. Ástæðan er sú, að menn vilja meina að þeir þurfi að greiða meira fyrir vatnið núna en í hemlakerfinu þó vatnsnotkun hafi minnkað. „Hér hefur verið mjög mikil notkun á heitu vatni til upphitun- ar. Hinu nýja sölufyrirkomulagi er ætlað að koma í veg fyrir þá sóun og reynslan hjá öðrum sveitarfélögum hefur sýnt að það gengur eftir. Sóun á heitu vatni, einkum að sumarlagi, hefur í för Blönduós: Bæjarmála- punktar ■ Bæjarráð hefur samþykkt að óska eftir því við starfs- mann Framtaks að hann hefji nú þegar vinnu að stofnun hlutafélags til að reka sumar- hús og ferðamannaþjónustu hverskonar á Sýslumannstúni. ■ Framkvæmdanefnd kirkju- byggingar hefur gert bæjarráði grein fyrir að samkvæmt áætl- un sé gert ráð fyrir að nýja kirkjan á Blönduósi verði tek- in í notkun á hausti komandi. ■ Æskulýðs- og íþróttanefnd hefur lagt til að allir nefndar- menn á vegum bæjarins gefi nefndarlaun sín til byggingar íþróttahúss. ■ Bygginganefnd hefur sam- þykkt umsókn flugklúbbsins á Blönduósi um að fá að endur- reisa flugskýli á grunni flug- skýlisins sem fauk í febrúar- veðrinu 1991. ■ Einnig hefur nefndin sam- þykkt fyrir sitt leyti, umsókn Jónasar Skaftasonar um starf- rækslu á gistiheimili á 1. hæð Blöndubyggðar 10 og vísað málinu til bæjarstjórnar. ■ Bygginganefnd beinir því til lögregluyfirvalda að taka á bílum sem lagt er ólöglega á götum bæjarins. ■ Bygginganefnd harmar að bæjaryfirvöld skuli hafa heim- ilað efnistöku úr Skúlahorni til vegagerðar í Klaufinni og skorar á viðkomandi að ganga frá efnistökustaðnum nú þegar. ■ Ennfremur átelur nefndin bæjarstjórn fyrir að sniðganga nýsamþykktar reglur um með- ferð umsókna um atvinnu- starfsemi í íbúðarhúsum og fer fram á að hún geri nefndinni grein fyrir ákvörðun sinni varðandi Húnabraut 27. ■ Veitunefnd hefur sam- þykkt samning við Orkustofn- un um rannsóknir á Reykj- um. með sér óþarfa rekstrarkostnað við hitaveituna, gengið er á vatnsforða að óþörfu, auk þess sem hún leiðir til kostnaðarsamra virkjunarframkvæmda fyrr en ella. Með breytingu yfir í rennslis- mæla vildum við m.a. koma í veg fyrir þetta. Heildartekjur hita- veitunnar aukast ekki við breyt- inguna. í fjárhagsáætlun hrepps- ins er reiknað með óbreyttum tekjum hjá Hitaveitunni miðað við síðasta ár, sem eru 19,1 millj- Dagblaðið Tíminn slær því upp á forsíðu í gær að nú „hrikti í listalífi Akureyrar“ í kjölfar fíkniefnamálsins sem rann- sóknarlögreglan hefur haft til meðferðar að undanförnu. Þar er fullyrt í inngangi að „margir þeirra“ sem yfirheyrðir hafa verið vegna þess máls tengist „svqkölluðu Listagili og munu koma til með að hafa aðstöðu þar“. Síðan segir: „Rannsókn- arlögreglan á Akureyri stað- festi þetta í samtali við Tímann...“ Varla þarf að tíunda það fyrir Akureyringum hversu miklar sögusagnir hafa verið á kreiki um hassmálið. Nú er Tíminn búinn að leggja fram sinn skerf því að sögn rannsóknarlögreglumanns- ins sem ræddi við blaðamann Tímans þá er enginn fótur fyrir því að hann hafi staðfest eitt eða neitt í því samtali. Hreiðar Eiríksson rannsóknar- lögreglumaður á Akureyri sagð- ist hafa átt samtal við blaðamann Tímans og hafi hann borið undir hann sögur sem hann hafði heyrt og viljað fá staðfestingu á þeim. „Eg sagðist hvorki vilja staðfesta eða hafna einu né neinu því mál- „Sala á færavindum frá DNG hefur gengið vel á innanlands- markaði. Nægur fiskur er allt frá Hornafírði vestur um til Bolungarvíkur. Krókaveiði- menn á Breiðafírði eru að fá þann gula og nýjustu fréttir herma af góðum aflabrögðum BoIvíkinga,“ sagði Ásgrímur Benjamínsson sölu- og við- gerðarmaður hjá DNG á Akureyri. DNG færavindan hefur farið sigurgöngu ekki aðeins á íslandi heldur er vindan seld um allar álfur. Sjómenn jafnt í Alaska sem við Persaflóann nota vind- una með góðurn árangri. „Öflug kynningarstarfsemi undangeng- inna ára sem góð reynsla hefur skilað sér ríkulega í sölu á vind- unni,“ segir Ásgrímur, en hvern- ón króna þegar búið er að taka tillit til gjaldskrárhækkunar þann 1. apríl 1991,“ segir Bjarni. Bjarni segir lítið við því að gera þó fólk vantreysti hreppnum í þessu máli, en í haust muni þetta væntanlega allt vera komið á hreint. Hann segir að ef þá sýni sig að stefni í veruleg frávik frá fjárhagsáætlun hitaveitunnar, til hækkunar eða lækkunar, þá muni hreppsnefnd taka gjaldskrána til endurskoðunar. SBG ið væri enn í rannsókn og meðan svo væri teldust allir saklausir þar til sekt þeirra væri sönnuð fyrir dómi. Ég tók líka fram að mér þætti vafasamt að tengja eina stofnun eða fyrirtæki málinu og brennimerkja sérstaklega. Pessi blaðamaður hefur greinilega rangtúlkað ummæli mín og slitið þau úr samhengi. Ég skil ekki þessa fréttamennsku,“ sagði Hreiðar. í frétt Tímans er greint frá endurnýjun Listagilsins og af þeirri lýsingu má skilja að margir þeirra sem keypt hafa húsin sunnanvert í gilinu séu viðriðnir hassmálið. Fleiri „listahópar" í bænum eru nefndir til sögu og vitnað í ónafngreindan viðmæl- anda sem „sagði að það virtist ekki vera mikið vandað til þeirra sem eiga að fá aðstöðu í gilinu og eitthvað virtist vera ábótavant við forstöðuna...“ Þetta hlýtur að beinast að ann- ars vegar bæjaryfirvöldum sem áttu frumkvæðið að yfirstandandi þróun Listagilsins og hins vegar að Gilfélaginu sem nýlega var stofnað utan um starfsemina í gil- inu. Formaður þess er Guð- mundur Ármann Sigurjónsson ig er hljóðið í krókaveiðimönn- um af Norðurlandi? Halldór Reimarsson, sjómaður frá Dalvík, gerir út Sóma 860 er ber nafnið Inga Dóra EA: „Báturinn er nýr frá því í október, búinn þremur DNG vindum sem hafa reynst vel. Engan færafisk er nú að fá frá höfnum á Norðurlandi og því er ég á leið til Breiðafjarð- ar. Ég er vestur af Siglunesi í samfloti við Stefán Ragnar EA. Hraðskreiður og öruggur bátur, sem Sómi, gerir okkur kleift að skjótast milli landshluta á þau mið er gefa. Við ætlum að leggja upp á Rifi. Nokkrir bátar af Eyjafjarðarsvæðinu eru komnir nú þegar vestur og Helgi jakobs- son og Valur Hauksson frá Dal- vík eru að sjósetja nýjan Sóma í dag sem fer á Breiðafjarðarmið um helgina." ój Forsætisráöuneytið hefur sent Lögbirtingablaðinu til birtingar auglýsingu um fram- hoð og kjör forseta íslands. Kjör forscta íslands skal fara fram laugardaginn 27. júní 1992. Framboðum til forsetakjörs skal skila f hendur dómsmála- ráðuneytinu ásamt samþykki forsetaefnis, nægilegri tölu meðmælenda og vottorðum yfirkjörstjórna um að þeir séu á kjörskrá, eigi síðar en fimm vik- myndlistarmaður. Hann sagðist ekki Skilja hvað Tímanum lægi til með þessum skrifum. „Hver er þessi viðmælandi blaðsins? Hvað er verið að gefa í skyn? Af hverju er verið að bendla Listagilið við þetta mál? Okkur er kunnugt um að einhverjir einstaklingar sem tengjast gilinu hafi verið yfir- heyrðir, en í fyrsta lagi veit ég ekki hvort sekt þeirra er sönnuð og í ööru lagi fordæmi ég ekki Þjóðkirkjuna þótt einhver þegna hennar hagi sér illa. Mér finnst þessi skrif bera keim af annarleg- um sjónarmiðum. Á þeim má skilja að allir listamenn bæjarins séu eiturlyfjaneytendur. Ég mót- mæli því kröftuglega því ég hef ekki kynnst slíku. Eg veit að vísu ekki meira um þetta mál en allur almenningur en þó get ég fullyrt að enginn þeirra sem keyptu sér um l'yrir kjördag. Forsetaefni skal hafa með- mæli minnst 1500 kosninga- bærra manna en mest 3000 og skiptist þannig eftir landsfjórð- ungum: Úr Sunnlcndingafjórð- ungi séu minnst 1.120 meðmæl- endur en mest 2.235, úr Vest- firðingafjórðungi séu minnst 95 meömælendur en mest 195, úr Norölendingafjórðungi séu minnst 200 meðmælendur en mest 405 og úr Austfirðinga- fjórðungi séu minnst 85 með- mælendur en mest 165. -KK pláss í sunnanverðu gilinu tengist því,“ sagði Guðmundur Ármann. Það hafa fleiri hópar og stofn- anir í bænum orðið fyrir barðinu á slúðri. í Degi í dag birtist grein eftir Signýju Pálsdóttur leikhús- stjóra þar sem hún finnur sig knúna til að „bera hönd fyrir höf- uð starfsmanna minna hjá Leik- félagi Akureyrar, sem hafa nú að ósekju lent á milli illkvittinna slúðurtanna í svo ríkum mæli að starfsheiður þeirra er í veði.“ Signý segir að henni hafi verið nóg boðið þegar „slúðurhrinurn- ar voru farnar að trufla vinnufrið- inn við sjálfa íslandsklukkuna". Segist hún hafa hringt í Daníel Snorrason hjá rannsóknarlög- reglunni sem staðfesti að enginn starfsmaður LA hefði verið yfir- heyrður né lægi undir grun. -ÞH Aðalfundur Aöalfundur Eignarhaldsfélags Verslunarbankans hf., Reykjavík, áriö 1992, veröur haldinn í Höföa, Hótel Loftleiöum, Reykjavík, miövikudaginn 1. apríl nk. og hefst kl. 17.00. Dagskrá: 1. Aöalfundarstörf skv. ákvæöum greinar 3.03. í samþykktum félagsins. 2. Tillaga um heimild til stjórnar félagsins til útgáfu jöfnunarhlutabréfa á árinu 1992. Aögöngumiöar aö fundinum veröa afhentir hlut- höfum eöa umboösmönnum þeirra í íslands- banka, Kringlunni 7, 1. hæð (útibúi), Reykja- vík, dagana 27., 30. og 31. mars nk. svo og á fundardegi. Ársreikningur félagsins fyrir árið 1991, ásamt tillögum þeim sem fyrir fundinum liggja, verðahluthöfum til sýnis á sama staö frá 25. mars. Tillögur, sem hluthafar vilja leggja fyrir fund- inn, þurfa aö hafa borist stjórn félagsins skriflega í síðasta lagi 24. mars nk. Reykjavík, 16. mars 1992. Stjóm Eigtiarhaldsfélags Verslunarbankans hf. Hassmálið á Akureyri á forsíðu Tímans: Lögreglan staðfesti ekki sögusagnir blaðsins - blaðið segir hassmálið tengjast listalífmu í bænum og sérstaklega Listagilinu „Engan færafisk að fá f\TÍr Norðurlandi“ - segir Halldór Reimarsson frá Dalvík

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.