Dagur - 10.04.1992, Blaðsíða 3
Föstudagur 10. apríl 1992 - DAGUR - 3
Fréttir
Smásagnasamkeppni
Dags og MENOR:
Úrslit kunngerð
á sunnudaginn
- verðlaun og
viðurkenning afhent í
Gamla Lundi
Dómnefnd í smásagnakeppni
dagblaðsins Dags á Akureyri
og Menningarsamtaka Norð-
lendinga, MENOR, lauk störf-
um og skilaði af sér þriðjudag-
inn 7. aprfl. Formaður dóm-
nefndarinnar er Sigurður Jóns-
son, íslenskukennari við Fjöl-
brautaskóla Norðurlands
vestra á Sauðárkróki, en
meðnefndarmenn eru Þórdís
Jónsdóttir, íslenskukennari við
Vcrkmenntaskólann á Akur-
eyri, og Stefán Sæmundsson,
blaðamaður við dagblaðið
Dag.
Þessi smásagnakeppni var önn-
ur keppnin sinnar tegundar, sem
Dagur og MENOR hafa sam-
vinnu um. Á síðasta ári var efnt
til ljóðasamkeppni og gert er ráð
fyrir því að slík keppni verði
samstarfsverkefni Dags og MEN-
OR að ári.
Þátttaka í smásagnakeppninni
að þessu sinni var að vonum. í
hana bárust fimmtíu og tvær
smásögur. Þær komu víðs vegar
af landinu, en flestar þó úr Norð-
lendingafjórðungi.
Dómnefnd hefur valið sögu til
verðlauna og aðra til viðurkenn-
ingar. Niðurstöður nefndarinnar
verða gerðar opinberar við
athöfn í Gamla Lundi á Akureyri
sunnudaginn 12. apríl og þá
verða einnig verðlaun og viður-
kenning afhent.
Athöfnin hefst kl. 16. Formað-
ur dómnefndar mun gera grein
fyrir störfum dómnefndar, en for-
maður MENOR afhendir verð-
launin. Athöfnin er opin þeim,
sem áhuga hafa.
F.h. Dags og MENOR,
Haukur Ágústsson.
Hjálparlínan stofnuð á Akureyri:
Leitast við að liðsinna fólki í erfiðleikum
Stofnaður hefur verið áhuga-
hópur um svokallaða hjálpar-
línu á Akureyri sem er að
mörgu leyti hliðstæður neyðar-
- tengist símaþjónustu Rauða kross hússins
sími og vinalínan í Reykjavík.
Tilgangurinn með stofnun
hjálparlínunnar er að leiðbeina
og liðsinna fólki sem á í ýmsum
Leikflokkurinn Hvammstanga:
Ættarmótið fmmsýnt
„Þetta er búið að ganga mjög
vel, en auðvitað hefur þetta
verið erfitt og í nógu að
snúast,“ segir Sigurlaug Þor-
leifsdóttir, formaður Leik-
flokksins Hvammstanga, en
leikflokkurinn frumsýnir á
sunnudag Ættarmótið eftir
Böðvar Guðmundsson í leik-
stjórn Fmils Gunnars Guð-
mundssonar.
Að sögn Sigurlaugar verður
farið í leikför á Snæfellsnes með
verkið, en áður verða þó haldnar
nokkrar sýningar heima fyrir í
félagsheimilinu á Hvammstanga.
Næstu sýningar eftir frumsýningu
eru fyrirhugaðar fimmtudaginn
16. apríl, laugardaginn 18. og
síðasta vetrardag verður sýning
og slegið upp balli að henni lok-
inni.
„Við ætlum að drífa okkur á
Snæfellsnesið eftir að við höfum
sýnt nokkrum sinnum hérna
heima og sýna í Ólafsvík og
Stykkishólmi. Það verður eflaust
gaman, því við höfum aldrei farið
þarna vestur áður með leikrit,"
segir Sigurlaug Þorleifsdóttir.
SRG
erfiðleikum og verður þjón-
usta hjálparlínunnar opin allan
sólarhringinn.
Faglært fólk mun veita öllum
sem nýta sér þjónustu hjálparlín-
unnar þá aðstoð sem viðkomandi
þarf á að halda hverju sinni.
Hjálparlínan verður tengd síma-
þjónustu Rauða kross hússins í
Reykjavík svo og síma hjá öðr-
um aðilum sem láta sér velferð
annarra varða.
„Þjónustan er byggð á algjör-
um trúnaði milli þess aðila sem
hringir inn og viðmælandans.
Nafnleynd er algjör og þarf við-
komandi ekki að gefa upp nafn
sitt né hvaðan hann hringir nema
hann kjósi það sjálfur. Með til-
komu hjálparlínunnar, og þess
samstarfs sem hún verður með
við símaþjónustu Rauða kross
hússins í Reykjavík og faglært
starfsfólk þar, opnast enn frekari
leið fyrir þá aðila sem leita vilja
sér hjálpar í erfiðleikum sínum,“
segir í tilkynningu frá áhuga-
mannahópnum.
Sem fyrr segir verður sími
hjálparlínunnar opinn allan sól-
arhringinn og númerið er 96-
12122. Hjálparlínan er ætluð
fólki á öllum aldri og er fólk hvatt
til að hringja í nauðum sínum og
finna samkennd, skilning og kær-
leika. SS