Dagur - 20.03.1992, Blaðsíða 2

Dagur - 20.03.1992, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Föstudagur 20. mars 1992 Fréttir íþróttafélög semja við Kreditkort hf. um útgáfu Sportkorta: Mun sldla félögumim einhverjum aurum“ - segir formaður KA Brauðver heitir nýja bakaríið í Ólafsfirði en þar ráða ríkjum þau Soffía Húnfjörð og Arnbjörn Arason. Blaðamaður átti leið um hjá þeim á dögunum þegar bakaríið hafði verið opið á hálfa aðra viku og var gott í þeim hljóðið. Arn- björn sagðist hafa búist við góðri aðsókn meðan nýjabrumið væri á þessu en hún virtist ætla að haldast lengur en hann þorði að vona. Auk þess gengi vel að afla fastra viðskiptavina, til dæmis hefði hann verið að selja brauð um borð í tvo togara. Mynd: -ph Húsavík: Mikilvægt að stjóraun uppgræðsl- unnar fari fram heima í héraði - segja Húsgullsmenn - reikna með aukinni atvinnu við landgræðslustörf Knattspyrnufélag Akureyrar er meðal sex íþróttafélaga sem undirritað hafa samning við Kreditkort hf. um útgáfu á nýju alþjóðlegu tengikorti við Eurocard sem bera mun nafnið Ólafsfjörður: Bæjarmála- punktar ■ Félagsmálaráð hefur sam- þykkt umsókn frá Ólöfu Ýr Lárusdóttur um dagmömmu- leyfi. ■ Bæjarráð hefur samþykkt tillögu Sigurðar Björnssonar um að gert verði skipurit fyrir bæjarkerfið. ■ Bæjarráð hefur samþykkt að kaupa tölvu af gerðinni Laser 386 fyrir Bókasafn Ólafsfjarðar. Aætlaður kostn- aður er 140 þúsund krónur. ■ Sigurður Björnsson hefur lagt fram tillögu í bæjarráði um að gerð verði athugun á því að hvort mögulegt væri að ráðast í byggingu þjónustu- fbúða fyrir aldraða. Gerð verði lausleg athugun á þörf fyrir slíkt húsnæði, hvernig eignarhaldi gæti verið háttað og möguleikum á fjármögnun. Sérstaklega verði aflað upplýs- inga um þessi mál frá öðrum sveitarfélögum. Skýrsla um málið verði tekin til umræðu á aprílfundi bæjarstjórnar. ■ Bæjarráð hefur samþykkt að Bjarni Kr. Grímsson, Ósk- ar Þór Sigurbjörnsson og Sigurður Björnsson ásamt mökum verði fulltrúar Ólafs- fjarðar á vinabæjamóti í Lovisa í Finnlandi næsta sumar. ■ Bæjarráð hefur samþykkt að veita Golfklúbbi Ölafs- fjarðar 30 þúsund króna styrk vegna Norðurlandsmóts í golfi í Olafsfirði á komandi sumri. ■ Bæjarráð hefur heimilað bæjarstjóra að samþykkja af hálfu bæjarins kaupsamning Laxóss hf. við skiptaráðanda vegna yfirtöku á hluta af eig- um Óslax hf. og réttindum þeim tengdum. ■ Almannavarnanefnd hefur falið bæjarfógeta og bæjar- stjóra að láta útbúa límmiða sem á væru prentuð símanúm- er læknis, lögreglu og slökkvi- liðs. ■ Á síðasta bæjarstjórnar- fundi lagði Björn Valur Gísla- son fram eftirfarandi tillögu: „Bæjarstjórn Ólafsfjarðar samþykkir á fundi sínum 10/3 1992 að allar meiri fram- kvæmdir á vegum bæjarins skuli boðnar út. Hvað varðar smærri framkvæmdir verði leitað samanburðar hjá verk- tökum. ■ Bæjarráði verði falið að gera vinnureglur vegna þessa þar sem fram skal koma m.a. við hvaða fjárhæðir skal mið- að til að skilja að stærri fram- kvæmdir og smærri. Markmið þessarar sam- þykktar er að lækka kostnað og leita hagkvæmustu og ódýr- ustu leiða fyrir bæjarfélagið, jafnframt því að tryggja heimaaðilum vinnu við fram- kvæmdir á vegum bæjarins." Bæjarstjórn samþykkti sam- hljóða að vísa þessari tillögu til bæjarráðs. Sportkort. Um þetta kort munu gilda sömu skilmálar og um almenn Eurocard kort. Félögin munu fá ákveðinn hluta af árgjaldi sem korthafar greiða fyrir kortið en þetta gjald verður hærra en árgjald almenns Eurocard korts. Til viðbótar munu félögin fá styrk frá fyrirtækjum sem íþróttafé- lögin gera samning við um að ákveðinn hundraðshluti við- skipta með kortinu renni til íþróttafélaganna. Sigmundur Pórisson, formaður KA, segir að öðrum íþróttafélög- um sé heimilt að gera samskonar samning um Sportkort og áður- nefnd sex félög hafa nú þegar gert. Aðeins þurfi að uppfylla skilyrði um að útvega minnst 300 korthafa og 25 fyrirtæki sem til- búin eru til að veita afslátt sem renni til íþróttafélaganna. Sig- mundur segist því reikna með að íþróttafélaginu Þór verði kynnt þetta mál á næstu dögum. Sportkortin munu hafa á fram- hlið liti og merki viðkomandi íþróttafélags en næstu mánuði verður kortið hannað. Ef tekið er dæmi um notanda sem hefur Sportkort með félagsmerki KA og hefur viðskipti við verslun eða fyrirtæki sem gert hefur samning um ákveðinn afslátt gegn greiðslu með slíku korti, þá rennur sá afsláttur beint til félagsins, þ.e. KA í þessu tilfelli. Sigmundur segir að á þessari stundu sé erfitt að meta tekju- möguleika af þessari nýbreytni. „En ég held að þetta geti skilað félögum einhverjum aurum og það er allt betra en ekkert í þessu,“ sagði Sigmundur og bætti við að framundan sé mikið starf við að kynna fyrirtækjum þetta fyrirkomulag og ná samningum við þau um afslætti. JÓH Bústjóra þrotabús rækjuverk- stniðjunnar Árvers hf. á Árskógsströnd hefur borist til- boð í bæði kaup og leigu á eignum þrotabúsins, þ.m.t. verksmiðjuhúsinu og vélum til rækjuvinnslu. Frestur til að Þrír þingmenn hafa lagt fram á Alþingi tillögur um að mennta- málaráðherra skipi nefnd til „að kanna reynslu erlendis frá af mati á skólastarfi og móta tillögur um hvernig best verði staöið að þessum málum hér á landi. í nefndinni eigi sæti m.a. fulltrúar Kennarasam- bands íslands, Hins íslenska kennarafélags, Félags háskóla- kennara, fræðslustjóra og Rannsóknarstofnunar uppeld- ismála, auk menntamálaráðu- neytisins. Úttekt þessi nái yfir öll skólastig.“ í greinargerð með tillögunni segir að það færist mjög í vöxt erlendis að skólar geri úttekt eða láti meta starf sitt og þá þjónustu sem þeir bjóða upp á. Petta sé „Nú er að koma í Ijós að þetta skilar atvinnu heim í héraðið og út um Iand, en menn hafa haldið að uppgræðsla kostaði bara peninga og það væri tóm vitleysa að standa í þessu. Það er eytt fullt af peningum í land- græðslu og með þeim aðferðum sem við erum að tala um, er verið að að flytja peningana, vinnuna og afraksturinn til okkar. Við höfum mannskap- inn,“ sagði Sigurjón Benedikts- son, forsvarsmaður Húsgulls, sem á morgun stendur fyrir ráðstefnu um verndun og endurheimt landkosta á Hótel Húsavík. „Það þyrfti að stofna útstöð, helst sameiginlega frá Skógrækt- skila inn tilboðum rann út sl. miðvikudag. Arnar Sigfússon, bústjóri þrotabús Árvers, segir að borist hafi eitt tilboð í kaup á öllum eignum þrotabúsins og annað leigutilboð. Þá hafi borist nokkur auk þess þekkt greiningartæki í stjórnunarfræði og beitt á fyrir- tæki, stofnanir og samtök. Hér á landi sé svona mat skammt á veg komið. Nefnd eru dæmi frá Norður- löndunum þar sem unnið er að því að koma á samræmdu mati á skólastarfi og frá Bandaríkjunum þar sem lengi hafi tíðkast að gera úttektir á háskólum og háskóla- deildum, einstökum starfsþátt- um, sem og rannsóknum og kennslu og jafnvel starfsmennt- un, kennurum og starfsmönnum í st j órnunarstörfum. Markmið úttektar er að vera hvatning og leiðbeining fyrir þann sem hún beinist að. Önnur ástæða til þess að gera slíka úttekt er að yfirstjórn skóla geti inni og Landgræðslunni, hér heima í héraði. Landgræðslan er undirmönnuð, þó við höfum fengið ómetanlega hjálp frá þeim. Uppgræðsluverkefnin eru gríðarleg á okkar svæði og það er mikilvægt að stjórnun þeirra fari fram héðan,“ segja forsvarsmenn Húsgulls. Með tilkomu raðsán- ingarvélanna breytast starfshættir við uppgræðsluna mjög. Væntan- lega verður mun meiri áhersla lögð á sáningu og áburðardreif- ingu með tækjabúnaði á jörðu niðri í framtíðinni, heldur en með dreifingu úr flugvélum. Hús- gullsmönnum líst vel á þá hug- mynd að stofna útstöð til stjórn- unar framkvæmdanna í Pingeyj- arsýslu, „eða á vígvellinum sjálfum,“ eins og þeir segja. tilboð í einstakar eignir þrotabús- ins. Arnar segir að næstu daga verði tilboðin skoðuð og afstaða tekin til þeirra í samráði við helstu kröfuhafa í þrotabúið. fylgst sem best með gangi mála í einstökum deildum og námsbraut- um, ma. til þess að geta ráðstafað betur fé, mannafla og húsnæði. í þriðja lagi getur slíkt mat verið einskonar gæðastimpill á starf háskóla og fagskóla. í greinargerðinni segir að auk þessa megi tína til ýmis rök fyrir mikilvægi úttekta á skólastarfi. „T.d. hefur fjöldi athugana sýnt að skólastarf, sem sýnir alhliða góðan árangur, einkennist mjög af samkennd og samvinnu milli kennara, sameiginlegri stefnu- mótun innan skólans um mark- mið og leiðir, skýrum kennslu- markmiðum, forustu í kennslu- málum, stöðugleika og samfellu í skólastarfinu, góðum tengslum við nemendur og virku sjálfs- matskerfi.“ „Menn þurfa að breyta hugs- unarhættinum þannig að þeir horfi á landið út frá sjónarhorni bóndans. Við getum verið á mjög gróðurfarslega viðkvæmum svæðum þar sem er mikil eyðing, en þó getur verið allt í lagi að stunda þar landbúnað, með skynsamlegri nýtingu. Þess vegna er svo mikilvægt að hætta þessari miðstýringu og fara að vinna út frá hverri jörð. Ef á að fara að vinna svona verður því ekki stjórnað sunnan úr Reykjavík, það verður að gera hér á svæð- inu,“ sagði Árni Sigurbjarnar- son, forsvarsmaður Húsgulls. Húsgullsmenn hafa mikinn áhuga á að drifið verði í að græða upp Hólasand, svona rétt til að sýna og sanna að slík framkvæmd sé möguleg. „Við erum ekki með neitt svartnættishjal. Það er geysilega slæmt ástand í sambandi við gróðurmál og uppblástur en á ráðstefnunni verða kynntar leiðir sem eru færar til úrbóta. Land- búnaðurinn á svæðinu er ekki vandamálið, heldur lykillinn að lausn vandans. Það er nauðsyn að landið haldist í byggð,“ sagði Árni. IM í lok greinargerðarinnar segir: „Talið er að skólakerfið hér á landi sé orðið mjög umfangsmik- ið og yfirgripsmikið og erfitt sé fyrir menntamálaráðuneytið að fylgjast með gæðum kennslu og náms í hverjum skóla fyrir sig, hvort sem er á grunnskóla-, fram- haldsskóla- eða háskólastigi. Skýrsla OECD um menntastefnu á Islandi frá 1987 gefur í skyn að þörf sé á aðhaldi og samræmingu í skólamálum og tengslum milli skólastiga. Með því að beita matsaðferðum á skólakerfið væri betur hægt að tryggja gæði skólans." Flutningsmenn þessarar tillögu eru Valgerður Sverrisdóttir,. Guðný Guðbjörnsdóttir og Össur Skarphéðinsson. -ÞH Þrotabú Árvers á Árskógsströnd: Kauptilboð í eignir til skoðunar óþh Alþingi: Tekið verði upp gæðamat í skólastarfi

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.