Dagur - 20.03.1992, Blaðsíða 16

Dagur - 20.03.1992, Blaðsíða 16
„ítalskir dagar" á Bauta 12.-15. og 19.-22. mars Uppskriftasamkeppni Góð \rerð/aun Atvinnumál skólafólks könnuð í stjórnskipaðri nefnd: „Umsóknir iim sumarviimu hafa aldrei verið fleiri“ - segir Árni Steinar Jóhannsson, umhverfisstjóri Mynd: Golli Skákþing Norðlendinga 1992 sett í gær: Hart barist í fyrstu umferð „Augljóst er að skólafólk á Akureyri á í miklum erfiðleik- um með að fá sumarvinnu. Hjá umhverfisdeild Akureyrarbæj- ar hefur þetta komið glöggt í Ijós. Umsóknir um sumar- vinnu hafa aldrei verið fleiri og mér er kunnugt um að svo er hjá fyrirtækjum um allt land,“ sagði Árni Steinar Jóhanns- Snjóleysið: Smápeningar í snjómokstur það sem af er Jón Haukur Sigurbjörns- son, rekstrarstjóri Vega- gerðar ríkisins á Akureyri, segir að augljóslega hafl stórar fjárhæðir sparast vegna snjóleysisins í vetur. Það sem þegar hafi verið greitt út séu í raun smámun- ir ef miðað sé við snjóavetur eins og var 1989/1990. „Ég man ekki eftir vetri eins og þessum. Þetta er orðinn minni mokstur en var í fyrra," sagði Jón Haukur. Hann segir að ekki liggi fyrir tölur um greiðslur fyrir snjómokstur frá áramótum en þær séu litlar. „Þetta er varla mælanlegt. Það má segja að það sem af er sé eftirlit á vegunum stór hluti af því sem greitt hefur verið í vetrarviðhald,“ sagði Jón Haukur. Hann segir að snjómokstur sé greiddur úr einum sjóði yfir landið og því ráðist ekki í vor hvernig heildarstaðan sé. En sparnaðurinn hefur sína fylgi- fiska og sagði Jón Haukur þungt hljóð í þeim aðilum sem byggi sína vinnu á snjó- mokstri. Þá fylgi snjóleysinu líka meira slit á malar- og slit- lagsklæðingum sem fyrirsjáan- lega þurfi að gera mikið við á komandi sumri. JÓH Af 40.351 tonni er landsmenn veiddu af þorski í janúar og febrúar lönduðu skipin af Norðurlandi 9.131 tonni. í janúar og febrúar í fyrra var þorskafli norðanmanna 8.282 tonn, en þá var heildarþorsk- afli landsmanna 43.781 tonn. Togarafloti norðanmanna er öflugur og fyrstu tvo mánuði árs- ins var þorskaflinn 7.000 tonn. í fyrra var aflinn 5.630 tonn. Á son, umhverfisstjóri Akureyr- arbæjar. Árni á sæti í nefnd er félags- málaráðherra, Jóhanna Sigurðar- dóttir, skipaði til að kanna hvaða breytingar séu að verða í atvinnumálum hvað varðar sum- arvinnu námsmanna. Nefnd- inni er ætlað að gera tillögur um með hvaða hætti ríkið geti gripið til aðgerða. Þess er vænst að nefndin skili áliti fyrir 15. apríl nk. Auk Árna eru í nefndinni Guðmundur Gylfi Guðmunds- son, hagfræðingur, ASÍ, Jón H. Magnússon, lögfræðingur, VSÍ, Kristrún ísaksdóttir, deildarsér- fræðingur í menntamálaráðu- neyti, og Ásgeir Leifsson, fram- kvæmdastjóri á Húsavík, sem er formaður nefndarinnar. „Við hjá umhverfisdeild Akur- eyrarbæjar munum ráða til okkar sumarfólk á sama grunni og í fyrra. Hver fjöldinn verður er óráðið. Ráðamenn Akureyrar- bæjar munu bíða aðgerða ríkis- valdsins, er varðar atvinnumál skólafólks. Þá er niðurstöður liggja fyrir hjá ríkisstjórn verður hlutdeiíd Akureyrarbæjar til að leysa vandann ákveðin,“ sagði Árni Steinar Jóhannsson. ój Þessa dagana er unnið að því að ganga formlega frá samn- ingum við bændur á Norður- landi um nytjaskóga. Reiknað er með að í byrjun verði gerðir samningar við 40-50 bændur en fleiri eru að kynna sér hvað hér um ræðir. Bændur hafa verið að velja hluta af sínum löndum sem verður síðan þing- lýst sem skógræktarlöndum og þeir ganga um leið inn í það styrkjakerfi sem Skógrækt sama tíma sem þorskaflinn hefur aukist hjá togurum af Norður- landi hefur þorskafli báta og smábáta af Norðurlandi minnkað. Fyrstu tvo mánuði árs- ins var hann 2.131 tonn en var á sama tíma í fyrra 2.652 tonn. Á Akureyri var landað á tveimur fyrstu mánuðum ársins 2.297 tonnum af þorski á móti 1.745 tonnum í fyrra. Allir útgerðarstaðir á Norðurlandi Skákþing Norðlendinga 1992 var sett á Akureyri í gær og um leið var blásið til fyrstu umferðar í opnum flokki. Alls tefla 12 skákmenn í opnum flokki að þessu sinni og eru þeir stigaháir þannig að mótið er mjög sterkt á norðlenskan mælikvarða. Að sögn Þórs Valtýssonar, for- manns Skákfélags Akureyrar, er ríkisins er með varðandi nytja- skógrækt á bújörðum. Þeir Arnór Snorrason, skóg- fræðingur hjá Skógrækt ríkisins á Egilsstöðum og Sigurður Skúla- son, skógarvörður á Vöglum í Fnjóskadal, hafa átt í viðræðum við bændur á Norðurlandi, ásamt starfsmönnum Skógræktarfélags Eyfirðinga, um þessa samninga og er reiknað með að skrifað verði undir fyrstu samningana í vor. hafa aukið aflahlutdeild sína í þorskveiðum á fyrstu tveim mán- uðum ársins utan Ólafsfjörður. Þó svo að betur hafi gengið nú með þorskveiðar frá Norðurlandi þá er öll sagan ekki sögð. Litið til fleiri ára þá hefur gengið æ verr að gera út á þorsk. Hagtölur vitna þar um. Þorskveiði togara og báta frá Norðurlandi þykir ekki mikil nú miðað við fjölda skipa og úthaldsdaga. ój þetta heldur dræm þátttaka í opnum flokki og sú staðreynd að aðeins kom einn skákmaður utan Akureyrar segir heldur dapra sögu af skáklífinu á Norðurlandi. Þór sagði hins vegar að mótið væri sterkt og spennandi skákir í fyrstu umferð lofuðu góðu. Úrslit í fyrstu umferð urðu þau að Gylfi Þórhallsson vann Þór Valtýsson, Arnar Þorsteinsson vann Áskel Örn Kárason, Sigur- Arnór Snorrason segir að gef- inn hafi verið góður prufutími vegna þessa verkefnis, sem hefur reyndar verið í gangi í Eyjafirði frá 1983, að tilstuðlan Skógrækt- arfélags Eyfirðinga. Er talið að þegar sé búið að gróðursetja um 700 þús. plöntur í Eyjafirði. Árið 1984 voru gerðar breytingar á lögum um skógrækt og bætt inn kafla um nytjaskógrækt á bújörð- um. Þessi lög eru óbreytt í dag. „Með því að gera formlega samn- inga við bændur er í raun verið að þinglýsa skyldum beggja aðila, bænda og Skógræktarinn- ar. Til dæmis þegar bóndi selur jörð sína, þá fylgir þessi kvöð um nytjaskóga henni,“ segir Sigurð- ur Skúlason. Ekki er ljóst í dag hversu stór landssvæði bændur á Norður- landi láta undir nytjaskóga en einstakir bændur hafa tekið frá 5 hekturum og upp í 80 hektara af sínu landi til þessa verkefnis. Á Norðurlandi er um að ræða bændur í Reykjadal og Aðaldal í S-Þingeyjarsýslu, bændur í innanverðum Eyjafirði og í innri hluta Blönduhlíðar í Skagafirði. Auk þess er unnið að svipuðum verkefnum víða annars staðar á landinu. „Þá samninga sem eru gerðir, jón Sigurbjörnsson og Jón Arm Jónsson gerðu jafntefli, Jakob Þór Kristjánsson sigraði Magnús Gunnlaugsson frá Ólafsfirði og Friðgeir Kristjánsson lagði Hauk Jónsson að velli. Jón G. Viðars- son og Þórleifur Karlsson sátu lengi og börðust hart en Jón Garðar hafði sigur að lokum. Önnur umferð var tefld í gær- kvöld og í dag eru tvær umferðir á dagskrá. SS þarf að leggja fyrir bæði skipu- lags- og jarðarnefnd ríkisins, svo allt sé nú löglegt. Þessi lönd verða síðan skógræktarlönd í framtíðinni og ekki ætluð til neins annars. Hér er verið að tala um aukabúgrein og bændur fá vinnulaun fyrir það starf sem þeir inna af hendi í skógræktinni á sínum löndum. í framtíðinni ætl- um við að ná úr þessum skógum efni, borðviði, panel, parketi eða öðru,“ sagði Sigurður. í framhaldi af þessum samn- ingum verður gerð framkvæmda- áætlun langt fram í tímann varð- andi þessar jarðir. Síðan verður ákveðið í samráði við hvern bónda hversu mikla vinnu hann leggur af mörkum í skógræktinni á hverju ári. „Sú áætlun þarf að liggja fyrir 15. apríl ár hvert. Verkið er síð- an tekið út á hverju hausti af sér- stökum úttektarmanni og 30 dög- um síðar fær bóndinn greitt fyrir þá vinnu sem hann hefur innt af hendi það árið.“ Arnór segir að til að byrja með sé eingöngu plantað lerki og það notað sem skjól fyrir aðrar plönt- ur þegar fram líða stundir. Þegar lerkið hefur náð sér vel á strik verður einnig plantað greni og furu og jafnvel ösp á bestu stað- ina. -KK Norðurland: Aukinn þorskafli togara - en minni afli hjá bátum og smábátum Skógrækt ríkisins: Unnið að formlegri samningsgerð við bændur um nytjaskógrækt á bújörðum - í byrjun verður samið við um 40-50 bændur á Norðurlandi

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.