Dagur - 20.03.1992, Blaðsíða 11

Dagur - 20.03.1992, Blaðsíða 11
Föstudaqur 20. mars 1992 - DAGUR - 11 Slúður \ Akureyringar og nœrsveitamenn! Eitt bros getur diwmu í dagsljós breytt, sem dropi breytir veig heillar skálar. Þel getur snúist við atorð eitt. Aðgát skal höfð í nærveru sálar. Svo oft leyndist strengur í brjósti, sem brast við biturt andsvar, gefið án saka. Hve iðrar margt líf eitt augnakast, sem aldrei verður tekið til baka. Einar Benediktsson: Einræður Starkaðar Fátt getur eitrað líf fólks eins og slúður. Enginn fær rönd við reist þegar slúðrið fer af stað. Pað er hvergi hægt að henda reiður á því, aldrei hægt að stöðva það, og allir þekkja söguna um fjöðr- ina sem varð að hænu. Ég rita þessar línur til að bera hönd fyrir höfuð starfsmanna minna hjá Leikfélagi Akureyrar, sem hafa nú að ósekju lent á milli illkvittinna slúðurtanna í svo rík- um mæli að starfsheiður þeirra er í veði. Allir sem eru í sviðsljósinu eins og sviðslistamenn taka þá áhættu að um þá sé rætt. Frægð þeirra gerir það einhvern veginn að verkum að fólki finnst meira spennandi að ræða einkahagi þess en óþekkta mannsins. Og oft verður uppspunnin gaman- saga í sakleysi sögð að sannleika í eyrum auðtrúa fólks, sem krydd- Signý Pálsdóttir. ar hana síðan smáýkjum í anda íslenskrar sagnahefðar og ber hana áfram. Þegar fjölmiðlar komust í feitt og upplýstu að rannsóknarlög- reglan á Akureyri hefði komið upp um stærsta fíkniefnamál í sögu Akureyrar fóru hugmynda- ríkir sögumenn að spá í spilin og geta í eyðurnar. Einhver heyrði nefnt orðið „leikhús“ og þar með var stærsta leikhúsið á svæðinu orðið að skotmarki sögubósanna. Fyrst var getið upp á einum og síðan öðrum og að lokum áttu samviskusamir leikarar og tón- listarmenn á öllum aldri að liggja í vfmu í vinnunni. Getgátur sem varpað er þannig fram í hálfkær- ingi geta orðið að hættulegu vopni og jafnvel lagt líf fólks í rúst. Þegar slúðurhrinurnar voru farnar að trufla vinnufriðinn við sjálfa Islandsklukkuna var mér sem leikhússtjóra nóg boðið. Ég hringdi í Daníel Snorrason, rannsóknarlögreglumann á Akureyri, þriðjudaginn 17. mars og spurði hann hvort einhver starfsmaður Leikfélags Akureyr- ar væri viðriðinn umrætt fíkni- efnamál, hefði verið yfirheyrður eða lægi undir grun og kvað hann svo ekki vera. Lofum Gróu á Leiti að njóta sín á leiksviðinu í Pilti og stúlku, þar sem hún á heima og hægt er að hafa af henni gaman, en ekki á vinnustöðum, götuhornum og í heimahúsum. Signý Pálsdóttir. Höfundur er leikhússtjóri Leikfclags Akureyrar. Dr. Helena Kadecková heiðrað Á seinasta ári veitti forseti íslands dr. phil. Helenu Kadec- kovu fálkaorðuna fyrir kennslu- störf, þýðingar, rannsóknir og kynningu á íslenskum bókmennt- um. Undanfarin 34 ár hefur dr. Helena unnið mikið og þarft starf í þágu íslenskrar tungu og menningar. Hún hefur allan þann tíma haldið uppi íslenskukennslu og flutt fyrirlestra um sögu íslenskra bókmennta við heim- spekideild Karlsháskólans í Prag, þar sem hún einnig hefur annast kennslu í tungum og bókmennta- sögu annarra norðurlandaþjóða. Meðfram þeim störfum hefur hún þýtt afburðavel mörg merk rit íslenskra bókmennta, forn og ný. Þannig hlaut hún verðlaun tékkneska bókmenntasjóðsins árið 1989 fyrir þýðingu sína á Snorra-Eddu og Ynglingasögu. Auk þess sem hún hefur kynnt íslenskar bókmenntir af natni og þekkingu, bæði á tékknesku og þýsku. í doktorsritgerð sinni: Bréf Þórbergs Þórðarsonar til Láru og upphaf íslenskra nútíma- bókmennta fjallaði dr. Kadec- ková þannig bæði af lærdómi og hugkvæmni unr lítt rannsakað svið íslenskrar bókmenntasögu. Menntun og störf Dr. Helena Kadeðková lauk embættisprófi í þýsku og dönsku við Karlsháskólann í Prag árið 1957 og BA-prófi í íslensku fyrir útlendinga við Háskóla íslands árið 1965. Hún starfaði við Karls- háskólann í Prag frá árinu 1958, fyrst sem vísindalegur aðstoðar- maður og síðar einkum sem kennari í bókmenntum Norður- landa. Árið 1968 varði dr. Kadecková doktorsritgerð sína um „Bréf til Láru“ eftir Þórberg Þórðarson og upphaf íslenskra nútímabók- mennta. Meginniðurstöður þeirr- ar ritgerðar hafa birst á íslensku (í TMM;2h;1971: Upphaf ís- lenskra nútímabókmennta og í Skírni 1972: Um „Hel?“ Sigurðar Nordals). Dr. Helena Kadecková hefur þýtt bækur eftir Ólaf Jóhann Sig- urðsson (Litbrigði Jarðarinnar, 1965), Þórberg Þórðarson (Stein- arnir tala, 1965), Halldór Lax- ness (Brekkukotsannáll, 1978; Paradísarheimt, 1984), Snorra Sturluson (Ynglinga saga og Snorra-Edda, 1989), auk smá- sagna eftir Halldór Stefánsson, Halldór Laxness, Guðberg Bergs- son, Svövu Jakobsdóttur, Jónas Árnason og nokkra aðra. Þá hef- ur hún ritað greinar um höfunda og þýtt kvæði eftir Jóhannes úr Kötlum, Hannes Sigfússon, Hannes Pétursson, Vilborgu Dagbjartsdóttur og Þorgeir Þor- geirsson, auk þess samið greinar um skáldin. Undanfarna áratugi hafa oft birst greinar um íslenskar bók- menntir eftir dr. Kadeckovu í tékkneska tímaritinu Svétova Literatura (Heimsbókmenntir). Dr. Kadeðková hefur einnig samið fjöldann allan af ritfregn- um um íslenskar bækur og for- mála að þeim. Þá hefur hún einn- ig gert útvarpsdagskrár um ísland og íslenska menningu. Að lokum má nefna barnabókina Óli, tvuj kamarád z Islandu (Óli, félagi þinn á íslandi) sem út kom 1971. Höfum opnað barinn ó Hótel Norðurlandi aftur fyrir gesti og gangandi Opið föstudaga frö kl. 20.30-01.00 og laugardaga frö kl. 20.30-01.00. Kíktu inn Huggulegur staður LANDIÐ HF. Aðolfundur Aöalfundur Eignarhaldsfélagsins Iönaðarbank- inn hf., Reykjavík, áriö 1992, veröur haldinn í Súlnasal Hótel Sögu, Reykjavík, miðviku- daginn 1. apríl nk. og hefst kl. 17.00. Dagskrá: 1. Aðalfundarstörf skv. ákvæðum greinar 4.06. í samþykktum félagsins. 2. Tillaga um heimild til stjórnar félagsins til útgáfu jöfnunarhlutabréfa á árinu 1992. 3. Önnur mál. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum eða umboðsmönnum þeirra í íslandsbanka, Kringlunni 7, 1. hæð (útibúi), Reykjavík, dagana 27., 30. og 31. mars nk. svo og á fundardegi. Ársreikningur félagsins fyrir árið 1991 ásamt tillögum þeim sem fyrir fund- inum liggja, verða hluthöfum til sýnis á sama stað frá 25. mars nk. Tillögur, sem hluthafar vilja leggja fyrir fund- inn, þurfa að hafa borist stjórn félagsins skrif- lega í síðasta lagi 24. mars nk. Reykjavík, 16. mars 1992. ©Stjóm Eignarhaldsfélagsins Iðnaðarbankinn hf. Bílasala • Bílaskipti uíÁSAUNN \ Möldur hf. BÍLASALA Nissan Sunny station 4x4 árg. 91. Ek. 8.000. Verð 1.250.000 MMC Space Wagon 4x4 7 manna árg. 90. MMC Lancer station 4x4 árg. 88. Ek. 11.000. Verð 1.500.000 Ek. 75.000. Verð 950.000 Mazda 626 LX 2000 árg. 88. Ek. 61.000. Verð 950.000 Ford Bronco XLT árg. 87. Ek. 80.000. Verð 1.600.000 við Hvannavelli Símar 241 19 og 24170 Subaru 1800 station 4x4 árg. 88. Verð 1.050.000 Mikið úrval af vélsleðum á góðum kjörum MMC Lancer GLXi árg. 91. Ek. 7.000. Verð 1.000.000

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.