Dagur - 20.03.1992, Blaðsíða 14

Dagur - 20.03.1992, Blaðsíða 14
14 - DAGUR - Föstudagur 20. mars 1992 MlNNING Sigurður Sigurðsson ^ kennari, Núpum Fæddur 14. nóvember 1897 - Dáinn 3. mars 1992 Þeim fækkar nú óðum, aldamóta- mönnunum, sem héldu uppi upp- fræðslu og menningarstörfum barna og unglinga í okkar sveit- um frá aldamótum og fram um 1960. Einn sá var Sigurður Sigurðs- son kennari á Núpum, sem lést 3. mars síðastliðinn, 94 ára að aldri. Sigurður kennari, en þannig var hann ætíð nefndur í minni sveit, var fæddur í Ystahvammi í Aðaldal 14. nóvember 1897. Hann var sonur Guðfinnu Sigur- veigar Jónsdóttur frá Krauna- stöðum og Sigurðar Guðmunds- sonar frá Litluströnd í Mývatns- sveit. Þau höfðu búsetu í Ysta- hvammi skamma hríð en fluttu síðar í Miðhvamm. Guðfinna og Sigurður Guðmundsson voru miklir dugnaðarforkar og atorku- fólk. Snemma hneigðist hugur Sig- urðar að því að mennta sig og því fór hann í Ljósavatnsskóla einn vetur og síðar til Reykjavíkur. Þar settist hann í Kennaraskóla íslands undir handleiðslu Magn- úsar Helgasonar, er þá stjórnaði þeim skóla. Minntist Sigurður oft þeirrar góðu kennslu er Magnús hafði veitt. Sigurður útskrifaðist og lauk kennaraprófi árið 1920. Hafði hann þá fengist við kennslu á ýmsum stöðum, bæði fyrir og eftir kennarapróf, m.a. kenndi hann sund í sex vor. Árin 1923-1925 gerðist Sigurð- ur barnakennari í Höfðahverfi. Árið 1926 fluttist hann í Ljósa- vatnshrepp og hóf þar barna- kennslu sem hann gegndi sam- fleytt til ársins 1958, eða í 32 ár. Þaö var farkennslusnið sem þá var í gildi, kennt hálfan mánuð eða mánuð í stað við þröngan húsakost og verulcga erfiðar aðstæður, ónóga upphitun og allt eftir því. Það lýsir best hvaða manngerð Sigurður var að þrátt fyrir þessa erfiðleika náði hann ótrúlega góðum árangri í kennslunni og var ætíð léttur í lund og gerði yfirleitt góðlátlegt grín að þeim erfiðleikum sem hann átti við að búa. Kennsla Sigurðar var á þess- um tíma mjög fjölþætt því hann kenndi leikfimi og söng utan ann- arra bóklegra greina. Sérstaklega vil ég geta þess að Sigurður var mikill íslenskumaður og unnandi íslenskrar tungu, lagði alltaf mikla áherslu á íslenskukennsl- una. Ég man það að ég heyrði haft eftir skólastjóra á Laugum, Leif Ásgeirssyni, að hann taldi nemendur sem komu í Lauga- skóla úr Ljósavatnshreppi vel undirbúna og þakkaði það upp- byggingu kennslunnar hjá Sig- urði kennara. Svo var einnig haft eftir öðrum skólaleiðtogum í öðr- um skólum. Það gladdi Sigurð mjög þegar ég sagði honum þess- ar fréttir og ég minnist hvað fal- legt bros leið yfir andlitið á honum. Það sýndi að honum stóð ekki á sama um hvernig börnun- um gengi, hvort heldur var að þau færu í langskólanám eða tóku sér annað viðfangsefni fyrir í lífinu. Fyrir allt þetta starf við upp- fræðslu barna hér í sveitinni í 32 ár eru íbúar Ljósavatnshrepps í mikilli þakkarskuld við gamla kennarann sinn, Sigurð á Núp- um. Einn þáttur í lífi Sigurðar kennara sem ég vil þakka honum af alhug er sú trausta vinátta við mitt gamla heimili á Ófeigsstöð- um og mitt eigið heimili. Oft var barnaskóli á þessum heimilum og einatt þröng á þingi. Glaðværð og traust Sigurðar kennara sat þar ætíð í fyrirrúmi. Ég man það, drengurinn, er kennarinn kom í Ófeigsstaði í heimsókn, en það var oft, hvað faðir minn hafði mikla ánægju af þeim heimsóknum. Gjarnan var þá kastað fram vísum og fannst mér þá að áhöld væru um hvor hefði betur, gesturinn eða heima- maðurinn. Sigurður kennari kunni fádæma mikið af lausavís- um og kvæðum og var unun að heyra hann flytja það, því með þeim fylgdu sögur um tildrög vísnanna sem krydduðu þær og gerðu þær skemmtilegar. Ég þakka allar gleðistundirnar sem Sigurður kennari veitti heimilum okkar á Ófeigsstöðum og Rangá og traustu, elskulegu vináttu- böndin. Þau munu seint gleym- ast. Það má með sanni segja að Sig- urði kennara var margt til lista lagt. Hann var félagsmálamaður mikill enda hlóðust á hann hér í sveit mörg störf sem hann gegndi af trúmennsku og kostgæfni. Hann var endurskoðandi reikn- inga Ljósavatnshrepps í 35 ár, endurskoðandi reikninga Spari- sjóðs Kinnunga og Búnaðarfé- lags Ljósavatnshrepps um skeið. Ungmennafélagið Gaman og alvara naut krafta hans í mörg ár og var hann formaður þess um skeið. Hann var gerður heiðurs- félagi þess félags árið 1948. Einn- ig kom það oft fyrir að hann hljóp undir bagga ef veikindi bar að höndum og gekk hann þá gjarnan oft í búverk þar sem mest var þörf á. Staðfestir það að honum var margt til lista lagt. Ég hef hér tínt til það sem ein- kenndi Sigurð kennara og gerði hann vinsælan í störfum sínum í þessari sveit auk barnakennsl- unnar. Ég held ég megi segja að aldrei hafi hann eignast óvild- armann og sýnir það hversu mað- urinn var á mörgum sviðum fjöl- hæfur og traustur. Veturinn 1956 var Sigurður kennari á heimili mínu við barna- kennslu og bar hann þá í orð að gaman væri að taka leikritið „Apaköttinn" til æfingar og sýna það með vorinu. Er ekki að orð- lengja það að þetta var fastmæl- um bundið. Leikendur voru fimm talsins og reyndum við að taka þá á sem minnstu svæði til að léttara væri að sækja æfingar. Að sjálfsögðu var kennarinn leik- andi og leikstjóri. Þarna upplifði ég nýjan þátt í fari Sigurðar kennara. Hann lék af mikilli list og var hrókur alls fagnaðar þó kominn væri fast að sextugu. Hann gerði svo ekki endasleppt við þennan leik því hann skrifaði leikritið upp í bók og sendi okkur hjónunum. Þar á ég gullfallega minningu um þennan félagsskap og framúrskarandi fallega rit- hönd Sigurðar á Núpum. Vorið 1935, þann 11. júní, hlotnaðist Sigurði sú hamingja að festa sér konu. Þann dag giftu þau sig Kristín Ásmundsdóttir frá Landamóti og Sigurður kenn- ari. Kristín var mikil ágætiskona og fyrirmyndarhúsmóðir. Þau tóku sér bólfestu á Ljósavatni og voru þar í tvo ár en fluttu síðan í þinghús sveitarinnar, Maríu- gerði, og bjuggu þar í sex ár. Tístran bróðir Kristínar flutti þangað með þeim og sá um hirð- ingu á nokkrum kindum sem þeir áttu hann og Sigurður. Þau Sigurður og Kristín eign- uðust tvær dætur, Sigríði fædda á Ljósavatni 11. mars 1936. Hún giftist Sigurði Karlssyni frá Knútsstöðum, þau búa á Núpum. Guðfinna fæddist að Maríugerði 12. ágúst 1939. Hún er gift Magn- úsi Stefánssyni, þau búa á Akur- eyri. Vorið 1943 fluttu Sigurður og Kristín að Núpum í Aðaldal. Þá jörð keypti Sigurður ásamt Karli bróður sínum á Knútsstöðum árið 1927. Það leikur ekki vafi á því að með þessum síðustu búferlaflutn- ingum taldi Sigurður sig vera kominn á ættar- og æskuslóðir. Hann var mikill náttúruunnandi og með því að vera kominn í nálægð við þá fallegu og gjöfulu Laxá og vera umvafinn strengja- slætti hennar, var óskum hans og fjölskyldunnar fullnægt. Á Núpum hefur fjölskyldunni liðið vel og sýna framkvæmdir á jörðinni það að þar er vel hugsað um hlutina í hvívetna. En nú er komið að leiðarlok- um. Löngu dagsverki er lokið, dagsverki sem lengi enn mun skila árangri. Árangri sem gamli kennarinn okkar í Ljósavatns- hreppi lagði fyrstu drög að. Blessun fylgi hans störfum sem hann vann fyrir sveitina okkar. Ég votta Kristínu vinkonu minni og fjölskyldu hennar allri inni- lega samúð mína. Ég veit að minningin um góðan dreng og traustan félaga mun græða sárin. Sigurður Sigurðsson var jarð- settur að Ljósavatni þriðjudaginn 10. mars, að viðstöddu fjöl- menni. Ég lýk þessum kveðjuorðum með erindi V. Briem og segi: Far þú í friði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með guði, guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Rangá, 10. mars 1992, Baldvin Baldursson. Laugardagskvöldið 21. mars Loksins á íslandi Hljómsveit Ingimars Eydal skemmtir landanum fram eftir nóttu ★ Er ferming framundan? Happaleikur HoUday Inn Bjóðum nú sem fyrr tvær gerðir „kaldra borða" sem í gegnum tíðina hafa gert þúsundir veislugesta hæstánægða. Setjum borðið upp á staðnum og leggjum til allan borðbúnað. Bjóðum einnig snittur, brauðtertur, rjómatertur og marengstertur. Nánari upplýsingar hjá yfirmatsveini eða veitingastjóra í síma 22200. Hótel KEA fyrir góða veislu. Nú fer senn að Ijúka spurninga- leik sem hótel Holiday Inn og útvarpsstöðin Bylgjan gangast fyrir í marsmánuði en leikurinn hefur að undanförnu verið kynnt- ur í landsmálablöðunum. Spurningaleikurinn gengur út á að þátttakendur svari tveimur léttum spurningum og sendi svör- in til Bylgjunnar fyrir lok þessa mánaðar. Dregið verður úr rétt- um lausnum 31. mars nk. í beinni útsendingu. Verðlaunin eru góð, því í boði er helgarferð fyrir alla fjölskylduna til Reykjavíkur, flug, bílaleigubíll og veislumatur á Setrinu á Holiday Inn. Að sögn Wilhelm Wessmann, hótelstjóra á Holiday Inn, leggur hótelið mikla áherslu á helgar- gistingu fyrir fjölskyldur af lands- byggðin'ni. „Ekkert aukagjald er tekið fyr- ir börnin, þannig að þau gista frítt. Þá má geta þess að hér í næsta nágrenni við hótelið höfum við Laugardalslaugina, húsdýra- garðinn og skautasvellið og alít er þetta ókeypis fyrir gesti okkar. i fíjjsÉi.. 1 jaMr' Eins útvegum við barnagæslu á bregða sér frá eina kvöldstund," kvöldin, ef foreldrarnir vilja sagði Wilhelm.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.